Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 2 5,00 kr. eintakið. Sama c ag og forystu- menn „Varins lands“ afhentu Ólafi Jóhannes- syni forsætisráðherra og Eysteini Jónssyni forseta sameinaðs þings undir- skriftir 55.522 íslendinga með áskorun „á ríkisstjórn og Alþingi að standa vörð um öryggi og sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar með þvf að treysta samstarfið innan Atlantshafsbanda- lagsins, en leggja á hilluna ótímabær áform um upp- sögn varnarsamningsins við Bandaríkin og brottvís- un varnarliðsins“, komu ráðherrarnir sér saman um umræðugrundvöll í varn- armálunum, sem gerir ráð fyrir brottför varnarliðsins á næstu tveimur árum. Þessi ákvörðun ráðherr- anna er hnefahögg framan í 55.522 íslendinga og sýnir meiri hroka gagnvart aug- Ijósum þjóðarvilja en fyrir- fram hefði mátt ætla, jafn- vel af þeim mönnum, sem nú skipa ríkisstjórn ís- lands. Frá áramótum, er um- ræður hófust að marki inn- an ríkisstjórnarinnar um varnarmálin, hafa ráðherr- ar Framsóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hörfað úr hverju víginu á fætur öðru og látið meira og meira undan síga gagnvart kröf- um kommúnista. Þegar ut- anríkisráðherra lagði fram drög að umræðugrundvelli við Bandaríkin var ljóst, að þær tillögur voru allsendis ófullnægjandi og tóku ekk- ert mið af öryggishags- munum íslenzku þjóðar- innar. Samt mátti þó skilja upphaflegar tillögur ráð- herrans á þann veg, að bandarískar flugsveitir ættu að hafa fasta bækistöð á íslandi, enda þótt um svo- kallaðar skiptiflugsveitir yrði að ræða. Þetta gátu kommúnistar ekki sætt sig við og nú er svo komið, að samstarfsmenn þeirra í ríkisstjórninni hafa ger- samlega lyppazt niður og samþykkt breytingartil- lögu frá forsætisráðherra, sem tekur af skarið um, að tillögur utanríkisráðherra beri ekki að skilja á þann veg, að reglubundnar skiptiflugsveitir eigi að hafa bækistöð á íslandi. Niðurstaða ráðherranna er þvf sú að legfja fyrir Bandaríkjastjórn tillögur um, að allt bandaríska varnarliðið verði horfið af landi brott á miðju ári 1976. Það eina, sem eftir stendur, er, að bandarískar flugvélar, sem eru á eftir- litsflugi á Norðurhöfum, mega við og við lenda á Keflavíkurflugvelli með leyfi ríkisstjórnarinnar! Þetta samkomulag innan ríkisstjórnarinnar er svik við fslenzku þjóðina og ör- yggishagsmuni hennar. Mennirnir, sem bera ábyrgð á þessum svikum, heita Ólafur Jóhannesson, Einar Ágústsson, Halldór E. Sigurðsson, Björn Jóns- son og Magnús Torfi Ólafs- son. Þessir fimm menn hafa gerzt sekir um að fórna öryggishagsmunum íslendinga á blótstalli nú- verandi ríkisstjórnar, fórna örygginu fyrir áframhaldandi setu í ríkis- stjórn. Hugleysi og gungu- skapur þessara fimm manna er með eindæmum. Því er flaggað af hálfu framsóknarmanna, að með því samkomulagi, sem nú hefur verið gert í ríkis- stjórninni, séu framsókn- armenn að tefja málið og tryggja, að langur frestur fáist í því, til úrslita muni draga síðar, og þá muni ráðherrar Alþýðubanda- lagsins ekki ráða ferðinni. Þegar haft er í huga, að þessir sömu menn hafa hopað úr hverju víginu á fætur öðru frá áramótum er mönnum væntanlega vorkunn, þótt þeir trúi var- lega slíkum boðskap. Úr því að Alþýðubandalaginu hefur tekizt að þjarma svo mjög að samstarfsflokkum sínum á síðustu þremur mánuðum er engin ástæða til að ætla annað en að þeim muni