Morgunblaðið - 23.03.1974, Side 3

Morgunblaðið - 23.03.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 3 Yfir 6 þúsund töldust vera í Efra-Breiðholti MANNTAL fór fram í Efra Breiðholti dagana 18., 19. og 20. marz 1974. Félagar úr Hjáipar- sveit skáta önnuðust talningu, sem gekk framar öllum vonum, að því er segir í frétt frá borgar- hagfræðingi. Er úrvinnsla gagna hafin, og verður á næstu dögum reynt að hafa upp á því fólki, sem ekki var heima, er á talningu stóð. Helgi Sigvaldason verkfræð- ingur annast gagnavinnslu og vonast til að endanlegar niður- stöður liggi fyrir innan þriggja vikna. Húsgögn hækka um allt að 30% HÉR hefur fólk verzlað gffur- lega sfðustu daga, og minnir verzlunin einna helzt á jólaös- ina, sagði Jón Sigurjónsson verzlunarstjóri í J. L-húsinu þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Jón sagði, að fólk greiddi mikið með staðgreiðslu, en nokkuð væri einnig um lengri samninga. Það, sem fólk keypti helzt, væru sófasett, borðstofuhúsgögn og svo hlut- ir, sem ættu að fara til ferm- ingargjafa. Sagði Jón, að það væri ekki verra fyrir fólk að kaupa þessa hluti núna, því þeir ættu eftir að hækka óheyrilega f verði á næst- unni. Það væri ekki nóg með að söluskatturinn hækkaði, heldur hækkaði einnig allur tilkostnaður við framleiðsl- una. m.a. vegna launahækkana og hækkaðs hráefnisverðs. Þvf mætti búast við að húsgögn hækkuðu um allt að 30% á næstu mánuðum. Logi Helgason verzlunar- stjóri hjá Silla og Valda í Austurstræti sagði, að sala á matvörum væri ekki miklu meiri en hann ætti að venjast, þó mætti sjá einn og einn, sem væri að hamstra matvöru. Hins vegar væri aðra sögu að segja af sölu á saumavélum og strau- vélum. Sala á þessum heimilis- tækjum hefði verið geysileg síðustu daga og virtist fólk pota allt sparifé sitt til að kaupa heimilstæki eða eitt- hvað það, sem kæmi sér vel á hverju heimili. Færeyski bát- urinn fundinn LAUST fyrir kl. 19 f gærkvöldi barsl Slysa- vamafúlagi tslands skeyti frá Björgunarmið- stöðinni f Færeyjum þess efnis að norskur fiskibátur hefði fundið hinn eftirKsta fær- eyska bát „Hauði krossinn4', sem stoliðvarúr höfninni í Þórshöfn f Færeyjum þann 20. marz s.l. og leitað hefur verið að sfðan, á 62° 38 n 04°00, sem mun vera um 70 sjömílur vestan við Alasund ÍNoregi. Þess var og getið að danska eftirlitsskipið Ingólfur yrði á þessum slóðum um kl. 23 f gærkvöldi. t skeyti því, sem Slysavamafólagi tslands barst var ekki tilgreint um liðan mannsins, sem var um borð. Með frétt borgarhagfræðings fylgir listi, sem sýnir íbúafjölda við hverja þá götu, sem búið er við í Efra Breiðholti. A því svæði hafa alls verið samþykktar 2.135 íbúðir, en búið í 1.542 þeirra. í Fellahverfi töldust samtals 4.032 manns, við Vesturberg 1.302 og í Hólahverfi 783, eða samtals í Efra Breiðholti 6.117 manns. Fjöldi íbúa við einstakar götur reyndist sem hér segir:Við Keilu- Enginn samn- fell 208, Rjúpufell 85, Torfufell 378, Unufell 599, Völvufell 256, Yrsufell 561,Þörufell391,Eannar- fell 267, Gyðufell 281, Iðufell 207, Norðurfell 5, Æsufell 388, Aspar- fell 406. Eða ails í Fellahverfi 4.032 1 940 fbúðum. Við Vestur- berg töldust 1302 íbúar í 342 íbúðum og í Hólahverfi 783 i 235 íbúðum, og sundurliðað: Við Suðurhóla 44, Vesturhóla 10, Álftahóla 135, Arahóla 119, Blika- hóla 162, Dúfnahóla 126, Gauka- hóla 135 og Hrafnhóla 52. Nýskipuð sjóðsstjórn: Hannes Hafstein frá SVFÍ, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir frá F.t.L. og Lárus Sveinsson frá SFSI. