Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974
Ellert B. Schram:
Iþróttafólk njóti slysabóta
□ A FUNDI neðri deildar sl.
mánudag mælti Ellert B. Schram
(S) fyrir frumvarpi, sem hann
flytur ásamt nokkrum öðrum
þingmönnum um breytingu á
lögum um almannatryggingar í
þá átt, að íþróttamenn, sem
slasast við fþróttaiðkun, njóti
ákvæða laga um almannatrygg-
ingar, sem kveða á um slysa-
bætur.
Ellert Schram sagði m.a.:
„Iþróttahreyfingunni hefur
lengi verið ljóst, að ekki væri
hægt að búa við annað en ein-
hvers konar tryggingakerfi til
handa því íþróttafólki, sem
verður fyrir áföllum, hvort sem
það er slys eða dauði. En
hreyfingin hefur ekki haft bol-
magn til þess að koma til móts við
það, nema að mjög takmörkuðu
leyti. Nú eru fyrir hendi slysa-
tryggingasjóðir bæði á vegum
íþróttasambands íslands og
íþróttabandalags Reykjavíkur.en
báðir þessir sjóðir eru fjármagn-
aðir af íþróttahreyfingunni sjálfri
og eru vanmegnugir til þess að
taka á sig nokkrar umtalsverðar
bætur. Og þeir gera ekki ráð fyrir
því, að örorka eða dauði séu bætt.
Tif sönnunar eða til staðfest-
ingar á því, hversu vanmegnugir
þessir sjóðir eru, þá má geta þess,
að slysatryggingasjóður Iþrótta-
sambands islands greiðir núna
dagpeninga að upphæð kr. 90,00
verði fþróttamaður fyrir slysi,
sem veldur því, að hann getur
ekki stundað sína vinnu í ein-
hvern tíma.“
Síðar i ræðu sinni sagði þing-
maðurinn:
„1 þessu frv. er ekki gert ráð
fyrir þvi, að ríkissjóður taki
iðgjöldin að sér að öllu leyti,
heldur reynt að koma til móts við
ríkissjóð hvað það varðar og gert
ráð fyrir þvi, að iðgjöldin séu
borin uppi sameiginlega af rikis-
sjóði og Íþróttasambandi Íslands
og þá er hugsunin sú, að þeir
höfuðstólar, sem nú eru fyrir
hendi hjá slysatryggingasjóði
Iþróttasambandsins og Íþrótta-
bandalagi Reykjavíkur gangi til
móts við iðgjaldagreiðslur næstu
ára og verði framlag iþróttahreyf-
ingarinnar til þess að standa
undir þeim kostnaði næstu árin
og brúa það bil eða þá erfiðleika,
sem þetta getur valdið ríkissjóði
til að byrja með. Það mætti halda
þvf fram, að þegar fólk stundar
iþróttir, ætti hver að geta borið
ábyrgð á sjálfum sér og taka af * 1
því áhættuna, en þau sömu
sjónarmið eru og fyrir hendi,
þegar annars vegar er fólk, sem
stundar almenna vinnu, en engu
að siður hefur þjóðfélagið komið
til móts við þá atburði, þegar um
vinnuslys er að ræða og greiðir
bætur vegna vinnuslysa og aðrar
sambærilegar athafnir. Þess
vegna ætti það sama sjónarmið
eða sama forsendan að liggja að
baki þessu máli og ekki vera því
til trafala, að málið néi fram að
ganga hér á þingi.
