Morgunblaðið - 17.03.1974, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974
43
ROSE~
ANNA
57
— Það held ég ekki. Éfe man
það ekki.
— Reynið nú.
— Nei, ég held ekki.
— Hittuð þér hana aftur um
kvöldið?
— Ég man ég stóð aftur i skut,
þegar dimmdi. En þá var ég áreið-
anlega einn.
— Hittuð þér hana þá fyrr um
kvöldið. Reynið að munaþað.
— Éfe held ég hafi hitt hana.
Mig minnir, að við höfum setið á
bekk aftur á og talað saman. Ég
vildi vera i friði, en hún var alltaf
utan í mér.
— Svo hefur hún boðið yður
inn í klefann til sín.
— Nei!
— Og siðar um kvöldið drápuð
þér hana svo?
— Nei, það gerði ég ekki.
— Munið þér virkilega ekki eft-
ir þvi, að þér drápuð hana?
— Nei, gerði ég það kannski?
— Hvers vegna eruð þér að
kvelja mig? Þér megið ekki tala
svona. Ég hef ekki gert neitt.
— É!g skal ekki kvelja yður,
sagði Martin.
Augnaráð mannsins varð flökt-
andi. Það var eins og kraftur hans
þyrri og hann leit kvíðinn á Mart-
in.
— Þér skiljið mig ekki, sagði
hann rámri röddu.
— Jú, ég reyni að skilja. Ég skil
til dæmis að sumt fólk vekur and-
úð yðar. Þér viljið ekki sjá það. ..
þér fáið andstyggð á því.. .
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 10.30 — 1 1.30. trá mánudegi
til föstudags.
% Nektarsýningar
Geirþrúður Valdimarsdóttir
skrifar:
„Velvakandi!
Það gladdi mitt gamla hjarta,
þegar ég las grein eftir Árna
Johnsen, þar sem hann gagnrýnir
nektarsenur hjá leikhúsinu.
Hvaða tilgangi þjóna þær?
Voru ekki fyrstu viðbrögð
mannsins að hylja nekt sína,
a.m.k. með laufblaði?
Er . nokkur nektarsena í
margumtöluðum „rúmstokks-
myndurn", sem hneyksla marga?
„Að fortíð skal hyggja".
Virðingarfyllst.
Geirþrúður Valdimarsdóttir."
Það er nú útaf fyrir sig merki-
legt, að nektarsýningar skuli
hneyksla nokkurn mann nú til
dags, en englakroppunum í aldin-
garðinum Eden datt ekki í hug að
hylja nekt sína f.vrr en að loknum
snæðingi eplisins af skilningstré
góðs og ills.
Velvakandi hefur því miður
ekki séð neina ,,rúmstokksmynd“,
þannig að hann getur ekki upp-
lýst, hvort þar sé um að ræða
djörf atriði eða ekki.
£ Kveðja til
ríkisstjórnarinnar
Hér er vfsa, sem Sigmundur
Jónsson í Keflavík hefur látið
okkur í té:
„Fögur loforð, lævíst skraf
lætur vel í munni.
En flestum stendur stuggur af
stjórnarófreskjunni."
0 Náttfarivar
ekki þræll
Sigríður Guðmundsd. Schiöth
skrifar:
„Kæri Valvakandi.
Viltu gera svo vel að ljá þessu
rúm í pistlum þínum, en þetta er
orðsending til frú Rósu B.
Blöndals vegna ummæla hennar í
„deginum og veginum" í Ríkis-
útvarpinu 25. febrúar sl.
— Já, og þetta hljótið þér að
skilja.Fólk getur verið svo ógeðs-
legt.
— Jú, ég skil það. En þér eruð
sérstaklega á móti konum, sem
þér segið að séu léttúðugar og
blygðunarlausar, er það ekki satt?
Maðurinn svaraði ekki.
— Eruð þér trúaður?
— Nei.
— Því ekki?
Hann yppti öxlum ráðleysis-
lega.
— Lesið þér aldrei biblíuna
önnur trúarle'g rit?
— Ég hef lesið biblíuna.
— Trúið þér því sem í henni
stendur.
— Nei, það er svo margt dóna-
legt í henni.
— Eitthvað sem er eins og kon-
urnar Roseanna McGraw og ung-
frú Hansson — dónalegar konur?
— Já, einmitt. Og þér skiljið
þetta lika. Lítið bara á allt sem
gerist í kringum okkur. Það er svo
margt viðbjóðslegt sém gerist.
— Og þér viljið ekkert hafa
saman að sælda við það fólk sem
þér teljið viðbjóðslegt.
— Alveg rétt. Ég vil það alls
ekki, sagði hann og lagði nú á-
herzlu á orð sín.
