Morgunblaðið - 23.03.1974, Síða 31

Morgunblaðið - 23.03.1974, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 31 Sl <uggamync if IPI Pl FRAMHALDSSAGA EFTIR |X>II OlV^I MARIULANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 4 hvað. . . Kannski ættirðu að hringja. Símtólið er rétt við nefið á þér.. . Já. .. öldungis rétt. Hringdu til Christers.. . En ég var svo sljó, að ég mundi ekki símanúmerið hans.enda þótt hann væri bezti vinur okkar. Ég blaðaði titrandi fingrum f sima- skránni. Nei, ekki í fyrsta hlutan- um. í öðru heft- inu. . . W.. . Wi. . . Wiijk! Þarna var það, „Wijk, Christer lögreglu- foringi, Atterbomsvagen 30, sími 521292. Ég beið í ofvæni eftir að hann svaraði. Ef hann væri nú ekki heima.. . Klukkan var nokkrar mínútur gengin í tvö eftir mið- nætti. . .og ef allt væri með felldu ætti hann að liggja steinsofandi í rúmi sínu, en ég vissi, að hann fór oft %int á fætur ef hann hafði i’-.mið um nóttina. Þvi fór ég að leita að skrifstofunúmerinu hans. En þá loksins heyrði ég svefn- drukkna en gamalkunna rödd hans. — Halló, Wiijk, hér! — Ö, Christer, elsku góði Christer! Ég var svo hrædd um að þú værir ekki heima. . . þú vart svo lengi að svara og... Ég var óðamála og vissi að ég var að segja allt annað en það sem ég hafði ætlað mér... og ég heyrði á Christer, að hann glaðvaknaði, þegar hann heyrði tóninn í mér. Hann sagði: — PUCK! Ert þú komin heim? Góða mfn, hvað er eiginlega um að vera. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, langaði mig til að hlæja tryllingslega, en ég stillti mig og sagði eymdarlega — HvarerEinar? — Eg hef ekki séð Einar í hálfan mánuð........Hann sagði þú kæmir ekki fyrr en um miðjan nóvember.. . en nú er sá fimmti. . .Hvenær komstu? — Fyrir klukkutíma. — Og kom Einar ekki út á völl að taka á móti þér? Það þykir mér einkennilegt í hæstamáta. .. Ég fékk einkennilegan kökk í hálsinn og ætlaði ekki að geta stunið upp orðum. — Hvar ertu? Heima? Ég kinkaði kolli við símtólið án þess að geta nokkuð sagt. — Ertu ein. Rödd Christers var ekki syfjuleg lengur. — Puck, svaraðu mér? Ég var að spyrja, hvort þú værir ein? — Nei, sagði ég og fór að hágráta. — Nei, ég er áreiðanlega I ekki ein. . Þvi að í bað- karinu. . .er.. .þar er einhver.. . Svo yfirbugaði gráturinn mig, að ég réð ekki neitt við neitt. Ég gat ekki talað, ekki hugsað, ég bara grét og grét eins og ég væri að springa, þarna ofan i símtólið og ég heyrði Christer segja: — Eg verð kominn eftir i hæsta lagi kortér. En þú verður að koma og opna fyrir mér.. .Geturðu gert það? Hann fékk ekkert svar, en hann fór engu að síður úr símanum og éghafði á tilfinningunni, að hann flýtti sér að klæða sig með eldingarhraða. Rétt eins og hann væri að flýta sér út til að rannsaka morð. Morð. . .kannski var þetta líka morð. Loks gat ég hætt að gráta. Ég varð að ná mér í vasaklút. Og þá kom ég auga á bréfið. Það lá efst í búnka á skrifborð- inu, Einars megin. Það var hrað- bréfið og stimplað í Kairó 1. nóvember. Það var ekki vafi á þvi, að þetta var síðasta bréfið, sem ég hafði skrifað manninum mínum, en þar hafði ég sagt honum, að ég kæmi fyrr heim en ætlað hefði verið. Það var svo sem ekkert athugavert við að bréfið væri þarna, ef ekki hefði eittkomið til. Það hafði ekki verið opnað. . . t sómu mund heyrði ég bíl flauta fyrir utan, svo að mér gafst ekki tími til frekari heilabrota að sinni. Eg var svo fegin þvi að þurfa ekki að hugsa meira. Nú var Christer að koma og hann hlyti að taka að sér að leysa þessa gátu. Ég brast aftur i grát, þegar ég kom auga á hann við dyrnar, en í þetta skipti var það af fegin- leika. — Puck, gráttu nú ekki, vina mín! Svona, leyfðu mér að sjá þig. . .og vertu velkomin heim. Hann dró upp vasaklút og þerraði grátbólgin augu mín