Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1974 21 Frá tsafjarðarhöfn. Selfoss að lesta frystan fisk á Bandarfkjamarkað. Verðmæti sjávaraf- urða frá Vestfjörðum yfir 2000 millj. 1973 HRAÐFRYSTIHÚSIN eru langstærstu atvinnutækin á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu, og þau hafa fært þjóðinni drjúgan hluta af gjaldeyristekjum hennar. Því var ekki úr vegi, að Mbl. aflaði sér upplýs- inga um útgerð og fiskvinnslu á Vestfjörðum. Jón Páll Halldórsson framkv.stj. Norðurtanga hf. á Isafirði, eins af stærri frystihúsum landsins, veitti góðfúslega þessar upplýsingar. „Siðustu vertíðir hafa verið sæmilegar hér á Vestfjörðum," sagði Jón Páli. „Aflamagn hefur verið svipað á undanförnum vetr- arvertíðum, 20—25 þúsund tonn. Uppistaðan í aflanum er þorskur og að hluta til steinbítur hjá lfnu- bátunum. Yfirleitt er útgerð stunduð allt árið, og það er svona svipaður afli sem kemur á land mánuðina jan.—mai og júní—des., þ.e. 50% aflans koma á land fyrstu 5 mánuði ársins og 50% sfðustu 7 mánuði ársins." — Hvernig er þessi afli unn- inn? „Þróunin á síðustu árum hefur orðið sú, að 93—94% aflans, sem á land berst hér á Vestfjörðum, fara til frystingar. Söltun og ‘ herzla eru aðeins óverulegur hluti fiskvinnslu á Vestfjörðum. Nálega allur aflinn hefur verið 1. flokks fiskur." — Hvernig er afkoma frystihús- anna á Vestfjörðum í heild? „Þ?) er óhætt að segja, að frystií úsin á Vestfjörðum eru öll með í. jög marga vinnsludaga, eða 200—280 , þegar haft er í huga, að virkir "d'agar á ári hverju eru 240—245. Þetta gefur til kynna, að unnið er flesta iaugardaga. Frystihúsin eru yfirleitt ekki stór, en ná miklu framleiðslu- magni með stöðugri og jafnri vinnslu allt árið. Á síðasta ári, 1973, var heildarframleiðsla Vest- firðinga á frystum sjávarafurðum 17 þúsund tonn, eða 23,3% af heildarframleiðslu iandsmanna, þegar miðað er við frystar afurðir aðrar en loðnu. Utflutnings- verðmæti frystra sjávarafurða frá Vestfjörðum var yfir 2000 milljónir árið 1973." azt öflugan flota skuttogara. Hafa þessi togarakaup ekki verið fram- faraspor? „Vestfirðingar eiga nú 6 skut- togara og sá 7. er væntanlegur í haust til Bolungarvfkur. Hann er smíðaður í Frakklandi, en hinir eru smíðaðir í Noregi utan einn, sem smíðaður var f Japan. Það er athygiisvert, að sá afli, sem berst á land hér á Vestfjörðum, er 40—50% lfnufiskur, en 30—40% togarafiskur. Skuttogararnir hafa þvf ekki skipt eins sköpum hjá okkur og víða annars staðar. Þeir hafa ekki aukið það hráefnis- magn, sem að landi hefur borizt, að hluta vegna minnkandi fiski- gegndar og að hluta vegna þess, að þeir hafa verið endurnýjun á fiskiskipaflota Vestfirðinga, en ekki viðbót. En skuttogararnir eru tvímælalaust stórt framfara- spor í sambandi við bætta vinnu- aðstöðu og aukna möguleika til sjósóknar og betri meðferðar á aflanum." — Nú hefur mikið verið rætt um slæman rekstrargrundvöll skuttogaranna? Rætt við Jón Pál Halldórsson framkvæmda- stjóra Norðurtanga hf. á Isafirði — Draga þarf Framhald af bls. 19 að veita bæði hærri og hagkvæm- ari lán.