Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.03.1974, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 35 s ÍÞRQTTAFRÉTTIR MQRnillURTARSHVS Naumur sigur UMFN, en Armann vann örugglega í bikarkeppni KKI Mynd þessi er tekin af Ágústi Ásgeirssyni f keppni f Englandi. — Ágúst er sigurstranglegastur i karlaflokki vfðavangshlaupsins. 270 manns keppa í víðavangshlaupinu TVEIR leikir í 8 liða úrslitum bikarkeppni K.K.Í. voru leiknir f fyrrakvöld. Armenningar unnu stóran og öruggan sigur gegn 2. deildar liði UMFG, en f hinum leiknum, sem var milli UMFN og UMFS, var mikil barátta, og UMFN tókst ekki að tryggja sér sigur fyrr en á síðustu stundu. Grindvíkingarnir stóðu í Ármenningum fyrstu 10 mín. leiksins og höfðu þá forystu, 19:18. En þegar Jón Sigurðsson kom inn á hjá Ármanni var hrað- inn skrúfaður upp, og Ármann skoraði næstu 22 stig. Staðan í hálfleik var orðin 39:20. — UMFG tókst að minnka muninn i 13 stig í seinni hálfleik, en síðan ekki sög- una meir. 27 stig í röð hjá Ár- manni var rothöggið fyrir UMFG, og leiknum lauk með yfirburða- sigri Ármanns, 81:36. — Jón BIKARKEPPNl Sundsambands ins fer fram f Sundhöllinni > Reykjavfk í dag og á morgun og má fastlega gera ráð fyrir hörku- keppni á þessu helzta sundmóti vetrarins. Keppnin hefst f dag Friðrik Guðmundsson mun ef- laust færa KR-ingum fjölmörg stife í bikarkeppninni. 2. flokkur karla KR — Víkingur 11:8 Þessi leikur skar í rauninni úr um það, hvort liðið komst í úrslit úr riðlinum. KR-ingar virtust nokkuð taugaóstyrkir í upphafi leiksins, en jafnt var þó á flestum tölum hálfleiksins. Síðustu tvö mörk hálfleiksins skoruðu KR- ingar, þannig að staðan í leikhléi var 7—5 KR-ingum í vil. KR-ingar gerðu síðan þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleiknum og gerðu þar með út um leikinn. Víkingar kom- ust ekki á blað fyrr en 10 mínútur voru af hálfleik, en staðan var þá orðin 10:5 fyrir KR. Vfkingum tókst aðeins að laga stöðuna undir lokin, lokatölur urðu 11:8 KR í vil. Bezlir í liði KR voru Margeir, sem var aðalmaðurinn í liðinu, og Árni, sem einnig komst vel frá leiknum. Af Víkingunum voru Þorbergur og Öskar Tómasson beztir, en einnig stóðu þeir Haf- þór og Erlendur sig þokkalega. Mörk KR: Margeir 7, Stmon 2, Árni og Ingi 1 hvor. Sigurðsson var stigahæstur Ár- menninga með 18 stig, þótt hann spilaði ekki allan leikinn. Jón Björgvinsson og Símon Ölafsson skoruðu 15 stig hvor. Síðari leikurinn var milli heimamanna UMFN gegn UMFS, og áttu menn ekki von á harðri keppni þar. Það fór þó á annan veg UMFS-lið- ið hélt i við Njarðvíkingana allan leikinn. Nokkrar tölur úr fyrri hálfleiknum, 8:7 — 25:25 — 31:31, segja sína sögu um, hversu jafn leikurinn var, og í hálfleik var UMFS með eitt stig i forskot, 39:38. — Sami barningurinn var í síðari hálfleiknum, og mátti sjá tölur eins og 52:52 og 64:62, og þegar 2 mín. voru til leiksloka var staðan 74:72 fyrir UMFN. Þeim tókst að halda forustunni þessar tvær mfn. og sigra með 78:74. — í heildina mjög slakur leikur klukkan 17.00 og verður fram haldið kl. 15.00 á morgun. Alls eru skráðir til keppninnar rúmlega 100 einstaklingar frá 9 félögum, en hvert félag má ekki senda nema tvo keppendur