Morgunblaðið - 16.05.1974, Page 3

Morgunblaðið - 16.05.1974, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAI 1974 3 10 ára áætlun í byggingarmálum aldraðra: 350 íbúðir — 500 vist- rými Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur I dag verður tekin til slðari umræðu og afgreiðslu 10 ára áætlun um húsnæðismál aldraðra, sem unnin hefur verið af byggingarnefnd aldr- aðra og Gfsli Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, kynnti á borgar- stjórnarfundi hinn 2. maf s.I. Upphaf þessarar áætlunar er tillaga, sem Albert Guðmunds- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, flutti f borgarráði um byggingarmál aldraðra, en f framhaldi af henni var sam- þykkt f borgarstjórn Reykja- vfkur s.l. haust að verja ákveðn- um hundraðshluta af álögðum útsvörum f Reykjavík til bygg- ingar nýrra fbúða, dvalarheim- ila og hjúkrunarheimila f þágu aldraðra í Reykjavfk. Helztu þættir f áætluninni eru þessir: • A næstu 10 árum verði byggðar 350 fbúðir, sérstaklega ætlaðar öldruðu fólki. 0 A næstu 10 árum verði byggð 500 vistrými fyrir aldr- aða. # Keypt verði tilbúið hjúkrun- arheimili fyrir 40 manns frá Danmörku og reist á lóð Borgarspítalans. 0 Flýtt verði framkvæmdum við B-álmu Borgarspftalans og lagðar fram 35 milljónir króna á þessu ári, enda verði þvf fé varið til langdvalardeildar fyrir aldraða. TiIIögur þær, sem byggingar- nefnd aldraðra lagði fram f borgarstjórn og eru til síðari Þessi mynd var tekin er nýtt og glæsilegt tómstundaheimili fyrir aldraða var vígt að Norðurbrún 1, af Birgi Isl. Gunnarssyni borgarstjóra. umræðu í dag, eru svohljóð- andi: 1. Byggðar verði hentugar íbúðir, sérstaklega ætlaðar öldruðu fólki. Stefnt skal að því, að byggðar verði 350 ibúðir i þessu augnamiði á næstu 10 árum. íbúðirnar verði fyrst og fremst leiguíbúðir. Ef henta þykir mætti selja hluta þeirra, en þá verði settir sérstakir skil- málar, er tryggi, að þær verði notaðar af öldruðu fólki. 2. Ef sjálfseignarstofnanir reisa slíkar ibúðir, þá sty-kir Reykjavikurborg félögin með allt að 30% af byggingarkostn- aði. Ef samtök aldraðra, eða önnur slík félög, vilja reisa sjálfseignaríbúðir, þá lánar Reykjavíkurborg til þeirra allt að 30% af byggingarkostnaði með hagkvæmum kjörum, enda hafi Reykjavíkurborg for- kaupsrétt að þeim. Þeir, sem lána eða styrkja Framhald á bls. 18 Gunnar J. Friðriksson á ársþingi FII: Opinber fjármálastefna megin orsök þenslunnar Davíð Sch. Thorsteinsson kjörinn formaður FII Davfð Seheving Thorsteinsson, nýkjörinn formaður FÍI (t.v.) og Gunnar J. Friðriksson fráfarandi formaður. Einar styður Bandaríkin Afstaða Evrópu skiljan- leg, segir Magnús Kjartansson „ÉG full.vrði, að það kemst aldrei jafnvægi á í efnahagsmálum fyrr en hið opinbera hættir sam- keppni við framleiðsluna um vinnuaflið og dregur verulega úr framkvæmdum og útgjöldum og þar með úr þeirri ofþenslu, sem er á vinnumarkaðnuin". Þetta mælti Gunnar J. Friðriksson m.a. á ársþingi Félags íslenzkra iðnrekenda, sem haldið var að Hótel Loftleiðum f gær. A fundin- um lét Gunnar af formennsku að eigin ósk, eftir að hafa gegnt stöð- unni f samfle.vtt 11 ár. Davíð Seheving Thorsteinsson var kjör- inn formaður FlL í stað Gunnars. Um hina opinberu fjármála- stefnu sagði Gunnar ennfremur: ,,En hverjar eru orsakir þessarar þenslu á vinnumarkaðinum? Fyrsta ástæðan er hin gífurlega verðhækkun á fiskafurðum og að sú verðhækkun var nær hindrun- arlaust látin renna út í peninga- D-listamenn frá Eyjum ORÐSENDING til stuðnings- manna D-listans í Vestmannaeyj- um. Svo sem öllum er kunnugt verð- ur stór hluti kjósenda í Vest- mannaeyjum utan heimabyggðar á kjördag. Það eru því vinsamleg tilmæli til ykkar, að þið kjós- ið hjá sýslumönnum, þið sem eruð úti á landi, og í Hafnar- búðum þeir, sem eru í Reykjavik og nágrenni, en þar er opið dag- lega frá 10—12, 14—18 og 20—22 og á sunnudögum frá 14—18. Til að létta störfin fyrir kosn- ingarnar er þess vænzt, að stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins kjósi einsfljótt og mögulegter. kerfið. I öðru lagi mikil aukning útlána bankakerfisins