Morgunblaðið - 06.06.1974, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JUNI 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands
I lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Framboöslistar fyrir
alþingiskosningarnar
liggja nú fyrir og er komið
í ljós, aö glundroðinn á
vinstri vængnum hefur
aukizt, en ekki minnkað frá
borgarstjórnarkosningun-
um. Fyrir þær kósningar
mátti marka 10 flokka og
flokksbrot á vinstri væng
stjórnmálanna. Hins vegar
voru vinstri menn samein-
aðir á fjórum framboðslist-
um fyrir þær kosningar. Á
þeim tíma, sem liðinn er,
hefur sundrungin á vinstri
vængnum aukizt og í al-
þingiskosningunum í
Reykjavík eru hvorki
meira né minna en 6 fram-
boðslistar á vegum vinstri
flokka og flokksbrota.
í borgarstjórnarkosning-
unum höfðu hinir svo-
nefndu Möóruvellingar lát-
ið við það sitja að lýsa and-
stöðu við framboðslista
Framsóknarflokksins, en
síðan hefur klofningurinn í
Framsóknarflokknum orð-
ið endanlegur og ýmsir
meiriháttar framámenn
Framsóknarflokksins eru
nú í framboði á vegum
bræðingsins. Má þar nefna
mann á borð við Kristján
Thorlacius, sem áður var
varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins f Reykja-
vík, Andrés Kristjánsson
fyrrum ritstjóra Tfmans og
fleiri. í röðum kommúnista
hefur sundrungin marg-
faldazt. Á þeirra vegum
var aðeins einn framboðs-
listi í borgarstjórnarkosn-
ingunum, en til þingkosn-
inganna ganga þeir fjór-
klofnir. Þar ber fyrst að
nefna Alþýðubandalagið,
sem hefur talið það væn-
legast til árangurs í kosn-
ingunum að sparka verka-
lýðsmanni úr fjóröa sæti
framboðslistans í Reykja-
vík, en setja í hans stað
blaðamann af Þjóðviljan-
um. Nú bjóða æskulýðs-
samtök kommúnista, Fylk-
ingin, fram sérstakan lista
og leiðir hann í ljós, að
klofningurinn nær inn
á ritstjórnarskrifstofur
Þjóðviljans. Þriðji fram-
boðslisti kommúnista í
þingkosningunum er listi
hinna svonefndu Marxista-
Leninista og þann fjórða
verður að telja það, sem
eftir er af Samtökum
frjálslyndra og vinstri-
manna, en með brottför
Hannibals og Björns úr
þeim samtökum eru þau
ekkert annað en deild úr
Alþýðubandalaginu undir
forystu fyrrverandi rit-
stjóra Þjóðviljans, sem hef-
ur fengið til liðs við sig
nokkra nytsama sakleys-
ingja úr öðrum flokkum.
En glundroðinn á vinstri
vængnum kemur ekki að-
eins fram f því, að fram-
boðslistum vinstri flokk-
anna hefur fjölgað úr 4 í 6
frá borgarstjórnarkosning-
um til þingkosninga. Hann
kemur einnig fram innan
listanna sjálfra. Þannig er í
framboði á vegum SFV
Magnús Torfi Ólafsson,
sem neitaði að yfirgefa ráð-
herrastólinn, þegar þing-
flokkur SFV ákvað að
hætta aðild að ríkisstjórn-
inni, en í framboði á vegum
samtakanna er einnig einn
af fyrrverandi þingmönn-
um þeirra, Karvel Pálma-
son, sem var í hópi þeirra
þingmanna, sem vildu lýsa
vantrausti á ráðherrann
Magnús Torfa. Hinn síðar-
nefndi verður væntanlega
í framboði sem málsvari
stjórnarinnar, hinn fyrr-
nefndi, ef hann er
sjálfum sér samkvæmur,
sem stjórnarandstæðing-
ur! Þetta litla dæmi sýnir
hvílík hringavitleysa er á
ferðinni í framboðum
vinstri inanna fyrir þessar
alþingiskosningar.
En þótt glundroðinn á
vinstri vængnum hafi auk-
izt frá borgarstjórnarkosn-
ingum þýðir ekki að loka
augunum fyrir þeirri stað-
reynd, að veruleg hætta er
á því, aö vinstri stjórn kom-
ist til valda á ný að þing-
kosningum loknum. Og
EYKST
augljóst er, að af hálfu
vinstri flokkanna er mark-
visst stefnt að því, að svo
megi verða. í tæplega 3 ár
hafa landsmenn fylgzt með
þeirri upplausn, sem verið
hefur í málefnum iands og
þjóðar, efnahagsmálum og
utanríkismálum meðan
vinstri flokkarnir hafa rif-
izt innbyrðis um þá af-
stöðu, sem taka ætti í
hverju máli. Eftir það
gífurlega öngþveiti, sem
orðiö hefur á vinstri
vængnum síðustu vikur er
ljóst, að það sem sézt hefur
hingað til af vinstri „sam-
vinnu“ yrði barnaleikur á
við það, sem viö tæki að
kosningum loknum, ef
vinstri flokkarnir fengju
tækifæri til að mynda ríkis-
stjórn á ný. Eða hvernig
halda menn, að þeim
mundi koma saman f
stjórnarsamstarfi, Ólafi Jó
hannessyni og Ólafi Ragn-
ari Grímssyni?
