Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið Það er einkar fróðlegt að fylgjast með því þessa dagana, hvernig framsóknarmenn lýsa sam- starfsmönnum sínum í ríkisstjórn, Magnúsi Kjartanssyni og Lúðvík Jósepssyni, og afstöðu þeirra til tveggja mála, sem tvímælalaust skipta mestu máli fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og framtíð alla. Þegar þessar lýsingar eru lesnar, ber að hafa í huga, að framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn hafa starfað saman í ríkis- stjórn í tæplega 3 ár og verður að ætla, að á því tímabili hafi þeir öðlazt nokkra þekkingu á hugar- fari og markmiðum hver annars. Á síðasta ári áttum við íslendingar í harðri land- helgisdeilu við Breta, sem að lokum var til lykta leidd með samkomulagi, sem ekki hefði tekizt að ná fram nema vegna stuðnings Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins við for- sætisráðherra í því máli. í forystugrein Tímans fyrir nokkrum dögum lýsti Þór- arinn Þórarinsson formað- ur þingflokks Framsóknar- flokksins því, með hverjum hætti alþýðubandalags- menn hefðu ætlað að nota landhelgismálið. Hann sagði: ....umrædd klíka markmið Alþýðubanda- lagsins í landhelgismálinu og Morgunblaðið hefur raunar haldið fram þ.e., að kommúnistum væri ekki fyrst og fremst umhugað um að færa út landhelgina heldur að nota landhelgis- deiluna til þess að skapa óvild milli Islands og bandalagsríkja þess í Atl- antshafsbandalaginu. Það er ánægjulegt, að þeir menn, sem þekkja til, hafa nú upplýst um tilgang Alþýðubandalagsins og ekki seinna vænna að augu framsóknarmanna opnist. Þá hefur Tíminn einnig gefið athyglisverðar upp- lýsingar um afstöðu kommúnista til öryggis- mála þjóðarinnar. Upp- lýsingar, sem að vísu koma fáum á óvart, en þó við vestrænar vinaþjóðir um öryggismál." Og enn- fremur segir málgagn Framsóknarflokksins: „Sem betur fer er líka óhugsandi, að nokkur flokkur myndi samsteypu- stjórn með Alþýðubanda- laginu og afhendi því með- ferð utanrikismála. Það er sterkasta sönnunin um óheillastefnu Alþýðu- bandalagsins í utanríkis- og öryggismálum." Og Þór- arinn Þórarinsson segir í forystugrein Tímans: „Kommúnistar, sem ráða enn miklu í Alþýðubanda- laginu, hafa viljað og vilja nota varnarmálin til þess að koma á deilum við Bandaríkin og önnur vest- ræn ríki.“ Eins og kunnugt er, hef- ur því mjög verið haldið á „OHEILLASTEFNA OG „UNDIRLÆ G JUHÁTTUR” (þ.e. alþýðubandalags- menn) hugðist hindra sam- komulagið milli Ólafs Jó- hannessonar og Heaths í þeim tilgangi, að þorska- stríðið héldi áfram og skapaði aukna sundrung milli íslendinga og banda- manna þeirra i NATO.“ Hér staðfestir sá maður, sem gjörst ætti að þekkja, hvert var raunverulegt nokkurs virði að þær koma frá framsóknarmönnum. Tíminn segir: „Sannleik- urinn er hins vegar sá, að stefna Alþýðubandalagsins í varnarmálum er hrein óheillastefna. Alþýðu- bandalagið vill hafa ísland öryggis- og varnarlaust með öllu. Alþýðubandalag- ið vill rjúfa sem mest af því samstarfi, sem við eigum loft af vinstri flokkunum, að vinstri stjórnin hafi rek- ið „sjálfstæða“ utanríkis- stefnu, sem svo er nefnd. í tilefni af grein, sem utan- ríkisráðherra skrifaði í blað sitt fyrir nokkrum dögum, hefur Þjóðviljinn gefið svofellda lýsingu á hinni „sjálfstæðu" utan- ríkisstefnu: „Sá undir- lægjuháttur gagnvart út- lendingum, sem fram kem- ur í grein Einars Ágústs- sonar utanríkisráðherra ber ekki vott um þá reisn og það sjálfstæði, sem slík- ur forystumaður þarf að hafa fyrir hönd þjóðar sinnar." Og ennfremur segir kommúnistablaðið: „Það sem einkum sker þó í augun við lestur á grein Einars Ágústssonar er sá aumlegi undirlægjuháttur, sem þar er gagnvart Bandaríkjamönnum. I greininni er ekki svo lokið við málsgrein, að ekki sé halelújað fyrir Banda- ríkjunum og NATO ... í greininni afhjúpar hann óheilindi framsókn- ar ... Greinin staðfestir, að Framsóknarflokkurinn er hikandi og þróttlaus, þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum. Hann er ístöðulítill milliflokkur þegar á reynir.