Þjóðfélagið hefur haft skilning
á iþróttaiðkan og vill koma til
móts við þessa hreyfingu og getur
gert það einmitt með því að taka
að sér iðgjaldagreiðslur og fella
íþróttaslys eða slys vegna íþrótta-
iðkana inn i hið almenna trygg-
ingakerfi. Yfirleitt er það svo, að
það er ungt fólk, sem stundar
íþróttir, fólk, sem ekki er komið í
mikil efni, er að koma sér upp
heimilum og er með kannski
nokkra ómegð og því ætti þörfin
að vera ennþá meiri, þegar þetta
unga fólk er annars vegar. Ég
held, að það væri til sóma fyrir
Alþingi, og fyrir stjórnvöld, ef
þau hefðu skilning á þessu máli,
og samþykktu það í aðalatriðum,
eins og það er lagt hér fram.“
Ásberg Sigurðsson:
Hagnýta ber vindorku
til raforkuframleiðslu
□ Asberg Sigurðsson (S) mælti á
fundi sameinaðs þings sl. þriðju-
dag fyrir tillögu til þingsálykt-
unar, sem hann flytur um hagnýt-
ingu vindorku með vindrafstöðv-
um. Hljóðar tillögugreinin svo:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að gera nú þegar ráð-
stafanir til að fylgst verði með
þeim tækniframförum, sem átt
hafa sér stað í hagnýtingu vind-
orku til raforkuframleiðslu, ef
vera má, að nýtísku vindraf-
stöðvar sé hugsanlegur raforku-
gjafi á afskekktum sveitarbýlum,
sem erfitt er að tengja samveit-
um“.
i framsöguræðu sinni sagði
þingmaðurinn m.a.:
„Á síðari árum hafa orðið veru-
legar tækniframfarir i gerð vind-
rafstöðva og menn hafa gert sér
grein fyrir, að i vindorkunni er
fólgið ódýrt afl, sem alls staðar er
fyrir hendi. Það eru einkum
Frakkar, sem hafa unnið að
endurbótum á vindrafstöðvum og
eru þær nú all algengar í Frakk-
landi og viðar. T.d. í Noregi,
Sviss, Grænlandi og Alaska.
Vindrafstöðvar eru aðallega
settar upp á afskekktum stöðum,
þar sem ekki er hægt að fá raf-
orku frá samveitum eða þar sem
erfitt er að koma við öðrum orku-
gjöfum m.a. vegna erfiðleika á
flutningi á eldsneyti og eftirliti
með vélaorku. Þannig eru t.d.
vitar á afskekktum stöðum og eyj-
um lýstir með vindrafstöðvum og
sömuleiðis ljósbaujur á skerjum
og innsiglingarljós í þröngum
fjörðum. Sama er að segja um
endurvarpsstöðvar síma og sjón-
varps á afskekktum stöðum á
fjöllum uppi svo dæmi séu nefnd.
Ekki er vafi á, að til mála kemur
að nota vindrafstöðvar í svipuðu
skyni hér á landi. Auk þess
verður að telja athugandi, að
koma upp vindrafstöðvum í eyj-
um hér við land, sem enn eru
byggðar, enda verða þær vart
tengdar samveitu. Hér á landi eru
mörg sveitabýli, sem erfitt er að
tengja samveitum vegna mikilla
fjarlægða. Þá má nefna raflýs-
ingu og hitun sumarhúsa, sklða-
og fjallaskála. Nýtísku vindraf-
stöðvar eru mun afkastameiri en
áður var. A markaðnum I dag eru
aðallega stöðvar frá 1 kílóvatti
upp í rúm 4 kilóvött, en ekkert
mun til fyrirstöðu að framleiða
vindrafstöðvar sem framleitt geta
12 til 15 kílóvött.
Stöðvar þessar eru mjög létt-
byggðar og þurfa því mjög lftinn
vind til að skila fullum afköstum
eða vindhraða frá 2m á sekúndu
til 7m á sekúndu, en það mun
þýða golu til stinningsgolu eða 2
til 4 vindstig. Hér á Iandi er mjög
vindasamt. Logn heilan sólar-
hring eða lengur er sjaldgæft
fyrirbæri. Nú þola vindrafstöðvar
mikinn vindhraða án þess að
brotna niður og eyðileggjast enda
eru þær oftast staðsettar á fjalla-
toppum t.d. i Ölpunum þar sem
stórviðri eru tið. Allar vindraf-
stöðvar eru nú þolreyndar og eiga
að standast vindhraða, sem
nemur 56 metrum á sek., eða um
200 km á kls., og jafnvel allt upp í
300 km á kls., eða fárviðri. Ef
algjört logn er framleiða vindraf-
stöðvar ekki rafmagn, en nú eru
þær tengdar rafgeymum, sem
hlaðastþegar blæs og miðla orku í
logni. Rafgeymarnir eru eins og
hjálparvélar seglskipanna voru,
þegar ekki gaf byr. Vindraf-
stöðvar endast lengi og þurfa lítið
viðhald og eftirlit. Rafleiðslur frá
þeim eru stuttar og því litil hætta
á linubilunum í hörðum vetrar-
veðrum, það er vandamál sem er
hætt við að verði síst minna, eftir
því sem afskekktari staðir eru
tengdir saman. Vindrafstöðvar
eru loks auðveldar í uppsetningu
og þær má taka niður fyrirhafnar-
lítið, og flytja á annan stað ef þörf
krefur.“
ÞlngsDJall
□ í vikunni var frumvarp
rfkisstjórnarinnar um skatt-
kerfisbreytingu afgreitt sem
lög frá Alþingi. Ekki er þörf á
að rekja gang málsins hér, svo
mikið, sem um það hefur verið
ritað. En þetta mál hefur fært
líf í umræðurnar um, hvort nú-
verandi rfkisstjórn eigi að
segja af sér, rjúfa þing og efna
til kosninga. Þetta álitamál
hefur verið raunhæft allt frá
því, að núverandi ríkisstjórn
missti meiri hluta sinn í neðri
deiid þingsins.
