Morgunblaðið - 16.05.1974, Page 32

Morgunblaðið - 16.05.1974, Page 32
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1974 jnargNnÞIabtb nucivsincnR ^*-w22480 Myndin er af fyrirhugaóri heilsugæzlustöó í Breióholtí, 2000 fm bvggingu, sem borgin hefur áætlaó aó hefja fram- kvæmdir við í haust. Ölafur Mi.va keknirog Jón Haraldsson arkitekt voru ráónir til þess af Reykjavíkurborg aö skipu- leggja og teikna heilsugæzlu- stiióina og er þvf verki nú lokið. I hei Isugæzlustöóinni er gert ráó fvrir margs konar læknis- þjónustu, aóstöóu fvrir 5 heimilislækna í fullu starfi, röntgenstofu, félagsráögjafa- þjónustu, tannlæknaþjón ustu, harnaskoöun oil. 1. áfangi er hægra megin vió tnnganginn. Övissa í framkvæmdum afstöðu ríkisvaldsins vegna Heilsugæzlustöð í Breiðholti Q Heilhrigðismálaráóuneytiö hef ur neitaó Reykjavíkurborg um alla samninga vegna væntan- legrar smfói 2000 fm heilsugæzlu- stöðvar f Breiðholti, en þessi af- staöa kemur fram í bréfi sem borgarlækni barst fyrir skömmu frá ráðuneytinu. Reykjavíkur- borg hefur veitt fjármagn tilþess aö hefja byggingarframkvæmdir í haust á umræddri heilsugæzlu- stöö í Mjóddinni f Breiöholti þar sem gert er ráð fyrir víötækri læknisþjónustu og m.a. aðstöóu fyrir 5 heiinilislækna, röntgen- stofu og ýmissi félagsiegri aóstoó. Reykjavíkurborg hefur gert sérsamninga vió rfkið f slfkum tilfellum um fjármögnun til hagsbóta fyrir rfkið. Morgunblaóió haföi f gær sam- band við Birgi Isleif Gunnarsson borgarstjóra og innti frétta af Framhald á bls. 18 Krefja \ millj BANDARÍSKT fyrirtæki, World Chess Network, hefur nú stefnt Skáksambandi tslands og krafizt 450 þús. kr. skaóabóta vegna samninga, sem fyrirtækiö gerði vió Skáksamhand tslands um einkarétt á fréttum um alla leiki í heimsmeistaraeinvfginu milli Fisehers og Spasskys í Laugar- dalshöll. Morgunblaðið hafði samband við Gunnar Gunnarsson forseta Skáksambands Islands og innti frétta af þessu máli. Gunnar kvað stefnuna hafa borizt 10. mai sl. Kvað hannWorld Chess Network krefjast 5000 dollara greiðslu og vaxta frá 2. júlí 1972. Gunnar kvað málið þannig vaxið, að þessir aðilar hefðu gert umræddan samning við Skáksamband Is- lands fyrir einvígið, en þegar til Skáksambandið kr. bótagreiðslu SKEMMTANIR UNGS FÓLKS kom, hefðu hlaðamenn algjörlega mótmælt því, að þeirfengju ekki aðsenda fréttir um einstaka leiki. „Einkarétthafar gátu því ekk- ert hagnýtt sér þennan samning, en fyrir hann greiddu þeir Skák- sambandi Islands 5000 dollara,“ sagði Gunnar. „Til þess að fá þessa peninga aftur," hélt hann áfram, „ætla þeirað hanka Skák- sambandið á þvf, að einvígið hafi ekki hafizt 2. júlí eins og stóð í samningnum um einkaréttinn, en fyrstu skákinni var sem kunnugt er frestað til 6. júlf. Þeir telja, að þeireigi kröfu á endurgreiðslu og nota þetta sem ástæðu. Skáksam- bandið hefur skipað þriggja manna nefnd tiI þess að sjá um og kanna þetta mál og fleiri, en því miður eru komnar í ljös ýmsar skuggahlíðar á þessu einvígi þar sem þáverandi stjórn Skáksam- bandsins gerði samninga við að- ila, sem höfðu engin meðmæli. Meðal þeirra er umrætt fyrirtæki og einnig annað þar sem allt útlit er fyrir, að Skáksambandið tapi 1,3 millj. kr. Alls eru 4 slfk mál yfir höfðum okkar og það er leið- inlegt að fá þetta í hausinn. Stefnandi hefur sótt okkur til saka fyrir bandarískum