Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1974 3 Framsókn- armenn um komm- únista „Sannleikurinn er hins vegar sá, að stefna Alþýðu- bandalagsins í varnarmálum er hrein óheilla- stefna.“ □ „Alþýðubandalag- ið vill hafa ísland öryggis- og varnar- laust með öllu.“ □ „Alþýðubandalag- ið vill rjúfa sam- starf við vestrænar vinaþjóðir um ör- yggismál.“ □ „Alþýðubandalag- ið hefur hættulega stefnu í öryggis- málum þjóðarinn- ar.“ □ „Alþýðubandalag- ið vill etja fjand- skap við nágranna- og vinaþjóðir.“ □ „Enginn flokkur vill afhenda Al- þýðubandalaginu meðferð utanríkis- mála.“ □ „Kommúnistar vilja nota varnar- málin til að koma á deilum við Banda- ríkin og önnur vestræn ríki.“ □ „Alþýðubanda- lagsklíkan hugðist hindra samkomu- lagið milli Ólafs Jóhannessonar og Heaths í þeim til- gangi, að þorska- stríðið héldist áfram og skapaði aukna sundrung milli Islendinga og bandamanna þeirra í NATO.“ □ „Alþýðubandalag- inu er ekki treyst- andi í utanríkis- málum.“ (Ummæli Tímans síðustu daga). Aðalfundur S.Í.F.: 21 þús. lestir af saltfiski fyrir 3,5 milljarða króna 75% hækkun frá síðustu vertíð UM sfðastliðin mánaðamöt hafði Sölusamband fslenzkra fiskfram- leiðenda selt blautverkaðan salt- fisk fyrir 3,5 milljarða kr. frá áramótum. Magnið, sem búið er að selja, er um 21 þúsund lestir, en það mun vera um % hlutar þess, sem saltað var á s.l. vetrar- vertfð. Verðið, sem nú fæst á er- lendum mörkuðum.er 75% hærra en það var á sfðasta ári og mun þetta vera mesta verðhækkun á fiski sem vitað er um, á 12 mán- aða tfmabili. Þann 1. júní s.I höfðu verið saltaðar 27 þúsund lestir af þorski og 1700 lestir af ufsa f landinu og er það mjög svipað þvf, sem saltað var fyrstu 6 mán. s.I. ár. Þetta kom meðal annars fram í skýrslu Tómasar Þorvalds- sonar stjórnarformanns S.f.F. á aðalfundi sambandsins, sem hald- inn var f Reykjavfk f gær. í upphafi fundarins í gær minntust fundarmenn sjómanna, sem látist hafa við skyldustörf sín Ma m Frá aðalfundi Sölusambands fslenzkra fiskframleiðenda. frá síðasta aðalfundi, og einnig var látinna félaga S.I.F. minnst. Því næst flutti Tómas Þorvalds- son ræðu og sagði hann m.a.: „Á Tómas Þorvaldsson t.h. og Helgi Þórarinsson á aðalfundi S.l.F. f gær. 3 öndvegissúlur fund- ust við Knarrarnes TVÆR af öndvegissúlunum, sem kastað var fyrir borð á rann- sóknarskipinu Bjarna Sæmunds- syni sfðast í maí og byrjun júní, eru fundnar. I fyrrakvöld, þegar Guðmundur Árnason böndi á Knarrarnesi á Mýrum var að ganga fjörur stutt frá bæ sfnum, fann hann tvær öndvegissúlur í fjörunni, og var skammt á milli þeirra. Þriðja súlan sást frá Knarrarnesi í gærmorgun úti f svonefndri Geldingaey, en þangað hefur ekki verið hægt að fara vegna veðurs. Alls var 110 öndvegissúlum kastað í hafið, og eru 107 enn á reki. Þessar tvær sem fundust sanna, að súlur Ing- A þessu korti sést vel, hvar leiðangursmenn á Bjarna Sæmundssyni vörpuðu öndvegis- súlunum f sjóinn. Staðirnir eru allir merktir, en á hverjum stað var kastað 10 súlum. — Einnig sést hvar súlunum, sem fundust við Knarrarnes var varpað fyrir borð og hvernig þær hefur rekið upp á Mýrarnar. ólfs hefur að lfkindum rekið vest- ur á bóginn. Súlurnar, sem fundust við Knarrarnes, eru merktar með Framhald á bls. 39 sfðasta aðalfundi stóðum við frammi fyrir þeim áföllum, sem urðu á seinni hluta ársins 1972 og fyrra helmingi ársins 1973. Það voru slysfarir til sjós og lands og hinar miklu náttúruhamfarir í Vestmannaeyjum, og eins og ég orðaði það þá. — Maður mátti búast við þvi á hverjum degi að fá skelfingarfregnir. — Svo ótrúlegt sem manni kann að virðast, þá er svo komið nú, að íbúar i Vest- mannaéyjum eru komnir á fjórða þúsund og eru sem óðast að taka við því forystuhlutverki í sjávar- útvegi, sem þeir höfðu áður en eldgosið hófst, og er mér ljúft að öska þeim til hamingju með það.