Morgunblaðið - 04.07.1974, Side 1

Morgunblaðið - 04.07.1974, Side 1
28 SIÐUR 114. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 4. JtJLl 1974 Prcn tsm i ðj a Morg u nb I aðsin s. Keisari lætur undan Addis Ababa, 3. júlf. NTB. AP. HAILE Selassie keisari hefur gengið að öllum kröfum herafl- ans f Eþfópfu um umbætur f land- inu, að sögn útvarpsins f Addis Ababa. Ein krafan var sú, að allir pólitfskir fangar yrðu náðaðir. Aðrar kröfur herforingja voru, að allir útlagar fengju að snúa aftur, að boðaðar stjórnarfars- breytingar yrðu tafalaust fram- kvæmdar, að þing verði kvatt saman og að embættismenn og fulltrúar heraflans hafi samráð. Samkomulag virðist hafa tekizt um þá kröfu, sem herforingjar settu fram á fundi með keisaran- um í dag, að stjórnin verði endur- skipulögð þannig, að yfirmenn úr hernum og embættismenn skipti völdunum á milli sín. Keisarinn skipaði hins vegar Aman Andim hershöfðingja for- seta herráðsins í stað Wolde Selassie Bereka hershöfðingja, sennilega að kröfu uppreisnar- manna. Andim er vinsæll hershöfðingi og var yfirmaður herliðs Eþíópíu í landamærastríð- inu við Sómalíu 1964. Áreiðanlegar heimildir herma, að herforingjar geri kröfu um sex •mikilvæg ráðherraembætti — Framhald á bls. 16 Ekkert sannað á Ehrlichman Washington 3. júli NTB. HERAÐSDÓMSTÓLL sá f Washington, sem fjallar nú um mál John Erlichmans, hefur enn enga sönnun fundið fyrir þvf, að hann hafi gefið skipun um inn- brotið f skrifstofu læknis Daniels Ellsbergs. Er Ehrlichmann sakaður um að hafa staðið að þessum verknaði til að finna leynilegar upplýsingar um Ells- berg og nota þær til að sverta hann, áður en hann væri leiddur fyrir rétt. Réttarhöldin hafa staðið yfir f vikutfma og sjö af vitnunum, sem fram eru leidd, hafa verið yfirheyrð. Talið er vfst, að yfirheyrslurnar muni standa enn f nokkrar vikur, en frétta- riturum þykir nú sennilegt, að Ehrlichmann muni komast hjá þvf að hljóta dóm. Eins og margoft hefur komið fram, var Ehrlichmann einn nánasti ráðgjafi Nixons Banda- ríkjaforseta i innanríkismálum. I fréttum frá Washington f dag segir enn fremur, að H.R. Halde- mann, fyrrverandi yfirmaður starfsliðs Hvita hússins, hafi skýrt frá því f dag, að hann ætlaði að neita að gefa nokkrar skýringar nefndinni, sem freis'tar þe.°« að komast að þvf, hvort grundvöllur sé fyrir þvi, að kveðja Nixon forseta fyrir rfkis- rétt. Haldemann er skaður um að hafa gert ýmsar ráðstafanir til að hindra, að rannsóknin gengi sinn gang og að skriður kæmist á Watergaterannsóknina. Bréf Haldemanns til nefndarinnar hefur vakið mikla athygli, þar sem það voru lögfræðingar Nixons, sem hvöttu til að hann yrði kallaður fyrir til að bera vitni. Kissinger gefur Kveðjustund Nixon rabbar við Brezhnev fyrir brott- förina frá Moskvu f gær skýrslu Toppfundi lokið: Takmarka tilraunimar og gagnflaugakerfin Moskvu, 3. júlf. AP. NIXON forseti héit heimleiðis í dag eftir fundina með Leonid Brezhnev flokksleiðtoga f Moskvu, þar sem samningar um takmörkun vopnabúnaðar tryggðu nokkurn árangur, en frestað var um óákveðinn tíma samkomulagi, sem mikil áherzla er lögð á, um takmark- anir á eldflaugum með mörgum kjarnaoddum. spurði seinna: „Hvað tákna hernaðarlegir yfirburðir f guðs nafni og hvað á að gera með þá?“ Ummælum hans virtist ekki síð- ur beint gegn James Schlesinger, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna en Andrei Grechko marskálki, landvarnaráðherra Sovétríkjanna. Sovézkir heimild- Framhald á bls. 16 Brússel 3. júlí. NTB.—AP. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra gefur fulltrúum bandalags- þjóða Bandarfkjanna í NATO skýrslu f Briissel á morgun um samningana, sem Nixon forseti og Leonid Brezhnev flokksleiðtogi undirrituðu f Moskvu f dag. Þannig leggur Kissinger áherzlu á þýðingu nýju Atlants- hafsyfirlýsingarinnar, sem var undirrituð í síðustu viku og gerir ráð fyrir samráði NATO-rfkjanna í mikilvægum utanríkismálum. Háttsettur embættismaður í fylgdarliði Kissingers sagði, að verið gæti, að alvarlegar viðræður um samning Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um takmörkun árásarflauga gætu ekki hafizt fyrr en eftir tvo mánuði. Hann sagði, að samkomulag hefði ekki náðst vegna efasemda