Þingræðisreglan ríkir hér á
íslandi fyrir venju. I reglunni
er fyrst og fremst talið felast,
að rfkisstjórn beri að fara frá,
ef þingið samþykkir á hana
vantraust. Ekki er um það að
ræða varðandi núverandi rfkis-
stjórn, að hún sitji í blóra við
meirihluta þingsins. Stjórnar-
andstaðan hefur ekki nægi-
legan styrk á þinginu til að fá
samþykkt á hana vantraust. Sé
því þingræðisreglan túlkuð svo
þröngt, að hún eigi einungis við
þetta, er Ijóst, að ríkisstjórnin
hefur þingræðislegan rétt til að
sitja.
En í stjórnskipunarlögum
okkar er hlutverk þingsins ekki
eingöngu bundið við að segja
til um, hvaða ríkisstjórn skuli
með völdin fara. Gerður er um
það áskilnaður, að þingið verði
að samþykkja margs konar mál
til að þau nái fram að ganga.
Vald þingsins er svo mikið, að
ekki er unnt að stjórna land-
inu, nema að hafa styrk til að
koma þar málum fram. Það er
sem sagt ekki nóg að hafa þing-
styrk til að koma f veg fyrir
vantraust, en til þess duga jöfn
atkvæði, heldur verður rfkis-
stjórn að hafa nægilegan styrk
til að koma málum fram. Til
þess þarf ríkisstjórnin að hafa
mcirihluta í báðum þingdeild-
um, þ.e.a.s. lágmarksþingstyrk-
ur er 32 atkvæði gegn 28.
Margvísleg rök hafa verið
færð fram fyrir þvf, að rfkis-
stjórninni beri ekki skylda til
að segja af sér. T.d. hefur því
verið haldið fram, að rfkis-
stjórn með stuðning 31 þing-
manns gegn 29 hafi hreinan
meiri hluta og því sé fráleitt út
frá réttlætissjónarmiði að hún
eigi að segja af sér. Við þessu
er það að segja, að það hlýtur
að verða að fara eftir gildandi
reglum, um hvaða meirihluta
þurfi í þinginu. Ekki er nóg
fyrir menn að telja fram,
hvernig þeir vilja haga regl-
unum og miða síðan við það.
Þá hefur því verið haldið
fram, að ríkisstjórnin hlyti að
velja sér fráfararatriði. Þau
mál, sem stöðvuð hafi verið
fyrir ríkisstjórninni í vetur í
neðri deild séu svo þýðingarlft-
il, að ekki hafi verið ástæða
fyrir hana að segja af sér
þeirra vegna. Í fyrsta lagi
greinir menn á um, hversu
mikilvæg málin hafa verið.
