Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1974 Vil verða Vestfirðingum aðliði í baráttu þeirra fyrir betra lífi SIGURLAUG Bjarnadðttir frá Vigur skipar 3. sætið á lista sjálfstæðismanna á Vestfjörðum í komandi kosn- ingum. Að Sigurlaugu standa sterkir vestfirzkir stofnar, foreldrar hennar eru Bjarni Sigurðsson bóndi í Vigur og kona hans Björg Björnsdóttir frá Veðramóti. Sigurður bróðir Sigurlaugar og afi hennar, sr. Sigurður Stefáns- son, voru lengi þingmenn Vestfirðinga. Eiginmaður Sigurlaugar er Þorsteinn Thorarensen rithöfundur og eiga þau 3 börn. Þau búa í Reykjavík. Sigurlaug hefur setið í borgarstjórn Re.vkjavíkur, en aldrei verið í fram- boði til Alþingis, og því var eðlilegt, að fyrsta spurning blaðamanns Mbl., sem hitti Sigurlaugu að máli á Isafirði fyrir skömmu, yrði um tildrög að framboði hennar. Sigurlaug Bjarna- dóttir. Myndin er tekin á heimili Þorbjargar systur hennar á tsafirði. Rætt við Sigurlaugu Bjarnadóttur, sem skip- ar 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins „Eg hafði alls ekki hugsað um framboð til Alþingis. Eg hafði dregið mig út úr borgarstjórn Reykjavíkur og ætlaði að standa álengdar við stjórnmálin, um sinn a.m.k. En ég stóðst ekki mátið þegar ég varð vör við sterka sam- stöðu fyrir vestan um mitt fram- boð. Þó að ég sé nú í fyrsta skipti í framboði til Alþingis tel ég mig hafa töluverða pólitíska reynslu, sem ég hef hlotið sl. 4 ár í borgar- stjórn. Landsmál eru umfangs- meiri en borgarmál, en við nánari skoðun kemur í ljós, að um er að ræða sömu vandamálin. Mann- legar þarfir eru þær sömu, hvar sem er á landinu." — Þú ert ættuð af Vest- fjörðum? „Jú, ég er fædd og uppalin í Vigur og hefi því sterkar taugar til Vestfjarða. Og þótt starfsvett- vangur minn hafi verið fjarri Vestfjörðum hef ég alltaf fylgzt með málefnum þeirra úr fjarlægð. Ég hef komið hingað á hverju sumri og leiðin þá oftast legið til Vigur. Og nú er ég að leggja upp í ferðalag um alla Vestfirði og hef ég þá ekki bara atkvæðaveiðar í huga. Ég tel það skyldu og nauðsyn hjá hverjum frambjóðanda að kynnast fólkinu, störfum þess og vandamálum, með hugsanlega þingmennsku í huga.“ — Hver telur þú brýnustu verk- efnin framundan? „Eg tel að hvað brýnast sé að virina að heilbrigðismálum, menntamálum hvers konar og félagsmálum. Má í því sambandi nefna húsnæðismálin, en hús- næðiseklan er viða svo mikil i kjördæminu, að ungt fólk, sem gjarnanvildisetjastaðhér vestra, getur ekki stofnað heimili. Hér er á ferðinni brýnt hagsmunamál Vestfirðinga. Aðstaða til alhliða menntunar mætti vera betri. Menntaskólinn á ísafirði er stór- kostlegt skref framávið, en fram- tíðin þyrfti að vera sú, að hér yrði komið upp fjölþrautaskóla, sem starfaði í sem nánustu samstarfi við atvinnulífið. Auðvitað eru samgöngumálin stór þáttur í lífi Vestfirðinga, og einnig tel ég nauðsyn á fjölbreyttari atvinnu- háttum í kjördæminu." — Og þú munt væntanlega beita þér í þessum málum? „Ég mun fara varlega í að gefa kosningaloforð. Ég mun í upphafi kappkosta að setja mig sem bezt inn í málefni Vestfjarða, og ég hef einlæga ósk og vilja að verða Vestfirðingum að liði í baráttu þeirra fyrir betra lífi. En ég geri mér einnig fyllilega grein fyrir því, að þingmaður máekki aðeins hugsa um eigið kjördæmi. Vest- firðir sátu allt of lengi á hakanum með ýmislegt, en á síðustu tveimur áratugum hefur vissu- lega miðað fram á við. Vonandi fær Sjálfstæðisflokkurinn fylgi til að halda uppbyggingarstarfinu áfram.