Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNI 1974 27 Ólafía Andrésdóttir frá LaugabóU -Mnning F. 21.6. 1912. D. 20.4. 1974. OFT kemur mér í hug ljúf bernskuminning, er vinur minn, Ólafur heitinn á Laugabóli, vakti mig árla morguns af svefni með þeirri einstöku bllðu og nær- gætni, sem honum var svo éiginleg, þar sem ég hvíldi, þá 8 ára gamall, á mínu gamla æsku- heimili í Skuggahverfinu hér í Reykjavík, og flutti mig heim að Laugabóli, þar sem hann bjó þá með sinni ungu konu, móður- systur minni, Lóu frænku. Þetta átti sér stað í byrjun apríl árið 1932. Oft hafði ég komið í dalinn þeirra, systranna frá Hrísbrú, þar sem afi og amma bjuggu, og oft og mörgum sinnum hafa spor mín legið þangað siðan. Það var jafnan tilhlökkunarefni fyrir ungan svein, sem alinn var upp á mölinni í Reykjavik, að komast vor og haust i kyrrlátu sveitina hans afa. Mér finnst ennþá ég eiga ofurlítið í þessum fagra dal, Mosfellsdalnum, þó að ég hafi aðeins dvalið þar stund og stund öðru hverju sem gestur hjá góðum vinum og frændfólki. Og nú er Lóa frænka dáin, horfin, svo snögglega og óvænt, þessi hægláta, siðprúða og ljúfa kona, sem ávallt fylgdi friður og ró, hvar sem hún fór, svo að öllum leið jafnan vel í návist hennar. Ljúfar og fagrar minningar um þessi elskulegu hjón, sem jafnan reyndust mér sem beztu for- eldrar, rifjaðist upp og líða mér eigi úr minni. Ég átti svo margar gleði- og ánægjustundir með þeim á þeirra friðsæla og elskulega heimili utan þess, í leik og starfi. Þær gömlu og góðu minningar munu geymast, en verða ekki frekar raktar hér. Frænka var orðvör og orðprúð kona og mælgi var henni litt að skapi, en þar fyrir ætla ég að leyfa mér að minnast hennar með fáeinum kveðjuorðum, hennar, sem var mér og mínu fólki svo dásam- lega góð frænka frá fyrstu tíð, er ér man eftir mér. Ölafía frænka var fædd 21. júní 1912, yngsta dóttir þeirra hjóna, Andrésar Ólafssonar óðalsbónda, og Ólafar Jónsdóttur, á Hrísbrú, en þau voru mestu sæmdar- og dugnaðarhjón og vel látin af sinum samtiðarmönnum. Því miður ræddi Andrés afi lítt um ættmenn sína, þó aó hann væri að öðru leyti margfróður og skemmtilegur í viðræðum. En for- eldrar hans, Ölafur Magnússon og Finnbjörg Finnsdóttir, hann ættaður úr Eystrihreppi og hún úr Landsveit, munu hafa flutzt í Mosfellssveitina fyrir um 115 árum, að þvi er fróðir menn segja. Ólöf amma mín var ættuð frá Melshúsum á Alftanesi, einka- barn Elínar og Jóns Vigfússonar, sem þar bjuggu, en hann var þar útvegsbóndi að fornum sið. Þau munu bæði hafa verið dugnaðar og sóinafólk, en langamina dó ung. Andrés afi stundaði ungur sjóróðra frá Álftanesi, þar sem hann kynntist sinni góðu konu. Ólöf amma dó á bezta aldursskeiði árið 1934 og var mjög saknað af afa og öðrum þeim, sem hana bezt þekktu, en hún er sögð hafa verið sérlega rólynd og heimakær kona. Ólafía frænka ólst upp með for- eldrum sinum, þar til er hún giftist ung, Ólafi Gunnlaugssyni, frá Hattardal i Álftafirði, vestra, miklum drengskapar- og dugn- aðarmanni, sem lézt fyrir nokkrum árum fyrir aldur fram. Þau hófu búskap að Laugabóli i Hrísbrúarlandi árið 1931, þar sem þau höfðu reist sér hús, sem frænka hélt mikilli tryggó við til æviloka. Fyrstu árin bjuggu þau þar venjulegu sveitabúi, svo sem tíðkast hafði um aldir á Islandi. ölafur hafði kynnzt garðyrkju, bæði í Danmörku, þar sem hann dvaldist um