Morgunblaðið - 06.06.1974, Side 18

Morgunblaðið - 06.06.1974, Side 18
18 MORUUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JUNI 1974 J ar ðsk j álf t ahrin - an að fjara út FRÁ útför Duke Ellingtons: jasstónlistarmaðurinn Count Basie þerrar tár úr augnakrókunum. Mikið fjölmenni f.vlgdi Ellington til grafar. — Golanhæðir Framhald af bls. I Talsverðir jarðskjáll'tar voru í fvrradag í Borgarfirði. Um kl. 9 um morguninn kom snarpur kippur, mældist 3.9 stig á RiChter, og annar minni um kl. 1. Sfðan hafa ekki komið snarpir skjálftar, en smáskjálftar hafa verið margir. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í g;er, að frá þvi að þessi jarðskjált'tahrina hófst í byrjun maí hefði orkuútle.vsing farið vaxandi fram til 18. mál, er hún náði hámarki. en Ragnar sagði að síðan hefði orkuútlevs- ingin heldur farið minnkandi, þegar á heildina væri litið. Hann sagði. að hins vegar hefði smáskjálftum farið að sama skapi Byltingar- tilraun í Bolivíu La Paz. 5. júní NTB — AP UPPRKISNARMENN úr skrið- drekasveit. er kallast „Tara- paea" gerðu í morgun tilraun til stjórnarbyltingar í Bolivíu en gáfust upp fljótlega fyrir iiðrum sveitum stjórnarhersins og er ekki vitað. til þess, að átök hafi orðið vere'eg. Hugo Banz,- er. forseti, sem tók völd í Boli- víu árið 1971 eftir stutta en blóðuga borgarastvrjöld. var staddur í bænum Suere 5—(>00 km suðaustur af höfuðborg- inni, þegar byltingartilrunin var gerð. Uppreisnarsveitin var að störf- um við Alto-flugvöll. skammt f.vr- ir utan La Paz, áður en hún hélt inn í borgina i dögun. umkringdi forsetahöllina og lokaði helztu giitum. Tilkvnning var lesin i út- varpi. þar sem sagði. að stjórnar- bvlting hefði verið gerð og var iiún undirrituð af herforingjan- um Garv Prado Salmon. en hann stjórnaði herdeildinni. sem hand- tók á sínum tíma skæruliðafor- fjölgandi upp úr miðjum maímán- uði og upptakasvæði þeirra jafn- framt verið dreifðari. Kvað hann mestan fjölda smáskjálftanna hafa verið kringum 25. maí, en síðan hefði þeim heldur farið fækkandi. Astæðuna fyrir því. hversu vel þessir smáskjálftar f.vndust taldi Ragnar vera þá. að eftir því sem þeir dreifðust á stærra svæði væru meiri líkur á. að þeir ættu upptiik sín nærri hibýlum manna. Þess vegna gæti fólk á stundum fundið óþyrmilega f.vrir skjálftunum, þótt ekki væri þar um mjög sterka skjálfta að ræða. Aftur á móti sagði Ragnar, að þessi þröun hrínunnar — að breytast úr fáum snörpum kipp- um á afmörkuðu upptakasvæði í fleiri smáskjálfta á dreifðara svæði — væri eðlileg og gæfi raunar vísbendingu um. að jarð- skjálftahrinan væri sfnáin saman að fjara út. Ragnar sagði enn- fremur. að svo langar jarð- skjálftahrinur sem þessi væru ekkert einsdæmi hér á landi — jaröskjálftahrina á Kötlusvæðinu hefði staðið hátt í eitt ár — en hins vegar væri hún á mjög övenjulegu svæði þarna á Hvftár- síöunni. Að vísu hefði áður orðið vart jarðskjálfta í uppsveitum Borgarfjarðar, en ekki áður vitað þar um sv’o langvinna hrinu. Ragn ar ítrekaöi. að jarðskjálftarnir væru greinilegir misgengis- skjálftar. en ekki eldsumbrota skjálftar. eins og ýmsir hefðu óttazt. Kvað hann dýpt þeirra vera um 1Ö km að sinni ágizkan. — I sjónum Framhald af bls. 32 slitnaö við áreynsluna þegar hann var að hífa sig upp. Þá hefðu flestar neglur verið brotnar og sumar hverjar nær horfnar. Að lokum sagði Sigurjón, að líklega hefði hann verið um þrjá stundarfjórðunga í sjónum og einn og hálfur tími hefði liðið frá því. að hann féll í sjóinn. þangaó til hann var kominn heim til sín. héldi áfram til Amman í Jórdaníu. Undirritun samkomulagsskjal- anna fór fram í aðalstöðvum S.Þ. í Genf í morgun undir forsæti finnska hershöfðingjans Ensios Siilasvuos, yfirmanns gæzluliðs S.