Morgunblaðið - 06.06.1974, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.06.1974, Qupperneq 19
MOR(iUNBLAt)It), FIMMTUDAGUR «. JUNI 1974 T§" FRÉTTASKVRKNDUR vella því nú fvrir sér, hver áhrif sam- komulaí'iú um aóskilnað horja ísraels Sýrlands í (jolan- hæðum muni hafa innan stjórnarhúða sovézka komm- únistaflokksins, þar sem svo virðisl sem Sovétstjórnin hafi ekki liaft á það nein úrslita- áhrif. Einn af fréttaskýrendum AF-fréttastofunnar, William L. Rvan, telur ekki ósennilegt, að innan Sovétríkjanna verði margir óánægðir með það, hversu lítill pólitfskur ávinn- ingur hafi orðið af hinni ge.vsi- miklu og víðtæku hernaðar- og efnahagsaðstoð Sovétríkjanna við Araharíkin. Að vfsu þakkar Sovétstjórnin sér samkomulagið að nokkru le.vti, en lréttaskýrandinn segir eitt og annað benda til þess, að hún hafi samþvkkt það nauðug viljug; hún hafi ekki átt annarra kosta völ, bæði vegna aðstiiðu sinnar f Arabaríkj- unum og sökum þess, að hún vilji um þessar inundir halda sem be/.tu samkomulagi við Bandaríkin. Beshnev og Nixon í ÍYIoskvu Hvaða áhrif hefur samkomulagið á stöðu Brezhnevs Stjórnarforystan í Sovétríkj- unum hefur lagt talsvert í sölurnar á heimavelli fyrir sam- handið við Bandaríkin og eftir diplómatíska stórsigra Kiss- ingers utanríkisráðherra Bandaríkjanna þ.vkir ekki ósennilegt, að sovézki flokks- leiðtoginn Leonid Brezhnev, verði hið fyrsta að sýna óyggj- andi fram á raunhæfan óávinning fvrir Sovétríkin af þessurn samskiptum. Ryan segir, að æviminningar Nikita heitins Krúsjeffs gefi nokkrar vísbendingar um vinnubrögðin í sovézkum stjórnmálum. Þar af megi m.a. sjá, að sovézkur leiðtogi sé alltaf háður gagnrýni og eftir- liti áhrifamikilla aðila. Því skyldu menn ekki vanmeta t.d. pólitfsk áhrif hersins í Sovét- ríkjunum. Stórsigur Israela vfir Aröbum I sex daga stríðinu 1967 segir Krúsjeff, að hafi verið Sovétmönnum mikið áfall og hann skellir skuldinni á herinn; — segir að hann hafi átt mikinn þátt i stefnumótun og ákvörðunum áður en styrj- öldin hófst, en vanrækt að brýna f.vrir Aröbum nauðs.vn þess að fara að öllu með gát. Hins vegar minnir Ryan á, að Leonid Brezhnev var í forystu- sæti í Kreml árið 1967 alveg eins og nú og telur hann þvf bera höfuðábyrgð á stjórnar- stefnunni; hann hafi haft með höndum bæði utanrlkis- og innanríkismál og yfirmenn hersins muni áreiðanlega ekki létta af honum ábyrgð á því, sem gerzt hefur; þeir muni una því illa, að Bandaríkjamenn komi sýnu sterkari en Sovét- ríkin út úr átökunum sl. haust. Reynsla Brezhnevs af Aröbum hlýtur að hafa reynt á þolinmæði þeirra, ,,segir Ryan og heldur áfram;" Sovét- stjórnin sá Egyptum og Sýr- lendingum f.vrir vopnabúnaði með gffurlegum tilkostnaði og studdi málstað þeirra öflugum áróðri. En hvað gerist svo? Forystumenn Egypta og Sýr- lendinga taka upp á þvi að hlýða ráðum Bandaríkjamanna. Áhrif Moskvu fara minnkandi á hinu mikilvægasta augnabliki, þegar m.a. má gera ráð fyrir enduropnun Súez-skurðar, sem út af f.vrir sig gerir pólitískan styrk á þessum slóðum mikil- vægari en nokkru sinni. Arabar höfnuðu ráðum Sovétmanna. Þeir afléttu olíu- banninu, þrátt fvrir þá áherzlu, sem Sovétstjórnin lagði á, að því yrði haldið áfram. Þeir stóðu gegn kröfu Sovétmanna um, að samningaviðræðurnar um aðskilnað herjanna færu fram á vettvangi Genfarráð- stefnunnar, þar sem Sovét- menn höfðu sýnileg áhrif og stundum var svo að sjá, sem þeir vildu helzt útiloka Rússa frá samningaviðræðunum. Sovétmenn hafa haldið þvi fram í áróðri sínum, að sú hætta vofi yfir Aröbum, að þeir hverfi frá þvi, sem Rússar kalla „framfarastefnu og þróunar" öðru nafni sösialisma. Og þeir hafa staðhæft, að Arabar sýni kæruleysi í mati sinu á því. hverjir séu sannir vimr þeirra. Sömuleiðis að Arabar kunm að falla fyrir brögðum og klækjum heimsvaldasinna — og eiga þar við Ísrael og Bandarfkin. En Bezhnev virðist hafa átt