“ Síðan ræddi Tómas um hina gífurlegu verðbólgu, sem nú er að tröllriða íslenzku þjóðfélagi og sagði: ,,Að mínu mati hefur aldrei mistekizt eins gjörsamlega stjórn á efnahagsmálum þjóðarinnar eins og nú á síðustu tveimur misserum. Slíks eru vart nokkur dæmi, jafnvel ekki i víðri veröld, að svo illa hafi til tekizt eins og hér.“ Ennfremur sagði hann: „Við leitumst allir við að vera ábyrgir í starfi og í einu og öllu fara vel með og hugsa um það eitt, að endar nái saman í þeim rekstri, sem við höfum með höndum, en eins og stjórn efnahagsmála hef- ur verið hér á síðustu misserum, þá er það allsendis ófær leið fyrir nokkurn mann, að halda gang- andi nokkrum rekstri, svo vit sé í, enda þótt svo vel hafi tekizt til um sölu vertíðarframleiðslunnar i ár að fá um 75% hækkun frá vertíð- inni 1973 Puerto Ricanir sækja á Um s.l. áramót voru til 2400 lestir af blautsöltuðum fiski í landinu, og fór það að mestu til landanna fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Þá voru einnig til um 3.100 lestir af þurrfiski. Mest af þeim fiski var selt til Portúgals eða 1.165 lestir, til Puerto Rico 665 lestir, til Brasiliu fóru 650 lestir og til Dom. lýðveldisins 140 lestir. Nokkrar kvartanir bárust frá Brasiliu eftir áramótin. Segja kaupendur þar í landi, að fiskur- inn hafi ekki staðizt þau gæði, sem samið hafði verið um. Puerto Rico er nú orðið annar stærsti saltfiskkaupandi (á þurrfiski) næst á eftir Portúgal. I skýrslu S.Í.F. segir að nú í vetur hafi tekizt að selja þangað samtíning t.d. smáa löngu, blálöngu og keilu. Gefi þetta bendingar um að vert sé að kanna betur möguleika í Karabíska hafinu. Portúgalar kaupa mest I byrjun marz tókst að selja 1200—1500 lestir af blautfiski til Spánar og síðan rak hver salan aðra, og verðið, sem fékkst var Framhald á bls. 39 f.nCtTN rf.tttnimskerdim; — segir Björn Jónsson um orlofsmálið VEGNA fréttar í Mbl. í gær um orlofsgreiðslur hefur Björn Jónsson, fyrr- verandi ráðherra, sent Mbl. eftirfarandi athuga- semd. I þrem dagblöðunum birtust í gær, 14. þ.m., greinar um reglu- gerðarbreytingu um orlof, sem af- greidd var í félagsmálaráðuneyt- inu 1. febrúar s.l. og birt var í Stjórnartíðindum 28. s.m. Enn- fremur komu þar fram mótmæli frá forystumönnum i nokkrum verkalýðsfélögum gegn breytingu þessari og kemur þar fram, að téð breyting er álitin skerða rétt til orlofs, sem fólk hafi haft. En breytingin er engin önnur en sú, að fastur starfsmaður skuli teljast sá, sem hafi samkv. lögum, samn- ingum eða venjum þriggja mánaða uppsagnarfrest í stað eins mánaðar frests áður. Varðandi þann bagalega mis- skilning, að hér sé um skertan orlofsrétt að ræða þykir mér rétt og nauðsynlegt að skírskota til 2. gr. laga um orlof, en þar segir orðrétt: „Lög þessi rýra ekki víðtækari L 24° • 4 • 3 22 20° 16° 14° eða hagkvæmari orlofsrétt sam- kvæmt öðrum lögum, samningum eða venjum.“ I 1. gr. reglugerðar nr. 150 21. júni 1972 og i breytingu á þeirri reglugerð frá vorinu 1973 er þetta ákvæði 2. gr. laganna enn áréttað og eru þau reglugerðarákvæði óbreytt, enda mundi annað breyta lögunum, sem auðvitað er úti- lokað. Tilvísun til nefndra laga og gildandi reglugerðar ætti þvi gagnvart öllum þeim, sem líta vilja á mál þetta af raunsæi og sanngirni að vera fullgild sönnun fyrir þvi, að allt tal um réttinda- skerðingu er úr lausu lofti gripið, og að hver sá starfsmaður, sem hingað til hefur átt rétt til óskerts kaups i orlofi sinu, þess kaups sem gildandi er, þegar hann fer i orlof, á hann enn óskertan. Hefði einhver vafi á þessu atriði leikið, hefði ég að sjálfsögðu gengið úr skugga um að svo væri ekki með víðtækara samráði en ég taldi nauðsynlegt með tilliti til aug- ljósra ákvæða, sem hér hefur verið greint frá. En hver var þá tilgangurinn með skilgreiningunni um, að sá teldist fastur starfsmaður, sem ætti rétt á 3ja mánaða uppsagnar- fresti? Hann var og er sá einn að ráða bót á því ófremdarástandi, sem rikt haföi varðandi greiðslur Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.