Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 10

Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 10
VESTURLANDSKJÖRDÆMI SÓTT HEIM o o - Bretar fá tveggja ára aðlögun en við enga r — segir Arni Emilsson, sveitarstjóri í Grundarfirði MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNt 1974 Hj6nin f Belgsholti, Anna Þorvarðsdóttir og Magnús Ölafsson „Já, næst tökum við fyrir 10 hektara í viðbót. Forvinnan er búin og við ætlum að sá í sumar. Annars fer dýrtíðin illa með okkur. Maður fer ekki heldur var- hluta af því, að það er erfiðara að fá fyrirgreiðslu í bönkunum en 'aður. Ríkisstjórnin hefur stöðvað þar eins og annars staðar, en hún getur ekki stöðvað grasið i að vaxa svo ég er nú frekar kátur. Annars tel ég, að þótt áburðurinn sé orðinn dýr þá sé ennþá dýrara fyrir bændur að kaupa hann ekki eða spara þar of við sig. Ef menn vanfóðra túnin, þá verða þeir einnig að vanfóðra skepnurnar og þá éta þeir sig niður. Allt verður þetta að vera í jafnvægi og þannig þyrfti það einnig að vera hjá ríkisstjórninni, en þar virðast það nú bara vera vitleysurnar sem eru í jafnvægi. Ég tel það lika eitt af meginvitleysunum að sekta fólk fyrir að vinna að verðmæta- aukningu og öflun eins og gert er í landinu í dag. Það á að ýta undir fólki í þessu efni, ekki refsa því með ríkjandi skattpíningu og óvissu í efnahagsmálum." Er mikið byggt f Grundarfirði? — Það hefur verið mikil upp- bygging á vegum frystihúsanna og hreppurinn stefnir að þvf að gera barnaskólann kláran fyrir haustið. Þá liggja fyrir ftarlegar áætlanir um hafnargerð þær fyrstu fyrir Grundarfjörð, en á fjárlögum í ár fengum við 18,5 milljónir til hafnargerðar. Þá munum við fagna nýjum skuttogara á þessu ári og 150 tonna fiskiskipi, sem verða í eigu einstaklinga eins og öll önnur út- gerð í Grundarfirði. Ertu ekki ánægður með sveitar- stjórnarkosningarnar? Jú, við endurheimtum hreinan meirihluta með 52% atkvæða og fengum 3 menn kjörna af 5, en vorum með 2 áður. Ég er þvf bjartsýnn fyrir þing- kosningarnar. Við eigum baráttu- glatt lið, sem einkennist af ungu fólki. Ef ekki er við góðu að búast frá þeim, er einskis góðs að vænta. En straumurinn liggur til Sjálfstæðisflokksins. „Vitleysurnar eina jafn- vægi ríkisstjórnarinnar” Rabbað við Magnús bónda í Belgsholti Magnús Öiafsson bóndi f Belgs- holti f Melasveit var f heyönnum ásamt sfnu heimafólki, þegar okk- ur bar að garði, svo við sáum okkur óvxnna og tókum til hend- inni við hirðinguna. Umandi graent heyið kom f strókum út úr heyblásaranum og lagðist á sinn stað f hlöðunni. Magnús keypti jörðina árið 1950 ásamt skeppnum, en þá voru þar 8 kýr og 600 hænsni. Nú rekur hann þarna stórbúskap með 60 mjólkandi kýr og eitthvað af geld- neytum. „Það er mikil vinna að sinna svona búi,“ sagði Magnús, „en við erum með þetta dálftið fullkomið og notum tæknina til að létta undir. Við mjólkum t.d. f sérstöku mjaltafjósi í mjaltagryfju þar sem maður stendur við verk sitt og kýrnar ganga sitt hvorum megin við gryfjuna. Það er því mjög handhægt og fljótlegt að setja tækin á þær til að mjólka og hitt er svo allt sjálfvirkt.“ I Belgsholti byrja þau daginn yfirleitt um sjöleytið og vinna hefst upp úr 8. „Þetta hefur verið upp- byggingarstarf hérna hjá okkur," sagði Magnús, „en tveir menn nægja nú til daglegrar vinnu. Við erum núna búin að hirða f hlöðu um 25 kýrfóður, en það er um það bil 1/3 af því, sem við þurfuin til að vera ðrugg.“ Þegar Magnú® hóf þarna búskap voru ræktuð tún um 12—15 nektarar, en nú eru ræktuð tún milli 70 og 80 hektarar, svo Ijóst er, að ekkert hefur verið gefið eftir. „Starfið gefur lffinu gildi," sagði bóndinn, „það er nú lfkast til. Þetta eru allt saman hjúkrunarstörf, sá til grasa og sjá þetta síðan verða grænt og skila árangri. Maður nær ekki árangri nema að leggja alúð við þetta.