Morgunblaðið - 06.06.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.1974, Blaðsíða 30
30 MOKGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDACIUK 6. JUNI 1974 | ÍMiliTIAHIEITIIi MBBMBLABSIIIIS Sparkað í fyrri hálfleik en spilað í þeim síðari Fratn — Víkingur 1:2 Þaö var ekki burðug knattspvrna sem Víkingur og Frain sýndu í fvrri hálfleik í leik liðanna í fvrrakvöld. Víkingar voru slakari þar sem þeir gerðu lítið annað en sparka knettinum án þess að hugsa nokkurn skapaðan hlut um hvert knötturinn færi. Framarar revndu að vísu að spila, en barátta Víkinga — það eina jákvæða við leik liðsins í fvrri hálfleiknum — stöðvaði flestar tilraunir í>amliðsins í f-^ðingu. í síðari hálfleiknum snerist dæmið nokkuð við. Leikur Víkinga varð inun jákvæðari, þeir héldu sömu baráttu, gáfu Frömurum engan frið og fundu loks leiðina til samherjanna. Framarar máttu sín lítils því í þá vantaði allt bit og svo fór að Víkingar hirtu bæði stigin, unnu 2:1. Sanngjarn sigur og mörk Víkinga með eindæmum glæsileg. Framarar sitja nú einir eftir á botni 1. deildarinnar með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Vikingar skutust hins vegar upp í efri hluta deildarinnar og hafa nú hlotið 3 stig eftir 3 leiki. Hvort áframhald verður á þessari stiiðu liðanna í deildinni er erfitt að segja. Víkingar léku mun betur í þéssum leik en gegn KR á dögun- um. einkum f síðari hálfieiknum. Framarar voru hins vegar alveg máttlausir í þessum leik og léku ver en gegn Val í síðustu viku. Vissulega býr meira í Framliðinu en stigatalan gefur til kynna, en meðan framlínan er ekki beittari en raun ber vitni og vörnin gerir sig seka um mistök eins og í síðustu leikjum verður tæpast mikil breyting á. Talaðu við mig eftir þrjá leiki J ÞAÐ VAR þungt hljóðið í ■Marteini (leirssyni, einum sterkasta leikmanni Fram, er við ræddum við hann að lokn- um ieik Víkings og Fram. — Það er eitthvert slen yfir okk- ur um þessar mundir, hefðum við haft baráttu Víkinganna, hefðu úrslitin orðið önnur, sagði Marteinn. — Það er þó of snemmt að aískrifa okkur strax, við eigum eftir að ná okkur vel á strik. Talaðu við mig eftir þrjá leiki. Anthonv Sanders þjálfari Víkinga var ánægður með sína menn, sagði að þeir hefðu leik- ið eins og þeir áttu að gera. — Þeir börðust allan tímann og gáfu hinum sterku andstæð- ingum aldrei frið, sagði Sanders. — Þeir sýndu Víkingsaðdáendum að þeir eru ekki aðeins spilarar, heldur einnig góðir spilarar. Gullskalii grískustúdentsins Fyrri hálfleikur leiks Víkings og Fram verður bezt afgreiddur með því að minnast ekki einu orði á hann. Þó tókst Víkingum að hluta að framfylgja því, sem þjálfari þeirra hafði farið fram á, þeir gáfu Frömurum engan frið og gæzla bakvarðanna á þeim Guðgeiri og Asgeiri var góð. Aðeins eitt umtalsvert tækifæri kom í hálfleiknum. Það kom á 43. minútu. Marteinn Geirsson ætlaði að senda knöttinn til markvarðar Fram, Árna Stefánssonar. Ekkí tókst betur til en svo að engu munaðí að knötturínn svifi yfir Arna og í mark Framara og það var aðeins snilldarmarkvarzla, sem kom i veg fyrir sjálfsmark. Strax í upphafi seinni hálfleiks- ins lifnaði yfir leiknum og fljót- lega komst Ásgeir Elíasson í ákjósaniegt marktækifæri eftir góða fyrirgjöf Kristins Jörunds- sonar. Asgeiri tókst. þó ekki að skora, skot hans af stuttu færi fór yfir markið. Það hafði ekki farið mikið fyrir Kára Kaaber í þessum leik', en á 12. mínútu minnti grískustúdent- inn í Víkingsliðinu rækilega á, að hann var með í leiknum. Eirikur gaf fyrir Frammarkið frá hægri, Kári hljóp á fullri ferð frá víta- punkti í átt að stönginni nær og við markteiginn stökk hann upp og hamraði knöttinn í netið. 