Morgunblaðið - 06.06.1974, Síða 3

Morgunblaðið - 06.06.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, KIMMTUDAOUR ö. .IUNI 1974 3 „Ekki kóngur, heldur lögga” MARGT barna var á hafnar- bakkanum við komu Olafs Noregskonungs og voru sum meira hrifin en önnur. Lítill hnokki sneri sér að félaga sín- um og sagði í ákafa sinum. þegar konungur gekk niður landganginn: „Sjáðu kónginn, sjáðu kónginn." Hinn virti fyr- ir sér konung og einkennis- búning hans og svaraði: „Þetta er ekkert kóngur, þetta er lögga." Þjóðhöfðingjar Noregsog Islands á svölum ráðherrabústaðarins. — Noregskonung- ur á Islandi... Barnafans fagnaði konungi með íslenzka og norska fánanum. heimila Ijósmyndurum og blaða- mönnum aðgang t upphafi kvöld- verðarboða sem þessa. svo lesend- ur gætu jafnt fengið ljósmyndir sem frásagnir af veizlum. sem haldnar eru í nafni þjóðarinnar allrar. Dagskráin í dag I dag fyrir hádegi fara Ölafur konungur og forseti íslands ásamt föruneyti að skógræktar- stöðinni við Mógilsá og þaðan í laxaræktarstöðina í Kollafirði. A báðum stöðum verður konungi sýnt um. Hádegisverð snæðir kon- ungur í boði Reykjavíkurborgar á Kjarvalsstöðum, en kl. 15 verður haldið flugleiðis til Akure.vrar. þar sem konungi verður sýndur bærinn. Kl. 19.30 snæðir konung- ur kvöldverð í boði Akureyrar- bæjar að Hótel KEA, en haldið verður til Reykjavikur á ný um kl. 22.30. Framhald af bls. 1 Klappaði manni'jöldinn þjóðhöfðingjunum lof í lófa og húrrahróp kváðu við. „Fagurt við tjörnina.“ Frá höfninni var ekið um mið- bæinn og að ráðherrabústaðnum og var mannfjöldi við þær götur, sem ekið var um og fagnaði kon- ungi. Þegar komið var í ráðherra- bústaðinn sýndi forseti Islands konungi vistarverurnar, en síðan gengu þjöðhöfðingjarnir út á sval- irnar og veifuðu til fölksins, sém beið þeirra bæði í Tjarnargötu og í Suðurgötu. Heyrðist Ólafur kon ungur hafa orð á því hve útsýnið væri fagurt yfir tjörnina, en þess má geta, að miður góða lykt lagði um miðbæinn í Reykjavík í gær- rnorgun frá fiskimjölsverk- smiðjunni. A hádegi hélt konungur með föruneyti sínu að Bessastöðum í hádegisverð forseta Islands. Stóðu þjóðhöfðingjarnir um stund á tröppum forsetasetursins og virtu fyrir sér útsýnið. Lét Olafur konungur orð falla á þá leið, að fallegt væri yfir að sjá frá Bessastöðum og vítt útsýni. í hádegisverðarboðinu á Bessa- stöðum færði konungur forseta íslands emaleraða gullskál og tólf skeiðar og gaffla úr saina efni að gjöf, en forseti færði konungi að gjöf bronsafsteypu af styttu Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni, sem stendur á Arnar- hóli. Hátíöleg athöfn í Fossvogi. Að loknum hádegisverði á Bessastöðum hélt konungur á ný í ráðherrabústaðinn, en rétt fyrir fjögur fór hann ásamt Einari Agústssyni utanríkisráðherra, öunnari Bergsteinssyni og öðru fylgdarliði í Fossvogskirkjugarð. Þar lagði konungur blómsveig að minnisvarða um norska hermenn, sem hér létust f stríðinu. Karla- kórinn Fóstbræður undir stjórn Jóns Þórarinssonar söng norska þjóðsönginn, „Ja, vi elsker," en norskir sjóliðar stóðu heiðurs- vörð. Viðstaddir þessa hátíðlegu athöfn í kirkjugarðinum voru auk förune.vtis konungs ýmsir Norð- menn búsettir hérlendis, þar á meðal ýmsir í hópi eldri Norð- manna, sem nú töku á móti Olafi konungi í þriðja sinn. Úr kirkjugarðinum var ekið í ráðherrabústaðinn. þar sem kon- ungur tók á móti sendiherrum erlendra rt'kja á milli kl. 17 og 17.30. Veizla á Hótel Sögu I gærkvöldi hélt forseti Islands konungi veizlu á Hötel Sögu og voru þar um 270 manns. Þegar konungur og forseti gengu í sal- inn var blásið í fornaldarlúðra og gerðu það félagar úr Sinfönfu- hljömsveitinni, sem jafnframt léku undir borðum og á undan ræðum þjóðhöfðingjanna. öuð- mundur Jónsson óperusöngvari skemmti með söng á meðan á borðhaldi stóð. Salurinn var fagurlega skreyttur. Lögreglan meinaði fréttamönnum og Ijós- myndurutn aðgang að anddyri Hótel Sögu áður en veizlan hófst, en samið hafði verið milli fs- lenzkra og norskra fjölmiðla og utanríkisráðuneytisins um að þeir fengju að taka rnyndir í andd.vr- tnu og í upphafi veizlunnar. Tfðkazt hefur við þjóðhöfðingja- heimsöknir fram til þessa. að Úr hádegisverðarboði forseta Íslands að Bessastöðum. F.vrir enda borðsins situr frú Halldóra Eldjárn, en henni á hægri hönd Ólafur Noregskonungur, frú Olöf Jónsson og Einar Ágústsson utanrfkisráð- herra, en á móti konungi situr Frvdenlund utanríkisráðherra Norð- manna. Yfirlitsm.vnd yfir hafnarbakkann við komu Ölafs konungs. I Konungur við norska minnisvarðann í Fossvogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.