Morgunblaðið - 23.03.1974, Síða 30

Morgunblaðið - 23.03.1974, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 >r Sigurður og vinir hans Kafli úr sögu frá miðöldum eftir Sigrid Undset Drengirnir stóðu sem skelfingu lostnir og störðu á göltinn. Þeim hafði orðið það á að drepa hann. Eftir slíkt óhappaverk þorðu þeir ekki að fara heim, og Sigurður taldi hina tvo á að flýja með sér upp í Draumþorpsselið og fela sig þar um nóttina. Næsta dag gætu þeir haldið áfram förinni til Niðaróss í pflagrímsför til að gera yfirbót synda sinna. Það var drjúgur spölur yfir fjallið að selinu og þangað komu þeir ekki fyrr en seint um kvöldið. Þeir voru þreyttir og slæptir og hugrekkið var ekki á marga fiska þarna í svörtu haustmyrkrinu langt frá manna- byggðum. Inni í selinu var koldimmt, kalt og rakt. Sigurður skreið upp á þakið og lyfti stóru flötu hell- unni, sem lögð hafði verið yfir Ijórann, en lítið birti þó inni. í mjólkurbúrinu fundu þeir nokkrar flatkökur og ost og gamla mysu. I Draumþorpsselinu. Maturinn bragðaðist vel, en þeir sátu ekki lengi að snæðingi. Sigurður skreið aftur upp á þakið og lagði HÖGNI HREKKVÍSI helluna yfir ljórann og síðan lögðust þeir upp í eitt rúmfletið. Þar var nóg hey undir og hálmpoki við höfðalagið, en ábreiðurnar, sem Ástríður hafði skilið eftir fyrir gesti og gangandi, voru óhreinar og þunnar og af þeim lagði Urossalykt. En drengirnir drógu af sér vota skóna, lögðust þétt hver við annars hlið til að halda á sér hita og fannst þá hagur sinn ekki sem verstur. Ivar og Helgi voru þegar sofnaðir og Sigurður var að því kominn að festa blund, þegar hann mundi eftir því að þeir höfðu gleymt að fara með bænirnar sínar. „Nei, við megum ekki gleyma kvöldbæninni. Helgi rístu upp. Þú ferð með bænina, því það varst ekki þú, sem drapst göltinn. Við ívar förum með svörin“. En þeir urðu að styðja undir handarkrikana á Helga til að fá hann til að rísa á hnén, og slá hann í bakið hvað eftir annað til að koma honum í gegn um Pater Noster þrisvar sinnum og Ave María þrisvar. Og Sigurði fannst hann rétt hafa lokað augunum, þegar Helgi vakti hann á ný. Helgi grét. Honum var illt í maganum og varð að fara út fyrir, en hann þorði ekki einn út í nóttina. Sigurður fór með honum. Hann stóð við vegginn og beið á meðan Helgi skautzt fyrir hornið. Honum fannst hann sjálfur vera ósköp lítill og umkomulaus. Svört nóttin umlukti þá á alla vegu. Vindurinn hvein hærra en nokkru sinni og úti í myrkrinu voru víðáttumiklar óbyggðir og fjöll, — hvergi nokkur lifandi sál. Þegar augu hans höfðu vanizt myrkrinu, sá hann glitta í tjarnir í mýrunum. Hann var að því kominn að kalla á Helga og biðja hann að flýta sér, þegar. . . Einhvers staðar úr órafjarlægð heyrðist hróp, örvæntingarfullt ákall, eins og frá manni í ýtrustu neyð. Sigurði fannst hjarta sitt hætta að slá. Helgi kom þjótandi fyrir hornið og hélt uppi um sig bux- unum með báðum höndum. „Hvað er þettá, Sigurður? Heyrðir þú þetta, Sigurður?“ „Uss, Helgi, við skulum koma inn og látum ekkert í okkur heyrast. Ef til vill er þetta eitthvað, sem við eigum ekki að minnast á“, hvíslaði hann og lagði handlegginn yfir um litla drenginn. Hurðinni að selinu var aðeins haldið aftur með tágarlykkju, sem krækt var innandyra á trékrók. Hæglega mátti reka hníf í gættina á milli hurðarinnar og dyrakarmsins og lyfta henni af króknum. Á sumrin var venjulega lokað með slagbrandi, en Sigurður fann ekki slagbrandinn í myrkrinu. I staðinn dró hann fram kolla og kirnur úr mjólkurbúrinu og tóma tunnu og oJ'Jonni ogcTVlanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi En rétt á eftir spurði hann: „Hvernig getum við náð í þær, Nonni? Þær eru iangtum flj<>tari að hlaupa en við“. „Ætli við náum ekki í einhverja samt?“ sagði ég. „Við skulum hafa Trygg í bandi, svo að hann styggi þær ekki. Og þegar við komum að þeim, þá heldur þú í Trygg, en ég reyni að ná einhverri ánni. Ég get hlaupið svo hratt“. Þetta þótti Manna þjóðráð. Ég kallaði á Trygg, tók snærið upp úr vasa mínum og batt öðrum endanum um hálsinn á honum. Síðan gengum við upp brekkuna og læddumst hægt og Iiægt að kindunum. Því nær sem við komum þeim, því órórri varð Tryggur. En hann var vel vaninn fjárhundur, svo að okkur tókst að halda honum í skefjum. Við og við rak hann upp gól. Hann streittist við að komast áfram, en Manni hélt fast í spottann. Og alltaf færðumst við nær og nær fénu. Það virtist ekki hafa tekið eftir okkur enn. Eða var það svo spakt, að því væri alveg sama um okkur? Nú áttum við ekki eftir nema fáa faðma til þess, en þá leit allur hópurinn upp. Við námum staðar um leið. Kindurnar voru fallegar og föngulegar. Þær horfðu á okkur stutta stund og fóru svo aftur að bíta. „Þær eru líklega frá einhverjum bænum hérna í kring“, sagði ég. „Þær eru ekkert styggar“. „Það vildi ég, að þú næðir í eina“, sagði Manni. „Ég hugsa líka, að mér takist það. Mér sýnist þetta vera kvíaær allt saman“. Við læddumst nú ennþá nær en áður. Nú voru ekki nema þrír eða fjórir faðmar að næstu kind. Þá hættu þær allt í einu að bíta, litu til okkar og gláptu svo á okkur. Síðan labbaði allur hópurinn af stað í hægðum sín- lun suður með hömrunum. I1ltt6lmef9unk<feffinu — Þetta er félagsheimili fjallgöngumannanna . .. — Jæja, nú skal ég ekki eyða meira af tíma þfnum og fara — Sagt honum frá biómun- um og býflugunum??? — Hvað er það eiginlega???

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.