dómstól- um, en við munum láta þá sækja það fyrir íslenzkum dómstólum. Það er því fyrirsjáanlegur kostn- aður vegna þessa máls, því það er komið í lögfræðing." I KVÖLD og næstkomandi sunnu- dagskvöld efna ungir frambjóð- endur sjálfstæðismanna í Reykja- vík til fjölbreyttra skemmti- kvölda á Hótel Sögu og í Sigtúni. Þangað er boðið öllu ungu fólki á aldrinum 20—25 ára og þeim öðrum, er áhuga hafa. Á skemmtuninni í kvöld, sem er á Hótel Sögu, koma fram m.a. Ömar Ragnarsson, Sæmi og Didda, sem rokka, Henný og Örn, sem dansa tvo vinsæla dansa, og að endingu leikur Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar fyrir dansi til kl. le.m. A skemmtuninni á sunnudags- kvöld, sem verður í Sigtúni, koma fram m.a. Jörundur Guðmunds- son, Sæmi og Didda, Henný og Örn, og þá munu Mödelsamtökin sýna tízkufatnað ársins 1974. Síðan leikur hljómsveitin Is- landía fyrirdansi til kl. 01.00. Þeir ungir frambjóðendur sjálf- stæðismanna, sem standa fyrir skemmtikvöldunum, eru Bessf Jóhannsdóttir, Davfð Oddsson og Markús Örn Antonsson. Ungu fólki skal bent á, að hægt er að fá boðsmiðum skipt milli kvölda. Einnig geta þeir, sem ekki hafa fengið boðsmiða, snúið sér til skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, Síðumúla 8, sfmi 863.33 eða Galtafells, Laufásvegi 46, sími 17100. GROÐURSETJA TUTTUGU og tvær konur Rotary- félaga í Revkjavík fara í dag, fimmtudag, upp f Skorradal til aó gróóursetja skóg á Stóra-Drag- hálsi. Er þaó upphaf aó þeirri skógplöntun, sem konurnar hafa gefið fé til fyrr f vetur, en þaó voru 100 þús. kr. Framkvæmdina annast Skógrækt ríkisins. Ríkisstjórnin: Bráðabirgðalög um vísitölu- tryggingu húsnæðislána? Forsetahjónin í heim- sókn til Danmerkur FORSETI Islands, dr. Kristján Eldjárn, og kona hans munu halda til Danmerkur föstudaginn 17. þ.m. og koma heim aftur þriðjudag 21. Er förinni heitið til Odense, þar sem forsetinn mun verða sæmdur heiðursdoktors- nafnbót á hátfð Odense-háskóla. A þessari samkomu verða Margrét Danadrottning og Henrik prins, ennfremur Ingiríöur drottning. Forseti Islands mun flytja stuttan fræðilegan fyrir- lestur um efni sögulegs eðlis, og verður þetta liður í dagskrá hátfðarinnar. ALLT bendir nú til þess, að ríkis- stjórnin ætli að vísitölutryggja húsnæðismálastjórnarlán, en eins og kunnugt er af fréttum, hefur Húsnæðismálastjórn búið við tals- verðan f járskort að undaförnu. Mbl. er kunnugt um, að félags- málaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, hafi beint því til Hús- næðismálastjórnár, að hún taki lán hjá lífeyrissjóðunum til þess að fjármagna lánveitingar sfnar. Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti heimilað, að þessi lán Hús- næðismálastjórnar verði tryggð með vísitölu, fáist til þess sam- þykki Seðlabanka Islands. Lánin, sem Húsnæðismálastjórn tekur hjá lffeyrissjóðnum, eru vísitölu- tryggð og hefur Húsnæðismála- stjórn ekki viljað taka þessi lán, þar sem Byggingasjóður ríkisins hefur ekki haft lagaheimild til þess að endurlána féð með fullum vísitölubótum. Tók því ríkis- stjórnin þessa ákvörðun og heim- ilar vísitölutryggingu á útlán Hús- næðismálastjórnar. Má því búast við því, að með fyrstu bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar verða lög um breytingu á lána- kjörum Húsnæðismálastjórnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.