Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNÍ 1974 Jón Pétur Jóns- son frá Drangsnesi Fæddur 21.8 1895 Dáinn 23.3 1974. Þeim fækkar sífellt mönnun- um, sem settu sinn manndóms- svip á lífið 1 Kaldrananeshreppi og stóðu þar í fylkingarbrjósti iðju og athafna um og fyrir miðja þá öld er vér nú lifum. Einn þess- ara manna, Jón Pétur Jónsson frá Drangsnesi, andaðist hér í Reykjavík 23. marz s.l. Jón var fæddur heima á Drangsnesi 21. ágúst 1895, sonur hjónanna önnu Arnadóttur og Jóns Jónssonar bónda og kennara. Þau voru vel- metin heiðurshjón og heimili þeirra griðarstaður glaðra og ánægjulegra lffshátta. Jón var söngmaður ágætur og unni þeirri list. Minnist ég þess að þar heyrði ég, barn, 1 fyrsta skipti leikið á orgel. Börn þeirra hjóna voru fjögur, tvær dætur og tveir synir. Öll fóru þau að heiman og leituðu staðfestu fjarri átthögunum, önn- ur en Jón Pétur. Hann kvæntist árið 1924, Magndísi Aradóttur, glæsilegri konu. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ölafsdóttir og Ari Magnússon. Hann var mikill og vel þekktur sjósóknari við Stein- grímsfjörð. Þau Magndls og Jón hófu bú- skap á Drangsnesi og stóðu heim- ili þeirra þar með miklum myndarbrag hátt á fjórða áratug. Drangsnes er lítill jörð, og ekki kostamikil. En þaðan er skammt að sækja á fengsæl fiskimið. Það hlaut því fyrst og fremst að verða verkefni unga bóndans á Drangs- nesi, að hagnýta möguleika til sjó- sóknar, enda má segja, að ævi- starf Jóns Péturs hafi verið bund- ið þeim atvinnuvegi frá þvf hann fyrst taldist fær um að geta setið undir ár eða rennt færi, allt til leiðarloka, því þótt hann væri bú- settur I Reykjavík hátt á annan áratug og hefði þar verzlunar- rekstur, átti hann mikil ftök heima á Drangsnesi og hafði þar fiskverzlun. Jón Pétur unni Drangsnesi og sótti fast að gera þann stað að miðstöð útgerðar og fiskverkunar við Steingrímsfjörð. Til þess að svo gæti orðið þurfti hann oft hart að sér að leggja, því frá nátt- úrunnar hendi hafði staðurinn upp á fremur erfið skilyrði að bjóða. Á kreppuárunum 1930—1940 var fyrir marga þungt andófið og bjargræðisbaráttan hörð. Þrátt fyrir það óx Drangsnesþorp, og töldust þar á tfmabili 150—200 fbúar. Öhætt er að fullyrða, að Jón Pétur átti stærstan hlut að því, að þar sköpuðust þau skilyrði til fiskveiða, sem gerði fólki kleift að setjast að. Eflaust mun hann þó orðið að sjá ýmsum málum á annan veg skipað en hann f upp- hafi .ildi ogtil stofnaði. Hvar sem Jón kom nærri opin- berum málum heima í héraði vann hann drengilega og heils hugar, og aldrei lét hann neitt tækifæri ónotað, ef hann sá mögu leika til að vinna Drangsnesi og fólkinu, sem þar var búsett, eitt- hvert gagn. Ég hygg því að það sé ekki ofmælt, að Drangsneshjónin, Magndfs Aradóttir og Jón Pétur Jónsson, hafi fórnað byggðinni á norðurströnd Steingrímsfjarðar mestu starfsþreki sinnar mann- dómsævi. En þótt Jón Rétur væri mikill athafnamaður og hefði fáar tóm- stundir utan þeirrar iðju, sem við kom brauðstriti hins daglega lífs, gætti hann vel þeirrar arfleifðar, sem samefin var eðlisþætti hans, og var þar sterkur þráður. Hann hafði yndi af söng og lék á orgel af sérstæðri og fáaðri smekkvísi þessarar sönghæfni naut byggðin hans. Hann æfði kirkjusöng og karlakór, en það er ekki auðvelt að halda uppi slíkri starfsemi í strjálbýlli útskagasveit. Eigi það vel að takast þarf tvennt til að koma: Annars vegar fólk, sem hefur áhuga á starfseminni, hins vegar forystumaður, sem þetta fólk fylgir fúslega og er því öruggur leiðbeinandi. Þegar ég, ungur að árum og reynslulaus, hóf kennslu feril minn, hafði ég um tíma aðsetur á heimili Drangsneshjónanna, Magndisar og Jóns Péturs. Þar var gott að vera. Ég er þess full- viss, að margt skorti á, að ég væri þá fullkomlega vaxinn starfi Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hlið- stætt með greinar aðra daga. — Greinarnar verða að vera vélritaðar með góðu línu- bili. t Móðir okkar, MAGNÚSÍNA JÓHANNSDÓTTIR, frá Siglufirði, lést 13. þ.m. Dætur. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls ELÍSABETAR SAWIÚELSDÓTTUR, Túngötu 5, ísafirði. Einar Gunnlaugsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, t HANS JÓNSSON, lézt á Hrafnistu 11. þ.m Jarðsett verður frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 1 9. júnl kl. 3 e.h Börnin. t Móðir mín og tengdamóðir, MARTA ARNÓRSDÓTTIR frá Hesti, Borgarfirði, andaðist í Borgarspitalanum þann 1 3. júní. Guðrún Arnórs, Sigurjón Vilhjálmsson. t Eiginmaður minn, FRIÐRIKA. JÓNSSON, útvarpsvirkjameistari, Garðastræti 11, lézt í Noregi fimmtudaginn 1 3. júní Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna, Guðrún Ögmundsdóttir. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS SIGURGEIRSSONAR bilstjóra frá Hömluholtum, Hátúni 10. Ásta Skúladóttir, Lovfsa Kristjánsdóttir, Mímir Arnórsson, Kristján Mimisson. t Þökkum hjartanlega alla ástúð og umhyggju okkur sýnda við andlát og útför, VALDIMARS H. DANÍELSSONAR bónda, Kollafossi. Biðjum guð að blessa ykkur öll. Guðbjörg Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, Sofffa Jensdóttir, Dóra Magnheiður Valdimarsdóttir, Ásmundur Smári Valdimarsson, Gunnlaugur Pétur Valdimarsson, Helgi Ingvar Valdimarsson, Bryndfs Stefánsdóttir. og barnabörn. t Við þökkum af alhug alla samúð og vinarhug okkur sýnda við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, STfGRÚNAR HELGU STÍGSDÓTTUR, Eyrarlandsvegi 35, Akureyri. Sérstakar þakkir flytjum við læknum og hjúkrunarfólki, sem önnuðust hana i sjúkralegu hennar á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Ingólfur Lilliendahl, Sígrún Lilliendahl, Guðrún Ása Magnúsdóttir, Ásmundur Ólafsson mínu, og þar sem fjögur börn þeirra hjóna voru nemendur mín- ir, hafa foreldrarnir án efa orðið þessa varir. En aldrei deildu þau á starf mitt, sízt á þann hátt, að ég gæti þá skilið það öðruvísi en sem leiðbeiningu þeirra, sem vildu mér vel og vissu betur. Þessi börn eru nú öll dugandi manndómsfólk og kringum Drangsneshjónin kominn mannvænlegur hópur af- komenda f þrjá ættliði. Þeir sem vel hafa lifað og skilað góðu dagsverki geta að leiðarlok- um drukkið sáttabikar við lffið, enda þótt stundum hafi stormur- inn staðið í fangið. Utvegsbónd- inn frá Drangsnesi, sem mestan svip setti á byggðina, á heimvon góða. Hann gróf ekki pund sitt f jörðu. Síðustu fótmálin lá leið hans um steinlögð fjölbýlisstræti, en eins og heima á Ströndum, fann hann hugðarefni sfnu — sönglistinni — athvarf. Eitt síð- asta framtak hans var að stofna kór innan vébanda Atthagafélags Strandamanna. Silfurhærður, öruggur og hugrór hóf hann söng- sprotann, og raddir úr byggð hans endurómuðu tóna frá sterkum streng í hans eigin brjósti — Tryggð við uppruna sinn og óðul Þér Magndís og börnum ykkar votta ég samúð — og þakka skinið frá arineldi þeirra minninga, sem ég á 4frá dvöl minni á heimili ykkar heima á Dangsnesi og sam- skiptunum síðar. Þ.M. „Þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir. Mig langar að minnast með örfáum orðum frænda mfns, er andaðist á Borgarspítalanum 23. marz. Jón var fæddur 21. ágúst 1895. Foreldrar: Anna Sigríður Árna- dóttir og Jón Jónsson, sem lengi bjuggu á Drangsnesi við Stein- grfmsfjörð. í þessum fátæklegu orðum verður í litlu getið um- gangsmikils æfistarfs hans. Ég veit að aórir gera þvf betri skil. Ég vil geta þess hér, að móðir Jóns og faðir minn