“ En kjósendur skyldu ekki láta slík orðaskipti milli framsóknarmanna og kommúnista í miðri kosn- ingabaráttunni blekkja sig, þótt þau sýni það, sem inni fyrir býr. Þrátt fyrir þessi orð, er það staðfastur ásetningur bæði framsókn- armanna og Alþýðubanda- lagsins að kóma á nýrri vinstri stjórn að kosning- um loknum og takist þeim það munu framsóknar- menn gleyma óheillastefnu Alþýðubandalagsins í utan- ríkis- og öryggismálum og standa með kommúnistum að brottför varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli. Jóhann Hafstein: Mega muna sinn fílil fegri Við sjálfstæðismenn verðum ailir að leggja hönd á plóginn við þær kosningar, sem nú fara í hönd, svo að okkar hlutur verði eigi látinn eftir liggja þann 30. júnl miðað við úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inganna síðustu. Við getum aukið fylgið, við eigum að efla fylgið, það mun lánast. Alþýðu- flokkurinn biður að vísu okkar fólk um að kjósa sig núna, til þess að hann verði með, detti ekki úr leik. Það er algjör óþarfi fyrir Alþýðuflokkinn að vera að slíkum brellum. Hann er öruggur um þingsæti hér f Reykjavík og líklega á Reykja- nesi líka. Engin ástæða er því til þess að hjálpa Alþýðuflokkn- um með atkvæðum frá sjálf- stæðismönnum, enda mun hann hafa fengið færri atkvæði í sfð- ustu bæjarstjórnarkosningum en rök stóðu til og mun endur- heimta þau við þær alþingis- kosningar, sem fram fara. En hverju máli skiptir það, að við höldum línunni í þeirri geysilegu sókn Sjálfstæðis- flokksins, sem mörkuð var í bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingunum. Það er fyrst og fremst öruggasta tryggingin fyrir þvi, að Sjálfstæðisflokkur- inn verði til þess kvaddur að hafa forustu um stjórnarmynd- un eftir alþingiskosningarnar 30. júní, og það er það, sem þarf fram að koma. Lengur getur ekki þetta úrræða- og getuleysi Framsóknarflokksins í stjórn- arforystunni staðið. Það er búið að rfða húsum of lengi og verða kommúnistunum til of mikils liðsinnis. Samt sem áður tala þessir tveir flokkar sitt í hvora áttina, þegar þvf er að skipta, er að varnar- og öryggismálum lands- ins er komið. Framsóknarflokk- urinn segir þá stundum, að hann vilji halda áfram á vera í NATO og hafa herstyrk hér á landi, landinu til varnar. Annað veifið er sungið öfugt. Kommúnistarnir býsnast svo eftir á yfir þessum hörmulegu svikum, sem þeir svo kalla. En það er rétt, Framsóknarflokk- urinn er stefnulaus, segir eitt í dag og annað á morgun. Utan- ríkisráðherrann hefur for- ystuna í þessum tvískinnungi og gjörði það síðast í forsíðu- grein f Tímanum á sunnudag- inn var. Þá voru allar öfgarnar og úrræðaleysið og tvískinnung- urinn endurtekin í örstuttri grein, en hún er þess virði, að almenningur lesi hana og lesi hana aftur og hafi hana í minni. Kommúnistar skrifa nú um hana reiðilega og finnst Fram- sóknarflokkurinn vera svikull. Fer vel á þvf, að þessir tveir flokkar brigzli hvor öðrum um sviksemi í varnar- og öryggis- málum, þessum veigamestu málum þjóðarinnar. Slíkir flokkar eru ekki til þess fallnir að hafa forystu eða sitja í ríkis- stjórn. Hvernig var framkoma þess- ara vinstri flokka í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar, þegar þeir mynduðu saman stjórn með þeim höfuðtilgangi að reka herinn úr landi árið 1956? A sama ári og stjórnin var mynduð, endurnýjuðu þeir samkomulag við Bandaríkin um það, að varnarliðið skyldi vera áfram hér á landi með eftirfarandi samningi: „Viðræðurnar hafa leitt til samkomulags um, að vegna ástands þess, er skapazt hefur í alþjóðamálum undanfarið og áframhaldandi hættu, sem steðjar að öryggi íslands og Norður-Atlandshafsríkjanna, sé þörf varnarliðs á Islandi samkvæmt ákvæðum varnar- samningsins.