takast það framvegis eins og hingað til. Þáttur ráðherra Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna er sérstæður í þess- um leik. Formaður samtak- anna hefur undanfarna mánuði gefið einarðar yfir- lýsingar, sem ómögulegt hefur verið að skilja öðru vísi en sem stuðning við áframhaldandi dvöl eftir- lits- og varnarliðs á íslandi. Hver heilvita maður sér, að þessi samtök geta ekki bar- izt við Alþýðubandalagið um fylgi svokallaðra her- stöðvaandstæðinga og að fylgi þeirra kemur frá fólki, sem ekki vill gera ísland varnarlaust. En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir yfirlýsingar Hanni- bals Valdimarssonar hafa Björn Jónsson og Magnús Torfi Ólafsson lyppazt nið- ur frammi fyrir kröfum kommúnista. Þjóðin á eftir að segja sitt. Hún hefur að vísu sagt það í undirskrift „Varins lands“, en hún á eftir að láta skoðun sína í ljós í sveitarstjórnakosningun- um í vor og þingkosningun- um, sem fram kunna að fara fyrr en flesta grunar. Bersýnilegt er, að aðeins er hægt að koma i veg fyrir brottför bandaríska varnarliðsins með einu móti eins og nú er komið, þ.e. að Sjálfstæðisflokkur- inn vinni slíkan sigur í sveitarstjórnakosningun- um og þingkosningunum, að hann hafi mátt til þess á Alþingi að stöðva það óheillaskref, sem vinstri flokkarnir virðast stað- ráðnir í að stíga i öryggis- málum þjóðarinnar. Hnefahögg í andlit þjóðarinnar vom djÁbAn tmMtjSfafarL i /ti/n 'fmuý' ( Sænska baráttumerkið Nýlega las ég um könnun, sem UNESCO, Menningarsamtök SÞ., höfðu gert um læsi í heiminum. Fyrir nokkrum árum hafði verið gerð áætlun um átak til að gera alla menn læsa í veröldinni á ákveðnu árabili. Su sorglega niðurstaða er nú, birt, að ólæsum hefur fjölgað í heiminum í stað þess að fækka. Ekki erum við íslendingar víst með i þessum háu tölum um ólæsa. Þó berst okkur sú furðu- frétt, vel tiunduð, að isienzk kona er læs. Getur meira að segja lesið Passíusálmana upphátt. Hugsið ykkur konu, sem getur lesið upp- hátt fyrir alþjóð. Ekki nóg með það. Önnur kona getur meira að segja lesið íslendingasögu í út- varp. Undurog stórmerki! Við konur, sem höfum alltaf haldið að við værum læsar á við hvern annan, höfum liklega vaðið þar í villu og svima. Og verðum kannski að sætta okkur við dóm Frakkans Campanare um kven- fólk, að konan sé bara sjálfblekk- ingarþjáður ólæknandi sjúklingur. Samt er smám saman að koma i Ijós, að við getum ýmislegt, sem engum hefur dottið í hug fyrr. Um það eigum við hauka i horni þar sem útvarpið er, sem rækilega kynnir þá furðu. Hugsið ykkur til dæmis þá rausn. að flokka og kynna vandlega að konur, sem eru að fjalla í erindi um gagnsemi C-vítamíns eða einhvers álika, séu í starfi. Kona í starfi, heita þessar konur. sem eru að miðla fróðleik úr sinni sérgrein. Nei sko, sjáið þið hvað hún getur! verður eins og óskráður undirtitill. Þetta er ámóta og við segjum um apana i búrunum i dýragarðinum eða um litil börn, sem af veikum mætti eru að læra. Nei sko, hvað litla greyið getur! og við segjum það að sjálfsögðu af mikilli velvild. Svei mér, ef ég held ekki að þessi viðbrögð — þessi stórkost- lega forundran yfir þvi að kona skuli geta eitthvað, fari ekki vaxandi. Ég man ekki eftir þvi áður, að það þætti svona merki- legt þó kona tæki sér eitthvað fyrir hendur, sem karlmenn voru vanir að gera. Engum þótti það til dæmis tíðindum sæta eða í