Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1974 13 Þurfum listir til að fá okkur orku í skammdeginu Viðtal við bassasöngvarann fræga Martti Talvela RISINN frá Kirjálaeiði er vissu- lega réttnefni á finnska bassa- söngvaranum fræga Martti Tal- vela. Það sáum við, er við hittum þennan stóra mann f morgunverði á Hótel Sögu I gærmorgun. Hann er ímynd hins mikla bassasöngv- ara í útliti, en framkoman er ekk- ert rosaleg, heldur ljúf og elsku leg. Llklega má segja um hann eins og hann sjálfur sagði um óperusöngkonuna Renötu Te- baldi, að hún væri svo ljúf og hlý manneskja, að það heyrðist í söng hennar. Talvela kvaðst búa í Helsinki núna, fluttist heim fyrir tveimur árum, eftir að hafa búið 8 ár í Berlín og 4 I Hamborg, þar sem hann söng við óperurnar. Nú kvaðst hann ferðast að heiman til að syngja bassahlutverkin, svo sem í Boris Goudenoff í ákveðn- um óperum í óperuhúsunum I Berlfn, Mllnchen, Convent Gard- en, Metropolitan o.fl., um 45 sýn- ingar á ári, stóru bassahlutverkin eru ekki svo mörg, segir hann til skýringar. En nú hefur hann aft- ur getað tekið upp ljóðasöng, sem hann byrjaði á í upphafi ferils síns, og kom upp efnisskrá þeirri, sem hánn flytur hér. Með hana ferðaðist hann um 15 staði í vetur, til Hamborgar, Graz, Parísar, Lissabon o.s.frv. við alveg frábær- ar undirtektir. Það sagði hann að vísu ekki sjálfur, en játaði, er við höfðum orð á þvf. Þessa sömu efnisskrá flytur hann hér og því- næst í Convent Garden í London 10. júlí. En er ekki erfitt að vera með tvo ólíka túlkunarmáta á dagskrá í einu, eins og Ijóðaflutning og óperusöng? Nei, segir Talvela. Ljóðasöngur er góð trygging fyrir því, að röddin sé í lagi. Það er góð þjálfun. Við ljóðaflutning flytur maður sinn eigin persónu- leika, en á óperusviðinu verður maður að finna sér leið að persónu einhvers annars. Mað- ur verður að vera konungurinn eða það, sem við á. Öperu- söngur er leikur, en í ljóð- um er maður eigin persóna Með Martti Talvela er sonur hans. Þeir voru búnir að leigja sér bíl og ætla að sjá eitthvað af land- inu. — Við ferðumst mikið sam- an, segir hann. Maður verður að halda fjölskyldunni saman. Oft er eitthvert af mínum þremur börn- um eða konan með mér. Til dæm- is söng ég Boris í Metropolitan- óperunni í október og verð þar aftur í haust og þá kemur öll fjöl skyldanmeð. Á milli sýninga get- um við skroppið til Miami. Innan Evrópu er auðvelt að komast á milli. Til dæmis tekur ekki nema tvo tíma að fara til Hamborgar í flugvél. Á flugvöllunum? Jú, þar er löng bið, en ég tek bara vanda- málin með farangrinum og nota tímann þar vel til að fara yfir nótur, og læra texta og fleira þess háttar, sem ég þarf að gera. En Síldarnót góða einsöngvara. Það er sama sagan hjá okkur og öðrum við erum fáir og höfum litla peninga, en óperuflutningur er gífurlega dýr, aðeins hægt að ná inn 20% af kostnaðinum. Og fólki, sem ekki er vant að njóta slfkra lista, hætt- ir þá til að segja, að ekki eigi að eyða í hana. En það er misskiln- ingur að halda, að fólkið geti lifað á einu saman brauði. I löndum okkar er langt skammdegi og maður verður að byggja upp I LISTA- HÁTÍÐ 1974 Martti Talvela og sonur hans að leggja af stað til að sjá sig um á tslandi. Evrópu þekkir fjölskyldan mín orðið vel, hefur ferðazt mikið um Þýzkaland og Frakkland. Talvela segist þó aldrei hafa komið til Islands fyrr. Hann kom hér eins og aðrir, af þvi Ashken- azy bað hann um það. Ashkenazy ætlar í staðinn að koma og leika á hans tónlistarhátíð í sumar i Savonnalinna f Finnlandi. Við komumst þannig að samkomulagi. Það er fjárhagslega auðveldara fyrir báðar hátíðarnar. Minni greiðsla á báðar hliðar, segir hann. Marrti Talvela hefur f tvö ár verið framkvæmdastjóri varðandi alla tónlist á listahátiðinni í Savonnalinna, sem er gömul og gróin