Þ. á átakasvæðinu. Hann flutti stutt áyarp, þar sem hann sagði, að undirritunin væri aðeins stutt skref á langri og torsóttri leiö til réttláts og varanlegs friðar. Lét hann og í ljós von um, að samn- ingarnir sköpuðu andrúmsloft, er gerði hlutaðeigandi aðilum fært að leysa hin ýmsu pólitísku ágreiningsmál. er upp mundu koma. Ekki var þó andrúmsloftiö á fundinum sérlega elskulegt, því að fulltrúar Israels og Sýrlands, sem skrifuðu undir. hers- höfðingjarnir Adnan T.vara og Herzel Shaf'ir, gættu þess vand- lega að láta sem þeir sæju ekki hvor annan. þegar þeir tóku í hendur þeirra sem viðstaddir voru undirritunina. Þar voru m.a. sendiherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, Ellsworth Bunker og Vladimir Vinogradov, sem í sameiningu skipa forsæti Genfar- ráðstefnunnar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Búizt er við, að viðræður þar geti hafizt í næsta mánuði. Ur því öll skjöl hafa verið und- irrituð, er nú ekkert þvi til fyrir- stöðu, að höfð verði skipti á stríðs- föngum. Er haft eftir talsmanni Rauða krossins í dag, að flugvél með 382 striðsföngum, flestum Sýrlend- ingum en einnig nokkrum írök- um og Marokkómönnum — muni fara frá Tel Aviv á morgun, fimmtudag. Samtímis er von á 56 ísraelskum föngum frá Damaskus. Svo siigulega vill til, að endan- lega undirntun samninganna ber upp á daginn. sem sjö ár eru liöin frá upphafi júnístríðsins — sex daga stríðsins — 1967 og enda þótt segja megi, að helkuldi ein- kenni samskipti ísraels og Sýr- lands telja menn jákvætt, að nú er rætt um frið þeirra í milli í fyrsta sinn. I israel var mikill öryggisvið- búnaður víðast hvar í dag vegna ótta um, að skæruliðar mundu minnast þessa dags með hryðju- verkum. I Egyptalandi minntist Anwar Sadat forseti hans með því að fara yfir Suezskurð í fyrsta sinn f sjö ár. Skoðaöi hann ísraelsku Bar Lev-línuna og sagði í ræðu, er nokkur þúsund egypzk- ir hermenn hlustuðu á, að Egypta- land mundi ekki framar bíða neins konar ósigur. — ITT-málið Framhald af bls. 1 stæður, og ólöglegrar 200.000 dollara greiðslu fyrirtækisins í kosningasjóði forsetans. Sömu- leiðis kannar nefndin, hvort forsetanum hafi verið það kunnugt, að ári síðar neituðu þeir John Mitehell, fyrrum dómsmálaráðherra, og Richard Kleindienst að gefa dómsmála- nefnd öldungadeildarinnar upplýsingar umj það, hvort starfslið Hvíta hússins hefði komið eitthvað nærri ITT- málinu. Kleindienst hefur viðurkennt að hafa ekki gefiö fullnægjandi svör við spurning- um rannsóknarnefndar öldungadeildarinnar. Af hálfu Hvíta hússins hefur einnig verið staðfest, að forsetinn hafi rætt ITT-málið við Mitehell en því hafði Mitcheil áður neitað í yfirheyrslu nefndarinnar. — 270 gestir Framhald af bls. 14 Hafnarstjóri Gunnar B. Guðmundsson Frú Margrét Vilhjálmsdóttir Skipulagsstjóri ríkisins Zóphonias Pálsson Frú Anna M. Danielsen Utvarpsstjóri Andrés Björnsson Frú Guðrún Þorsteinsdóttir Vegamálastjóri Sigurður Jóhannsson Frú Gyða Bergs Borð 22 dr. Sigurður Pétursson Frú Guðný Helgadóttir Prófastur sr. Garðar Þorsteinsson Frú Anna Bjarnadóttir Tönlistarstjóri Arni Kristjánsson Borgardómari frú Auður Þorbergsdóttir Landsbókavörður Finnbogi Guðmundsson Frú Kristfn Eiríksdóttir Fiskimálastjóri Már Elísson Frú Karin Waag Borð 23 Fv. prófastur sr. Einar Guðnason Frú Sveinbjörg Helgadóttir Leikari Brynjólfur Jóhannesson Frú Ragnheióur Hafstein Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar Jónas Kristjánsson Deildarstjóri Hannes Hafstein Frú Guðríður Pétursdóttir Formaður Verzlunarráðs Is- lands Gísli Einarsson Frú Kristjána Helgadóttir Þjóðskjalavörður Bjarni Vilhjálmsson Borð 24 Form. Sambands ísl. sveitarfé- laga Páll Líndal Frú Sigriður Kristjánsdóttir Forstjóri Leifur Muller Frú Edda Ingibjörg Eggertsdóttir Þjóðleikhússtjóri Sveinn Einarsson Form. Bandal. ísl. listamanna Hannes Kr. Davíðsson Frú Þóra Kristjánsdóttir Form. Fél. ísl. iðnrekenda Davíð Sch. Thorsteinsson Formaður Nordmannslaget frú Else Aass Blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar Hannes Jónsson Borð 25 Frú Birna Muller Fréttastjóri sjónvarps sr. Emil Björnsson