í höggi við kænan leiðtoga þar sem Anwar Sadat átti i hlut. Með alkunnri arabiskri kænsku beitti hann stórveldunum hvoru gegn öðru til þess að hafa sem beztan hag af báðum. Sadat hitaði Sovétmönnum þó i hamsi með því að halda þeim i hæfilegri fjarlægð. en gekk aldrei lengra fram af þolin- mæði þeirra en svo, að ágrein- ingsmál þeirra tókst að jafna. í orði a.m.k. Engu að síður er augljóst, að Sovétmenn una aðstöðu sinni illa. Það má m.a. ráða af daðri þeirra við Libyu að undanförnu. Það verður ekki auðvelt f.vrir sovézka ráðamenn að breiða yfir þá staðreynd, að þeir hafa farið halloka i þessu máli. Hugsanlega kemur það niður á Brezhnev, ekki sízt ef hann þarf að mæta efnahagserfið- leikum heima fyrir, þvi að hann hefur litið fengið f.vrir fjár- austurinn í Araba. Vitandi. að gagnrýnendur hans bíða færis, á hann vafalaust eftir að velta yfir því vöngum hvernig og hvar gefist bezt og fyrst tæki- færi til pólitisks uppsláttar. Kresta 1 og 2 öflugri en NATO-skipin AP-FRETTASTOFAN segir, að flotaæfingár Sovétmanna norðan Skotlands hali enn aukið áhvggj- ur brezkra vfirvalda af vaxandi flotastvrk Sovétríkjanna. Haft er eftir flotaforingjanuin. John ÍVIoore, soin er ritstjóri ársrits uin flotastvrk ríkja heims (Jane’s Fighting Ships), að hann telji fulla ástæðu til að hafa áhvggjur af þessari þróun. „Hinn nýi floti Sovétríkjanna er ekki varnar- floti," segir Moore, „hann er til þess ætlaður að sinna fjöl- brevtnum verkefnum, geta farið um öll heimsins höf og til þess að framfvlgja stjörnmálavilja Sovét- ríkjanna.” Brezki flotinn hefur fvlgzt með skipum, sem taka þátt í ofan- greindum æfingum, og segir Moore, að tvö herskipanna. eld- flaugaskipin Kresta 1 og Kresta 2. taki langt fram skipum, sem Atlantshafsbandalagið hafi vfir að ráða eða eigi í vændum næstu tvö árin a.m.k. Þá sagði Moore. að á næstu árum væri búizt við nýj- um sovézkum flugvélamöðurskip- um, sem enn adtu eftir að efla flotstyrk Sovétrikjanna. Samkvæmt frétt AH viður- kenndi talsmaður brezka land- varnaráðuneytisins, að þar væru nú vaxandi áhyggjur, vegna si- aukins flotast.vrks Rússa. en lagði jafnframt á það áherzlu, að staða Atlantshafsbandalagsins í þess- um efnum og möguleikar á að standast þessum flota snúning. væru háðir fjárveitingum viðkom- andi ríkisstjörna tii eflingár flota landa þeirra. I Bretlandi kvað hann mál þetta örðugt við- fangs. .Þetta er spurning um tjár- hagslega getu okkar. — — sér- staklega þar sem verðlag á skip- um og vopnabúnaói þeirra fer si- fellt hækkandi.” Hann bætti þvi við, að rússnesku skipin væru bú- m fullkomnasta og nýtízkulegasta vopnabúnaði. en sjóhæfni þeirra væri e.t.v. ekki að sama skapí mikil. auk þess sem fórnað væri ýmiss konar þægindum um borð. Mikið smyglað til Grænlands Einkaskevti til Morgunblaðsins frá Julianehab. LÖGREGLAN f Angmagssalik hefur að undanförnu gert upptækt mikið magn af áfengi og sígarettum hjá flugfarþegum, sem komið hafa með leiguflugvélum frá Keflavík. Hafa farþegar þannig smvglað til Grænlands varningi að verðmæti meira en tuttugu þúsund danskar krónur. A miðvikudaginn var nam t.d. verðmæti smvglvarnings tíu farþega samtals sjö þúsund dönskum krónum og aðeins tveir farþegar höfðu ekki revnt að smvgla, að þvf er lögreglan upplýsir. Að sögn lögreglunnar stafar smyglið fvrst og fremst af vanþekkingu farþega á tollákvæðum í Grænlandi og þess vegna hafa farþegar ekki verið sektaðir til þessa, heldur látið við það sitja að taka smyglgóssið af þeim. Réttamaður Morgunblaðsins sneri sér til lögreglustjórans í Góðvon og spurðist fyrir um þetta mál og kvaðst hann ekkert skilja i því. að lögreglan í Angmagssalik sk.vldi ekki hafa sektað sökudólgana. Hann lagði áherzlu á, að harðar vrði tekið á sliku smygli í framtíðinni, bæði yrði eftirlit eflt og sektum beitt fyrir utan að taka smvglvarninginn af mönnum. Ennfremur sagði lögreglustjórinn, að