Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 33 sonar verður góð til áheita og margir munu vilja styðja það starf, sem við hana verður bund- ið. Ég samgleðst Skaftfellingum að hafa komið þessari merkilegu hugmynd f framkvæmd, og ég veit, að minning sr. Jóns Stein- grímssonar mun verða komandi kynslóðum hvatning til trúar og góðra verka. Óskar J. Þorláksson FYRIR nokkrum árum hófust V- Skaftfellingar handa að reisa sr. Jóni Steingrímssyni minnisvarða að Kirkjubæjarklaustri. Var sú ákvörðun tekin 1966, að reist skyldi minningarkapella um sr. Jón þar sem hann starfaði og prédikaði þau ár, sem hann var prestur á Síðunni — og á þeim stað, þar sem hann flutti „eld- messuna“ frægu 20. júll 1783 (5. sunnud. e. Trin.). Vorið 1969 var hafist handa um byggingu kapellunnar, en upp- drátt að henni gerðu arkitektarn- ir Helgi og Vilhjálmur Hjálmars- synir. Umsjón með smiðinni hef- ur haft Valdimar Auðunsson, Ás- garði í Landbroti. Nú er svo kom- ið, að kapellan verður vfgð 17. júní n.k. í sambandi við hátíða- höld þau, sem Skaftfellingar efna til á 1100 ára afmæli Islands- byggðar. I Kirkjubæ hafa kristnir menn jafnan búið, allt frá því að Ketill ffflski landnámsmaður reisti þar bú, og afkomendur hans héldu síðan fast við kristinn sið. Skaftfellingar hafa vel og drengilega stutt byggingu minn- ingarkapellunnar, en auk þess hafa ættingjar sr. Jóns Stein- grímssonar, sem dreifðir eru um land allt, lagt fram drjúgan skerf, og aðrir aðdáendur hans. Alþingi hefur og veitt myndarlegan styrk til þessa verks, og ýmsar opinber- ar stofnanir líka. Forystufólk f safnaðarmálum sýslunnar hefur staðið bak við allar ákvarðanir, en framkvæmdir hafa að mestu hvílt á herðum sóknarprestsins á Kirkjubæjarklaustri, sr. Sigur- jóns Einarssonar, og frú Guðríð- ar Pálsdóttur, Seglbúðum. Séra Jón Steingrfmsson var Skagfirðingur að ætt og uppruna (f. 10.9 1728), en vann að mestu ævistarf sitt í V-Skaftafellssýslu. Þar reyndist hann sönn hetja og öruggur leiðtogi á miklum neyð- artímum Skaftáreldanna 1783. Auk þess var hann merkur rithöf- undur, hvort heldur hann ritaði um hin stórkostlegu náttúrufyrir- bæri Skaftáreldanna eða sína eig- in ævi, sem hvorttveggja f senn var saga samtíðar hans og persónusaga hans sjálfs. Fullyrða má að ævisaga sr. Jóns Stein- grimssonar er meðal allra merk- ustu rita sinnar tegundar í fs- lenzkum bókmenntum. Engu af þessu hafa Skaftfell- ingar gleymt og hafa þvf viljað heiðra minningu hans með verð- ugum hætti. Það var næsta eðli- legt, að tekið væri tillit til hinnar trúarlegu og kirkjulegu þátta í ævistarfi hans. Kirkjan á Prestsbakka, sem byggð var 1859 og er veglegt og virðulegt hús, verður framvegis sem hingað til sóknarkirkja fyrir Síðu og Landbrot. En þar sem Kirkjubæjarklaustur er nú orðið skólasetur, og byggð fer þar smám saman vaxandi, og ætla má, að umferð verði þar mikil I framtfðinni, gæti minningar- kapellan orðið verulegur þáttur í andlegu lífi staðarins. Auk þess tengir hún hinn nýja tíma sögu- legri hefð, þvf að frá upphafi Is- landbyggðar bjuggu kristnir menn í Kirkjubæ, og þar var merkilegt nunnuklaustur í kaþólskum sið. Bygging kapellunnar að Kirkju- bæjarklaustri sýnir góðan skiln- ing Skaftfellinga á því, hve minn- ing merkismanna eins og sr. Jóns getur haft fyrir þetta byggðarlag og þjóðlífið í heild. Einmitt á breytinga og óróatfmum höfum ÞRR ER EITTHVRfl FVRIR RLLR Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar við sérstaka þörf fyrir festu og fórnarlund, sem á rætur sínar í trúarlegum áhrifum og verðmæt- um. Enginn vafi er á því, að minn- ingarkapella sr. Jóns Steingríms- IMýja Bíó — frumsýnir THE LAST AMERICAN &HEROŒ Geysispennandi ný litmynd um einn vinsælasta „Stock-car" kappakstursbilstjóra Bandaríkjanna fyrr og síðar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Festi Grindavík Félag ungra jafnaðarmanna heldur stórdansleik í Félagsheimilinu Festi í kvöld frá kl. 10 — 2. Roof Tops Mætum öll og stuðjum góðan málstað. X—A X—A X—A X—A X—A X—A X—A F.U.J. Hótel Akranes Opið í kvöld o O NÆTURGALAR OPIÐ í KVÖLD! Dansað til kl. 2.00 Matur framreiddur frá kl. 19.00 Borðapantanir frá kl. 16.00 í síma: 52502 Borðum eigi haldið lengur en til kl. 21.00 Veitingahúsið w SKIPHOLL Strandgötu 1 • Hafnarfirðl • ® 52502 Sveitaballstuð á Hlégarði í kvöld Tvær hljómsveitir Haukar Bendix Mætum létt klædd. Sætaferðir frá B.S.Í. kl. 9—10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.