í hverja grein. Ægir hefur sigrað í bikarkeppninni undanfarin ár og enn er félagið sigurstranglegast, þó svo að IA, KR og HSK muni eflaust veita Ægi harða keppni. Þeir Friðrik Guðmundsson, KR, Sigurður Ölafsson, Ægi, og Guð- mundur Ólafsson, SH, komu allir gagngert heim til að taka þátt í mótinu, en allir leggja þeir stund á sundæfingar í Svíþjóð í vetur. Skíðamót Reykjavíkur SKÍÐAMÓT Reykjavíkur í alpa- greinum verður haldið um helg- ina. Hefst keppni i dag í Skála- felli og verður þá keppt í stórsvigi allra aldursflokka. Hefst nafna- kall kl. 13.00, en mótið kl. 15.00. Á.morgun verður svo keppt í svigi í Bláfjöllum og hefst nafna- kall kl. 11.00, en keppni kl. 12.00. Mörk Víkings: Þorbergur 3, Jakob 2, Hafþór, Gunnar og Hall- dór 1 hver. ÍR — Grótta 27:12 Sigur ÍR-inga var aldrei i hættu í leiknum og léku þeir Gróttu sundur og saman. Aðeins óheppni kom í veg fyrir, að ÍR-ingar höfðu ekki 10:15 marka forystu i leik- hléi, en staðan var „aðeins" 11:4. Fyrstu mínúturnar í seinni hálf- leiknum tókst Gróttu aðeins að halda í við ÍR-ingana, en eftir það var einungis spurning um það, hve stór sigur ÍR-inga yrði. Mun- urinn varð 15 mörk i leikslok, 27:12 fyrir ÍR. Beztir iR-inga voru þeir Hákon Arnþórsson, sem varði 21 skot í leiknum, og Þorarinn Haraldsson. Beztur hjá Gróttu var Georg, sem gerði marga laglega hluti. Mörk IR: Bjarni og Hörður 7 hvor, Þórarinn 6, Bergþór 4, Steinn, Sigurður G. og Halldór P. 1 hver. Mörk Gróttu: Georg 4, Axel 3, Óðinn, Ólafur, Gunnar og Júlíus 1 hver. UMFN, og virðist liðið heldur vera að dala eftir siðustu leikjum að dæma. Mótstaða UMFS köm samt sem áður mjög á óvart, og fremstur i flokki þar var Berg- sveinn Simonarson, sem var iðinn við að ,,stela“ boltanum í vörninni og skoraði sjálfur 20 stig. Bragi Jónsson skoraði mest fyrir UMFS, 23 stig. Gunnar Þorvarðsson skoraði mest fyrir UMFS, 20 stig en Haukur Guðmundsson var bezti maður liðsins, átti stórleik bæði i vörn og sókn og skoraði 18 stig. Hans bezti leikur með UMFN. UMFN og Amann hafa þvf tryggt sér rétt til þess að leika í undan- úrslitum keppninnar, en um hin tvö sætin þar keppa Valur og IR annars vegar og KR og HSK hins vegar. Þeir leikir fara fram 29. þ.m. f Laugardalshöllinni. gk. VALSMENN vinna nú að þvf að fá Hilmar Björnsson til að þjálfa 1. deildar lið félagsins í hand- knattleik næsta vetur og munu vera talsverðar líkur á þvf, að Hilmar taki starfann að sér. Hilmar hefur undanfarin ár stundað framhaldsnám f íþrótta- kennslu f Svíþjóð og lýkur því námi í vor. Eins og kunnugt er þjálfaði Hilmar bæði lið Víkings Valur — HK 16:11 Til að komast i úrslit úr riðlin- um þurfti Valur að vinna þennan leik með 7 marka mun. Valur komst í 5:0 í upphafi leiksins, en HK-menn börðust af krafti og minnkuðu muninn niður í 7:5, i leikhléi var staðan 10:6 fyrir Val. 1 síðari hálfleik virtist sem Vals- menn ætluðu að ná takmarki sínu, er þeir komust í 7 marka mun, 15:8. Þá fór allt i baklás hjá liðinu og munurinn var ekki nema fimm mörk í lokin. Beztir Valsmanna voru Björn og Jóhannes, en einnig komust Sverrir og Ingólfur markvörður ágætlega frá viðureigninni. Beztir í liði HK.voru Ásgeir og Sturla og þeir voru þeir einu í