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). ingafundur ÞEGAR Morgunblaðið hafði sam- band við Jón Sigurðsson, formann Sjómannasambandsins 1 gær, hafði ekki verið boðaður nýr samningafundur með sjómönnum og útgerðarmönnum. Listamenn stofna sjóð Til hjálpar vegna slysfara og skaða Sagði Jón, að enn hefði ekkert sjómannafélag boðað formlega verkfall, en búast mætti við að verkfallsboðanir færu að koma eftir helgina, þvi stefnt væri að þvf, að verkfall hæfist í kringum 2. marz. FULLTRÚAR Félags fslenzkra leikara og Starfsmannafélags Sin- fónfuhljómsveitarinnar afhentu f gær Hannesi Hafstein fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags Íslands „Slysasjóð Félags fsl. leikara og Starfsmannafél. Sin- fóníuhljómsveitarinnar.“ Var þá einnig kjörin þriggja manna stjórn sjóðsins og skipa hana þau Hannes Hafstein frá SVFl, Guðbjörg Þorbjarnardóttir frá leikurum og Lárus Sveinsson frá Starfsmannadél. Sinfónfunnar. I annarri grein skipulagsskrár sjóðs þessa, sem þegar hefur hlotið staðfestingu, segir, að til- gangurinn sé að hjálpa þeim, sem hafa orðið fyrir slysum og/eða aðstandendum þeirra og þá sér- staklega þeim, er lítið eða ekkert eru tryggðir hjá tryggingastofn- unum. Aðdraganda þessa máls sögðu fulltrúar þessara þriggja samtaka á blaðamannafundi i gær vera þann, að í fyrra, að áliðnum. vetri, hefðu komið saman tiu manns, 5 félagar kosnir af F.Í.L. og 5 frá Starfsmannafél. Sinfóniunnar. Tveir kauptaxtar verka- Var efnt til þessa fundar eftir að fólks 1 gildi á Seyðisfirði Seyðisfjirði 22. marz. SVO sem frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu, felldi fundur í Verkamannafélaginu Fram á Seyðisfirði samkomulag, sem náðst hafði milli Alþýðusam- bands Austurlands og Vinnuveit- enda á Austurlandi um kaup og kjör verkafólks. Var samkomu- lagið fellt með 10 atkvæðum gegn Veturliði búinn að selja 43 myndir AÐSÖKN að málverkasýningu Veturliða Gunnarssonar á Kjar- valsstöðum hefur verið mjög góð. Alls hafa nú selzt 43 myndir af 70. Sýningunni lýkur annað kvöld. einu, en 15 manns voru á fundi Á mánudag hófust samninga- umræður milli verkalýðsfélagsins og vinnuveitenda á staðnum og á miðvikudag náðust samningar, sem samþykktir voru á félags- fundi þann sama dag. En meðan á samningaumleitunum stóð, hélt bæjarráð Seyðisfjarðar fund, þar sem formaður verkalýðsfélagsins og forseti bæjarstjórnar sam- þykktu að leggja til að bærinn greiddi hærra kaup en verkalýðs- forystan hafði lagt fram til sam- komulags við vinnuveitendur. Degi síðar voru undirritaðir samningar eíns og fyrr segir, en þeir samningar náðu skemmra en tillögur formannsins í bæjarráði. 1 gær, fimmtudag, boðaði bæjar- stjóri svo til aukafundar í bæjar- stjórn Seyðisfjarðar, þar sem samþykkt var með sex atkvæðum gegn þremur að greiða verkafólki hjá bænum hærra kaup en samið ræðu, þar sem hann jós óhróðri yfir vinnuveitendur og viðsemj- endur sína frá deginum áður og gengu missagnir i ræðu hans svo langt, að flokksbróðir hans, bæjarstjórinn, fann sig til knúinn að leiðrétta nokkuð af þvi. Nú sem stendur munu fjórir til fimm menn taka kaup samkvæmt þessum samningi, auk slökkviliðs við brunaútköll, Nú velta skattgreiðendur á Seyðisfirði því fyrir sér hvaða til- gangi þetta þjóni og hvers vegna verkalýðsforinginn vill mismuna verkafólki á þennan hátt. sjóslys, skipsskaðar, eldgos og margs konar slysfarir höfðu herjað á landsmenn. Var síðan akveðið að halda sameiginlega skemmtun til fjáröflunar og var hún í Háskólabíói á lokadag í fyrra og verður væntanlega um svipað leyti í ár. Var sjóðurinn s/ðan stofnaður og telur nú 221.774 kr. Var tekin ákvörðun um að afhenda hahn Slysavarna- félagi íslands til vörzlu. Tekjur sjóðsins fram að þessu haf-a verið ágóðinn af skemmtuninni, áheit, frjáls framlög og minningargjöf. Binda þeir aðilar, sem að sjóði þessum standa, vonir við að menn heiti á sjóðinn eða gefi i hann honum til eflingar. Sjóðsstjórnin, sem áður er getið mun vinna að nánara skipulagi um, hvernig úthlutað verður úr sjöðnum og auk þess vinna nefndir leikara og hljóðfæraleikara að undirbúningi