“ ,,/Etlarðu enn að auka ræktunina?" Við ræddum við Arna Emilsson, sveitarstjóra f Grundarfirði, og spurðum hann um atvinnu þar. — Það hefur orðið skyndileg breyting á atvinnuástandi f Grundarfirði, sagði Árni, vegna þess að sjómenn telja sig ekki geta gert út vegna þeirrar hólfa- skiptingar, sem rfkir á Breiða- firði. Þeir hafa sent óskir til sjávarútvegsráðherra um, að hólfaskiptingum verði breytt, en hafa ekkert svar fengið, en við vonum að þessu verði breytt. Það yrði uggvænlegt ástand, ef frysti- húsin fengju ekki fisk, þá er ekki að spyrja að leikslokum. Hvað fellur ykkur ekki við hólfaskiptinguna? — Með henni er sumsstaðar á Breiðafirði bannað að veiða með botnvörpu og dragnót. Grundfirzku bátarnir eru flestir 50 til 100 lestir að stærð og geta því ekki veitt með annars konar veiðarfærum og hafa ekki önnur veiðisvæði. Okkur finnst undra- Frá Valshamri í Alftaneshreppi, en þar eru heimamenn að hefja byggingu nýs fbúðarhúss. „Æskilegast, að Sjálfstæðisflokkurinn f engi hrein an meirihlut a? ’ vert, að á meðan okkur er enginn kostur gefinn á aðlögunartíma, fá Bretar 2 ár til að aðlaga sig. Náttúrlega er fjármálastjórnin þar mesta svívirðan. Þessi ríkis- stjórn hafði mestu möguleika, sem nokkur ríkisstjórn hefur haft til þess að byggja upp traustan fjárhag, en eins og allir vita byrjuðu þeir á því að spreða peningum úr öllum sjóðum og þótt þeir tæmdust voru þeir ekki á þvf að skammast sín og hætta, nei, þá fóru þeir bara út í það að taka erlend lán. Stjórnarathafnir vinstri flokk- anna eru svo aumar og aulalegar að það er eiginlega ekki hægt að tala um það í alvöru. En það er þó ekkert nema bláköld alvaran, sem bitnar að lokum á öllum landslýð. Stjórnendur vinstri flokkanna, þessara flokka, sem trúa á draum- órapólitík, virðast ekki gera sér grein fyrir gangi fjármála og at- hafna. Þeir geta því ekki stjórnað betur en raunin hefur orðið á hjá þeim tveimur vinstri stjórnum, sem við þekkjum. Þeir hafa siglt öllu f strand og við skulum vona þjóðarinnar vegna að sjálfstæðis- menn taki við stjórnartaumun- um.“ § ir, sem hafa leyst út vöru sína, ekki náð henni út úr vörugeymsl- um fyrr en eftir marga daga vegna þess hve mikið hleðst f vörugeymslurnar. Þetta háir okkur á ýmsum sviðum, en hefur ekki stöðvað okkur ennþá. En ef ekki rætist úr munum við stöðvast innan skamms." „Hvaða verkefni liggja fyrir hjá ykkur núna auk blokkar- fnnar?“ „Við erum að steypa upp dvalarheimili aldraðra, en því eig- um við að skila í marz—aprfl n.k. uppsteyptu. í þessum hluta er reiknað með 32 vistmönnum, þá erum við einnig að smfða viðbót við, heimili aldraðra í Borgarnesi og eitt og annað er á könnunni." „Hvernig Ifzt þér á landmála- stöðuna?“ „Ekki er hún gæfuleg eins og hún er, en víð verðum að vona að hún batni við breytta stjórn eftir kosningarnar, því breyting hlýtur að vera. Æskilegast væri, að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta svo hægt væri að sýna hvað sá flokkur getur gert án þess að vera bundinn einhverjum laus- látum og dyntóttum vinstriflokki. Af nógu er að taka í óstjórninni. „Við byggjum mest á Akranesi," sagði Gísli, „en einnig vinnum við í Borgarnesi og víðar og svo vinnum við til dæmis ákveðna hluti fyrir Aton og ösp f Stykkishólmi." Akur er nú búinn að byggja 3 f jölbýlishús, 12 íbúðir í hverju, og nú eru þeir að hefja byggingu f jórðu blokkarinnar. „Vonandi heldur þessi þróun áfram," sagði Gísli, „en nú er farið að gæta skorts á ýmsum vör- um í byggingariðnaðinum, vöru.rn, sem innflytjendur treysta sér ekki til að leysa út vegna 25% frystigjaldsins. Einnig hafa ýms- Gfsli Sigurðsson verkstjóri hjá Trésmiðjunni Akri á Akranesi sagði, að reksturinn gengi ágæt- lega. Það væri nóg að gera alls staðar á þessum tfma, en ekki var hann eins ánægður með yfir- vofandi vöruskort. A þessum tfma vinna 64 hjá Akri. Þar af cru 35 smiðir og lærlingar. cn talsvert af skólafólki vinuur hjá þeim á sumrin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.