Morgunblaðið - 06.06.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.1974, Blaðsíða 6
6 MOHGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚJMI 1974 DAGBÖK I dag er fimmtudagurinn 6. júní, sem er 157. dagur ársins 1974. Fardagar. 7. vika sumars hefst. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 07.13, síðdegisflóð kl. 19.33. 1 Reykjavík er sólarupprás kl. 03.12, sólarlag kl. 23.43. Sólarupprás á Akure.vri er kl. 02.16, sólarlag kl. 00.10. (Heimild: Islandsalmanakið). Sjá, ég sendi yður sem sauði á meðal úlfa; verið þvf kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur. (Mattheus 10. 16). AFHMAO MEILLA KROSSC3ATA Ib 15. september sl. voru gefin saman i hjónaband i Bíldudals- kirkju Elsa Nína Sigurðardóttir og Jónas Sigurðsson. Heimili þeirra verður að IJalbraut 39, Bíldudal. (Ljósm. Ingrid Guðinundsson). Lárétt: 1. trosna 6. beisli 8. sér- hljóðar 10. leit 11. álaga 12. á fæti 13. tónn 14. þjóta 16. fallinn Lóðrétt: 2. kindum 3. sópinn 4. samhljóðar 5. átt 7. kraminn 9. keyra 10. sorg 14. fyrir utan 15. forfaðir. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1. narta 6. sár 8. kauðann 11. rúm 12. fas 13. ár 15. rá 16. fat 18. aumkaði Lóðrétt: 2. ásum 3. ráð 4. traf 5. skrafa 7. ansaði 9. aur 10. nár 14. mak 16. FM 17. tá PEIMNAVIIMIR 30. marz gaf séra Jón M. Guðjónsson saman í hjónaband i Akraneskirkju Guðnýju Sigurrós Haraldsdóttur og Guðmund Siguð Sveinsson. Heimili þeirra verður að Skagabraut 5 B, Akranesi. (Ljósm.vndast. Olafs Arnasonar). 5A MÆSTBESTI 1 fatagevmslu veitingahússins: — Afsakið, en eruð þér ekki Jón Jönsson forstjóri á Akurevri ’ — Nei, svo sannarlega ekki! — Nú, en viljið þér þá ekki vera svo vinsamlegur að fara úr frakkanum hans Jóns Jónssonar, því að ég er nefnilega hann. Svfþjóð: Margita Lundberg, Backevagen 46, 94100 Piteá, ■ Sverige. Hún vill skrifast á við stráka 15 ára og eldri. Áhugamál hennar eru bóklestur og frímerkjasöfn- un, en hún vill gjarnan skrifast á við þá, sem hafa önnur áhugamál. tsland: Guðlaugur J. Albertsson, Naustabúð 13, Hellissandi. Vill skrifast á við krakka á aldrinum 12—14 ára. Sigþóra Vigfúsdóttir, Keflavikurgötu 8, Hellissandi. Öskar eftir að komast f bréfa- samband við krakka á aldrinum 10—11 ára. Anna Róbertsdóttir, Brún, Biskupstungum, Arnessýslu. Hún vill skrifast á við 8—9 ára stelpur. CENCISSKRÁNING Nr.101 - 5. júní 1974. Skráð frá Eini nK Kl. 12. 00 Kaup Sala 30/5 1974 1 Bandar íkjadollar 93, 80 94, 20 5/6 - i Sterlingðpund 225, 50 226, 70 30/5 - i Kanadadollar 97, 45 97, 95 5/6 - 100 Danskar krónur 1595, 75 1604, 25 - - 100 Norskar krónur 1725, 35 1734, 55 - - 100 Sænskar krónur 2163,90 2175, 40 4/6 - 100 Finnsk mörk 2529,70 2543, 20 5/6 - 100 Franskir frankar 1930, 40 1940, 70 - - 100 Belg. frankar 249,00 250,30 - - 100 Svissn. frankar 3180, 10 3197, 10 • - - 100 Gyllini 3567,35 3586, 40 - - - 100 V. -Þyzk mörk 3757,90 3777,90 _ _ 100 Lfrxir 14, 59 14, 66 _ - 100 Austurr. Sch. 521, 40 524,20 4/6 _ 100 Escudos 379, 60 381, 60 - - 100 Pesetar 163,70 164, 60 5/6 _ 100 Yen 33, 28 33, 46 15/2 1973 100 Reikningakrónur- Vöruskiptalönd 99, 86 100, 14 30/5 1974 1 Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 93, 80 94, 20 Breyting frá siOustu skráningu. Hér er eitthvað fyrir þá, sem hyggjast halda á suð- lægar slóðir tii að sleikja sólina og busla við strönd- ina. Múnderingin er til þess ætluð að bregða sér í eftir sund. Efnið er næfurþunnt baðmullarefni, og skal á það bent, að klæðnaðurinn er jafn ætlaður karlmönn- um sem kvenmönnum. Heimsóknatímar sjúkrahúsanna Barnaspftali Hringsins: kl. 15—16, virka daga, kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspítalinn: Mánud.—föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. og sunnud. kl. 13.30— 14.30 og kl. 18.30—19. Flókadeild Kleppsspftala: Dag- legakl. 15.30—17. Fæðingardeildin: Daglega kl. 15—16ogkl. 19—19.30. Fæðingarheimili Reykjavfk- ur: Daglega kl. 15.30—16.30. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16 og kl. 19 —19.30 daglega. Hvítabandið: kl. 19—19.30 mánud.—föstud. laugard. og sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30. Kleppsspítalinn: Daglega kl. 15—16 og 18.30—19. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Landakotsspítali: Mánud.—laugard. kl. 18.30— 19.30. Sunnud. kl. 15—16. Heimsóknartími á barnadeild er kl. 15—16 daglega. Landspftalinn: Daglega kl. 15—16 og 19—19.30. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidagakl. 15—16.30. Vífilsstaðir: Daglega kl.' 15.15—16.15 og kl. 19.30—20. <&> |Bor0unt)lGt)ií> l^mnRCFRLDRR 7( mnRKRfl VÐRR Blöð og tímarit Stefnir, tímarit um þjóðmál og menningarmál, 2.—3. tbl. 25. ár- gangs er komið út. Ritstjórnargrein fjallar um ein- staklingsfrelsi og umhverfismót- un, viðtal er við Birgi ísleif Gunn- arsson borgarstjóra, Guðrún Jóns- dóttir arkitekt ritar grein um varðveizlu húsa og mannvirkja, rætt er við Hilmar Ólafsson for- stöðumann Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar um bygginga- og skipulagsmál borgarinnar, grein er um endurnýjun hverfa og tillögur Garðars Halldórssonar og Ingimundar Sveinssonar arkitekta um þau efni, Guðmund- ur K. Magnússon prófessor skrif- ar um John Kenneth Galbraith, sem er prófessor við Harvardhá- skóla, hagfræðingur, frægur greinahöfundur og stjórnmála- maður m.m., og samantekt um Morgunblaðið og valddreifinguna eftir Ásmund Einarsson er meðal . efnis f blaðinu. Utgefandi Stefnís er Samband ungra sjálfstæðismanna, en rit- stjórí er Kjartan G. Kjartansson. Tímarit Verkfræöingafélags ís- lands, 1. hefti 59. árgangs er komið út. Ritstjóri er Páll Lúðvíksson. I blaðinu er auk félagsmála- frétta grein um rafbíla, þróun og framtíð þeírra eftir Gísla Jónsson, Guðmundur Björnsson skrifar um þróunarhjálp við Island á sviði landmælinga og Davíð Olafsson skrifar um þróunina í alþjóða- gjaldeyrismálum. ást er ...að lesa bréfin frá honum mörgum sinnum meðan hann er að heiman I bripgéT Hér fer á eftir spil frá leik milli Finnlands og Bretlands í Evrópu- móti fyrir nokkrum árum. Norður S. 5-2 H. K-D-9-7-2 T. K-G-10-9-7 L. D Vestur Austur S. 7-6 S. 9-8 II. G-10-6-5-3 H. 4 T. D-6-3-2 T. Á-8-5-4 L. 7-6 L. Á-10-8-5-3-2 Suður S. A-K-D-G-10-4-3 H. A-8 T. — L. K-G-9-4 Finnsku spilararnir sátu N—S við annað borðið og sögðu þannig: FRÉTTIR FRÁ happdrætti Hús- mæðraskóla Suðurlands, Laugarvatni. Dregið var í happdrættinu 1. júní sl. og komu eftirtal- in númer upp. Husqvarna-saumavél 3749 Grillofn 1942 Ryksuga 2700 Sjálfvirk kaffikanna 1838 Vöfflujárn 4359 Rafmagnshandþeytari 4600 Vinningshafar hringi í síma 99-6146 eða 99-6123. Suður Norður 1 1 1 h 2 s 3 h 3 s 4 t 4 s 51 6 s P skal fram, að Happdrættisnefnd. doblaði 5 laufasögn norðurs. Sagnhafi fékk að sjálfsögðu 12 slagi og vann spilið. Við hitt borðið sátu brezku spil- ararnir N—S og sögðu þannig: Suður Norður 21 2 h 3 s 4 g 5 s P Þegar norður segir 4 grönd þá er hann að spyrja um ása og þegar suður segist eiga 2 ása þá er aðeins eðlilegt, að norður segi pass. Suður hefur sennilega ekki þorað að segja frá eyðu í tigli, en það er orsök þess, að þeim tekst ekki að ná slemmunni. Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon fyrir skömmu. Af myndinni verður ekki ráðið óhrekjanlega af hverju hún er, en hún er hvorki af steinsteyptum vegg né hjarni. Þetta er vatnsyfirborð, sem geislar sólarinnar brotna svo fagurlega á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.