“ — Og að lokum Matthias, geng- ur þú ekki bjartsýnn til kosning- anna að þessu sinni? „Úrslit sveitarstjórnakosning- anna á Vestfjörðum sem annars staðar hafa aukið bjartsýni okkar sjálfstæðismanna á vaxandi gengi í komandi kosningum. Þá verður allt sjálfstæðisfólk að vinna ötul- lega f kosningunum, og ég trúi — Hvernig er svo útlitið? „Arið 1973 var frystiiðnaðinum hagstætt. Hann gat þvf tekið á sig 1114% hækkun fiskverðs fyrir sið- ustu vertíð, erlendar hækkanir á mikilvægum rekstrarvörum og innlenda verðbólgu. Frystiiðnað- urinn stóð á núlli um áramót. Siðustu kaupgjaldssamningar ásamt vísitöluhækkun 1. marz nema 800 milljónum miðað við heilt ár, og hækkun annarra kostnaðarliða nemur 300—400 milljónum miðað við heilt ár. Greiðslugetu fiskvinnslunnar hef- ur því algjörlega verið ofboðið, og frystihúsin standa nú frammi fyr- ir tapi, sem nemur minnst einum milljarði á ári. Utlitið er því allt annað en gott um þessar mundir og mikill vandi óleystur." — Nú hafa Vestfirðingar eign- því, að með samstilltu átaki flokksmanna og stuðningsmanna D-listans f kjördæminu eigum við að geta náð góðum árangri. Að þessu sinni skipar kona 3. sæti á framboðslista okkar, frú Sigur- laug Bjarnadóttir, og er hún eina konan á framboðsiista hér á Vest- fjörðum, sem hefur möguleika á að hljóta kosningu. Eg vil þvf hvetja alla, og þá ekki sízt konur, til að vinna vel og tryggja kosn- ingu Sigurlaugar, sem yrði þar með fyrsta konan, sem hlyti kosn- ingu á Alþingi sem fulltrúi Vest- fjarða." „Skuttogararnir hafa í alla staði reynzt mjög vel og aimenn ánægja verið með skipin sem slík, þó að menn hafi verið óhressir yfir afkomunni. Eg tel, að grund- vellinum hafi strax verið kippt undan rekstri skipanna áður en þau fóru að koma almennt til landsins. Þar á ég við þá vanhugs- uðu ákvörðun núverandi sjávar- útvegsráðherra, sem tekin var stuttu eftir að hann komst til valda sumarið 1971, að svipta út- gerðina 11%, sem hún hafði feng- ið af óskiptum afla. Þetta var byrjunin og síðan hafa fleiri atriði komið til, sem gera það að verkum, að í dag er ekki grund- völlur fyrir rekstri þessara nýju og glæsilegu togara." — Og að lokum Jón Páll, hvern- ig er afkoma fólks almennt hér á Vestfjörðum? „Hér hefur verið góð atvinna um langt árabil, og má t.d. nefna, að á erfiðleikaárunum 1967—'68 þekktist hér ekki atvinnuleysi. Það hefur verið góð atvinna alls staðar, ekki einungis i frysti- iðnaðinum. Afkoma fólks er í heildina mjög góð á Vestfjörðum. íbúatalan stóð lengi í stað, en nú er fjölgun, þó að hæg sé og er það vegna húsnæðiseklu, sem er mjög mikii. Fjölgun yrði eflaust mun hraðari ef tækist að leysa það vandamál." _J Þarf f ólkið að flytjast brott vegna húsnæðisskorts? r Rætt við Jónas Olafsson á Þingeyri Á ÞINGEYRI náði Mbl. tali af Jónasi Olalssyni sveitar- stjóra. Þinge.vri stendur sunnanmegin í Dýrafirði. »}; aðeins utar með firðinum Kegnt Þinfieyri stendur hið landsfræga skólasetur Núpur. íhúar á Þinsevri eru um 450, en voru 427 í fvrra, og hefur þar orðið tiltölulega mest fjölgun á Vestfjörðum, að sögn Jónasar sveita- stjóra. — Hverníg gekk útgerð hjá ykkur i vetur. Jónas? „Útgerðin gekk nokkuð vel. Héðan er gerður út einn skuttog- ari. Framnes 1S. og hefur hann aflað vel. Skipstjóri er Auðunn Auðunsson. Hins vegar gengur rekstur línubátanna iila, og þeir hafa t.d. ekkert farið af stað eftir vetrarvertíð vegna manneklu. Það er kannskt ekki nema von. þegar hásetinn á skuttogaranum hefur hærra kaup en skipstjórinn á línubátnum. Eg vona bara að við neyðumst ekki til þess að selja þessa tvo 150 tonna báta, sem við eigum, vegna manneklu. Um þessar tnundir eru gerðar út héð- an 5—6 trillur, og hafa þær aflað vel.” — Hvaða framkvæmdir eru helztar á diifinni hjá hreppnum? „Hér er hafinn undirbúningur að varanlegri gatnagerð. Það er verið að skipta um jarðveg i giit- unum og leggja nýjar lagnir. Ekki er alveg ljóst hvort hægt verður að leggja sjálft siitlagið á i sumar. Þá má nefna. að Hraðfrvstihús Kaupfélags Dýrfirðinga er að ráð- ast í viðbötarbyggingu. og á með henni að bæta löndunaraðstöðu og koma upp