og kyssti mig bliðlega ákinnina. ■— Þú ert svo föl, að mér stend- ur hreint ekki á sama, sagði hann þegar við komum upp i ibúðina. Hann horfði áhyggjufullur og rannsakandi á mig. — Hvað hefur gert þig svona hrædda? Eitthvað f baðherberg- inu? Hann var drykklanga stund i burtu. Þegar hann kom aftur sagði hann seinmæltur: — Hefurðu nokkra minnstu hugmynd um, hvað gæti hafa gerzt? Hann las neitandi svar i 9ugum mínum. — Veiztu hver hún er, og hefurðu nokkra hugmynd um, af hverju hún gæti verið hér? — Nei, ég hef aldrei séð hana áður. Svarið kom hiklaust, en um leið var eins og eitthvað inni í mér andmælti. Var ég nú alveg viss um það? Að ég hefði aldrei séð þennan stóra munn og ljósa hárið? Ég reyndi að ímynda mér hana eins og hún hafði verið áður en hún lenti niður i grænu bað- vatninu. . .áður en dauðinn hafði gert hana. .. — Nei! Ég hlaut að hafa hrópað upp yfir mig, því að Christer, sem ætlaði að fara að taka upp símtól- ið, nam staðar og leit spyrjandi á mig. Ég hnipraði mig saman f stólnum og bætti við, eiginlega við sjálfa mig: — Nei, ég vil ekki hugsa um hana — ekki á nokkurn handa máta. Christer strauk fingrum gegn- um dökkt hárið og var hugsi á svip. Síðan ákvað hann bersýni- lega að gera það, sem hann hafði ætlað sér, því að hann tók upp simann og hringdi. Eftir að hann hafði skýrt laus- lega frá málavöxtum, kom hann og settist við hliðina á mér. — Viltu tala um þetta?. . .Ef þú treystir þér til að hlusta skal ég segja þér, hvers ég varð vísari við lauslega athugun. Ekkert að sjá, sem gefur til VELVAKANDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl 1 0 30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags 0 Herranótt Kunningi Velvakanda hafði samband við hann, og hafði hann farið á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Nú vill hann koma þökkum á framfæri til aðstandenda Herra- nætur fyrir ánægjulegt kvöld. Auð séð hefði verið, að unnið hafi ver- ið að leiksýningunni af miklum áhuga og kostgæfni, og væri áreiðanlegt, að það leiklistarstarf, sem unnið væri i skólanum væri ekki unnið fyrir gýg. Hann sagð- ist sjálfur hafa fylgzt náið með Herranótt á menntaskólaárum sínum og vist væri það, að þessi starfsemi hefði haldið áfram að dafna alla tíð síðan. Hann vildi óska nemendum til hamingju með framtakið og þakka þeim fyrir skemmtunina. 0 Enn af Magnúsi orkulausa Löngum höfum við haft gaman af vísum og vísnagerð. Upp á síð- kastið hefur Magnús Kjartansson orkuskortsmálaráðherra verið eitt vinsæiasta yrkisefni hagyrð- inga, og 14. marz sl. birtir Islend- ingur þessar vísur eftir hirðskáld sitt, Pela: „Vinstri stjórn með völdin fer, vönust fálmi og rausi, mestan heldur mann af sér Magnús orkulausi. Mjög það býður mér i grun að mættinum bráðum linni, eru þó „í athugun“ ýmis mál að sinni. Víst er ljóst, að verðbólgan vex til beggja handa, á þar „forgang algeran" eins og sakir standa." 0 Vélsleðaferðin Þá eru hér tvö bréf um skylt mál, en hafa þó tvennan boðskap að flytja. Fyrra brefið er frá Kon- ráð G. Eggertssyni á ísafirði og er það á þessa leið: „Kæri Velvakandi. Þegar ég las greinina um Akur- eyringana fimm 13. marz sl. velti ég því fyrir mér, hvort við ættum mikið af mönnum, sem hafa ánægju af slíkri skemmtan. Manni blöskrar, að nokkur maður með tilfinningar skuli tala um vaskleika í þessu sambandi, en ég vona, að íslenzka þjóðin eigi ekki mikið af svona ,,hetjum“. Ég las einhvern tíma í vetur í blaði, að vélsleðamenning Akur- eyringa horfði til vandræða, og nú virðast afleiðingar þessara vandræða ætla að teygja sig upp á reginfjöll. Ég hef heyrt og lesið, að bannað sé að elta uppi fugla á hraðbátum, og er það vel. Slíkt þyrfti að koma til á fleiri sviðum. Mér finnst, að virðingu manna fyrir sjálfum sér og gerðum