Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNl 1974 Fa lll / I I.I II. A A 'AiAjm 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel 14444*255551 mm Mt BILALEIGA CAR RENTALI Hverfisgötu 18 27060 HVAÐ GAMALL ^TEMUR UNGUR 1 SAMVINNUBANKINN /ffBÍLALEIGAN VfcSIEYSIR CAR RENTAL V24460 í HVERJUM BÍL PIONIEGTI ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI SKODA EYÐIR MINNA. SH0DR LBGOH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. Ferðabílar hf Bilaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G.S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bilstjór- um). Bókhaldsaðstoó með tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN Vilja vinstri stjórn t flokkakynningu I sjónvarp- inu sl. miðvikudagskvöld vakti það mikla athygli, að fulltrúar hinna svonefndu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna lýstu þvf sem helzta markmiði með framboðum Samtakanna f þessum þingkosningum að tryggja, að ný vinstri stjðrn yrði mynduð að kosningum loknum. Þetta er yfirlýsing, sem nauðsynlegt er, að kjós- endur f öllum kjördæmum landsins taki mjög rækilega eftir. Hún þýðir, að með þvf að kjðsa F-listann eru þeir að kjósa áframhaldandi vinstri stjðrn. Þessi yfirlýsing er þeim mun athyglisverðari vegna þess, að það var einmitt þing- flokkur Samtaka frálslyndra og vinstri manna, sem fyrir nokkr- um vikum felldi vinstri stjðrn- ina endanlega frá völdum og að þvf verki stððu forseti ASl, fyrrverandi forseti ASl og verkalýðsmaður af Vestfjörð- um. Fulltrúi menntamanna f þingflokknum, Magnús Torfi Ólafsson, sat hins vegar áfram. Nú hefur vinstri sinnuðum menntamönnum tekizt að hrekja verkalýðsforingjana út úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og innbyrt vinstri sinnaða menntamenn úr Framsöknarflokknum og Alþýðuflokknum, og það er bersýnilega eindregin ðsk þessa menntamannaliðs, að ný vinstri stjðrn taki við völdum f landinu að kosningum iokn- um, og raunar eina stefnumál- ið, sem þeir virðast leggja nokkra áherzlu á. Eftir þessu þurfa kjósendur að taka og þá ekki sfður hinu, að SFV er ekki lengur verkalýðsflokkur held- ur menntamannaflokkur. Vestfirðingar taki eftir Það er alveg sérstök ástæða til þess fyrir kjðsendur á Vest- fjörðum að taka vel eftir yfir- lýsingum Karvels Pálmasonar og Jðns Baldvins Hannibalsson- ar þess efnis, að höfuðmarkmið þeirra með framboði sfnu á Vestfjörðum undir merkjum F- listans sé að tryggja nýja vinstri stjórn f landinu eftir kosningar. 1 þingkosningunum 1971 var Hannibal Valdimars- son f framboði fyrir Samtökin á Vestfjörðum og vann þar glæsi- legan persónulegan sigur. Ljóst er, að f þeim kosningum komu kjösendur, sem stutt hafa aðra stjórnmálaflokka áður, til liðs við Hannibal og örugglega datt engum þeirra f hug, að þeir væru þá að stuðla að myndun vinstri stjórnar, enda voru vin- slit Hannibals og kommúnista ekki með þeim hætti, að fyrir- fram hefði mátt ætla, að hann gengi f eina sæng með Magnúsi Kjartanssyni að kosningum loknum. En nú fer ekki á milli mála, að Karvel Pálmason fer f framboð fyrir SFV á Vestfjörð- um f þvf skyni einu að skapa möguleika á nýrri vinstri stjórn að kosningum loknum. Sá stðri hðpur kjósenda, sem studdi Hannibal Valdimarsson i sfðustu þingkosningum á Vestfjörðum, verður að taka mjög vel eftir þessari yfirlýs- ingu Karvels Pálmasonar. Ailir þeir, sem ekki vilja nýja vinstri stjórn, hljóta að beina atkvæði sfnu f aðrar áttir. Hinir, sem eru ákafir f nýja vinstri stjðrn, eiga þriggja kosta völ á Vest- fjörðum, Framsðknarflokkinn, Alþýðubandalagið eða SFV. En