skeið, svo og hér heima, i Reykjahverfi í Mosfells- sveit, þar sem henn vann garð- yrkjustörf um tíma, en garðyrkja eða ylrækt var þá í frumbernsku hér á landi. Hóf hann fljótlega að reisa gróðurhús, í smáum stil í fyrstu, eftir því, sem efnahagur leyfði, en áður en langur timi leið, hafði hann með góðri hjálp ýmissa ættmenna og vina komið upp meðalstórri gróðrarstöð, þar sem þau stunduðu ræktun blóma og matjurta, auk útiræktunar jarðávaxta. Fram til þess tíma eða skömmu fyrr hafði jarðhitinn i Mosfells- dalnum verið óbeizlaður og lítið notaður af dalbúum um aldir, en á þeim árum kynntust íslend- ingar fyrst hitaveitu, þar sem bæði íbúðarhús og gróðurhús voru hituð upp með hveravatni. Búskapur frumherjanna mun vafalítið hafa verið erfiður á margan hátt, fyrst i stað, ekki sízt á kreppuárunum, en sá tími gekk fljótlega yfir og batnandi timar fóru í hönd með vaxandi bjartsýni og trú á bættan hag landsins barna. Laugabólshjónin helguðu sig þessari nýju og merku búgrein, ylræktinni, lögðu nótt við dag og urðu smám saman vel bjargálna með stakri iðju- og reglusemi, enda sá þess greinileg merki, Þess munu dæmi, og þau ekki allfá, að menn hafi tekið sér ferð á hendur á æskuslóðir vina sinna látinna til að lita þær augum og freista þess þar með að öðlast dýpri skilning en áður á mannin- um, sem þeim er horfinn á vegum veraldar. Nú ber svo til, að sá, er þessar línur ritar, þarf ekki að gera sér slíka ferð, þótt skilningur hans á lífi og dauða og á vinum hans lífs og liðnum, orki eftir sem áður tvímælis. Borgarfjörður í Norður-Múla- sýslu, Borgarfjörður eystri i dag- legu tali, hann er sögusviðið, þessi sumarfagra, en harðbýla sveit. — Og þarna standa Dyr- fjöllin og ber við vesturloft á sín- um ævarandi verði, dimmleit og traust og horfa mót léttbrýndum ljósgrýtisfjöllum, sem geyma birtu og mýkt í austri. Hver skyldi trúa, þegar hann stendur á strönd þessa litla fjarð- ar á vetrardegi og horfir á norðan- storminn velta holskeflum inn í fjarðarbotn undir ásýnd fannbar- ins lands, að fjörður þessi eigi sér svo blíða daga í hægri landátt á sumrum, að fjöllin i kringum hann hafa ekki við að spegla sig í allri þessari dýrð, meðan ekki ló- ar á steini við yztu tanga? Og þarna stendur litið þorp við fjarðarbotninn og þykir ekki sæta tiðindum i stórviðrum á vetrum, að öldulöður skvettist á glugga þeirra húsa, er fremst standa á sjávarkambi, en bátarnir standa í vetrarskjóli ofar hæsta flóðmáli. En á sumarnóttum björtum getur að lita þessa sömu báta leggja frá einn af öðrum og sigla undir sól á fiskislóðir i þann mund, er grös i túni og mýri vakna til að draga sér lífsmögn úr frjórri en hregg- barinni jörð. Skyldi nokkur sveit sýna íbúum sínum þvílíkan tvíleik andstæðna á leiksviði náttúrunnar? Ekki fer hjá þvi, að það fólk, sem byggir þessa sveit við ham- remmi og blíðu náttúrunnar, auðgi í litum og línum, beri nokkurt svipmót þess byggðar- lags, er það ól. Ásgrímur Ingi Jónsson var mikill Borgfirðingur. fæddur af sterkum ættum, alinn við sterkar andstæður og vakinn og sofinn vildi hann veg byggðar sinnar mikinn. Hann var fæddur 10. ofkóber 1932, sonur hjónanna Jóns Björnssonar kaupfélagsstjóra og Sigrúnar Ásgrímsdóttur. Foreldr- ar hans vörpuðu um langa hrið miklum svip á það umhverfi, er hér er lýst að framan. Jón utan húss sem innan á Laugabóli. Voru þau og bæði miklir höfð- ingjar