Arkitekt frú Guðrún Jónsdóttir Skrifstofustjóri Agúst Bjarnason Forstjóri Einar Farestveit Frú Elín Kaaber Friðriksson Frú Björg Ásgeirsdöttir Borð 26 Ritstjóri Morgunblaðsins Matthías Johannessen Fréttastjóri hljóðvarps frú Margrét Indriðadóttir Ritstjóri Alþýðublaðsins Sighvatur Björgvinsson Frú Björk Melax Ritstjóri Vísis Jónas Kristjánsson Frú Ragnheiður Bjarnason Sendifulltrúi Páll Ásg. Tryggvason Borð 27 Rithöfundur Thor Vilhjálmsson Frú Kristín Halldórsdóttir Deildarstjóri Hans Danielsen F’rú Álfheiður Guðmundsdóttir Frú Eygló Haraldsdóttir Forstjóri Gunnar .1. Friðriksson Frú Hanna Johannessen. ingjann Che Guevara. —Rœða forseta Islands Framhaid af bls. 5 þjóðfélagshátta. Allt þetta er lýsandi dæmi þess, hverju tíltölulega fámenn og afskekkt þjóð, miðað við hin stóru lönd heimsins, fær áorkað, þegar. frelsi mannúð og félagsþroski eru leiðarljósin sem eftir er stýrt. Fyrir þetta hafa Norðmenn áunnið sér virðingu heimsins. Vér, sem erum svo miklu fámennari og búum enn fjær hinum miklu höfuðstöðvum heimsins, stefnum að því sama. Vér ölum þá von í brjósti að eiga hér eftir sem hingað til samflot með hinum norrænu þjóðum, sem vér tilheyrum, og það í enn ríkara mæli, ef nokkuð er, eftir því sem skilningur vex á sameiginlegri sérstöðu vorri, sem norðurhjarann byggjum, og nauðsyninni á samstöðu vor á meðal. Eg veit einnig að íslenzka þjóðin tekur undir með mér, þegar ég lýsi vinarhug og virðingu í garð konungsfjölskyldu Noregs, nú þegar þér sækið land vort heim í þriðja sinn, þar af öðru sinni sem konungur þjóðar yðar, fyrsti og eini norski konungurinn, sem það hefur gert frá upphafi. Frá fyrri heimsóknum yðar eigum vér góðar minningar, og mörgum er einnig i fersku minni ánægjuleg kynni við Harald krónprins, þegar hann sótti Iand vort heim f.vrir allmörgum árum. Oss Islendingum er vel Ijóst hvað norska konungsfjölskyldan var þjóð sinni á þrengingartímum styrjaldaráranna og einnig á þeim tímum friðar og farsældar, sem þjóðir vorar hafa síðan, góðu heilli búið við. Ég óska landi yðar og fjölskyldu yðar áframhaldandi friðar og hamingju. Ég lyfti glasi mínu fyrir Hans Hátign Ölafi fimmta Noregskonungi norsku konungsfjöiskyldunni og allri norsku þjóðinni. —Rœða Noregskonungs Framhald af bls. 5 Virk þátttaka okkar á alþjóðavettvangi dregur á engan hátt úr því, að við hugum að því, sem nær okkur stendur, heldur örvar á eðlilegan hátt slík sambönd. Enda þótt við sem nánir frændur þekkjum vel land og þjóð hvor annars tel ég, að auknar gagnkvæmar heimsóknir Norðmanna og íslendinga gætu aukið og eflt þessa þekkingu enn meira. 1 því sambandi vil ég nefna stúdentaskipti, sem eiga sér stað milli landa vorra, og sem ég tel að muni stuðla mjög að auknu sambandi milli yngri kynslóðanna. Á sviði menntamála áttu þau ánægjulegu tíðindi sér stað I vetur, að komið var á aftur kennaraembætti í íslenzku við Háskólann í Oslo eftir allt of langt hlé, því miður. Við vitum, að ísland hefir á sinum 1100 ára ferli þolað miklar og harðar raunir. Seinasta ár verður að teljast til þeirra erfiðu tíma. Náttúruhamfarirnar á Heimaey í fyrravetur vöktu mikla sorg í Noregi. Samúð okkar er með þeim, sem mísstu heimili sín, en á sama tíma gleðjumst við yfir því, að svo mörgum hefir verið auðið að snúa aftur og taka upp sín fyrri störf í umhverfi því, sem þeir eru bundnir svo sterkum böndum. Sameiginleg sjónarmið vor eða svipuð að því er varðar mjög mikilsverð atriði bæði í þjóðlegum og alþjóðlegum stjórnmálum hafa orðíð til, pess að binda lönd okkar enn traustari böndum. Það er von mín, að Norðmenn og Islondingar geti haldið áfram að byggja upp og efla þessi sambönd einnig í framtíðinni, báðum í hag og á grundvelli gagnkvæms skilnings og virðingar. Með þessum orðum vil ég skála fyrír forseta íslands og forsetafrú, fyrir islandi og hinni íslenzku þjóð og fyrir órjúfanlegri vináttu þjóða okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.