“ — Nú er erfiður kosninga- slagur framundan, hvernig leggst hann i þig? „Kosningabaráttan hér er mjög ólík því, sem ég hef áður þekkt í sambandi við borgarstjórnarkosn- ingarnar og samband við kjós- endur nánara. Hér verða haldnir 13 almennir framboðsfundir fram til kosninga, þar sem fuiltrúar allra flokka verða þátttakendur og mun ég að sjálfsögðu taka þátt í þeim. Þessir fundir eru yfirleitt afar vel sóttir. Ég hlakka til bar- áttunnar og vona, að hún verði skemmtileg, en umfram allt vona ég, að hún verði málefnaleg og drengileg." — Og þú ert bjartsýn? „Ég hef hitt marga hér á Vest- fjörðum og á eftir að hitta marga. Ég er bjartsýn á kosningaúrslitin, því að mér heyrist hljóðið i fólkinu vera þannig. Vestfirð- ingar eru framfarasinnað fólk, sem vill sterka og örugga stjórn. Fólk er uggandi um hag þjóðar- innar ef ekki kemur styrk stjórn i stað þeirra sundrungarafla, sem farið hafa með völd síðasta kjör- tímabii. En ég vil taka það skýrt fram að lokum, að ég tel að Sjálf- stæðisflokkurinn byggi ekki sigurvonir sínar fyrst og fremst á sundrungu andstæðinganna heldur á verðleikum eigin stefnu.“ RKKT BJART FRAM- UNDAN í FRYSTI- IÐNAÐINUM.............. Rætt við Einar Steindórsson í Hnífsdal í Hnífsdal hitti Mbl. aö máli Einar Steindórsson, sem um langa hríö hefur veitt forstööu stærsta atvinnufyrir- tæki staöarins, Hraðfrystihúsinu hf. Einar var einnig oddviti og hreppstjóri í Hnífsdal í mörg ár. Hann var fyrst spuröur um atvinnuástandið á staðnum og afkomu frystihússins, en hún speglar að mestu afkomu Hnífsdælinga. „Atvinna var hér ágæt 1973, og hún hefur verið góð á þessu ári. Framleiðsla hraðfrystihússins var árið 1973 alls 1400 tonn af freð- fiski, eða rúmlega 54 þúsund kassar. Verðmætið var 126 milljónir og 330 þúsund. Á þessu árí er búið að framleiða 405 tonn af freðfiski." -Nú eigið þið Hnífsdælingar nýjan skuttogara? „Já, nýi togarinn okkar, Páll Pálsson 1S 107, kom hingað 21. febrúar 1973 og hóf veiðar stuttu síðar. Á árinu 1973 kom hann með að landi 2435 tonn, að verðmæti 50 milljónir, og á þessu ári, ef miðað er við 18. mai, hefur hann komið með 968 tonn að landi. Togarinn hefur veitt sæmilega og vel á köflum, enda skipstjórinn, Guðjón Kristjánsson, ungur að árum og aflasæll og skipshöfn hans dugmikil. Þá höfum við gert héðan út m.b. Mimi, 217 tonn, en nú er búið að selja hann til Eski- fjarðar vegna erfiðleika i manna- ráðningum, sérstaklega fyrir línu- beitinguna. Þá hefur frystihúsið öll árin keypt fisk af nokkrum handfærabátum." —Hvernig horfír með afkomu frystihússíns á þessu ári? „Afkoman var góð i fyrra, en það er ekki eins bjart framundan og óvíst hvernig úr rætist. Einnig eru erfiðleikar hjá togaraút- gerðinni um þessar mundir og aflinn hefur verið sáratregur upp á síðkastið." Þið standið í byggingar- framkvæmdum um þessar mundir, er ekki svo? „Jú, það er unnið í nýbyggingu fyrir hraðfrystihúsið. í þá fram- kvæmd var ráðizt til að bæta hollustuhætti við fiskvinnsluna og auka tækni. Á s.I. hausti keypti Hraðfrystihúsið hf. 2 hæða fbúðarhús f Hnífsdal fyrir starfs- fólk sitt, sem er aðkomið. Þá má geta þess, að frystihúsið rekur í samvinnu vió ishúsfélag ísfirðinga hf. beinamjölsverk- smiðju á Hnífsdal, Mjölvinnsluna hf." — Hvernig hefur gengið að fá fólk til frystihúsastarfa? „Það gekk vel á s.l. vetri. Meðal annars voru hér 8 erlendar stúlkur á hausti- og vetrarvertíð 6 frá Ástraiíu, ein frá Nýja Sjálandi og ein frá USA. Þær hafa reynzt prýðilegir starfskraftar og þeim líkaði vel hér. Sumar eru ekki enn farnar og hinar vilja koma aftur. Slíkt þekkist vfðar um Vestfirði. Segja má, að vinna hafi varla nokkru sinni fallið niður í frystihúsinu síðan togarinn kom." —Og að