Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 Kommúnist- ar um fram- sóknarmenn Einar Ágústs- son sýnir „aum- legan undir- lægjuhátt gagn- vart Banda- ríkjamönnum”: □ Hann lýkur ekki svo við máls- grein „að ekki sé halelújað fyr- ir Bandaríkjun- um og NATO". □ „Hann afhjúpar óheilindi framsóknar." □ „Framsóknar- flokkurinn er hikandi og þróttlaus." □ „Framsóknar- flokkurinn er ístö ð ulítill millif lokku r." □ „Utanríkisráð- herra sýnir „undirlægjuhátt gagnvart útlendingum". □ „Grein utan- ríkisrá ð herra ber ekki vott um reisn og sjálfstæði, sem slíkur forystu- maður þarf að hafa." (UMMÆLI ÞJÓÐ- VILJANS SlÐUSTU DAGA). Brezki lögfræðingurinn dr. Marston. Benedikt Olafsson fundarstjóri, og Hans G. Andersen. Dr. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir. Páll A. Pálsson sæmd- ur heiðursdoktorsnafnbót Meirihluti Sjálfstæð- ismanna og Fram- sóknar í Kópavogi SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Fram- sóknarflokkur hafa myndað meiri- hluta f bæjarstjórn Kópavogs, og var fyrsti bæjarstjórnarfundurinn hald- inn í gær. Á þeim fundi var Sigurður Helgason kjörinn forseti bæjarstjórn- ar og Björgvin Sæmundsson var endurráðinn bæjarstjóri. Er það lá fyrir, gekk starfsfólk á bæjarskrif- stofunni á fund hans og afhentu honum blómvönd. Fyrsti varaforseti var kjörinn Ólafur Jónsson af G-lista og annar varaforseti Jóhann H. Jónsson af l-lista I bæjar- ráð voru kjörnir Axel Jónsson af D- lista, sem jafnframt er formaður þess, Björn Ólafsson af G-lista, Jóhann H. Jónsson af l-lista, Magnús Bjarnfreðs- son af l-lista og Sigurjón Ingi Hillarius- son, einnig af l-lista l-listinn var sem kunnugt er kosn- ingabandalag Framsóknar og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna við sfð ustu bæjarstjórnarkosningar i Kópa- vogi Sigurjón Ingi Hillaríusson var annar maður á -listanum sem fulltrúi samtakanna, en hann kaus nú að eiga ekki aðild að þessu meirihlutasamstarfi, enda þótt hann tæki þátt f viðræðunum við D-listann í upphafi. Munu fulltrúar Framsóknar á listanum hafa heyrt það á skotspónum í fyrrakvöld, að Sigurjón myndi ekki taka þátt f meirihlutamynd- uninni. Við myndun bæjarstjórnar f Kópa- vogi árið 1 970 var einnig um samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ræða í upphafi, en sá meirihluti brast, er einn af fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins gekk úr samstarfinu út af hitaveitumálinu. Þá gekk Hulda Jakobsdóttir inn f meirihlutasamstarf- rð, en hún var þá bæjarfulltrúi fyrir Samtökin. Núverandi meirihluti hefur sex fulltrúa af 1 1 f bæjarstjórn. Þar sem Sigurjón Ingi Hillarfusson hefur nú hætt samstöðu með öðrum fulltrúum l-listans, sneri Morgunblaðið sér til Magnúsar Bjarnfreðssonar, efsta manns á listanum og spurði, hvað hann hefði um þessa þróun mála að segja. Hann sagði, að fljótléga eftir kosningarnar hafi byrjað viðræður milli l-listans annars vegar og D-listans og G-listans hins vegar, en fulltrúar beggja þessara lista hefðu skrifað I- listamönnum bréf með samvinnu um meirihlutamyndun í huga. Magnús sagði, að rætt hafi verið við báða aðilana og hafi af hálfu Fram- sóknarfulltrúanna strax verið gert Ijóst, að allar slíkar ákvarðanir yrðu teknar f samráði við fulltrúaráð flokksins f Kópavogi Kvað Magnús viðræðurnar fljótlega hafa leitt til þess, að gerð voru drög að samningi við báða aðilana — D-listann og G-listann. Samningarn- ir hafi f grundvallaratriðum ver- ið mjög áþekkir, ekki hafi mik- ill málefnaágreiningur komið fram i þessum tveimur samningsdrög- um