Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1974 11 Matthías Bjarnason: Byggðasjóður fær ekki aukin framlög Friðjón Þórðarson: Tekjur sýslu- félaga verði auknar FRIÐJÓN Þórðarson lagði fram á sfðasta Alþingi til- lögu til þingályktunar, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til að auka tekjur sýslufélaga, svo að þeim verði gert kleift að sinna lögboðnu hlutverki og aðkallandi viðfangsefn- um. Friöjón Þórðarson sagði m.a. í ræðu á Alþingi, er hann- mælti fyrir tillögunni: „Sýslufélögum ber að annast m.a. eftirlit með fjárreiðum allra hreppa innan sýslufélagsins, endurskoðun á úr- skurðum ársreikninga þeirra og allra fyrirtækja, sem rekin eru á vegum hreppanna, umsjón með, að hreppsnefndir starfi yfirleitt 1 sveitarstjórnarmálum samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. Sýslunefndum ber að annast setn- ingu reglugerða um notkun af- rétta, fjallskil, fjárheimtur, smal- anir haust og vor og fleira af slíku tagi. Sjá um, að markarskrár séu prentaðar eigi sjaldnar en tíunda hvert ár yfir fjármörk og svo framvegis. Þá ber sýslufélögum einnig að hafa umsjón og stjórn vegamála samkvæmt vegalögum og sýsluvegarsamþykktum og er þetta allstór þáttur 1 starfi þeirra. Þá er um að ræða afskipti af forðagæzlu samkvæmt búfjár- ræktarlögum og fleira á því sviði. Þá fjalla sýslunefndir um setn- ingu byggingarsamþykktar fyrir sýsluna, samkvæmt lögum, enn- fremur um álitsgerðir mála, er varða einstaka hreppa sýslunnar eða sýsluna í heild, enda skal ekkert slíkt mál til lykta leitt fyrr en álitsgerðar sýslunefndar hefur verið leitað.“ Síðar 1 ræðu sinni sagði Friðjón Þórðarson: „Þegar um svona víð- tæk hlutverk er að ræða, fer óneitanlega oft þannig, að sumir láta sér nægja það, sem nauðsyn- legast er að framkvæma úr verk- efnaskránni, en aðrir, 1 þessu til- viki aðrar sýslunefndir, leggja sig fram um að fjalla um flest, sem til gagns og heilla má horfa. Þess vegna er það svo, að að minnsta kosti sumir sýslusjóðir, þar sem ég hef þekkt til á undanförnum árum, láta stórfé af hendi rakna til margra málaflokka. Má nefna menntamál, heilbrigðismál og at- vinnumál, sem sfðan flokkast í ótal undirgreinar." Við fjárlagaumræður f desem- ber sl. vakti Matthfas Bjarnason athygli á þvf, að framlög rfkisins til Byggðasjóðs eru óbreytt að krónutölu eins og þau voru fyrir 2 árum. Þrátt fyrir yfir 30% hækkun byggingarkostnaðar á sl. ári. Matthías Bjarnason sagði m.a. í fjárlagaumræðunum: „Þó að fjár- lög séu nú komin f nálægt 30 milljarða, þá er því þannig farið, að Byggðasjóðurinn fær enga hækkun á sfnum framlögum. Því er haldið niðri með sömu upphæð að krónutölu og var fyrir 2 árum. Þrátt fyrir flutning frumvarps um 2% tekjur að álögðum tekjum ríkissjóðs má ekki hreyfa þetta á einn eða annan veg. Byggða- stefnumennirnir, sem nú eru alls ráðandi, mega ekki heyra á það minnzt, að það sé reynt að rétta eitthvað hlut Byggðasjóðs, því að ef við lítum á þá breytingu, sem orðið hefur á byggingavísitölunni bara á einu ári, frá nóvember í fyrra til 1. nóvember sl„ hefur byggingarkostnaður hækkað um 33%, en yfirleitt má segja, að fjár- magn Byggðasjóðs fari að mjög verulegu leyti til byggingafram- kvæmda, fyrst og fremst til skipa- bygginga og svo annarra fram- kvæmda í landinu og þá I mjög ríkum mæli til húsabygginga, til iðnaðar og fiskverkunar og annarra .slfkra þarfa atvinnulífs- ins. Þarna er algjörlega dauf- heyrzt við, Það hefur verið reynt að halda þessu máli vakandi f nefnd frá því í haust, óskað eftir því af mikilli hófsemd að reyna að hreyfa eitthvað framlagið til Byggðasjóðs. Og ' nú á milli annarrar og þriðju umræðu gerði ég og fleiri sfðustu tilraun til að óska eftir því, að hér yrði gerð einhver breyting á til hækkunar á framlagi ríkissjóðs til þess að bæta sjóðnum upp þá rýrnun, sem orðið hefur á því fjármagni, sem hann hefur yfir að ráða, vegna verðbólgunnar. Formaður fjár- veitingarnefndar kom svo að síðustu með það svar, að það væri ekki möguleiki á þvf og þá auð- vitað veit maður, hvaðan svarið er komið. Það er frá stjórnarherrun- um 1 ríkisstjórninni, sjálfum byggðapostulunum, sem hafa