heim að sækja og þvi oft gestkvæmt á hinu vinalega heimili þeirra. Frænka var mikil búkona og sfstarfandi, en bóndi hennar sér- lega vel hagur, bæði á tré og járn og féll sjaldan verk úr hendi. Á yngri árum höfðu þau hjónin bæði tekið þátt i starfi ungmenna- félags sveitarinnar, og fannst mér alltaf, að þau hefðu mjög mótast af fögrum hugsjónum þeirrar ágætu aldamótahreyfingar. Þau voru glöð og reif og tóku með kaupfélagsstjóri var mikill at- orkumaður, er heils hugar gekk að hverju starfi, glöggskyggn á menn og málefni hversdagsins eins og títt er um athafnamenn, en jafnframt rikur af skilningi á manniegt eðli, mannlega bresti, mannlegt líf. Frú Sigrún rnikil gáfukona, efld af stórri lifs- reynslu. Ásgrimur Guðmundsson, móð- urfaðir Ásgríms Inga, var dóttur- sonur Gunnhildar Jónsdóttur hins sterka í Höfn Arnasonar skálds í Höfn Gíslasonar, en Björn faðir Jóns kaupfélagsstjóra var Þorkelsson Sigurðssonar í Njarðvík Gíslasonar Halldórsson- ar prests á Desjarmýri, bróður Arna í Höfn. Eru því foreldrar Asgríms Inga bæði komin af Gísta presti Gisla- svni á Desjarmýri. Móðir Jóns kaupfélagsstjóra var Guðbjörg Stefánsdóttir Abra- hamssonar á Bakka i Borgarfirði Olafssonar í Húsavik Hallgrims- sonar, en móðir Sigrúnar Ás- grímsdóttur var Katrín Björns- dóttir Hallasonar Jónssonar Björnssonar prests í Stöð og víðar Hallasonar prests í Þingmúla Ölafssonar. Eru þetta allt merkar austfirzkar ættir. Á unglingsárum stundaði Ás- grímur Ingi gagnfræðanám á Akureyri, en að því loknu hvarf hann að þeim daglegu störfum heima á Borgarfirði, er hann hafði vanizt frá barnæsku, sjó- mennsku og landbúnaði. Um all- margra vetrarvertiða skeið vai hann við sjómennsku í Vest mannaeyjum. Siðar rak hann sild- arsöltunarstöð á Borgarfirði, en tók til við útgerð og fiskverkun, er sildin brást og stundaði þau störf til hinzta dags. Hann fórst með báti sinum hinn 3. desember siðastliðinn í aftaka- veðri, aðeins 41 árs að aldri. Asgrimur Ingi var glæsimenni i sjón, rammur að afli, svo sem títt hefur verið um forfeður hans og frændur marga, vel búinn að ald- legu atgervi. Hann var skapríkur, en drenglyndur með afbrigðum, sjálfstæður í skoðunum og ófeim- inn við að láta þær i ljós. Hann var ekki einn þeirra, sem ætið eru sammála ..siðasta ræðumanni", en fáa hef ég vitað lausari við að rugla saman mönnum og málefn- um, jafnan hlýr og skilningsríkur persónulega, þótt i odda skærist um markmið eða leiðir. Enginn var fljótari til sainúðar né boðnari til aðstoðar, ef harm eða vanda bar að höndum. Greið- vikni hans við náungann var svo frábær, að þar mátti segja, að Asgrímur Ingi Jóns- son — Minningarorð bjartsýni en raunsæjum huga föstum tökum þau viðfangsefni, sem þau tóku sér fyrir hendur á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Frænka var heimakær kona, svo sem verið hafði móðir hennar. Hún undi sér bezt heima að hlúa að nýgræðingnum, sem ávallt var mikið af í kringum hana. Hún hafði mikið yndi af blómum eins og eiginmaður hennar og vildi jafnan vanda til ræktunar þeirra afurða, sem á markað skyldu fara, enda sérlega vönduð og sam- vizkusöm kona að eðlisfari. Hún tók nokkurn þátt í félags- lífi innan sveitar, einkum í starfi kvenfélags sveitarinnar. Þá átti kirkjan á Mosfelli jafnan hug hennar allan, en endurreisn kirkjunnar á Mosfelli hafði lengi verið mikið áhuga- og baráttumál