Morgunblaðið - 06.06.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.1974, Blaðsíða 29
MOKGUNBLAfíIÐ, FIMMTUDAOUK 6. JUNI 1974 29 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. Sl. fimmtudaK var spiladur tví- menniní'ur í Domus Mediea oj> var spilart í þremur ridlum. Úrslit í ridlunum urdu þessi: 24 þér . . . að hún hafi verió dáin þá? — Það er mjög sennilegt, sagði Christer hreinskilnislega. — Ég las krufningarskýrsluna fyrr I kvöld og þar er kveðið upp úr með það, að hún hafi iátizt milli klukk- an átta og ellefu á sunnudags- kvöldið. Alls ekki fyrr og senni- lega ekki eftir tíu, að því er sér- fræðingar álíta. Og nú virðist frá- sögn yðar af símhringinu yðar staðfesta það. . . . Má ég spyrja um eitt. . . hvaðan hringduð þér? — Héðan úr bókasafninu. Ég kom hingað klukkan hálf tíu eða rétt fyrir. — Er einhver sem getur stað- fest það? — Ja, nú er það . . . Já auðvitað. Ég skil . . . Ég tal- aði bæði við Karl Gustaf og Jan, sem voru hér. Við sátum niðri í reykherbergi og spjölluðum saman þangað til klukkan var að verða tólf um kvöldið. — Og fyrir hálf tíu .. . hvað gerðuð þér þá? Eg fór í bíó. Ég hélt það myndi róa mig. Eg fór að sjá „Hinn full- komna glæp" í fimmta eða sjötta skiptið .... Hann þagnaði allt í einu og horfði ráðvilltur á Christer, eins og honum skildist að þetta hljóm- aði dálítið svakalega í ljósi þess, sem gerzt hafði og hann bætti hraðmæltur við sem svar við spurningu Christers: — Nei, því miður . . . ég var ein- samall f kvikmyndahúsinu. Christer horfði rannsakandi á hann, en sneri sér svo aftur að því að spyrja hann um handritið. — Segið mér, og án þess að ýkja, hvaða máii skiptir það í raun og veru ef þessi skjöl eru horfin? Hvaða afleiðingar mun það hafa í för með sér fyrir yður, ef ekki tekst að hafa upp á þeim? Pelle yppti öxlum mæðulega. — Eg er ekki að segja að þessi skjöl séu óbætanleg. Eg hef upp kastið að þessu öllu og ef mér gefst góður tími, get ég auðvitað unnið þetta upp á nýtt. En þá verður engin doktorsvörn á þessu misseri... það og hvorki meira né minna skiptir þetta fyrir mig. — Og þér eruð mjög áfjáður í að ljúka verkinu . . . á undan Staffan Arnold? Hann stökk upp. — Hver I fjáranum hefur sagt það? — Ég hélt ekki að það væri neitt launungarmál... En ég við- urkenni að ég er ekki vel að mér í þeim reglum, sem gilda hér í há- skólanum. Skiptir það meginmáli fyrir ykkur hvor verður á undan? Pelle gekk fram og aftur um gólfið og augu hans skutu gneist- um. — Þetta er leiðindamál, hvern- ig sem á það er litið. Og ég get ekki annað sagt en að Antonsson prófessor hafði varað okkur við. Það gerði hann sannarlega! En við vorum vitlausir og þrjóskir og athuguðum ekki, hvernig þetta kæmi út f reynd . . . En nú standa málin sem sagt svona! Staffan er að skrifa um trúarlega þróun í lífi Stagneliusar. Það er dálítið sér- hæft efni, en getur orðið mjög athyglisverð ritgerð. Ég valdi mér annað svið sem grípur mjög inn í ævi Stagneliusar, en i stuttu máli sagt og svo öllum fræðilegum athugasemdum sé sleppt, þá er óhætt að fullyrða, að við getum ekki komið f veg fyrir að við för- um dálítið hvor inn á annars svið. Þvi er það augljóst, að