betri aðstöðu til að þvo fisk. Einnig má nelna. að nýlokíð er gerð knattspvrnuvallar hér I kauptúninu. og er þegar farið að leika á honum. Eru unglingarnir hér mjög ántegðir með völlinn." — Er gröska I húsb.vggingum? ,,I vor var haldið áfram með bvggingu 3ja húsa. sem b.vrjað var á i fyrra, og einnig var byrjað á 5 nýjum húsum. Allt eru þetta einbýlishús. Vtð ætluðum að b.vggja leiguibúðir samkvæmt áætlun stjórnvalda um hyggingu 1000 slíkra ibúða á landinu. og erum mjög öánægðir með þann drátt. sem orðið helur á því máli. Hér er gevsilegur skortur á ibúð- arhúsnæði. og svo getur larið. að fólk, sem hingað helur flutzt og ætlað að setjast að. verði að flytj- ast á brott að nýju vegna skorts á húsnæði. Ef til þess kemur. vrði það mikið tjón fyrir hvggðar- lagið." sagði Jónas að lokum. Húsnæðismálin klossföst í kerfinu Á ÍSAFIRÐI hitti Mbl. aó máli ungan atorkumann úr rööum sjálfstæðismanna, Óla M. Lúðvfksson fram- kvæmdastjóra Bifreiðaverkstæðis ísafjarðar. Ilann er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hann skvrði blaðinu frá framkvæmdum, „Bæjaryfirvöldin eru með margt á döfinni,” sagði Oli, „og vonandi, að sú áætlun standist. Ef við tökum fyrst f.vrir gatnagerð- ina. er þar helzt framundan að malbika nýtt lag ofan á það mal- bik, sem fyrir er. Isafjörður gekk fyrir nokkru til samvinnu við fleiri sveitarfélög unt lagningu varanlegs slitlags og fékk sam- eignarfélagið heitið Atak hf. Hér eiga að vera til staðar malbikun- arvélar i framtíðinm. Það er á áætlun að malbika veginn til Hnífsdals og veginn inn á flug- völl, en liklega verður það ekki framkvæmt fyrr en á næsta ári." — Hvernig standa húsnæðis- málin á Isafirði? „Hér þarf að gera átak í hús- næðismálum. Tilfinnanlegur skortur er á húsnæði hér og stendur það byggðarlaginu stór- iega fyrir þrifum. Rikisstjörnin gerði landsáætlun um bvggingu leiguhúsnæðis og samkvæmt henni var sótt um byggingu 28 íbúða á ísafirði. Mér skilst, að það mál sé klossfast i kerfinu og al- gjörlega óvist, hvenær af þessum byggingum getur orðið." — Hvernig eru þið Isfirðingar staddir með byggingalöðir? „Verið eraðundirbúa bygginga lóðir og fyrir nokkru var úthlut- að 20 lóðum undir einhýlishús, hefur aldrei verið jafnmörgum lóðum verið úlhlutað. Bygginga- land er takmarkað við sjálfa evr- ina, en ég tel, að næsta skref hijöti að verða að skipuleggja íbúða- hverfi inni f firðinum, og það sem fyrst. Talað hefur verið um upp- fyllingar, en ég held að ekki sé ráðlegt að bíða eftir þeim fram- kvæmdum á meðan nægilegt byggingaland er til inni í firði. En ég vil einnig, að það komi fram. að ég tel mikið framfaraspor að hafa komið skipulagi Isafjarðar í það form, sem er núna." sem eru á döfinni á tsafiröi. Rætt við Óla M. Lúðvíksson, Isafirði — Hvað um aðrar framkvæmd- ir? „Þá er helzt að nefna. að í sum- ar verður reynt að bæta vatns- kerfi bæjarins með því að nýta vatnslindir. sem fundizt hafa í Tungudai. Það vatnskerfi, sem við búum við nú, er ekki nægilega gott. Þá mun annað framfaramál í svipuðum dúr vonandi fá farsæl- an endi í sumar. en þar er sorp- hreinsunin. Isafjörður hefur ke.vpt sorpbrennslustöð i sam- vinnu við nágrannasveitarféliigin og mun hún stórhæta allt hrein- læti i sambandi við sorphreinsun- ina." — Nú er stutt til kosninga, Oli. Þið Isfirðingar munuð væntan- lega heita vkkur af krafti i kosn- ingaharáttunni? „Já. það munum við vissulega gera. Það er hugur I okkur sjálf- stæðismiinnum og við ætlum að vinna vel. Takmarkið er að koma þremur sjálfstæðismiinnum á þing."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.