sín- um sé alltaf að hraka og veitti ekki af því að þessu færi að linna. Konráð G. Eggertsson. # Er útrýming refa nauðsynleg? Helgi Ölafsson, Sunnuvegi 7, Reykjavík, skrifar: „Velvakandi góður. Ég er hjartanlega sammála Viktoríu Guðmundsdóttur og fleiri, sem skrifað hafa í dálka þína um „hetjudáðir" vélsleða- kappa á Norðurlandi, en get illa sætt mig við það ofurkapp, sem Viktoría og flestir aðrir leggja á þaó að útrýma þurfi þessu eintaki íslenzkrar náttúru. Væntanlega má skrifa þessa út- rýmingarherferð á reikning bænda, en varla fer jörðin á hvolf, þótt eitt og eitt lamb hverfi ofan í rebba á vorin, og varla lifir hann nema að litlu leyti á afurð- um bænda. En, sem sagt: Nú væri gaman að vita, hvort útrýmingarsefjunin nær til alls þorra þjóðarinnar eða hvort einhverjir eru sammála undirtituðum. Hvað segja náttúrufræðingar, til dæmis? Helgi Ölafsson." # Græna byltingin Asta Andrésdóttir skrifar: „Vorið er á næstu grösum. Ilm- ur er í lofti og í urtagarði borgar- stjórnar blómstra grænu svæðin. Gamla, svarta malbikunarbylting- in er farsællega afstaðin og timi in er farsællega afstaðin og timi — að þessu sinni græna byltingu. Eins og annars staðar, þar sem byltingar tíðkast, miðar nýja bylt- ingin að þvi að hylja spor hinna eldri. Við, óbreyttir borgarar höfuð- staðarins, horfum á aðferð bylt- ingarmanna í djúpri lotningu og biðjum þess heitt og innilega, að hún verði útfærð sem víðast, — þessi snilldaraðferð, sem beitt Vr við ibúðarhúsagötuna Kleppsveg — að breiða lífrænan ilmandi áburð, loðnusaft og loðnulíkami — listilega jafnt og fallega yfir malbikið á götunni i þeirri von, að með hækkandi sól og hlýnandi veðri megi upp risa nýjar gróður- vinjar, þar sem áður var aðeins svart og lífvana malbik. Reykjavík, 19. marz 1974, Asta Andrésdóttir, Kleppsvegi 42, Reykjavík.“ I 87 grein lögreglusamþykktar Reykjavíkur segir svo: „Þeir, sem flytja vörur, eldivið, mold, möl, sand, hey eða annað um götur bæjarins skulu gæta þess vandlega, að flutningatækin i séu þannig gerð, eftir nánari ákvöðrun lögreglustjóra, að ekki valdi óþrifnaði. Ef eitthvað slæð- ist eð hrynur niður á almannafæri við flutningin, fermingu eða af- fermingu, skal sá, er flytur eða fltuningnum ræður, skyldur til að hreinsa það upp þegar í stað.“ 88. greinin hljóðar þannig: „ Aburð og annað slíkt, sem óþef leggur af, má aðeins flytja um götur bæjarins i lokuðum vögn- um, vel þéttum. Má eigi fylla þá svo, að úr þeim hrynju meðan á flutningnum stendur." Fiskflutningar þeir, sem Ásta lýsir hér að ofan, fara því ekki fram samkvæmt þeim reglum, sem settar eru I lögreglusam- þykktinni, og ættu þeir, sem verða varir við slíkt, að senda lögguna á sóðana hið snarasta. Ferming á morgun Ferming í Frfkirkjunni Hafnar- firði, 24. marz 1974, kl. 2. Prestur: Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson Stúlkur: Hrund Eðvarðsdóttir, Fögrukinn 23 Gerður Eðvarðsdóttir, Fögrukinn 23 Valgerður Jónsdóttir, Klettahrauni 17 Ingileif Reynisdóttir, Hellisgötu 12 B Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, Þrúðvangi7 Hrönn Harðardóttir, Álfaskeiði 74 Hildur Harðardóttir, Álfaskeiði 74 Jóna Agústa Helgadóttir, Laufvangi 13 Helga Björg Þorsteinsdóttir, Öldugötu 48 Sigríður Lilja Sigmundsdóttir Sléttahrauni 15 Rannveig Bertelsen Hringbraut 70 Kristin Hauksdóttir Ásbúðartröð 3 Drengir: Bárður Gislason Háabarði 2 Magnús Óli Ölafsson Norðurvangi 38 Dagbjartur Bjarnason Miðvangi113 Magnús Árni Sigfússon Melabraut 5 Kristján Karlsson Álfaskeiði 93 Grétar Ingólfsson Hellu,Garðahreppi Einar Marinó Jóhannsson Álfaskeiði 87 * t. iHovgiimlilitMti margfaldar markað vðar VÖRUBÍLAR VINNUVELAR SÍMAfi 81518 - 85162 SIGTÚNI 7 - REYKJAViK SIG. S. GUNNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.