listahátíð, sem haldin er á lítilli eyju f austurhluta Finn- lands, hófst þar í júlí 1912. Hana sækja 40 þúsund manns og eru allir miðar uppseldir á hátíðina í sumar, segir Talvela. Og hann bætir við, að kannski væri gott fyrir einhverja Islendinga að vita, að meðan á listahátíðinni í Savonnalinna stendur, þá er ávallt komið upp skóla fyrir Ijóða- söng og fengnir beztu Ijóóa- söngkennarar heimsins. Einnig er þá í bænum komið upp barnabúð- um með tónlistarkennslu og börn- in mynda 3 hljómsveitir. Sá hluti er ekki á hans vegum, en f tengsl- um við hátfðina. Hún byrjar 25. júlf og lýkur 5. ágúst með hljóm- leikum Ashkemazys f 3700 manna timburkirkju. En óperur eru fluttar undir berum himni f kast- alarði. Þó er hægt að tjalda yfir sviðið og áhorfendur með plasthimni, ef rignir. Söngvarvar eiga erfitt uppdráttar í Finnlandi, eins og annars staðar á Norðurlöndum, segir Talvela og útilokað að þeir geti lifað heima. Enda eiga Finnar um 20 fyrsta flokks söngvara við óperuhús Evrópu. Og tónlistarhátíðin í Savonnalinna er einmitt m.a. gerð í þeim tilgangi að geta fengið þá i gestaleik heima. — Við getum gefið þeim tækifæri til að syngja heima og sýnt finnsku þjóðinni hvilíkar gersemar hún á f öðrum löndum, segir Talvela. Við höfum aðeins lítið óperuhús í Helsinki, það tekur 600 manns og getur aðeins ráðið 12—15 söngvara. En á hátiðina í Svonnalinna þarf 40 Til okkur orku gegn myrkrinu. þess þurfum við list. Martti Talvela kvaðst hafa átt annasamt ár með 75 sýningum eða hljómleikum. Hann er alltaf á ferðinni. En næsta ár ætlar hann að draga svolítið úr. Héðan flýgur hann til Kaupmannahafnar og þaðan til Helsinki. Af flugvellin- um, ekur hann norður í land í sumarhúsið sitt til fjögurra daga dvalar og fer síðan til að syngja í Hamborg. Þá tekur við hátíðin í Savonnalinna, þar sem hann syngur m.a. Boris Goudenoff. Og svo fer hann í fri f sumarhúsið sitt í Finnlandi, þar sem hann gerir ekkert annað en að fiska og tfna sveppi f skóginum — og þó. — Ég hata ekki músik í frfinu minu, bætir hann við. Nú þarf ég t.d að læra á rússnesku nýtt hlutverk í Havasina, óperu eftir Musorksy, sem ég mun syngja á móti Christu Ludvig. — Rússneska er fallegt mál og ég syng mikið á rússnesku og þá verð ég auðvitað að geta talað málið til að túlka það, segir hann. I kvöld fáum við að heyra í þessum finnska bassasöngvara, sem syngur með undurleik Vladimirs Ashkenazy í Háskóla- bíói lög eftir Schubert, lagaflokk við texta úr bibliunni eftir Brahms lög eftir Rachmaninoff og 5 lög eftir Finnann Yrjö Kilpinen. -E.Pá. TRARAMT Fyrsta sendingin, eftir 5 ára afgreiðsluhlé, er væntanleg í júlímánuði. ÞAÐ ÓTRÚLEGA ER, AÐ VERÐIÐ ER AÐEINS Til sölu lítið notuð síldarnót 87 faðmar á dýpt 245 faðmar á lengd Uppl. í síma 94-61 76. Man vöruflutningabifreið Til sölu er Man vöruflutníngabifreið árgerð 1967 i góðu standi, aðstaða til vöruflutninga á Hellissandi getur fylgt. Tilboð sendist undirrituðum sem gefur allar nánari upplýsingar, fyrir 20. júni næstkomandi. Marteinn G. Karlsson, Óiafsvik, sími 93-6252 og 93-6238. # kr. 281 þúsund ♦ kr. 291 þúsund fólksbfll station (Innifalið í verðinu er ryðvörn, öryggisbelti o.fl.) Við höfum gert samning um af- greiðslu á Trabant bifreiðum til 5 ára, um ákveðið magn bíla á ári. Ennfremur að í Tollvörugeymslu verði allir nauðsynlegir varahlutir fyrirliggjandi og að eftirlitsmaður frá verksmiðjunni komi einu sinni á ári til eftirlits bifreiðanna. Sýningarbílar verða til staðar hjá okkur í næstu viku. — Lítið á Trabant og leitið upplýsinga. Takmarkað magn Trabant bíla verður innflutt einu sinni á ári. Þvi er öllum þeim, sem hafa hug á að eignast Trabant ráðlagt að gera pöntun strax. ingvar Helgason, Vonarlandi við Sogaveg. Sími 84510 og 84511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.