Hins vegar hafi verið sýnt, að nýr meirihluti myndi hafa meiri röskun f för með sér i stjórnsýslu bæjarins, svo sem embættismannakerfinu. Magnús sagði síðan, að gengið hefði verið frá meirihlutamynduninni á fundi fulltrúaráðsflokksins f Kópavogi I gær, og hafi þar verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að ganga til samstarfs við D-listann. Sigujón Ingi Hillarfusson hafi hins vegar ekki viljað vinna með Sjálf- stæðisflokknum nú, og hann hefði þvf tekið upp samstarf við minnihlutann, fulltrúa Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks. 120 Nalional-menn á fundi hér VÆNTANLEGUR er til lands- ins I dag 120 manna hópur frá Þýzkalandsdeild National Panasonic, sem er japanskt stórfyrirtæki á sviði rafeinda- tækni, og hefur útibú um allan heim. Hópurinn mun efna hér til ráðstefnu og sölufundar, svo og vera með vísi að vörukynn- ingu, þar sem meðal annars verða kynntar nýjustu gerðir lítasjónvarpa. Hópurinn kemur til tslands með þotu Flugfélags íslands frá Frankfurt en mun halda til að Hótel Loftleiðum. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaða- fulltrúa hjá Flugfélaginu, er tilefni Islandsferðarinnar það, að fyrirtækið efndi til sam- keppni meðal sölumanna sinna og voru verðlaun ferð til Is- lands eða Sviss að eigin vali. Af 150 verðlaunahöfum kusu þess- ir 120 að fara til íslands og því er þessi ráðstefna haldin hér. Á fundinum verður rætt um ýms- ar framleiðslugreinar National Panasonic, m.a. um rafhlöðurn- ar, sem eru hvað þekktust Nationalvara hér á landi. Hóp- urinn heldur sfðan utan á þriðjudag. 750 millj. kr. hitaveitu- lán í Bandaríkjunum 34 hvalír á land GOTT útlit er með hvalveiðar 1 sumar, alltént hefur vertfðin farið mjög vel af stað. Þegar Morgunblaðið hafði samband við hvalveiðistöðina f Hvalfirði f gær, voru komnir alls 34 hvalir á land, 23 langreiðar og 11 búrhvalir. A sama tfma f fyrra voru komnir á land 15 langreiðar og 7 búrhvalir. BORGARSTJÓRINN I Reykjavík undirritaSi í gær I New York lán- samning aS upphæS 9 milljón dala, eða rúmar 750 millj. króna, fyrir hönd Reykjavikurborgar og Hita- veitu Reykja vikur. Lán þetta er tekiS vegna hitaveituframkvæmda í Reykjavik, Kópavogi. GarSahreppi og HafnarfirSi. Lánið var boðið út á bandarlskum fjármagnsmarkaði meðal valinna aðila, að fengnu samþykki Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins, en það er án ríkisábyrgðar. Lánveitendur eru Etna Life Insurance Company, The Western Saving Fund Society of Philadelphia og Business Men's Assurance Comp- any of America. Við lántöku naut borg- in aðstoðar Landsbanka íslands, Smith Barney & Co i New York og Citicrop I Ákvæði EBE-samnings um fiskafurðir endurskoðuð? London. Lánið er til 15 ára og afborgunarlaust fyrstu 3 árin en hraða má afborgunum ef Reykjavlkurborg óskaT. Vextir eru 9,5%. Fyrri hluti lánsins, 5 milljónir dollara, verður tek- inn á þessu ári, en slðari hlutinn á næsta ári. Fékk gulllykil að New York FRA þvf var skýrt f AP frétt f gærkvöldi, að Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri hefði f gær gengið á fund borgarstjórans f New York, Abrahams D. Beames, og við það tækifæri þeg- ið að gjöf gulllykil að New York borg. I för með borgarstjóra var tvar Guðmundsson, aðalræðis- maður tslands f New York. Annars staðar f blaðinu er nánar sagt frá ferð borgarstjóra. ÍSLENZK sendinefnd frá viðskipta- ráðuneytinu hefur undanfarna daga veriS I Brussel og átt þar viðræður við nefnd Efnahagsbandalagsland- anna um einstök atriði samnings fs- lands og EBE um tollamál. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri er fyrir nefndinni, og sagði hann I símtali við Morgunblaðið, að þetta væri þriðji fundurinn, sem fram færi milli aðila. Á fundinum nú I Brussel ítrekaði islenzka sendinefndin óánægju islenzkra stjórnvalda, vegna þess að það ákvæði samningsins, er lýtur að innflutningi fslands til EBE-landanna skyldi ekki enn vera komið til fram- kvæmda. Var lögð áherzla á það I viðræðunum við nefnd EBE, að frekari dráttur á gildistöku þessa ákvæðis gæti haft óheillavænleg áhrif á samskipti íslands og EBE Gildistaka ákvæðisins hefur sem kunnugt er strandað á þvl, að ekki hafa náðst samningar milli Islenzkra og v-þýzkra stjórnvalda um veiðar þýzkra togara innan 50 mílna landhelginnar, en fyrirvari þess eðlis er I samningnum. Sagði Þórhallur, að íslenzka sendinefndin hefði tjáð fulltrú- um EBE, að Islenzk stjórnvöld kynnu að vera tilneydd til að beiðast endur- skoðunar á þessu ákvæði samningsins og fyrirvörum þess, ef ekki fyndist skjót lausn á þessu ágreiningsefni. Norrænt laganemamót haldið hér SlÐASTLIÐNA viku hefur staðið hér yfir 19. norræna laganema- mótið. 1 gær var á mótinu fjallað um þróun hafréttarreglna með sérstöku tilliti til efnahagslögsög- unnar. Frummælendur voru Hans G. Andersen sendiherra og brezki lögfræðingurinn dr. G. Marston. Mótið hófst fyrra sunnu- dag. Fundir hafa verið haldnir á Laugarvatni þar til í gær, en þá var tekinn í notkun nýr fyrir- lestrasalur í Lögbergi. Mót þessi eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum annað hvert ár. Orator, félag laganema við Há- skóla Islands, hefur séð um allan undirbúning mótsins. Formaður félagsins er Sveinn Sveinsson, en formaður undirbúningsnefndar mótsins er Þór Vilhjálmsson prófessor. Auk umræðna um hafréttar- málefnin hefur verið fjallað um mörg önnur lögfræðileg viðfangs- efni. Alls hafa um 60 laganemar tekið þátt í mótinu, þar af 48 frá hinum Norðurlöndum. Auk inn- lendra fyrirlesara hafa fjölmargir erlendir fræðimenn tekið þátt f umræðum. Mótinu lýkur sfðdegis f dag, laugardag. PÁLL A. Pálsson yfirdýralæknir var f fyrradag gerður að heiðurs- doktor við Konunglega land- búnaðar- og dýralæknaháskólann f Kaupmannahöfn, en skólinn á 200 ára afmæli um þessar mundir. Ásamt Páli voru fjórir aðrir dýralæknar heiðraðir og gerðir að heiðursdoktorum. Voru það Hans Petersen dýralæknir og framkvæmdastjóri Alþjóða dýra- verndunarsambandsins 1 Róm, Gustav Rosenberger frá dýra- læknaháskólanum f Hannover, R. Sakazaki frá heilbrigðisstofnun- inni f Tokyo og A. P. Stableforth frá Surrey f Englandi. Samkvæmt upplýsingum Helgu Finnsdóttur dýralæknanema í Kaupmannahöfn fór athöfnin fram f ráðhúsi Frederiksbergs og var hin hátíðlegasta. Viðstödd var Margrét drottning og maður hennar Henrik prins, mennta- málaráðherra Dana Tove Nielsen, sem flutti ræðu við athöfnina, og Sigurður Bjarnason sendiherra Islands f Kaupmannahöfn. H. C. Aslyng rektor skólans setti athöfnina og rakti sögu skói- ans og tildrög stofnunar hans, en formaður dýralæknisfræðideildar skólans, N. O. Christiansen, rakti feril doktorsefnanna. Síðan veittu doktorsefnin heiðursskjölum við- töku, dr. Páll A. Pálsson fyrstur og síðan hver af öðrum. Rektor skólans tók þvf næst til máls og lýsti doktorskjörinu. Pál A. Páls- son kvað hann fá doktorsnafn- bótina m.a. fyrir störf hans að rannsóknum á sauðfjársjúk- dómum á Islandi. Að lokinni athöfn óskaði drottn- ingin og maður hennar hinum ný- kjörnu doktorum til hamingju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.