lokum Flinar, hvernig er hafnaraðstaða hér í Hnífsdal? „Unnið hefur verið að því að Einmuna tíð síðan í vor Rætt við sr. Andrés Olafsson á Hólmavík Á HÓLMAVÍK ræddi Mbl. viö Andrés Ólafsson prófast. Þar eru ífiuar um 330, og fjölgar þeim hægt og sígandi.. A Hólmavík er næg atvinna eins og víöast annars staöar um þessar mundir og skortur á vinnuaf li. Einar Steindórsson. endurbyggja Hnffssdalsbryggju, sem er 80 metra löng, en nú er orðin óhjákvæmileg nauðsyn að dýpka við bryggjuna, svo togarinn okkar, Páll Pálsson, geti lagzt þar að með góðu móti. Hann hefur orðið að landa aflanum á ísafirði og þaðan hefur aflinn verið fluttur á bílum út í Hnífs- dal." „Vorið hefur verið eindæma gott hér um slóðir, og sauðburður gekk mjög vel. Almennt er hljóðið gott í bændum hér í nágrenninu. Grasspretta er góð, og má reikna með að sláttur hefjist á næst- unni". sagði Andrés. — Hvernig gekk rækjuvertíð við Steingrimsfjörð? „Hún gekk mjög vel. Héðan frá Hólmavík og frá Drangsnesi eru gerðir út 13 litlir bátar. Þeir fara á handfæraveiðar í sumar, líklega í þessarri viku. Við vonumst eftir því að fiskur gangi inn í Hdnaflóa í sumar, annars verða bátarnir að leita á mið í nágrenni flóans. Kaupfélagið á Hólmavík er að undirbúa söltun á fiski, en hér hefur ekki verið saltað mörg undanfarin ár.“ — Það er eitthvað um íbúðar- húsabyggingar á staðnum? ,..fá,„ — vegna fólksfjölgunar- innar. Og þó vantar hér fólk frekar en hitt. I vor var byrjað á íbúðarhusum og haldið áfram með nokkur sem b.vrjað var á í fyrra. Þá hefur verið unnið að því að gera uppf.vllingu i höfninni, þar sem á að standa í framtíðinni bryggjuhús fyrir bát na." — Það er go't hljóð í fólkinu, -r ekki svo? „Jú, hér líður fólki vel og af því er allt gott af að frétta. Það er framkvæmdahugur hér víðast hvar, t.d. er verið að koma upp rækjuvinnslu í Djúpuvik. Það vantar bara fólk til vinnu." BYGGING 3000 FERMETRA FRYSTIHÚSS AÐ HEFJAST Rætt við Jakob Helgason á Patreksfirði JAKOB Helgason, framkvæmdastjóri Hraöfrystihúss Patreksfjaröar hf., varö fyrir svörum á Patreksfirði. Þar er filómleg byggð, sú fjölmennasta á suöurfjöröunum, með um 1000 íbúa. „Það er nú frekar lítið að frétta héðan þessa dagana“, sagði Jakob, „því það er alltaf dauft yfir útgerðinni svona rétt eftir vetrarvertíðina. Héðan voru gerðir út 7 stórir bátar í vetur, og var vertíðin frékar léleg. Núna undanfarið hafa nokkrar trillur verið á handfærum og aflað sæmi- lega. Tíðin var afar slæm í byrjun vetrarvertiðarinnar og gaf þá sjaldan á.sjó, en tíðin batnaði þegar á leið, en fiskiríið ekki.“ — Hvaða framkvæmdir eru helztar á döfinni? „Það eru hafnar byrjunarfram- kvæmdir við nýtt frystihús, Hrað- frystihúss Patreksfjarðar hf. Þetta verður mikil bygging, um 3000 fermetrar að stærð, og stendur á hafnarbakkanum. Það er ekki bjart framundan í frysti- húsarekstrinum og því alveg óvíst hve langan tima tekur að koma þessu nýja húsi í gagnið. Þá hefur töluvert verið byggt af nýjum íbúðarhúsum, og í undirbúningi er gatnagerð úr varanlegu efni á helztu götum bæjarins.“ — Hafið þið nokkuð hugsað til skuttogarakaupa? „Já, við höfum óneitanlega hugsað um kaup á siíku skipi, enda virðast þetta vera þau tæki sem halda stöðunum uppi um þessar mundir. Málið er enn á umræðugrundvelli og margt sem þarf að gera áður en ákvarðanir eru teknar um kaup á slíku skipi.“ — Hvað með tíðarfar á Patreks- firði og nágrenni? „Tiðarfar hefur verið hér sem annars staðar á landinu með ein- dæmum, blíðuveður upp á nær hvern dag og útlit gott í landbún- aðinum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.