— Gott og vel. Segjum þá að þér
hafið andúð á sumu fólki. En
vekja konur eins og Roseanna og
ungfrú Hansson enga girnd hjá
yður? Langar yður ekkert til að
snerta þær? Fara höndum um lík-
ama þeirra?
— Þér megið ekki segja svona
við mig!
— Horfa á þær? Koma við þær?
Náttfari var ekki þræll, eins og
sjá má í Landnámabók, og eru
fyllyrðingar þar um staðlausir
stafir.
Þessu tii sönnunar set ég hér
orðrétt það, sem um þetta stendur
í Landnámu:
„Hann [þ.e. Garðar Svavars-
son] var um vetr einn norður í
Húsavík á Skjálfanda ok gerði þar
hús. Um várit, er hann var búinn
til hafs, sleit frá honum mann á
báti, er Náttfari hét, ok þræl ok
ambátt. Hann byggði þar síðan er
heitir Náttfaravík.“
Frúin hefði átt að vita betur, og
ekki þótti smekklegt tal hennar
um „Náttfara- og þrælavíkur-
stefnu", og líklegt þykir mér, að
Þingeyingar kunni henni litlar
þakkir fyrir sprokið.
Sigrfður Guðmundsd. Schiöth."
0 Hrós um íslenzka
sjónvarpid
Dagný Guðmundsdóttir, Ytri-
Njarðvík, skrifar:
„Mig langar til að skrifa vegna
bréfs Helgu Andreu Guðmunds-
dóttur. Ég held, að ekki séu attír
jafn óánægðir með íslenzka sjón-
varpið og hún. Þótt ég sé líka
unglingur í Njarðvíkunum sit ég
alltof mikið og horfi á íslenzka
sjónvarpið, einfaldlega vegna
þess, að það er svo fátt, sem ég vil
missa af.
Helga sagði, að unglingar
myndu verða meira heima og
horfa á sjónvarpið ef dagskráin
væri góð. Herinn er ennþá með
útsendingar, en samt eru
unglingarnir heima fæst kvöld.
Sýnir þetta ekki líka, að það er
óánægja með hersjónvarpið? Ég
held, að það yrði óánægja ef
fslenzka sjónvarpið sýndi nær ein-
göngu fréttir, kvikmyndir, söng
og barnaþætti eins og herinn
gerir.
Eitt í viðbót: Veit Helga um
eitthvert irálefni, sem stjórninni
kemur við, en þjóðinni ekki? Ég
hélt að stjórnin væri fulltrúi
þjóðarinnar.
Dagný Guðmundsdóttir.“
Velvakandi heldur, að það sé
hvorki íslenzka sjónvarpinu né
varnarliðssjónvarpinu að kenna,
— Af hverju talið þér svona?
— Langar yður ekki til að
klæða þær úr? Sjá þær naktar?
— Nei, Nei, alls ekki! þegið þér,
þegið þér!
Maðurinn hafði risið til hálfs
upp úr stólnum, en hreyfingin olh
svo miklum sársauka að hann hné
niður, gretti sig af þjáningum.
— Svona.. . svona, það væri
ekkert einkennilegt við það. Satt
að segja er það ekki nema eðli-
Iegt. Slikar hugsanir hvarfla
stundum að mér, þegar ég sé
kvenfólk.
Maðurinn starði á hann.
— Ætlið þér þar með að halda
fram, að ég sé óeðlilegur?
Martin svaraði ekki.
— Ætlið þér að halda því fram
að ég sé eitthvað óeðlilegur þann-
ig, af því að ég hef sómatilfinn-
íngu?
Ekkert svar.
— Éjg hef rétt til að ráða yfir
mfnu eigin lífi.
— Já, að visu. En ekki yfir
annarra. í gærkvöldi sá ég með
eigin augum, að þér reynduð að
drepa stúlku.
— Nei þér sáuð ekkert. Ég hef
ekkert gert.
— É]g segi aldrei neitt, sem ég
er ekki alveg viss um. Þér reynd-
uð að drepa hana. Ef við hefðum
ekki komið í tæka tið, mynduð þér
nú hafa annað mannnslíf á sam-
vizkunni.
Þetta hafði greinilega mikil á-
hrif. Hann reyndi að stynja ein-
hverju upp, en loks sagði hann,
svo ógreinilega, að það skildist
tæpast.
að unglingarnir tolla ekki heima
hjá sér á kvöldin. Svo er það aftur
annað mál, hversu mikil stjórn-
semi ríkisstjórnarinnar á að vera,
en alla vega hlýtur að vera ljóst,
að þeir skipta sér alla jafna ekki
af einstökum dagskráratriðum,
enda þótt undantekningar kunni
að verða á því stundum.
0 Óþvegnu börnin
hennar Evu
Kona kom með eftirfarandi
pistil til Velvakanda:
„Eftir að ég hlustaði á Kristján
Gissurason tala um málefni van-
gefinna í Landshorni á dögunum,
fór ég að hugleiða söguna um
börnin hennar Evru, sem ekki
vannst tími til að þvó áður en þau
voru sýnd Drottni.