hann hefur fengið forskot fram yfir mig, ef hann verður fyrri til. Aðeíns annar okkar — sá sem verður fyrri til að leggja fram ritgerðina getur gert sér vonir um lárviðar- kransinn, hvað svo sem hin rit- gerðin, sem á eftir kemur er merk og mikilvæg. Og dósentsstaðan, sem er að losan . . . er bara ein og sama máli gildir um hana og rít- gerðarspursmálið . . . — Og dósentstaða . . . hvað felur hún í sér? Eitthvað fleira en titil- inn og heiðurinn? — Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn, sagði Pelle hægt, þá felur dósentsnafnbót allt það í sér, sem bæði ég og Staffan erum að keppa að. Viðurkennd staða innan háskólans, sem við sækjumst báðir eftir. Þaó myndi auk þess vera trygging fyrir þvi aó við gætum í framtíðinni sinnt vísindastörfum okkar og losnaó við peningaáhyggjur. Nokkurra minútna þögn, eftir að Pelle hafði lokið máli sínu. Christer sagði hugsi: — Og hafið þér nokkra hug- > mynd um, hvar skjölin yðar gætu ■ verið niður komin? — Nei. Mér finnst þetta satt | bezt að segja algerlega óskiljan- . legt. Eva var svo hirðusöm og ■ snyrtileg með allt, að það getur | ekki verið að hún hafi giatað a þeim. — Hvað hafdið þér að Staffan I Arnold sé mikið i mun að tefja j Magnús"og Steingrimui fyrir yður og yðar doktorsvörn? . — l'ja, . . . ég veit það ■ ekki .. . ég býst við það skipti | hann verulega miklu máli . , . . ( A-riðill (16 para) Arni Egilsson — Cestur Jónsson Éinar og Páll Arni og Cuðmundína B-riðill (10 para) Ester Jakobsdóttir — Þorfinnur Karlsson Dröfn og Einar 25ö 251 251 127 124 122 — Svo miklu, að hann freistað- . ist til að fremja morð .. . í þeim I tilgangi. j — Nei! Pelle hrökk í kút. — ■ Nei, það er hræðileg tilhugsun. J Svo bætti hann við, en tálaði I hægt, eins og honum væri þvert | um geð að segja næstu orð: , — En það er staðreynd að • Staffan Arnold hefur lagt undir | sig fyrsta daginn í vormisserinu, | þegar hægt er að dispútera. Ef ■ honum tækist að koma í veg fvrir i að ég lyki minni ritgerð fyrir jól, | myndi hann, þegar allt kæmi til I alls verða á undan mér . . . Hann " bætti við og gætti ofsa í rödd hans: — Þetta er svo fjári klúðrað og leiðinlegt .... allt . . . Og meira sagði Pelle ekki að svo I stöddu. I C-riðill (10 para) Bernharður Cuðmundsson — Tr.vggvi Cislason ■ 121 Cuðmundur og Haukur 119 Jónína og Hannes 118 Kafn og Þorsteinn 118 Næsta spilakvöld verður í kvöld. Stjórn TBK biður þá spilara, sem fara til Huddersfield á vegum félagsins, að mæta á þetta spilakvöld. —o— Nýlega er lokið Islandsmóti i Sá sem næstur sat i stólnum var í öllu alger andstæða Pelles. Pelle VELVAKArSJOI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 10.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags % Antíkmunum úr eir stolið úr sumarbústað Bjartsýnismaður kom að máli við Velvakanda og bað um að eftirfarandi bréf hans yrði birt: „Fyrir þremur vikum var brot- izt inn í sumarbústað hér í ná- grenni Reykjavíkur og stolið þaðan hrosshúð og mörgum fá- gætum munum úr kopar, svo sem nærri 200 ára gömlum tepotti með glóðarkeri (úr eir), þremur vegg- skjöldum (tveir þeirra með af- steypum af verkum eftir Thor- valdsen, nótt og dagur, og