liðinu, sem eitthvað bar á. Mörk Vals: Björn 7, Jóhannes 4, Sverrir 2, Bjarni, Óskar og Davíð 1 hver. Mörk HK: Ársæll 5, Sturla og Lárus 3 hvor. 3. flokkur karla Valur — IR 9:11 Með sigri í leiknum tryggði IR GlFURLEG þátttaka er f víða- vangshlaupi tslands, sem fram fer f Vatnsmýrinni á morgun. Alls eru 270 hlauparar skráðir til keppninnar og koma þeir víðs vegar að af landinu. Hlaupið hefst klukkan 14 á morgun, en keppendur eru beðnir um að mæta klukkan 13 á Melavellinum. 1 flokki karla eru 50 keppendur og þeirra á meðal sigurvegarinn í og KR áður en hann hélt til Svf- þjóðar, svo og landsliðið, sem hann var með í 3 ár. Reynir Ölafsson hefur þjálfað Valsmenn sfðan 1967 með mjög góðum árangri. Síðastliðið haust ætlaði Reynir að láta af þjálfara störfum, en fyrir þrábeiðni Vals- manna tók hann liðið að sér eitt árið i viðbót. sér sigur í riðlinum. iR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel og kom- ust i 3:0 um miðjan hálfleikinn, í leikhléi var staðan 5:2. Mikil bar- átta var i síðari hálfleiknum og var munurinn kominn niður í eitt mark undir lokin. iR-ingar áttu síðasta orðið í leiknum og sigur- inn í leiknum varð þeirra, 11:9. Mörk Vals: Róbert 4, Hjörtur 2, Baldur, Jóhann og Guðmundur 1 hver. Mörk IR: Sigurður 4, Bjarni og Guðmundur 3 hvor, Asbjörn 1. Urslit annarra leikja, sem fram fóru um helgina: 2. fl. karla Fylkir — IBK 17:10 3. fl. karla: Þróttur — Haukar 8:8 Grótta — Afturelding 20:16 3. fl. kvenna: Breiðablik — Ármann 0:14 4. fl. karla: Grótta — Selfoss 7:16 —PG. fyrra, ÍR-ingurinn Ágúst Ásgeirsson. Hann leggur stund á háskólanám i Englandi, en kemur heim til að taka þátt í þessu hlaupi. Sömu sögu er að segia um Sigfús Jónsson og verður gaman að sjá þá félaga í keppni við and- stæðinga sina. 1 kvennaflokki er einnig mjög mikil þátttaka, þar á meðal sigur- vegarinn i vfðavangshlaupi siðasta árs, Ragnhildur Páls- dóttir. Auk einstaklingsins verður keppt f sveitum milli félaga og elzta sveitin og elzti þátttakand- inn fá sérstaka viðurkenningu. Verðlaun til keppninnar gaf KASKÓ-klúbburinn fyrir nokkrum árum. Tímaseðill er sem hér segir: Kl. 14.00 kvennaflokkur Kl. 14.20 piltaflokkur Kl. 14.40 drengjaflokkur Kl. 15.10 karlaflokkur Kl. 16.00 verðlaunaafhending. Valur—Fram á Melavelli VALUR og Fram leika í meistara- keppni KSl i dag og hefst leik- urinn á Melavellinum klukkan 14.00. Leikur þessara liða verður fyrsti opinheri knattspvrnuleik- urinn í Reykjavfk á árinu, og er ekki að efa, að marga fýsir að sjá þessi liðmætast.en viðureign lið- anna hefur verið hin skemmtileg- asta undanfarin ár. Golfkennsla ÞORVALDUR Ásgeirsson golf- leikari byrjar námskeið fyrir kylfinga f næstu viku. Þeir sem hafa áhuga á þessari kennslu er bent á að hafa samband við Þorvald í sfma 42210 frá kl. 10— 12 næstu morgna. Víkingur V'lKINGAR taka félagsheimi li sitt við Hæðargarð formlega í notkun í dag, en undanfarin ár hefur Revkjavíkurborg nýtt hús- ið undir skóla. Eldri Víkingar eru velkomnir til kaffidrykkju i Vik- ingsheimilinu í dag kl. 14.30. Útlit fyrir spennandi keppni á helzta sundmóti vetrarins ... Leikir unga fólksins... Hílmar með Val?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.