Morgunblaðið - 17.03.1974, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.03.1974, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 23 Umhverfisáætlun: Strönd og lóðir hreinsaðar reglulega Grásleppukarlarnir setji svip á Ægissíðuna GENGIÐ FRA OLLUM AUÐUM SVÆÐUM ELLIÐAARSVÆÐIÐ er stærsta sam- fellda útivistarsvæði innan byggðar Reykjavíkur og jafnframt það fjöl- breyttasta. í áætlunum um útivistar- svæði eru Elliðaérsvæðinu þvi gerð nánari skil en öðrum útivistarsvæð- um, enda áformað, að Ártúnssvæðið svonefnt gangi fyrir öðrum um fram- kvæmdir, þar sem það svæði i hvað beztum tengslum við fjölmennar ibúðabyggðir. Svæðið býður upp á margvisleg skilyrði til útivistar. Nægir að nefna Árbæjarsafn fyrir- hugaðan vöxt þess, skiðalandið i Ár- túnsbrekkum, möguleika á lax- og silungsveiði og skilyrði til útilifsmið- stöðvar austan við Blesugróf. Þar að auki er landslag tilbreytingarikt sem kunnugt er. Fyrir liggur tillaga að aðalskipulagi svæðisins, unnin á Teiknistofu Reynis Vilhjálmssonar i samráði við ýmsa sér- fræðinga og nefndir borgarinnar. Svæðið skiptist í fjórar landslagsheild- ir: 1) Elliðaárvogur er svæðið neðan Elliðaárbrúar. 2) Ártúnssvæðið mark- ast af Vesturlandsvegi að neðan og Árbæjarstíflu að ofan og er umlukt byggðum í Smáíbúðahverfi og Blesu- gróf að vestan, Breiðholti I að sunnan og innan þess er Ártún og Árbæjar- safn. 3) Árbæjarsvæðið er ofan Ár- bæjarstiflu upp að Vatnsveitubrú 4) Skeiðvallarsvæðið er ofan við Vatns- veitubrú upp að Skyggni neðan Elliða- vatns og nær yfir Skeiðvallarsvæði, en að vestan er Breiðholtsbyggð. Auk þessara svæða eru Rauðhólar og Rauðavatn, sem eru i nokkrum tengsl- um við Elliðaársvæðið Elliðaársvæðið er vel i sveit sett sem útivistarsvæði Að því liggja fjölmenn- ar byggðir, sem má tengja útivistar- svæðinu, Árbæjarhverfi, Breiðholts- hverfi, Smáíbúðahverfi, Blesugróf, Fossvogshverfi, Vogahverfi og Klepps- holt. Alla aðra ibúðabyggð að svæðinu á að fjarlægja, enda verður svæðið mikilvægur þáttur í útivist þegar byggð eykst. í skipulagi þvi, sem gert hefur verið, er að sjálfsögðu tekið tillit til þess, að Elliðaárnar eru meginkjarni svæðisins og þar er sérstætt landslag Göngu-, hjólreiða- og reiðstigar, sem eiga að l.'qgja upp eftir dalnum, koma ekki nálægt árbökkunum, þar sem veiði er stunduð En margt er skipulagt til starfsemi og athafna í samræmi við þarfir útivistarfólks. Flelztu staðirnir eru laxveiðistaðirnir, stíflan, iþróttasvæði Fylkis, Skeiðvallarsvæðið, Árbæjar- svæðið, Árhólmasvæðið og Ártúns- brekkan. Ártúnsbrekkan er góð skíðabrekka og skiðaland i Ártúnsbrekkum þarf að bæta. Umsvif hestamanna á að flytja upp á efra svæðið, þar sem er skeið- völlur, dýraspítali o.fl., en aðalreiðleið- ir um nágrennið greinast þaðan, t.d. umhverfi.s Elliðavatn i Rauðhóla, að Heiðmörk og að Rauðavatni og eru á formaðir áningarstaðir með skjóli og nauðsynlegri aðstöðu. Silungsrækt i Vesturál Laxveiði er i Elliðaánum og gert ráð fyrir árstimabundinni friðun þess vegna á næsta umhverfi ánna, en um- ferð þá beint fram hjá veiðisvæðunum. Aftur á móti eru ráðgerðir við helztu veiðistaðina útsýnisstaðir, þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að fylgj- ast með laxveiðinni, en hins vegar er Birgir Isleifur Gunnarsson b> -arstjóri skýrir frá nýgerðri áætlun um umhverfi og útivist í borginni og sýnir uppdrætti og kort. T.v. er Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri borgarinnar. þeim beint á staði, þar sem þeir valda minnstri truflun Veiðihúsið verður flutt ofar. Vatnsmagn i Vesturál er nú mjög takmarkað, þar sem mestu rennslu ánna er beint niður Austurkvíslina. Ráðgert er að auka lítillega vatnsmagn í Vesturálnum og rækta þar silung, sem börn og fullorðnir gætu fengið að veiða Árbæjarsafn er i mótun og gert ráð fyrir, að starfssvið þess vaxi verulega. Eru hugmyndir um, að starfsskóli verði i tengslum við safnið Vrði þar búskap- ur í smáum stil með húsdýrum, heyskap, garðrækt og jafnvel veiði- skap. Með þessu vinnst tvennt Annars vegar mun börnum og unglingum gef- ast kostur á að umgangast húsdýr og taka þátt í bústörfum og hins vegar gæðir það safnið raunverulegu lífi. Hugmyndir eru um, að einnig verði stunduð handiðn í húsum safnsins, svo sem gullsmiði söðlasmiði, vefnað- ur o.fl. Þá er lagt til, að i sandgryfjum vestan Árbæjarsafns verði komið upp skemmtitækjum, þannig að á tiltölu- lega litlu svæði verði starfsemi við sem flesta hæfi. Skautasvell á Árbæjarlóni Á vetrum kemur oft ákjósanlegt skautasvell á Árbæjarlón og vegna slysahættu er gert táð fyrir grunnri tjörn norðan við lónið fyrir skautafólk, en skíðafólki verður búinn ákjósanleg- ur staður tilskiðaiðkana i Ártúnsbrekku Þá er talað um, að auðveldlega megi byggja sundlaug og gufubað, á svæði vestan Vesturáls, en þar er Framhald á næstu sfðu Ortngu- 09 h|ólrelda*t(o*r l.«iMXötar, leikvollir. O d»9Íetunarttofnenir o.fl. Aðalskipulag Rcykjavikur 1974-83 Hcíldarskiptiiag græniia svæda og gíingo-, hjóIrciAa- og rciöstíga Þetta kort sýnir heildarskipulag grænna svæða f Reykjavík 1974—1983, einnig göngu-, hjólreiðastígar eru samfelld lfna ogsvigar á þeim undirgöng eða göngubrú, hjólreiða- og reiðstíga. Dökku fletirnir sýna útivistar- og stofnanasvæði, göngu- og eru slitin lína. en reiðstígar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.