sá þriðji með atriði úr Rómeó og Júliu), blómapottafati, svokall- aður „jardenier", tveimur kopar- dollum með loki, blómavasa og lampa úr kopar, — enn fremur koparklukku. Telja má víst, að vandamenn þeirra, sem verknaðinn frömdu, hafi orðið varir við þessa muni, en viti ekki hvernig til hefur tekizt. Er þess vænzt, að þeir vilji stuðla að því, að þeim verði skilað þegar þetta er upplýst. Er þvi heitið, að ekki verði frekar að gert ef mun- unum verður skilað aftur á sinn stað, eða tilkynnt um þá i bréfi, merktu: Kopar, postrestante. Þetta er í sjötta sinn, sem brot- izt er inn I þennan sumarbústað og stolið þaðan verðmætum. Næst siðast var stolið þar hrosshúð og ýmsum útsaumi, koddum o.fl. Það er leitt til þess að vita, að ekki skuli vera unnt að eiga verð- mæti í bústöðum, og það þótt vandlega sé falið. Slikir þjófstolnir munir geta ekki fært neina ánægju í daglegri umgengni við þá, því þeir hljóta alltaf að minna á hvernig þeir eru til komnir. Bjartsýnismaður.“ Nú eru ekki nema nokkrir dag- ar, síðan hér var minnzt á innbrot i sumarbústað við Elliðavatn, þannig að vera má, að sami aðili hafi verið á ferðinni í báðum þess- um tilvikum. Sá, sem þar fór, hafði sama smekk, að þvi er virð- ist, a.m k. hafði hann eða hún á brott með sér muni úr kopar og eir. Velvakandi ætlar ekki að fara að setja sig í neinar leynilöggu- stellingar, en bendir þeim á, sem höndla með kopar, að hafa hjá sér augu og eyru, því að varla getur sá fingralangiætlað að stilla upp dóti þessu i stofunni hjá sér. % Konur á frambodslistum Sigríður Kristinsdóttir á Eski- firði hringdi og óskaði til ham- ingju með sigurinn í kosningun- um sælu. Jafnframt vildi hún koma þvi áleiðis, að hún væri óánægð með það hversu fá.ar konur væru í framboði. Fórust henni svo orð m.a.: „Við erum helmingur kjósenda, en við verðum að gera okkur gæin fyrir þvi, að við fáum ekk- ert fram, nema við gerum kröfur. Við verðum að gera það að bar- áttumáli, að miklu fleiri konur skipi sæti á framboðslistum en nú er. Þetta er ekki kvenréttinda- mál, heldur mannréttindamál." Sigrlður sagði líka þau tlðindi, að konur i nágrenni við hana þarna fyrir austan hefðu verið komnar á fremsta hlunn með að bjóða fram sérstakan kvennalista, en því miður hefði það ekki verið hægt vegna ferminga og ýmissa anna heima fyrir. Þá sagðist hún sjálf bæði hafa fengizt við sjávarútveg og rekið verzlun um árabil, og hefði hún aldrei orðið þess vör, að slíkt væri erfiðara fyrir kvenfólk en karl- menn. Að lokum sagðist hún skora á kvenfólkið að sækja nú fast fram og láta ekki sinn hlut fyrir karl- mönnum. 0 Samkeppni verdur aö vera á jafnréttisgrund- velli Það færi betur að fleiri kon- ur væru slíkir skörungar sem Sig- ríður, en vitaskuld verður öll sam- keppni að vera á jafnréttisgrund- velli. Alþýðubandalagið virðist t.d. hafa tekið þá stefnu að setja konur i svo að segja annað hvert sæti á listum sínum, a.m.k. i sumum kjördæmum. Þetta þykir sumum alveg óskaplega sniðugt, enda þykir þetta gott áróðurs- bragð víðar en hér. Hreinir kvennalistar hafa jafnvel náð um- talsverðum árangri sums staðar, en ekki hefur þess orðið vart, að þjóðfélagið hafi tekið