skemmtunar og þvi að finna hug- myndir tilfrekari tekjuöflunar. Kennarabústaðir byggðir á Klaustri var um daginn áður. Nemur sú hækkun um 2,5%. Á fundinum flutti formaður verkalýðsfélagsins skriflega „LJÓMANDI tiðarfar hefur verið hér í Siðunni allan marzmánuð og nú er snjólaust að kalla i byggð,“ Nú flyzt f ólk til Kópaskers Þórður Harðarson Doktorsvörn í London ÞÖRÐUR Harðarson læknir varði nýlega doktorsritgerð við Háskói- ann í London, og hlaut mjög lof- samleg ummæli andmælenda. við Þórður lauk stúdentsprófi árið 1960 frá Menntaskólanum í Reykjavík, og læknisprófi frá Há- skóla Islands árið 1967. Starfaði hann um tíma á Húsa- vík og siðan á Landspitalanum, þangað til í janúar 1971, að hann hóf störf og rannsóknir Hammersmith spítalann í London. — Hluti úr doktorsrit- gerð Þórðar verður fluttur á alþjóðaþingi hjartasjúkdóma- lækna, sem haldinn verður í sumar í Buenos Aires. Hann er kvæntur Sólrúnu Jens- dóttur B.A., sem er stúdent frá Verzlunarskólanum 1960 og les nú sögu við Háskólann í London. — Þau eiga einn son. Kópaskeri 20. marz. EINMUNA tið hefur verið á Kópaskeri síðustu 4 vikurnar, og nú má að heita snjólaust hér um slóðir. Mikil svellalög voru hér um tíma og voru bændur farnir að óttast, að kal yrði í túnum. Nú bendir hins vegar allt til, að svo verði ekki, allavegana verður aldrei um inikið kal að ræða. Sjómenn á Kópaskeri undirbúa nú grásleppuveiði af krafti og stofnað hefur verið hlutafélagið Sæblik, sem taka mun á móti hrognum bátanna og verka þau. Einir 6—7 bátar munu stunda þessar veiðar i vetur og vor. Nokkrir sjómenn hafa lagt net fyrir rauðmaga en ekki virðist mikið vera gengið af honum enn. Þá er vitað um nokkra einstakl- inga úti á Sléttu, sem stunda munu hrognkelsaveiðar, en þeir munu sjálfir verka aflann. Ekki er hægt að segja, að Kópa- skersbúar hafi séð fisk að undan- förnu og ef menn hafa ætlað að fá fisk í soðið, hefur orðið að sækja hann til Raufarhafnar. Ástæðan fyrir þessu fiskileysi er sú, að eini báturinn hér á staðnum hefur verið bilaður um langt skeið. Annars er atvinna hér á staðnum næg, en unnið er að húsabygg- ingum á nokkrum stöðum og sömuleiðis er verið að ljúka við gerð fiskmóttöku. Þá hafa konur haft nokkra vinnu við sláturgerð hjá Kaupfélaginu. Það getur vist talizt til mikilla tíðinda, að nú virðist fólk vera hætt að hugsa um að flytjast héð- an og í stað þess er fólk farið að flytjast hingað og nýlega fluttust t.d. hingað á staðinn tvær fjöl- skyldur úr Reykjavík. Fréttaritari. sagði Siggeir Björnsson bóndi i Holti þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. Hann sagði, að einstaklega vel hefði gengið að hirða búfénað í vetur og væri fé í mjög góðum holdum. Eru þvi bændur frekar bjartsýnir um þessar mundir og hugsa gott til sumarsins. Félagslíf á Kirkjubæjarklaustri hefur frekar legið í láginni, en þó hefur verið haldið þorrablót og kvenfélagið hélt góufagnað. A annað hundrað nemendur eru í skólanum á Kiaustri og þar mun félagslif vera langblómlegast i héraðinu. Verið er að bvggja tvo kennarabústaði við hlið skóla- hússins og hafa smiðir unnið i þeim I alian vetur og ætlunin er að hefjast handa við byggingu þriðja hússins á næstunni. Þá verður haldið áfram með sjálft skólahúsið og næsti áfangi er bygging sundlaugar. Umferð um Kirkjubæjarklaust- ur hefur ekki verið meiri en geng- ur og gerist í vetur, en þegar hringvegurinn verður tekinn i notkun má búast við að hún auk- ist gífurlega. Það er þvi mikill hugur í íbúum á Klaustri að reyna að bæta alla aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum i sumar. Hótel Edda hefur verið rekin á Kirkju- bæjarklaustri undanfarin sumur og verður svo einnig i sumar. fi ll I Um þessar mundir eru tvö íbúðarhús í byggingu á Klaustri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.