Morgunblaðið - 16.05.1974, Page 17
/
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1974
17
, O 5, v f
Græna byltingin . . . Græna byltingin . . .
Þessi svæði í borginni
verða frágengin ’7 4-’77
HEILDARAÆTLUN um um-
hverfi og útivist, sem Reykjavík-
urborg hefur látiö gera, nær til
tímabils aðalskipulags, eða til árs-
ins 1983. Framkvæmdaröðun
verkefna hefur ekki verið gerð
umfram það, að tekin eru ti 1 verk-
efni, sem eiga að hafa forgang,
enda ætlazt til að reynslan t.d. af
Artúnssvæðinu svo og öðrum for-
gangsframkvæmdum verði höfð
til hliðsjónar við áframhaldið. Af
þessum sökum hefur þótteðlilegt,
að framkvæmdaáætlun sé gerð til
fjögurra ára, þ.e. 1974 til og með
1977, en síðan önnur áætlun, sem
byggð verði á fenginni reynslu.
Þar er bæði tekinn sundurliðaður
kostnaður vegna forgangsverk-
efna á tímabilinu og í öðru lagi
sérstök sundurliðun fyrir árið
1974.
Af ófrágengnum svæðum, sem
áætlað er að taka fyrir á árunum
1974—1977 eru vestan Elliðaáa
þessi:
1. Svæði meðfram Ægissfðu,
hreinsun.
2. Flugbrautarendi við Suður-
götu, hreinsun. Olíustöð Shcll.
3. Austan Shell, flugbraut,
hreinsun.
4. Nauthólsvíkursvæði og svæði
neðan Öskjuhlfðar að Kringlu-
mýrarbraut, hreinsun og f jarlægð
mannvirki.
5. Ræma meðfram Reykjanes-
braut, uppgræðsla og gerð stétta.
6. Svæði meðfr. Flugvallarbraut,
hreinsun.
7. Svæði við Miklatorg, upp-
græðsla og gerð stétta.
8. Svæði umhv. Vatnsmýrar-
garða, hreinsun.
9. Vatnsmýri vestan Njarðar-
götu, hreinsun.
10. Tvö svæði við Kaplaskjólsveg,
uppgræðsla og gerð stétta.
11. Svæði meðfr. Eiðsgranda,
hreinsun.
12. Við Ananaust, uppgræðsla og
gerð stétta.
13. Austurbæjarskóli, hreinsun
og uppgræðsla.
14. Sætún — Skúlagata frá Vita-
stfg aðSkúlatúni.
15. Svæði austan við Höfða, upp-
græðsla.
16. Svæði við Hátún, uppgræðsla.
17. Vestan Kringlumýrarbr. milli
Borgartúns og Laugav. upp-
græðsia.
18. Við gatnam. Miklubr. og
Kringlumýrarbr., uppgræðsla.
19. Við Miklubr. austan við Fram-
svæðið, uppgræðsla.
20. Svæði vestan Lágmúla, skrúð-
garðar.
21. Horn Miklubrautar og Grens-
ásvegar, uppgræðsla og gerð
stétta.
22. Svæði við Laugarneskirkju,
uppgræðsla og gerð stétta.
23. Svæði austan Dalbrautar, upp-
græðsla.
24. Laugarás (Austurbr. — Vest-
urbr.) hreinsun.
25. Háubakkar.hreinsun.
26. Háaleitísbraut sunnan
HvassaL.hreinsun.
27. Austan Háaleitísbrautar að
Bústaðavegi, uppgræðsla.
28. Svæði við Brekkugerði,
uppgræðsla.
29. Racma norðan Bústaðavegar
og vestan Grensásvegar.
30. Svæði austan Réttarholts-
skóla, Uppgræðsla og leiksvæði.
31. Svæði sunnan Rauðagerðis
vestan Borgargerðis.
32. Reykjanesbr. að vestan frá
Miklubr. að Bústaðavegi. Verki
verði lokið að mestu leyti.
33. Svæði milli byggðakjarna f
Fossvogshverfi, útivistarsvæði.
Kostnaður við þessa meðhöndl-
un á hinum tilteknum svæðum er
nú áætlaður samtals 67,1 millj.
kr., en hann er mjög mismunandi
eftir svæðum, t.d. 16 millj. f
síðasttalda svæðið og allt niður f
20—40 þúsund til hreinsunar ein-
stakra svæða.
1 Árbæjarhverfi er áætlað að
taka þessi svæði fyrir á árunum
1974—77 og áætlaður kostnaður
við það samtals 27,7 millj.
1. Svæði milli Suðurlandsbraut-
ar og Rofabæjar, uppgræðsla.
2. Svæði milli Höfðabakka og Ar-
bæjarhverfis, norðan Rofabæjar,
uppgræðsla.
3. Svæði við Arbæjarskóla, upp-
græðsla.
Þá koma Breiðholtshverfin. I
Breiðholú I er áætlað að vinna að
þessú verkefni fyrir 28,4 millj.
króna á næstu 4 árum og f Breið-
holti III fyrir 31,8 millj. kr.
Ræktunarkostnaður i Breiðholti
II er ekki tekinn með hér, þar
sem byggingarframkvæmdir eru
mjög skammt á veg komnar og
erfitt að segja til um hver hraði
þeirra verður. En það táknar að
sjálfsögðu ekki, að ekkert eigi að
gera þar á næstu árum, aðeins
ekki hægt að áætla það nú.
1 Breiðholti I eru eftirfarandi
svæði á áætlun næstu árin.
1. Austan einbýlishúsa,
útivistarsvæði.
2. Norðan einbýlishúsa, upp-
græðsla.
3. Leiksvæði við Lambastekk,
leiksv.
4. Svæði v/ enda Fremrist.,
uppgræðsla.
5. Leiksv. milli Gilsár — og
Geitarst., leiksv.
6. Svæði norðan Blöndub., upp-
græðsla.
7. Svæði milli Arnar- og
Vfkurbakka, uppgræðsla.
8. Svæði sunnan Blöndub.,
uppgræðsla.
9. Svæði austan Stekkjarb. upp-
græðsla.
10. 4 svæði sunnan raðhúsa, upp-
græðsla.
11. Svæði austan Breiðholtsskóla,
leiksvæði.
12. Svæði sunnan Breiðholts-
skóla, uppgræðsla.
13. Svæði sunnan Marfubakka,
uppgræðsla.
14. Svæði sunnan og austan
Arnarbakka, uppgræðsla.
t Breiðholti II eru þessi svæði á
áætlun: fsuðurdeild
1. Bolta- og sparkvellir fyrir 5
millj.
2. Almenningsgarðar fyrir 388
þús.
3. Utivistarsvæði fyrir 7,3 millj.
4. Uppgræðsla fvrir 3,5 millj.
Þá er áætlað vegna útivistar-
svæða og gróðurreita í mið- og
vesturdeild 6,5 millj., og vegna
útvistarsvæða og gróðurreita f
norðurdeild, sem þegar er skipu-
lögð, 9,1 millj. en í austurdeild er
svæðið ekki skipulagt.
Byrjað er á þessari áætlun á
þessu ári, 1974.
Kostnaður er miðaður vió
núverandi kostnað, en á að sjálf-
sögðu eftir að breytast með
breyttu verðlagi, en heildar-
kostnaðurinn öll árin er áætlaður
155,1 millj. kr.
Ófrágengin svæði, sem tekin verða til meðhöndlun-
ar á árunum 1974—1977, samkvæmt framkvæmda-
áætlun um umhverfi og útivist.
Græna byltingin ... Græna byltingin . . .