herforingja beggja aðila. Hann sagði, að verið gæti, að jafna mætta innanlandságreining Framhald á bls. 16 Nixon og Brezhnev hittast aftur í Bandarfkjunum á næsta ári, en viðræðum þeirra að þessu sinni lauk með þvf, að þeir undirrituðu við hátfðlega athöfn samninga, sem takmarka kjarnorkuvopnatil- raunir neðanjarðar og takmarka meira en orðið er gagnflaugakerfi Galich til Noregs Osló, 3. júlí, AP. SOVEZKI söngvarinn og rit- höfundurinn Alexander Galich, sem fékk loks brottfararleyfi frá Sovétrfkjunum, sagði í dag, að hann myndi að öllum lfkindum setjast að í Noregi, að minnsta kosti til að byrja með. Galich kom ásamt eiginkonu sinni til Oslóar í dag. Sagði hann, að heimsókn Nixons Bandarfkjaforseta hefði sjálfsagt átt sinn þátt f þvf, að sovézk stjórnvöld féllust á að leyfa honum að flytjast úr landi. Galich er 55 ára gamall og hefur fallið f ónáð hjá stjórnvöldum f landi sfnu fyrir flutning á svo- kölluðum „mótmælasöngvum". Hann hefur einnig getið sér orð fyrir ritstörf. Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þegar fram í sækir, getur verið, að merkustu tíðindin, sem gerðust f viðræðunum, hafi verið áskorun Henry Kissingers utan- ríkisráðherra þess efnis, að skert verði áhrif herforingja á samn- ingaumleitanir austurs og vest- urs. Forsetinn og kona hans koma við á heimleiðinni f Loringflug- stöðinni í Maine, skammt frá landamærum Kanada til þess að "Nixon geti gefið bandarfsku þjóð- inni skýrslu í sjónvarpi um árang- ur viðræðnanna í Moskvu. Forsetahjónin fara sfðan til Key Biscayne f Florida, þar sem þau dveljast á þjóðhátfðardegi Banda- rfkjanna á morgun og fram yfir helgi. A blaðamannafundi reyndi Kissinger að útskýra, hvers vegna meiri árangur hefði ekki orðið f mikilvægustu vandamálunum, sem risaveldin eiga við að glfma og sagði: „Báðir aðilar verða að sannfæra yfirmenn hermála sinna um nauðsyn þess að gæta stillingar." Hann sagði, að þeim reyndist það ekki auðvelt og Kanada krefst land- grunns og 200 mílna Caracas, 3. júlí. NTB. AP. KANADA krafðist þess á haf- réttarráðstefnunni f Caracas f dag, að lax yrði algerlega friðaður á hafsvæðum utan 200 sjómflna efnahagslögsögu strandrfkja. Jack Davis, umhverfisráðherra Kanada, bar einnig fram þá kröfu, að strandrfki mættu færa út yfirráð sfn yfir auðlindum hafsbotnsins, ef landgrunnið nær lengra en 200 mflur frá strönd- um. Þannig getur landhelgi Kanada orðið 400 milur ef þeir helga sér allt landgrunnið við austurströnd- ina. Davis krafðist þess enn fremur, að hafréttarráðstefnan viður- kenndi sérstaka hagsmuni strand- ríkja á öllu göngusvæði laxins. Góðar heimildir á ráðstefnunni herma, að þar með vilji Kanada- menn, að strandríki, sem ráði yfir hrygningarsvæði laxins geti áskilið sér rétt til allrar laxveiði. Kanadíski ráðherrann lagði á það rika áherzlu að viðurkenna bæri hagsmuni strandríkja bæði með tilliti til veiða undan strönd- um þeirra og með tilliti til fisk- stofna á svæðum, sem liggja að efnahagslögsögu strandríkja. Hann vildi vfðtækar reglur um veiðar á túnfiski og hval og hvatti einnig til þess, að strandríkin mættu setja reglur og ákveða kvótafyrirkomulag og annað eftir- lit með göngufiski. Davis taldi góðar horfur á því að takast mætti að finna sann- gjarna lausn á þessum vandamál- um með samvinnu fiskveiði- nefndanna og strandrikjanna. Davis sagði, að þegar fiskimenn annarra þjóða fengju að sleppa inn fyrir efnahagslögsögu, væri það samkvæmt skilmálum strand- ríkjanna. Hann sagði, að fiski- menn annarra þjóða rnættu ekki veiða í efnahagslögsögu strand- rfkja, fyrr en strandríkin hefðu fengið sinn skerf. „En við teljum, að fiskveiðar útlendinga verði að vera háðar reglum strandríkjanna og f sam- ræmi við ákvæði um hámarks- veiði,“ sagði Davis. 1 laxveiðimálunum eru skoðan- ir Kanadamanna og Bandarikja- manna svipaðar, en Danir telja að allar þjóðir geti veitt lax á úthaf- inu. Norðvestup-Atlantshafsfisk- veiðinefndin hefur samþykkt, að dregið verði úr laxveiðinni smátt og smátt og henni verði loks hætt 1975—76. Tillaga Norðmanna um slíka tilhögun á Norðaustur- Atlantshafi náði ekki fram að ganga, þótt ýmsar reglur hafi verið settar, ýmist um bani), Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.