voru hálfsyst- kini. Svo mér er ljúft að minnast hans. Það er alltaf jafn óvænt, þegar dauðinn ber að dyrum, og það fannst mér einnig er ég heyrði andlát míns kæra frænda. Þó vissi ég, að hann var ekki heill heilsu hin sfðari ár. Og nú streyma minningarnar framm úr fylgsnum hugans. Það voru lengi bara tveir lág- reistir bæir, þar sem vió ólumst upp og slitum barnsskónum, hlið við hlið. Jón var ekki gamall, er hann gerðist háseti hjá föður mfn- um, til að létta undir með foreldr- um sínum. Síðar varð hann út- gerðarmaður sjálfur, hafði fisk- móttöku og rak búskap, — einnig var hann sfmstöðvarstjóri f sveitinni. Þar var engin kyrr- staða á þessum árum, athafna- lífið var f blóma. Þá voru kraftarnir ekki sparaðir, en færri krónur fyrir vinnuna. 1 tíð Jóns breyttust þessir tveir bæir í gróskumikið þorp með blómlegt atvinnulíf og fjölda húsa. Þar var hann brautryðjandi. Sjálfur reisti hann myndarlegt fveruhús. Þá var sjórinn gjöfull. Fiskur og síld gengu ár hvert inn á grynnstu mið, jafnvel inn á Steingríms- fjörð. Já, það er margs að minnast frá þeim samvistarárum! Jón var mikill organisti hélt uppi miklu og góðu sönglífi, einnkum eftir að hann giftist eft- irlifandi konu sinni, Magndísi Aradóttur. Þá fóru æfingar framm á heimili þeirra. Það út- heimti mikla fyrirhöfn, sem aldrei var þó talin eftir. Okkur, sem sóttum þessar æfingar og nutum þeirrar gleði, að fá að taka þátt í söngstarfinu, voru þær mik- il lyftistöng. Magndis hafði verið í kórum í Bolungarvík, undir stjórn Halldórs Hávarðarsonar, sem var söngstjóri þar. Hún var okkur góður leiðbeinandi. Ég man, hvað ég hlakkaði til þess- ara æfinga. Þau voru ekki talin eftir sporin, sem farin voru milli bæja til þeirrar iðju. Við söng- stjórnina hans Jóns eru svo svo ótal minningar tengdar, — og all- ar bjartar og hlýjar. Hann var hinn Iundprúði og lipri maður í allri umgengni. Það mun margur sakna þessa atorkumanns. Og til hinstu stundar bar hann velferð heimabyggðar sinnar fyrir brjósti. Svo þakka ég þér jón, samfylgdina frá liðnum árum. Minningin geymist meðan líf treinist. Við fögnum því vinur, að fjarri er þraut, nú flýgur þfn sál ofar skýjum. En eilífa ljósið þér lýsi á braut, og leiði á vegunum nýjum. Kæra Magndís. Þér, börnum ykkar og öllum aðstandendum, votta ég mína dýfstu samúð. Þurfður Guðmundsdóttir frá Bæ. Minning: Jón Eðvald Guðmundsson F. 23.10. 1894. D. 10.6.1974. Hinzta kveðja frá dætrabörn- um. Hann afi er horfinn af hverju? Afi var að vfsu orðinn gamall að árum, en hann var samt alltaf svo kátur og hressilegur. Alltaf gát- um við farið til afa með vanda- málin okkar, sem þó voru æði mörg, bæði smá og stór og alltaf gat afi hjálpað og fundið lausn á vandanum, þvf afi vissi svo margt og gat næstum því allt. Það verður erfitt að sætta sig við tilveru án afa. Nú verður eng- inn afi sem horfir á litlu Guggu sfna þegar hún dansar ballett og klappar fyrir henni, þegar vel tekst til með sippibandið. Nú verður heldur aldrei framar hægt að hlaupa til afa og fá aðstoð við smíði báts eða bíís. Það verður tómlegt fyrir Ingu litlu og Kára að koma í heimsókn á „Krókinn", þegar afi er þar ekki lengur. Þó amma sé bezta amma f heimi, verður sætið hans afa nú alltaf autt. Samt er gott að hugga sig við það, að nú er afi þar sem öllum lfður vel, hjá Guði og öllu fólkinu, sem honum þótti svo vænt um og farið var þangað á undan honum. Við viljum með þessum fátæk- legu lfnum, reyna að þakka hon- um fyrir allt sem hann var okkur og við munum reyna að muna alltaf það sem hann kenndi okk- ur, en það voru æðstu boðorð lífs- ins, heiðarleiki og kærleikur við Guð og allar lifandi verur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.