“ Þetta var frammistaða þess- ara manna þá og sfðan var sett upp nefnd til þess að fylgjast með varnarmálunum, en ekki er vitað, að hún hafi nokkru sinni nokkuð gert, og kommún- istarnir sátu áfram f ríkis- stjórninni, þegjandi og hljóða- lausir og sögðu ekki neitt. Að vísu heyrðist einstöku fáryrði í Þjóðviljanum, hann sagði m.a. í nóvembermánuði 1956: „Island hefur fallizt á að láta bandarískt herlið hafa áfram yfirstjórn hinnar hernaðarlega þýðingarmiklu Keflavfkur- stöðvar, — en gegn gjaldi." Síð- an segir: „Bandarfkin fallast ennfremur á að veita íslandi efnahagslega og fjármálalega aðstoð — .“ Og endalok þessa fréttaflutnings urðu á þessa leið: „Alltaf eru silfurpeningarnir þrjátíu!" Þetta voru þá endalokin á frammistöðunni 1956. Þetta var mat kommúnista á því, hvers eðlis samningarnir hefðu verið, sem gerðir voru hér um mánaðamótin nóvember —desember 1956. En þeir sátu áfram, rótlausir í ríkisstjórninni og mátu það meir en heiðarlega brottför úr stjórnarsamstarfinu og létu sér nægja að senda Guðmund I. Guðmundssyni, utanríkisráð- herra, viðeigandi kveðjur við og við f Þjóðviljanum. Enn voru sóttir nýir hagfræð- ingar og beðið eftir nýrri úttekt á þjóðarbúskapnum, eins og margsinnis hafði verið lofað, en mörg er búmannsraunin, og var litið til Eysteins bónda. En nú sem fyrr var beðið um frest, því að stjórnin var enn að athuga málið. Bráðum kæmu nýju úrræðin. Engin ný úrræði komu. Þann tfma notuðu stjórnarliðar til innbyrðis gagn- kvæmra árása í blöðum sínum og svo rótarlegra og siðlausra illmæla, að fjarri fer, að nokkur dæmi séu til viðlíka í öllum sóðaskap fslenzkra stjórnmála. Þannig lýsti eitt aðalstjórnar- blaðið forsætisráðherranum, sem „siðlausum“, „yfirlætis- fullum oflátung", og brigzlaði honum um „fals og ódreng- skap“, en bætti þvf við, að þetta væri „ekki nema brot af því, sem hann verðskuldaði“. Sama blað taldi utanríkisráðherrann „smánarblett á þjóðinni". Fjár- málaráðherrann „fhaldsamt hundskinn“, en menntamála- ráðherra „hreinræktað og hlægilegt fífl“. Síðan gerðist það, en ekki fyrr en 3. desember 1957, að samþykkt var birt í Þjóðviljan- um svohljóðandi: „Þing Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins lít- ur svo á, að ríkisstjórn sú, sem nú situr, sé skuldbundin gagn- vart umbjóðendum sínum og samkvæmt stjórnarsáttmálan- um að framfylgja tafarlaust samþykktinni um brottför bandarísks herliðs frá Islandi." Ennfremur segir í þessari ályktun: „Island segi sig úr Atlants- hafsbandalaginu árið 1959 og erlendar herstöðvar verði lagð- ar niður á Islandi.“ Allt er þetta birt með stærsta letri í heilsíðufyrirsögnum á forsíðu f Þjóðviljanum, dag eftir dag. Að því loknu köstuðu kapparnir mæðinni. Lúðvík og Hannibal hreiðruðu um sig í ráðherra- stólnum, samvizkan var hrein og skapið létt. En þrátt fyrir hortugheitin haggaðist ekki ró kommúnista. Þeir létu málið liggja niðri þangað til vorið 1959. Um samn- ingana um bjargráðin segir Lúðvík svo: „I þessum samningum krafð- ist Alþýðubandalagið enn, að herstöðvarmálið yrði tekið upp en til enn frekari undirstrikun- ar kaus Alþýðubandalagið mig og Finnboga Rút Valdimarsson til þess að ræða sérstaklega við forsætisráðherra og settum fram kröfur okkar. Hann ræddi síðan við Framsókn og Alþýðu- flokkinn. Árangur af þessum viðræðum var lítill eins og jafn- an áður.“ Það eina svar, sem kommún- istar fengu, var það, að málið yrði ekki frekar við þá rætt, og með það þögðu þeir að því sinni. Þessir menn mega muna sinn fífil fegri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.