stakka- skiptum þess vegna. Það er nefnilega ekki nóg að segja, að konur séu menn, — það má ekki gleyma því, að menn eru menn. Æskilegt væri, að kvenfólk yrði jafnvirkt á vettvangi stjórnmál- anna og karlmenn, en áreiðanlega yrði ekki til bóta, ef einhver alls- herjar kvennahystería að þessu leyti færi að magnast upp, þannig, að kvenfólk kysi jafnvel ekki nema kvenfólk. Þá sætum við uppi með kynferðisstyrjöld og enn meiri togstreitu en nú er. % tJtundan í áróðrinum Uúsmóðir i Vesturbænum, nánar tiltekið við Bræðraborgar- I samband við Velvak- | stlg, hafði anda. Hún sagðist hafa heyrt mikið talað um kosningaplögg ýmiss konar, sem send voru út fyrir kosningarnar um daginn, en hins vegar hefði hún ekki fengið sent frá neinum nema Framsóknar- flokknum. Hún sagðist vilja benda á það, að i Vesturbænum væru áreiðanlega til óákveðnir kjósendur, ekki síður en I Breið- holti, en svo virtist sem allir flokkar hefðu haft mestan áhuga á að næla sér I atkvæðin I Breið- holtinu. Mæltist hún til þess. að Vestur- bæingar yrðu ekki afskiptir hvað snerti kosningaáróður fyrir kosn- ingarnar siðast I þessum mánuði. En þarna kom sem sagt að því, sem Velvakandi hélt að hann ætti ekki eftir að upplifa — framboð á kosningaáróðri annar ekki eftir- spurninni. En — útúrsnúningalaust — hér með er þessari ábendingu beint til gamalla og gróinna flokka, en ekki síður nýgræðinga og saman- soðinna flokka og flokksbrota. einmenningskeppni og sigraði Stefán Guðjohnsem frá Bridge- félagi Reykjavíkur. Röð og stig efstu manna var þessi: Stefán Cuðjohnsen 219 stig Karl Sigurhjartarson 214 stig Bragi Erlendsson 211 stig Helgi Benónýsson 210 stig Þórarinn Sigþórsson 209 stig G.vlfi Baldursson 209 stig Einmenningskeppmn var jafn- framt firmakeppni Bridgesam- bands íslands og í henni sigraði MORCUNBLADIÐ. en fyrir það spilaði Bragi Erlendsson. Röð og stig efstu firma var þessi: Morgunblaðið 122 stig (Bragi Erlendsson) Málning h.f. 115 stig (Stefán Guðjohnsen) Þórarinn Sigþórsson. tannl. 112 stig (sjálfur) Atlantis h.f. 112 stig (Jósep Sigurðsson) Sápuverksm. Mjöll h.f. 112 stig (Kristján Cuðmundsson) Litavers.f. 111 stig (Bragi Björnsson) Bridgesamband Islands þakkar hinum fjölmörgu aðilum. sem st.vrktu firmakeppnina með fjár- framlögum og starfi. A.G.R. 83^ SlGeA V/öGA í *Í/LVE^W MUNOIÍ&O GE.PA MER SAUMA- VÉL EP VÚ YNN\9, STÆ.RSTA Y\NN/N6\NN \ VWPDRÆfT/NO? ® F fí l / ír^ INÚMUNAÐ/ Mióuil XV jSkólaslit á j Patreksfirði ■ Patreksfirði, 31. mai. J TONLISTARSKOLA V-Barða- I strandarsýslu var slitið með nem- | endatónleikum á Patreksfirði 19. Iþ.m. Þetta var fimmta starfsár skólans og að þessu sinni stund- | uðu 59 nemendur nám þar. en i starfræktar voru 3 bekkjardeild- I Ír’ I Kennarar t vetur voru 5 talsins, | kennt var á píanó. orgel og ýmis ■ blásturshljóðfæri. Skólastjóri er * Ólafur Magnús Einarsson. Barna- og miðskóla Patreks- | fjarðar var slitið sl. laugardag. ■ 235 nemendur voru I skólanum i * vetur I 9 bekkjardeildum auk I þess sem landsprófsdeild var við | skólann. s Hæstu einkunn I 6. bekk hlaut Magnea Svavarsdóttir. Skólastjóri er Davíð Ingimundarson. Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.