Morgunblaðið - 16.05.1974, Side 1
32 SIÐUR
76. tbl. 61. árg.
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Örin á meðfylgjandi m.vnd bendir á skólahúsið í IVIaalot f Israel, þar
sem þrír arabfskir skæruliðar héldu um 90 unglingum í gfslingu frá
þvf klukkan eitt eftir miúnætti í fyrrinótt til kl. tæplega fjögur
síódegis f gær (fsl. tími), er fsraelskir hermenn réóust til inngöngu í
skólahúsiú. M yndin var tekin f Maalot laust eftir hádegi ígær.
Izvestija
Moskvu, 15. maí NTB.
FRÁ því var skýrt I tiag i
grein í ,,Izvestija“, irál-
gagni sovézku ríkisstjórn-
arinnar, aö leiðtogar Sovét-
rfkjanna hafi í júní 1973
lagt tii, að efnt yrði til leið-
togafundar Sovétríkjanna
og Alþýðulýðveldisins
Kina, en Pekingstjórnin
hafi aldrei svarað þeirri
uppástungu.
ekki segir
í grein þessari, sem fjallar um
samskipti Sovétríkjanna og Kina
sl. fimmtán ár. segir. að tilboð
sovézku leiðtoganna stancli enn-
þá. Ekki hefur fyrr verið frá því
skýrt, en fréttaritarar i Moskvu
telja, að það hafi verið liður i
viðleitni Sovétmanna til að bæta
samskiptin við Kina; þeir hafi
gert til þess meiri háttar tilraunir
sl. sumar. meðal annars hafi
Leonid Brezhnev boðizt til þess að
gera samning við Kína um. að
ríkin beittu ekki hvort annað
hernaðarihlutun. Izvestija segir.
að þögn ráðamanna í Peking
bendi tíl þess, að þeir séu ekki of
tryggir f sessi eða \issir um stöðu
sina. Blaðið segir, að samskipti
ríkjanna hafi heldur versnað að
undanförnu og tiltekur tvennt
þeirri ályktun til stuðnings: ann-
ars vegar, að í janúar sl. hafi
fimm sovézkir borgarar verið
gerðir brottrækif frá Kína og hins
vegar, er sovézk þvrla hrapaði
niður í kínverskt land í marz sl.
Báðir þessir atburðir voru að sögn
Izvestija notaðir til þess að þyrla
upp andsovézkum áróðri og and-
úð gegn Sovétríkjunum meðal
Kínverja.
Gangstéttarheliurnar, sem nú er verið að leggja í Austurstræti,
eru nú farnar að gefa götunni nýjan svip eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd.
Peking
svaraði
Skæruliðarnir þrír og 16 unglingar létu lífið og
70 unglingar særðust við áhlaup Israelsmanna
Jerúsalem, Maalot, 15. maí
AP—NTB
GOLDA Meir forsætisráð-
herra ísraels, skýrði svo
frá í kvöld, að eftir því sem
þá væri bezt vitað, hefðu
sextán unglingar beðið
bana og 70 aðrir hlotið
meiri eða minni meiðsli,
þegar ísraelskir hermenn
gerðu áhlaup á skólahús í
bænum Maalot nærri
landamærum ísraels og
Líbanons. Þar höfðu þrír
skæruliðar haldið 90 ungl-
ingum í gísling frá því í
nótt og hótuðu að sprengja
skólahúsið í loft upp, ef
þeim hefði ekki borizt boð
um það fyrir kl. fjögur í
dag (ísl. tími), að 26skæru-
liðar, sem verið hafa í
fangelsum í ísrael, væru
komnir til Kýpur eða
Damaskus í Sýrlandi.
Skæruliðarnir þrír voru
skotnir í áhlaupinu á skól-
ann.
Golda Meir var að sögn AP afar
beygð, er hún skýrði frá þessu og
rakti gang málsins. Hún kvað
stjórnina hafa verið reiðubúna að
láta undan kröfum skæruliðanna
en hún hefði farið þess á leit \nð
þá að þeirgæfu frekari frest til að
safna föngunum saman og koma
þeim í flugvél til brottflutnings.
Skæruliðarnir höfnuðu þeim til-
mælum afdráttarlaust, að hún
sagði, — „okkur var gert ljóst. að
þeim væri full alvara að bíða ekki
eina rnínútu umfrarn þann frest.
sem þeirhöfðu gefið"sagði hún.
Golda Meir lagði á það áherzlu.
að tilkynningin um ákvörðun
stjórnarinnar, ,sem birt var í
morgun hefði ekki verið gefin út f
þvi skyni að blekkja skæruliðana
og vinna tfma til að klekkja á
þeim, eins og haldið var fram af
Framhald á bls. 18
Glistrup bjargaði
stjórn Hartlings
Búizt við ólgu á vinnustöðum 1 Danmörku á næstunni
Kaupmannahöfn, 15. maí,
frá fréttaritara Mbl.
Jörgen Harboe
BORGARAFLOKKARNIR og
frjálslyndir komu f dag stjórn
Pauls Hartlings til aðstoðar og
bjiirguðu Iffi hennar eftir að hún
hafði heitið þvf að hækka ekki
fasteignaskatta á einbýlis- og rað-
húsum. Voru tillögur stjórnar-
innar í efnahagsmálum sam-
þykktar í danska Þjóðþinginu en
þær voru lagðar fram fyrir viku
og ha.'a haft í för meðsér hálfgert
kreppuástand í stjórnmálum
landsins.
Athyglisvert er, að þetta er í
fyrsta sinn.sem Framfaraflokkur
IVIogens Glistrups, sem er næst-
stærsti flokkurinn f Þjóðþinginu,
tekur þátt f mikilvægri ákvörðun
en flokkurinn kom sem kunnugt
er fyrst fram á þinginu eftir kosn-
ingarnar 4. desember sl.
Stjórnmálafréttaritarar búast
við að órólegt verði vfða á vinnu-
stöðum í Danmörku á næstu dög-
um. Frá þvf tillögur stjðrnar-
innar komu fvrst fram, hefur oft
verið gripið til verkfalla til að
mótmæla þeim. Þar er m.a. gert
ráð f.vrir niðurskurði, sem nemur
milljörðum danskra króna á
ýmsum þáttum félags-og fræðslu-
Framhald á bls. 18
„Þeir sögðu, að Rauði krossinn
kæmi - við fögnuðum - þeir skutu”