talað bezt og mest á undanförnum árum um hvað sé nauðsynlegt að stórauka framlög til byggðamála. Það vantar ekki, að það er starfandi 7 manna þingkjörin nefnd, sem á að vinna að byggða- málunum. Það var byrjað mjög myndarlega, það var talað mjög mikið um hvað þyrfti að gera og það þyrfti að fara að áætla þetta og hitt og það þyrfti að stórauka framkvæmdir á öllum sviðum úti á landsbyggðinni. En við vitum, að það þarf peninga. Þeir eru aflið, sem þarf til þess að fram- kvæma þessar hugsjónir. En svo þegar kemur að því, að það á að fara að framkvæma eða vinna að þessum hugsjónum i, alvöru, þá gefast sjálfir byggðapostularnir upp og segja: Hingað og ekki lengra. Fjárlög geta farið upp ár eftir ár um fleiri milljarða á ári, en framlag til Byggðasjóðs skal vera það sama." Ellefu hundrub ára afmœli Islandsbyggbar 814-1914 Olafur G. Einarsson: Horfið verði frá veg- gjaldi á hraðbrautum Við umræður um vega- áætlun á sfðasta Alþingi lagði Ólafur G. Einarsson til, að horfið yrði frá þeim áformum að leggja sér- stakan skatt á alla umferð um Keflavíkurveg og Suðurlandsveg. Hann benti á, að tekjur ríkis- sjóðs af umferðinni um þessa tilteknu vegi væru miklu meiri en næmi kostnaði við gerð þeirra. Og sú staðreynd ein ætti að nægja til þess, að ekki væri farið að skattleggja sérstaklega notendur þeirra um alla framtfð. I ræðu sinni á Alþingi um þetta efni sagði Olafur G. Einarsson m.a., að helztu rökin, sem færð hefðu verið fram fyrir veggjald- inu, væru þau, að með lagningu hraðbrauta væri verið að draga fé frá dreifbýlinu til þéttbýlisins og auk þess væri það svo mikið hag- ræði fyrir þá, sem aka um þessa vegi að staðaldri að aka á bundnu slitlagi, að sjálfsagt væri að inn- heimta af þeim sérstakt veggjald. í ræðu sinni sagði Ólafur enn- fremur: „Ef við athugum þá þrjá vegi, sem fyrirhugað umferðar- gjald kemur til með að snerta, þá eru tölurnar þessar: Keflavíkur- vegurinn einn gefur ríkissjóði lið- lega 130 millj. kr. á ári, Suður- landsvegur 168 millj. kr. rúmar og Hafnarfjarðarvegur, 5 km kafli af honum, tæplega 127 millj. kr. Ef við at- hugum t.d. Hafnarfjarðarveg- inn einan, þá hef ég nokk- urn veginn réttar upplýs- ingar um það, hversu miklu fé hefur verið varið 1 þann veg á undanförnum árum. Frá þvf árið 1969 hefur tvisvar sinnum verið lagt slitlag á þennan veg án þess að gera nokkuð annað. 1 fyrsta skipti 1969 og var kostnaðurinn þá 5—6 millj. króna. Næst var þetta gert 1972 og var kostnaður- inn þá 9,7 millj. kr. Annað, sem lagt hefur verið f þennan veg, er aðeins kostnaður við lýsingu hans, sem mun vera um 200—300 þús. kr. á ári. . . Sem sagt, á 5 árum innan við 15 millj. kr„ en árlegar tekjur rikissjóðs af um- ferðinni um þennan eina veg, ef miðað er við núgildandi verðlag tæplega 127 millj. kr. Samtals eru tekjur rikisins af þessum þremur vegum yfir 425 millj. kr. á ári. Sýnist mönnum nú til of mikils mælzt, þótt farið sé fram á, að meira fé verði varið til þessara fjölförnu vega og þá sérstaklega hins fjölfarnasta vegar landsins, sem tengir saman mestu þétt- býlissvæðin.“ Síðar í ræðu sinni sagði Ólafur G. Einarsson, að sannleikurinn væri sá, að umferðin um þessa vegi gerði ekki aðeins það að borga kostnaðinn við gerð þeirra heldur stæði hún einnig að nokkru leyti undir fram- kvæmdum við vegagerð annars staðar á landinu. Þá sagði hann, að skýrslur sýndu, að bensín- eyðsla á hvern kílómetra í Reykjavík og á Reykjanesi væri margfalt meiri en f öðrum kjör- dæmum. Það sannaði aftur á móti það, sem bent hefði verið á, að fbúar þessara kjördæma þyrftu að aka miklu meira en aðrir fbúar landsfns vegna þess, að þeir byggju miklu fjær vinnustað en íbúar annarra kjördæma. Þeir þyrftu að verja verulegum hluta af tekjum sfnum til þess eins að aka til og frá vinnu. Þetta væri útgjaldaliður, sem íbúar margra annarra byggðarlaga úti á landi hefðu alls ekkert af að segja. 17. júní nálgast,prýðum umhverfiði skreytum alla búðarglugga með litmyndum af Forsetunum, fánaskjöldunum, gömlu Gröndals- myndinni og nýja hátíðarskildinum. Litbrá hf. símar 34092—22930—2281

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.