Þegar ég fór að hugleiða þessa
gömlu sögu, varð mér ljóst, að
þessi hópur systkinanna fylgir
okkur enn í gegnum árin, en það
sorglegasta er, að ekki er nema
lítill hluti okkar hinna þvegnu,
sem sér þau, enda þótt þau séu
sem sagt mitt á meðal okkar.
FRAMHALDS5AGA EFTIR
MAJ SJÖWALL OG
PER WAHLOÖ
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ÞÝDDI
— Hún átti það skilið. Það var
bara henni sjálfri að kenna, —
ekki mér.
— Afsakið, að ég heyrði ekki,
hvað þér sögðuð.
Þögn.
— Vi ljið þér endurtakaþað sem
þér sögðuð?
Maðurinn starði þvermóðsku-
lega niður fyrir sig.
Martin sagði hörkulega.
— Þér ljúgið.
Maðurinn hristi höfuðið.
— Þér segist aldrei ljúga, þér
segist bara kaupa sportblöð. En
þér kaupið líka sorpblöð.
— Nei, reyndar er það nú ekki
satt.
— Gleymið því ekki, að ÉG lýg
ekki.
Þögn.
— I arninum hjá yður og á víð
og dreif um íbúðina höfum við
fundið haug af slfkum blaðakosti.
Við höfum látið rannsaka íbúðina
yðar. Við fundum ýmislegt. Meðal
annars sólgleraugu, sem Rose-
anna McGraw átti.
— Þér ráðist inn í heimiti mitt
og raskið friðhelgi þess. Hvað á
það að þýða?
Hann endurtók síðustu orðin og
bætti svo þ vermóðskulega við:
— Ég vil ekkert tala við yður.
Þér eruð ógeðslegur.
— Það er svo sem ekki bann-
að að skoða myndir. En hvers
vegna hafiðþér skorið myndirn-
ar...
Maðurinn leit órólega i kring-
um sig.
Hverju sætir, að þau virðast
vera olnbogabörn guðs og manna,
hvernig má þetta vera?
Okkur er kennt, að vegir guðs
séu órannsakanlegir, enn fremur
er okkur kennt, að meiru varði að
safna auði, sem mölur og ryð fá
ekki grandað, heldur en verald-
legum verðmætum.
Væri nú ekki gullið tækifæri til
að afla sér þessara óforgengilegu
verðmæta að líta í kringum sig og
vita, hvort maður kemur ekki
auga á litla systkinahópinn, sem
kannski er gleðivana eða svangur
og trúlega einmana, því að það er
svo margt í þeirra málum, sem
ekki er samboðið okkar velferðar-
þjóðfélagi.
Ættum við nú að rétta þeim
okkar bróðurhönd og veita þeim
fulla uppreisn í þjóðfélaginu og
setja þau við sama borð og okkur
hin, sem þvottinn hlutu.
Ég vona, að enginn taki orð mín
svo, að hér sé um dulrím að ræða
eða draumóra, neit þetta er bara
kaldur veruleiki, ótrúlegt en
satt.“
S^ SIGGA V/öGA £ ilLVtHAU
VELVAKAIMDI
Færeyjar:
Vilja ráða
utanríkis-
málunum
Þorshöfn, Færeyjum,
15. marz NTB
LÝÐVELDISFLOKKURINN f
Færeyjum hefur óskað eftir við-
ræðum við utanríkisráðuneytið í
Kaupmannahöfn með það fyrir
augum að utanríkismál Færey-
inga færist yfir á þeirra eigin
hendur. Var tillaga þar að lútandi
liigð fyrir dönsku stjórnina í dag.
Landamærin
opin aftur
Ankara 15. marz AP — NTB
TYRKNESK blöð skýra frá því i
dag, að Kúrdar hafi náð tangar-
haldi á stóru fjallahéraði í norð-
urhluta íraks. Hins vegar skýrði
tyrkneska utanríkisráðuneytið
frá því, að landamæri Tyrklands
og Iraks hafi verið opnuð fyrir
umferð að nýju, en þeim var lok-
,að á miðvikudag, vegna yfirvof-
andi bardaga á þessum slóðum
milli kúrdískra þjóðernissinna og
íraksstjórnar.
SINCLAIR
vasareiknivélin,
sem gerir allt
nema kosta
mikla peninga.
★ Fljótandi komma,
★ 4 reikningsaðferðir,
★ , X, 4-
★ Konstant.
"A Sýnir 8 stafi.
■A Vinnur vikum saman
★ á 4 rafhlöðum o.fl. o.fl.
★ Stærð aðeins:
★ 50xl10x18mm.
heimilistæki sf
Sætún 8, sími 1 5655, 24000.