Tollskrármálið fjallaði um
lækkun á tollum fyrir innlend-
an iðnað, svo að hann yrði sam-
keppnisfær við erlendan á inn-
lendum markaði. Menn geta
sjálfir metið, hvort þetta er
mikilvægt mál eða ekki. Svo
mikið er vfst, að ríkisstjórnir
sumra nágrannalandanna
myndu ekki sitja undir því að
ná ekki slfku máli fram. Í
annan stað er skattkerfisbreyt-
ingin, en þar varð ríkisstjórnin
að láta undan síga til að tryggja
málinu framgang. Segja stuðn-
ingsmenn ríkisst jórnarinnar
nú, að fjárhagur ríkissjóðs hafi
verið stórlega skertur vegna
þeirra breytinga, sem gera varð
á frumvarpinu. Svo alvariegt
var það. Þetta mál var einnig
mjög tengt öllum aðgerðum f
efnahagsmálum, og þýðingar-
mikið að þvf leyti.
Einnig ber að benda á, þegar
sagt er að stjórnin hljóti að
velja sér fráfararatriði, að svo
virðist, sem þessi ríkisstjórn
forðist að láta reyna á þing-
styrk sinn. Það eru margir
mánuðir sfðan það var orðið
mjög knýjandi að gera róttæk-
ar og óvinsælar aðgerðir f efna-
hagsmálum. Ekki hefur bólað á
tillögum frá rfkisstjórninni í
þessum efnum. Vel má gera ráð
fyrir, að þetta ráðist af þvf, að
ávallt verður ágreiníngur um
slíkar aðgerðir og þvf muni
stjórnarandstaðan vilja fara
aðrar leiðir og ekki verði meiri
hluti fyrir tillögum rfkisstjórn-
arinnar.
Enn hafa talsmenn stjórnar-
innar viljað halda þvf fram, að
ástandið hér sé hliðstætt
ástandinu f ýmsum nágranna-
löndunum, þar sem minni-
hlutastjórnir fara með völd.
Meira segja hafa einstakir
þeirra haldið því fram, að þró-
un í þessa átt sé æskilcg. Það er
auðvitað mál út af fyrir sig,
hversu hættulegar sifkar
vangaveltur eru. Það hlýtur að
vera óæskilegt, að búa við
minnihlutastjórn, þegar út frá
beinum lýðræðislegum sjónar-
miðum, þvf enn byggjum við á
þvf, að mcirihlutinn eigi að
ráða. Ekki verður þó farið nán-
ar (it i þá sálma hér. Ilitt ber að
benda á, að ástandið á íslandi
er alls ekki hliðstætt við
ástandið f nágrannalöndunum.
Myndun minnihlutastjórna þar
byggist á þvf, að ekki hefur
tekizt að mynda meiri hluta
stjórnir á grundvelli kosninga-
úrslita. Þá er ekki annað fyrir
hendi en að mynda minnihluta-
stjórn. Hér eru aðstæður allt
aðrar. Rfkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar var í upphafi
mynduð með stuðningi nægi-
legs meirihluta á Alþingi. Nú
hafa aðstæður breytzt þvf að
stjórnin hefurmisst meirihluta
sinn. Ef núverandi aðtæður
hefðu verið fyrir hendi þegar
að loknum kosningum má full-
vfst telja, að þessi rfkisstjórn
hefði ekki verið mynduð. Ef
ekki hefði þá tekizt að mynda
meirihlutastjórn er langlíkleg-
ast, að einhverjum einum
flokki hefði verið falið að
mynda minnihlutastjórn, ef
ekki hefði þá verið efnt til
kosninga að nýju. Það er því
ljóst, að forsendurnar fyrir
stjórnarmynduninni eru
brostnar, og þvf er langcðlilcg-
ast, eins og sakir standa að
rjúfa þing og efna til kosninga.
Það sem enn ýtir undir þetta,
er nauðsynin á þvf, að sterk
ríkisstjórn með skýrt umboð
kjósenda fáist við vandann,
sem framundan er i efnahags-
málunum. Þar dugir greinilega
ekkert hálfkák, og það er alveg
Ijóst, að sú rfkisstjórn, sem nú
situr hefur engan styrk til
þeirra aðgerða. Þá á það ekki
að vera neitt áhorfsmál fyrir
hana að leita eftirendurnýjuðu
umboði, ef hún hefur einhverja
trú á stefnu sinni. Sennilega er
ein ástæðan fyrir þvf, að rfkis-
stjórnin þraukar við að sitja,
vantrúin á velgengni sína í
kosningum. En fyrir það mun
hún einnig svara, þótt eilftill
frestur verði á.
JSG