og síðasten ekki sfst fjáraustur hins opin- bera. A sama tfma og tekjur nkis- sjóðs og opinberra stofnana hafa aldrei verið meiri, var svo hert á opinberum framkvæmdum og út- gjöldum, að rákissjóður stofnaði til verulegra skulda við Seðla- banka íslands á sama tfma og eðlilegt og nauðsynlegt hefði ver- ið, að hann ætti þar inni miklar fjárhæðir. Ofan á þetta bættust svo þensluáhrifin vegna náttúru- hamfaranna í Vestmannaeyjum, sem hefðu þó vissulega átt að hafa þau áhrif, að meiri aðgætni væri viðhöfð í peningamálum og framkvæmdum. Ég vil þvf vísa á bug þeim fullyrðingum, að at- vinnurekendur eigi sök á því hvernig komið er nú i efnahags- málum þjóðarinnar með samning- unum 27. febrúar. Þar á hin opin- bera fjármálastefna höfuðsök- ina.“ ÞENSLAN MESTI VERÐBÖLGUVALDURINN I ræðu sinni ræddi Gunnar vítt og breitt um vinnumarkaðinn, stöðu iðnaðar og fleiri atriði. Hann ræddi um kjaramál og sagði, að þenslan, sér í lagi i bygg- ingariðnaði, hefði þrýst mjög á um hækkun kaupgjalds. Urslit samninga hefðu orðið á þann veg, að atvinnuvegirnir hefðu ekki getað staðið undir hækkununum, og þær þvi farið að miklum hluta út í verðlagið. „Ég er þeirrar skoðunar, að þensluástandið á vinnumarkaðnum sé jafnvel meiri verðbdlguvaldur i þessu landi en vísitölukerfið þó að það sé nógu slæmt," sagði Gunnar J. Friðriksson. Þá ræddi Gunnar um iðnaðinn og Efnahagsbandalögin, og reif- aði þá hugmynd, að aðlögunartím- inn, sem nota átti til að undirbúa iðnaðinn undir samkeppni við ótollaða erlenda iðnaðarvöru, yrði lengdur sem svarar þeim tíma, sem iðnaðurinn hefur þurft að búa við verðstöðvun í landinu. AUKINN ÚTFLUTNINGUR IÐNAÐARVARA? Um ástand hjá útflutnings- iðnaðinum sagði Gunnar: „Það verður að segjast eins og er, að meðan það óhagstæða hlut- fal! helst, sem undanfarið hefur nkt á milli innlends og erlends verðlags, eru litlar líkur til þess, að um teljandi aukningu útflutn- ings almennra iðnaðarvara geti verið að ræða enda nú svo komið, að þau iðnfyrirtæki. sem að veru- legu leyti eru háð útflutningi, eru að þrotum komin." VERÐSTÖÐVUN Um áhrif fyrirhugaðrar verð- stöðvunar á iönaöinn sagði Gunn- ar: „Ástandið er orðið svo alvar- legt, að veruleg hætta er á þvf, að framleiðsluatvinnuvegirnir þoli ekki þessa bið og að mörg fyrir- tæki muni verða fyrir tjóni, sem seint eða aldrei verður bætt. Vitað er, að gripið verður til verð- stöðvunar og má þá búast við, að eins og við fyrri verðstöðvanir muni hún bitna harðast á íslenzk um iðnaði á sama tfma og verðlag á hliðstæðri innfluttri iðnaðar- vöru er frjálst. Það er alger lág- markskrafa, að iðnaðurinn fái án tafar að leiörétta verð á vörum sínum, sem stafa af hækkun hrá- efna, þó að hann verði um sinn að sætta sig við að fá ekki bætt það tjón, sem hann kann að verða fyrirvegna innlendra hækkana." Þá benti Gunnar á, að iðnaður- inn væri fjölmennasti atvinnu- Framhald á bls. 18 í SKYRSLU sinni um utanrfkis- mál, sem Einar Ágústsson utan- rfkisráðherra lagði fyrir Alþingi rétt áður en þingið var leyst upp, tekur hann afstöðu með Banda- ríkjunum f pólitfsku deilumáli, sem verið hefur að þróast með Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. Telur hann eðlilegt, að raunveruleg samráð séu höfð við Bandarfkin og önnur lönd utan Efnahagsbandalagsins um mikil- væg atriði, áður en ákvörðun er tekin. I skýrslu utanríkisráðherra segir: „Það verður að teljast eðli- *legt, að Bandarikin og þau rfki, sem standa utan Efnahagsbanda- lagsins, óski þess. að höfð séu raunveruleg samráð við þau um mikilvæg atriði í stað þess. að þeim séu birtar óbifanlegar sam- þykktir, sem e.t.v. eru byggöar á lægsta samnefnara vegna skiptra skoðana hjá ríkjum Efnahags- bandalagsins. Morgunblaðið spurði Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra hvort hann væri sammála þessari af st öðu ut a n ríki srá ðh erra. Magnús sagðist ekki hafa lesið skýrslu Einars gaumgæfilega. en hann kvaðst hins vegar kannast við þetta atriði. H;tnn s;igði, að sér fyndist fyrir sitt leyti ,,sú vax- Framliald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.