grænlenzka lögreglan yrði að vinna að þvi að k.vnna grænlenzk tollaákvæði f.vrir ferðamönn- um, sem kæmu frá Islandi eða um Island. Hann sagði, að til greina kæmi að beina þeim tilmælum til íslenzka dómsmálaráðuneytisins og flugfélagsins. sem leiguflugið annast til Grænland, að aðstoða við þessa upplýsingastarfsemi. Samkvæmt grænlenzku tollaákvæðunum er levfilegt að hafa í land með sér tollfrjálst þriggja pela flösku af sterku víni eða þrjá lftra af léttu víni og eitt karton af sígarettum. Hafi menn keypt meira en þetta geta þeir ekki greitt tolla af umfram magninu heldur er það tekið af þeim. Fiskveiðar minnkuðu í heiminum 1972 — en jukust á Atlantshafi Rómaborg 4. júní NTB.AP. FISKVEIÐAR i heiminum BREZKIR IHALDSÞINGMENN VILJA 200 MÍLNA EFNAHAGSLÖGSÖGU Fiskimálanefnd þingflokks brezka Ihaldsflokksins hefur ný- lega afhent ríkisstjórn Harolds Wilsons tillögur sínar um stefnu Breta á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, en annar áfangi hennar hefst f Caracas í Venezu- ela sfðari hluta þessa mánaðar. Nefnd þessi leggur til, að Bretar styðji 200 inílna efnahagsiögsögu strandrfkja og gerir þá ráð fyrir, að það svæði sé nægilega víðáttu- mikið til þess, að þjóðir geti með millirfkjasamningum skipzt á veiðiréttindum innan ofan- greindra marka. Nefndin hvetur til þess, að Efnahagsbandalag Evrópu breyti fiskimálastefnu sinni til samræm- is við 200 mílna stefnuna og kom- ið verði á alþjóðasamvinnu um að hindra mengun hafsins. Hafs- botninn utan 200 mílna markanna vill nefndin setja undir stjórn al- þjóðasamtaka, sem veiti hinum ýmsu fyrirtækjum le.vfi til nýting- ar auðlinda. Gert er ráð fyrir, að viss hluti leyfisgjalda gangi til vanþröaðra rikja og sömuleiðis gera tillögur nefndarinnar ráð fyrir tilskildum réttindum til handa ríkjum, sem ekki eiga að- gang að sjö. Landhelgi vill nefndin að verði tólf sjómílur, svo framarlega sem alþjóðlegt samkomulag verði gert um frjáls- ar siglingar kaupskipa og her- 1 skipa um sund. Margt bendir nú til þess, að brezka stjórnin taki þá afstöðu i Caracas að fylgja 200 mílna efna- hagslögsögu. Samtök brez.kra tog- araeigenda hafa lýst sig fylgjandi þeirri stefnu svo og fleiri aðilar innan brez.ka fiskiðnaðarins. en á fundi. sem haldinn var um haf- réttarmálin á vegum brezku stjórnarinnar um miðjan mai sl„ kom i Ijós, að skoðanir hinna ýmsu hagsmunaaðila, er hafið stunda, eru enn skiptar í þessu máli. A þessum fundi sátu fulltrúar fjörutíu hagsmunahópa i ýmsum greinum. svo sem fiskiðnaöi. sigl- ingum alls konar og orkuiðnaði, en i miirgum tílvikum stangast hagsmunir þessara aðila á. Ftindurinn var haldinn að tilhlut- an Davids Ennals aðstoðarutan- rikisráöherra. sem sagði i sein- ingarræðu sinni, að hafréttarráð- stefnan væri mikilvægasta ráð- stefna. sem haldin hefði verið á vegum Sameinuðu þjóðarina. þar eð hafið gæti oróiö eins mikið átakasvæði í framtíðinni og land- svæði hefðu áður verið auðlind- anna vegna, ef ekki yrðu settar alþjóðlegar reglur um nýtingu þeirra. minnkuðu árið 1972 i fyrsta skipti siðan 1948, segir i skýrslu FAO, matvælastofnunar Saméinuðu þjóðanna, sem var birt í gær. Var heildaraflinn 1972 65,6 mílljónir tonna og voru Japanir í efsta sæti. þeir veiddu þetta ár 10.2 milljónir tonna og næst voru Sovétríkin með 7.8 millj. t. Kinverjar voru þriðju í röðinni með 7.6'millj. tonna og síðan kom Perú með 4.8 miilj. t. en árið áður hafði Perú veitt allra þjóða mest. I fimmta sæti var svo Noregur með 3.1 millj. t. Arið áður. þ.e. 1971, var heildarfiskafíinn i heiminum 69.7 millj. tonn og var það metár. en aflinn hefur vaxið á ári hverju síðan 1948, þar tii 1972 eins og í upphafi sagði. Þá segir í skýrslunni, að í At- lantshafi og á nærliggjandi haf- svæðum hafi afli aukizt úr 23.3 millj. tonna árið 1971 í 24.3 milljón tonn árið 1972.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.