frásög- ur færandi. þegar við systra- dæturnar bárum hana ömmu mina sálugu til grafar fyrir eitthvað 30 árum. Ég man ekki betur en að dætrum hennar og öllum öðrum hafi þótt það sjálfsagt. Að visu var ákaflega óskynsamlegt af okkur að pikka með þunga kistuna á háum pinnahælum. En auðvitað vildum við vera á spariskónum og i okkar finasta pússi. Þetta var raunar ekkert einsdæmi. Ég hefi t.d. heyrt að kvenfélagskonur i Keflavik hafi lengi átt það til að bera heiðurskonur úr sínum hópi til grafar og engum þótt i frásögur færandi. Nú eru allar líkur á því að maður kæmist i blöðin og fengi af sér mynd sem einstaklega merki- legt fyrirbrigði, ef svo slægist. En henni ömmu minni, Elinu Ólafsdóttur í Gerðakoti, hefði ekki fundizt neitt sérstaklega til um dótturdætur sinar, þó að þær tækju að sér eitthvað, sem karl- menn eru vanir að gera. Hún tók sjálf árarnar og reri út vertiðina, þegar maðurinn hennar drukknaði EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR af þessum sama báti og skildi hana eftir með hóp af ungum dætrum. Næsta ár hefur verið útnefnt „Ár konunnar" af Sameinuðu þjóðunum. Þá verður líka alþjóða ár gamalla bygginga, að þvi er Hörður Ágústsson sagði i fyrir- lestri i útvarpinu nýlega. Hvort tveggja er merkilegt og þarf að sjálfsögðu að gera góð skil. Barátta kvenna fyrir þvi að gera sig jafngildar körlum geisar um allan heim og tekur í ákafanum á sig margvíslegar hugmyndarikar myndir. Ég sá t.d. í blaði sam- vinnumanna i Svíþjóð, sem efndi til samkeppni um teikningu til nota í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna þessa teikningu, sem hér birtist. Kjörorðið er: Hver þrif- ur klósettið heima hjá þér? Þetta þykir mjög snallt innlegg i barátt- una og Nunne von Unge, höfund- ur slagorðanna. segir að það starf að þrifa klósettsetuna sé táknrænt fyrir stöðu konunnar í heiminum. Og nú. fram til baráttu á kvenna- árinu! Látum karlana þrifa klósett- in! Með svona sigrum í bardögun- um — að hrópa hástöfum húrra fyrir því að kona skuli kunna að lesa, að láta karlinn þrifa klósettið og vekja rækilega athygli á þvi, ef kona yfirleitt getur starfað — þá vinnst kannski striðið mikla að lokum. Um daginn sá ég starfssystkini mitt (ég þori ekki að segja starf- systir) kvarta undan þvi að kona ein hefði mátt þola það að verða að vera frú mannsins síns á boðs- korti frá borginni, til að fá að koma í veizlu sem hún átti að sitja vegna slns eigin starfs. Auðvitað set ég líka upp hneykslunarsvip yfirsvona háttalagi. Öðruvisi fórst vinum okkar úr skreiðinni, Nigerium önnum, við mig. Þegar Azikive, þáverandi landstjóri, bauð mér til veizlu í höll sinni i Lagos, sendi hann boðskort með nafninu Mr. and Mrs. Elin Pálmadóttir. Það þótti tilhlýðilegt að ég hefði meðferðis herra í svo fint boð og ég tók með mér núverandi ræðismann okkar, Norðmanninn Rune Solberg. Þeg- ar við komum að dyrunum steig fram uppábúinn kallari, tók við spjaldinu, barði staf sinum í gólfið og hrópaði hástöfum: Herra og frú Pálmadóttir! Lengi á eftir átti Solberg það til að rétta Norð- mönnum, vinum sínum, höndina og segja: Mætti ég kynna mig: Herra Dóttir! Og enginn skildi af hverju okkur þótti þetta svona fyndið. Gestgjafar ættu auðvitað að taka sér þetta til fyrirmyndar og senda boðskort til herra og frú Dóttur, þegar það á við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.