Landsmenn eru orðnir
þreyttir á vinstri stjórn-
inni. En kjósendur verða
að gera sér þess grein, að
veruleg hætta er á því, að
vinstri stjórn komi til
vaida á ný að þingkosning-
um loknum. Til þess að
koma í veg fyrir það er
aðeins ein leið fær, og hún
er sú að stórefla Sjálf-
stæðisflokkinn og tryggja
honum ekki síður fylgi í
þingkosningunum en
í sveitarstjórnakosningun-
um. Sigurinn vannst ekki
í sveitarstjórnakosningun-
um. Þar var aðeins um góð-
an áfanga aó ræða. Úrslita-
orustan stendur 30. júní
n.k. Til þess að koma í veg
fyrir nýja vinstri stjórn,
vaxandi verðbólgu og
brottrekstur varnarliðsins,
verða kjósendur aö stór-
efla Sjálfstæðisflokkinn.
Það er eina tryggingin fyr-
ir því, að vinstri stjórn sitji
ekki áfram að kosningum
loknum.
GLUNDROÐINN
Jóhann Hafstein:
forystuafl og frjálshyggja
A þjódháliðarárinu hvílir
ábyrgðarleysi vinstri stjórn-
arinnar eins og mara yfir ís-
lenzkri þjöð. Einn vonarneisti
er þó fyrir hendi. Hinn ein-
stæði kosningasigur sjálfstæð-
ismanna í byggðakosningunum
síðustu glæðir vonir fólksins
um festu, sem gæti bjargað.
Traustið er á þrotum hjá al-
menningi. Fólk gevmir nokkra
kjötskrokka í frystikistum sín-
um og annað smáræði, sem
keypt hefur verið á níður-
greiddu verði úr galtómum
ríkissjóði. Allur þorri manna
veit, að seinna kemur að
skuldadögunum og hann verð-
ur sjálfur að borga. Aldrei
verða fjármunir til af engu eða
þaðan af minna.
Menn eru agndofa yfir þeirri
ógæfu, sem ábyrgðarleysi
vinstri stjórnarinnar hefur leitt
yfir þjöðina. Vinstri stjórnin er
ekki enn farin frá völdum.
Framsókn heldur áfram að
stjórna í skjóli kommúnismans,
en stjórnarliðið hefur rétt fyrir
neðan 40% af fylgi þjóðarinn-
ar. Hér er ölíku saman að jafna
og eftir alþingiskosningarnar
1971, er þáverandí forsætisráð-
herra baðst lausnar þegar í stað
fyrir sig og ráðuneyti sitt. eftir
að úrslit kosninganna sýndu
nokkurn minnihluta stjórnar-
liðsins. Samtök frjálslyndra og
vinstri manna höfðu verið
stofnuð vegna þess að forystu-
menn þeirra þekktu svik
kommúnista og vissu að þeim
var ekki treystandi. Samt sem
áður voru þeir innan stundar
komnir í ríkisstjórn með þeim.
Gjalda þessi pólitísku samtök
nú afhroð þessa ófyrirgefan-
lega alvöruleysis.
Hvað hefur gerzt? Góðæri
hefur verið meira til lands og
sjávar en nokkru sinni áður.
Helztu sjávarafurðir hafa selzt
jafnvel fyrir fjórfalt verð miö-
að við það. sem áður var. Loðna
hefur veiðzt í ríkara mæli en
nokkru sínní áður og selzt til
annarra landa fyrir þúsundir
milljarða króna. Samt hafa rík-
isskuldirnar tvöfaldazt á tveim-
ur árum og útgjöld ríkissjóðs
hafa þrefaldazt á örskömmum
tíma. Verðbólgan I landinu er
óskapleg, ein mesta í heimí og
miklu meiri en við íslendingar
höfum nokkru sinní áður
þekkt. Hún er meira en fjórföld
á við það, sem var í tíð Viðreisn-
arstjórnarinnar, að meðaltali
um heilan áratug, en mikinn
hluta þess tímabils var stöðugt
jafnvægi í verðlagi og kaup-
gjaldi hér á landi. Hagur al-
mennings fór sfbatnandi og við
lifðum við hin beztu kjör. Við
nutum öryggis í varnarmálum
þjóðarinnar.