ástæðan fyrir þvf, að athygli kjósenda á Vestfjörðum er sér- staklega vakin á þessum yfir- lýsingum tveggja efstu manna F-Iistans f þvf kjördæmi, er sú, að það er eina kjördæmið, sem Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa nokkra von um að fá kjördæmakosinn þingmann. Um leið og kjósendur á Vest- fjörðum kasta atkvæði sfnu á Karvel Pálmason eru þeir að greiða atkvæði með nýrri vinstri stjórn og þeir eru að tryggja Magnúsi Torfa Ólafs- syni og Ólafi Ragnari Grfms- syni þingsetu. Þetta eru stað- reyndir, sem ættu að vera kjðs- endum á Vestfjörðum mikið fhugunarefni fram að kjördegi. spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl 10— 1 1 frá mánudegi til fostudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ÍSLENDINGUR í STJÓRN UEFA? Sigurlaugur Jðnsson, Alf- hólsvegi 8 Kópavogi spyr: 1. Hefur Islendingur átt sæti í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA)? Ef svo er, þá hver og hvenær? 2. Hafa íslendingar átt sæti í nefndum á vegum Knatt- spyrnusambands Evrópu. svo er, þá hver eða hverjir? Bjarni Felixson, ritari Knatt- spyrnusambands íslands, svarar: 1. Enginn Islendingur hefur enn átt sæti f framkvæmda- stjórn Knattspyrnusam- bands Evrópu. Norðurlönd Ef hafa þó jafnan átt fulltrúa í stjórninni, og undanfarin ár hefur það sæti verið skipað af Dahl Englebrecht- sen frá Danmörku, en hann er nú varaforseti sambands- ins. 2. Tveir Islendingar hafa átt sæti I nefndum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, þeir Björgvin Schram og Albert Guömundsson. Björgvin átti á sínum tíma sæti í út- breiöslunefnd sambandsins og Albert hefur undanfarin ár átt sæti í nefnd þeirri, sem annast eftirlit með Evrópumótum félagsliða. Messur ámorgun Dómkirkjan Messa kl. 11.00. Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur. Þjóð- hátíðardagurinn: messa kl. 11.15. Séra Þórir Stephensen. Árbæjarprestakail Guðsþjónusta í Árbæjar- kirkju kl. 11.00. Séra Guðmund- ur Þorsteinsson. Laugarneskirkja Messa kl. 11.00. Séra Garðar Svavarsson. Háteigskirkja Lesmessa kl. 10.00. Séra Arn- grímur Jónsson. Messa kl. 2.00. Séra Jón Þorvarðsson. Breiðholtsprestakall Messa i Breiðholtsskóla kl. 11.00. Séra Lárus Halldórsson. Hallgrfmskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00 f.h. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11.00 (ath. breyttan messutíma). Séra Ólafur Skúlason. Grensásprestakall Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 11.00. Séra Halldór S. Gröndal. Kapella St. Jösepsspttala Landakoti Lágmessa kl. 8.00 f.h. Há- messa kl. 10.30 f.h. Lágmessa kl. 2.00 e.h. Frfkirkjan Reykjavfk Messa kl. 11.00 f.h. (ath. breyttan messutíma). Þorsteinn Björnsson. Ásprestakall Messa í Laugarneskirkju ki 2.00. Séra Grímur Grímsson. Elliheimilið Grund Messa sunnudag kl. 14.00. Séra Magnús Guðmundsson fyrrv. prófastur. Félag fyrrverandi sóknar- presta Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra Þorbergur Kristjánsson. Frlkirkjan Hafnarfirði Guðsþjónusta kl. 11.00 (ath. breyttan messutíma). Guðmundur Óskar Ólafsson. Bænastaðurinn Flókagötu 10 Samkoma kl. 4.00. Filadelfla Safnaðarguðsþjónusta kl. 14.00. Almenn guðsþjónusta kl. 20.00. 17. júní: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 20.30. A handfœrum á Þórshöfn ÞAÐ virðist þokkalegasti afli, sem Snætindur frá Þórshöfn hefur fengið þennan daginn. Nú er trillubátaútgerð að hefj- ast af fullum krafti, og óvíða er hún meiri en á norðausturhorni lands- ins. Hermann Stefánsson tók þessa mynd á Þórs- höfn fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.