1:0 fyrir Víking og ekki fyrsta skalla- markið sem hinir sterku miðverð- ír Fram fá á sig á sumrinu, t.d. tvö á móti Val og 1 gegn KR í Reykja- víkurmótinu. Þruma úr heiðskíru Næstu tvö tækifæri áttu Framarar. Fyrst fylgdi Rúnar vel eftir lengri sendingu fram völlinn og náði að skjóta, en Diðrik bjargaði með góðu úthlaupi. A 25. mínútu hálfleiksins gerðu Framarar enn á ný harða atlögu að marki Víkings og í netinu lenti knötturinn eftir skalla Ágústs Guðmundssonar. Markið var þó Markaskorarar Víkings f baráttu upi knöttinn vió hinn baráttuglaða Gunnar Guðmundsson tengilið Framara. Gunnar Örn er vinstra megin á myndinni og Kári Kaaber til hægri. Texti: Ágúst I. Jónsson M.vndir: Ragnar Axelsson. Snorri Hauksson hefur leikið með Framliðinu í síðustu leikjum og staðið sig vel. dæmt af þar sem tveir Framarar voru rangstæðir á marklínunni. Hve.rt tækifærið rak nú annað, Kári komst einn inn fyrir, en skot hans var varið, Guðgeir átti þrumuskot að Vikingsmarkinu, en Diðrik var vel á verði. Á 35. mínútu kom svo annað mark Víkinga — sannkallað glæsimark og þar sem nú er við lýði að kenna atburðí við ár eða öld er ekki úr vegi að kalla markskot Gunnars Arnar skot ársins. Dæmd var aukaspyrna um 30 metra frá Frammarkinu og Gunn- ar Örn Kristjánsson, fyrrverandi fyrirliði unglingalandsliðsins, framkvæmdi aukaspyrnuna og í fáum orðum sagt sendi hann knöttinn með þrumuskoti rakleið- is í vinkilhornið hægra megin. Framarar höfðu ekki stillt upp í varnarvegg, hugsuðu meira um að gæta leikmanna Víkings og stað- an var orðin 2:0 fyrir Víking. Munurinn minnkaður Framarar voru þó ekki með öllu úr sögunni í þessum leik. Síðustu mínúturnar sóttu þeir nokkuð og á 87. mfnútu bar sókn þeirra ár- angur. Diðrik varði vel skot Fram- ara, en hélt ekki knettinum, sem rann fyrir fætur Kristins Jör- undssonar þar sem hann var í dauðafæri. Til að forða marki henti Diðrik sér fyrir fætur Krist- ins og stöðvaði hann á þann veg. Það var þó skammgóður vermir. Dæmd var vítaspyrna, sem Mar- teinn Geirsson notaði til hins ýtr- asta,2:1. Sterkir varnarleikmenn Víkingar léku seinni hálfleik þessa leiks nokkuð vel og eru greinilega að finna sig á grasinu, sem þeir hafa aðeins æft á í þrjár vikur. Beztu menn liðsins að þessu sinni voru varnarmennirn- ir, með bakverðina Magnús og Eirík, ásamt Diðrik í markinu, sem sterkustu menn. Af Frömurum ber helzt að nefna Guðgeir, Snorra og Ágúst, en það verður þó að gera með fyrirvara. Þessir leikinenn léku vel ef á heildina er litið, en gerðu sig allir seka um mistök á milli. í stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugar- dalsvöllur 4. júní. Fram — Víkingur 1:2 Mark Fram: Marteinn Geirsson á 88. minútu Mörk Víkings: Kári Kaaber á 57. mín og Gunnar Ö. Kristjánsson á 77. mín. Áminning: Engin Ahorfendur: 942 Dómari: Þorvarður Björnsson komst ekki illa frá leiknum, en þó var yfirferð hans með minnsta móti. LIÐ FRAM: Árni Stefánsson 2, Ágúst Guðmundsson 3, Hlöðver Rafnsson 1, Marteinn Geirsson 2, Jón Pétursson 2, Snorri Hauks- son 3, Gunnar Guðmundsson 2, Guðgeir Leifsson 3, Kristinn Jörundsson 2, Rúnar Gíslason 1, Ásgeir Elíasson 1, Atli Jósafats- son 1 (varam.). LIÐ VlKINGS: Diðrik Olafsson 3, Eiríkur Þorsteinsson 3, Magnús Þorvaldsson 3, Páll Björgvinsson 2, Jón Olafsson 2, Gunnar Gunnarsson 2, Þórhallur Jónasson 2, Gunnar Örn Krist jánsson 3, Hafliði Pétursson 1, Kári Kaaber 1, Jóhannes Bárðar- son 2, Bjarni Gunnarsson 1 (varam.), Oskar Tómasson 1 (vara- m.). Þróttur heppinn að ná jöfnu gegn Isfirðingunum ÞRÖTTARAR eru af mörgum taldir Hklegir til sigurs í 2. deildinni í knattsp.vrnu I sum- ar, en þeir mega svo sannarlega taka á honum stóra sínum ef sú spá á að rætast. Þeir hafa nú leikið þrjá leiki, mörðu Ilauka, voru heppnir með jafntefli gegn Breiðahlik og íiyrrakvöld máttu þeir þakka fyrir jafntefli gegn Isfirðingum, sem hafa hvorki verið fugl né fiskur það sem af er sumrinu. Leikur Þróttar og tBt fór fram á Isafirði og lauk honum án þess að mark væri skorað. Framan af sóttu Þróttarar meira, án þess að skapa sér marktækifæri. I seinni hálf- leiknum voru tsfirðingarnir hinir sprækustu og áttu þá þrjú gullin marktækifæri, en Þrótt- arar döpruðust að sama skapi. Jón Þorbjörnsson markvörður Þróttar varði mjög vel tvívegis í s.h. eftir að Isfirðingar höfðu komist einir inn f.vrir og einu sinni nötraði mark Þróttareftir þrumuskot í þverslá. En kvött- urinn vildi ekki inn og 0-0 jafn- tefli því úrslit leiksins. Heimamenn voru mjög ánægðir með leik sinna manna og sögðu liðið hafa staðið sig betur nú en f langan tíma. Beztu menn liðs tBt voru bræðurnir Tryggvi og Hörður Sigtryggssynir. Af Þrótturum stóð Jón sig vel í markinu, en úti á vellinum bar mest á Gunnari Ingvarssyni. SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.