Aföll dundu yfir þjóðina
meiri en nokkru sinni áður,
þegar útflutningsverðmæti
þjóðarinnar féll um nærri því
helmíng. Við þessum vanda var
snúizt. Þjóðinni var sagt satt til
um erfiðleikana, og hún
treysti ríkisstjórninni, sem eín
r
I
sjálf-
stæðis-
stefn-
unni er
varð að leysa vandann áður en
lauk, þótt hún byði öðrum
flokkum öllum upp á samstarf
við sig um úrlausnarefni, en
enginn vildi vera með og axla
ábyrgðina jafnhliða ríkisstjórn-
inni.
Alþýðubandalagsmenn segja,
að Viðreisnarstjórnin hafi ekki
hirt um hagsmuni verkalýðsins
í landinu. A þessum tima v.ar
hið eftirminnilega júní-sam-
komulag gert milli Alþýðusam-
bands islands annars vegar og
vinnuveitendasambands is-
lands hins vegar og ríkisstjórn-
ar islands. Það samkomulag
kom í veg fyrir meiri kaup-
hækkanir en gjaldþol atvinnu-
veganna leyfði, en launþegar
fengu i sinn hlut raunverulegar
kjarabætur. Eðvarð Sigurðsson
formaður Verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar segir um
Bjarna Benediktsson látinn:
„Síðasta áratuginn urðu
kvnni mín af Bjarna Bene-
diktssyni meiri og persónu-
legri. Þennan áratug hafa við-
skipti ríkisstjórnar og verka-
lýðshre.vfingar verið meiri en
áður í sögu okkar, og allan tím-
ann var Bjarni í fyrirsvari f.vrir
ríkisstjórnina, fvrst sem nán-
asti samstarfsmaöur Ólafs
Thors og síðar eftirmaður hans
í stöðu forsætisráðherra." Eð-
varð Sigurðsson telur Bjarna
Benediktsson hafa átt persónu-
lega stærstan þátt í lausn
vinnudeilunnar 1963 og gerð
júní-samkomulagsins 1964.
Viturleg stjórn fjármálanna
reif hina litlu þjóð á örskömm-
um tíma úr erfiðleikum áfalla-
áranna 1967—68. A Landsfundi
Sjálfstæðisflokksins árið 1969
gat formaður Sjálfstæðisflokks-
ins og forsætisráðherra Bjarni
Benediktsson gert grein fyrir
því, að erfiðleikar þessarar litlu
þjóðar væru hjá liðnir og nú
væri aftur bjart framundan.
Þegar árið 1970 gekk í garð,
horfði mjög glæsilega i efna-
hagsmálum þjóðarinnar. Út-
flutningsverðmætin höfðu auk-
izt, bæði vegna betri afla og
hærra markaðsverðs og hins, að
meiri breidd var komin í at-
vinnulíf landsmanna. Stóriðja
hafði haldið innreið sína og
iðnaðurinn var að eflast til
átáka og útflutnings. Sjálfstæð-
ismenn fylgdu þeim boðskap,
að til öryggis þyrfti athafna- og
efnahagslíf þjóðarinnar að
breikka grundvöll sinn með
sköpun nýrra atvinnuvega sam-
hliða eldri atvinnugreinum, og
þannig yrði hver til styrktar
an'narri. Þegar vinstri stjórnin
tók við árið 1971, viðurkenndi
hún einníg afdráttarlaust, að
þjóðarbúskapurinn væri mjög
góður, og liggja fyrir um það
viðurkenningar forsætisráð-
herra í Þingtíðindum. En nú er
óvissan allt um kring og tjaldað
til eínnar nætur. Fyrri loforð
eru svikin svo ört, að ekki fær
tölu á fest. Gengið er fellt og
heldur stöðugt áfram að lækka,
krónan verður æ minna og
minna virði. Verkalýðssamtök-
in eru hunzuð, hagur þeirra
skertur, launasamningar van-
virtir og helgustu heit rofin.
Embættismenn vinstri stjórn-
arinnar í Framkvæmdastofnun
Íslands segja, að launahækk-
anir séu að nafninu til langt
umfram það, sem atvinnuveg-
írnir geta staðið undir, og við
blasi háskaleg verðbólguþróun,
sem stefni atvinnuöryggi, láns-
trausti þjóðarinnar erlendis og
hagvexti í framtiðinni í hættu. i
skýrslum Framkvæmda-
stofnunarinnar er að finna
þessa háskalegu lýsingu:
„Varla er of fast að orði kveð-
ið, þótt ástandið framundan sé
nefnt „Hættuástand."
Kjósendur verða aó kippa i
taumana traustum tökum og ný
forusta að taka við á sviði lands-
málanna. Þess er hvergi að
vænta nema af hálfu sjálfstæð-
ismanna. Hinn einstæði sigur
þeirra í byggðakosningunum
má ekki verða minni i alþingis-
kosningunum 30. júní. Þá mun
aftur morgna þótt, átökin til
viðreisnar þurfi að verða hörð.