Hrisbrúarfóiksins. Einnig hafði hún mikla ánægju af ferðalögum og hafði einkum áhuga á að kynn- ast landi sínu og þjóð, þó að hún færi einnig utan. Svo og hafði hún mikið yndi af fögrum ljóðum og þjóðlegum fróðleik hvers kon- ar. Ólafía frænka og maður hennar eignuðust þrjá mannvænlega syni, Hrein, Andrés Gunnlaug og Erling, sem allir búa með rausn ásamt konum sinum og efnilegum börnum í Mosfellsdalnum. Þar stunda þeir ylrækt og aðrar bú- greinar og feta dyggilega og af eljusemi mikilli í fótspor foreldra sinna, þeim öllum til hins mesta sóma og öðru ungu fólki til fyrir- myndar. Lóa frænka var falleg kona, en átti lengi við mikla vanheilsu að striða, þó að hún væri ekki marg- orð um heilsu sína, en ekki fór hjá þvi, að langvarandi vanheilsa hennar setti sitt mark á hana. Þrátt fyrir það, hversu veil hún var á siðari árum, starfaði hún um skeið við barnaheimilið að Tjalda- nesi, eftir að eiginmaður hennar dó. Hygg ég, að hún hafi lítt spar- að krafta sína til þess að bæta líðan drengjanna þar, eftir þvi sem geta hennar leyfði, þar sem hún var alla tíð sérlega barngóð kona. Þegar fundum okkar bar síðast saman á sjukrabeði hennar, hafði hún á orði, að hún myndi senn halda heim. Sú heimför varð með öðrum hætti en við hafði verið búizt. Hins vegar trúi ég því, að heimkoma hennar handan móð- unnar miklu verði góð. Hún var sérlega grandvör kona til orðs og æðis og æðrulaifs til hinztu stund- ar. Ég kveð Lóu frænku með sökn- uði, hjartans þakklæti og virð- ingu. Blessuð veri minning hennar. Jón Ó. Hjörleifsson. ritar, að Ásgrfmur Ingi hafi sann- að ýmsar tiltektir forfeðra sinna, er færðar hafa verið í sögur og ótrúlegar þótt. Ekki getur sá, er þessar linur ritar, lokið þeim svo, að ekki sé þess minnzt, hversu frábær As- grímur Ingi var i allri umgengni við börn og unglinga og hversu auðvelt honum veittist að stjórna þeim að verki, en slikt kom mjög til hans kasta i hans starfi. Slíkt er ekki öllum gefið. Ásgrímur Ingi kvæntist hinn 8. október 1961 eftirlifandi konu sinni Astu Magnúsdóttur frá Hólmatungu i Jökulsárhlið og áttu þau fjóra svni unga. Ógleymanlegt var að koma á heimili þeirra hjóna og njóta þeirrar glaðværu hlýju og frá- bæru gestrisni. er þar ríkti. F.vrir þær stundir vil ég mega þakka, þótt aldrei skiljist betur en á slík- um stundum, hversu mannleg orð eru fátækleg og vanmáttug. Með fráfalli Ásgríms Inga hef- ur Borgarfjörður misst ötulan son og góðan dreng í fornri og fullri merkingu. Sigurður Óskar Pálsson. Hjón með barn, frá Nýja Sjálandi, óska eftir að leigja ibúð eða hús i Reykjavík frá Gróðurmold til sölu 18. júní til 16. júli. Svar merkt: Poole-1054 sendist Morgunblað- heimskeyrð. Upp. i sima 41 749. inu. Skrifstofustulka óskast Tryggingafélag vill ráða stúlkutil starfa i söludeild félagsins. Vélritunar- kunnátta áskilin. Umsókn, sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir miðvikudagskvöld merkt 1418. hann sæist ekki fvrir. en hug hans áttu þeir, er minna máttu sín, jafnt menn og málleysingjar. Allír þessir skaphafnarþættir hafa verid ríkir með forfeðrum hans og frændum mörgum, sem kunnir hafa orðið af sögnum og heimidlum, og með lifi sínu og starfi telur sá. sem þessar linur Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar skemmtir á stórdansleik sumarsins að Aratungu í kvöld. Aratunga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.