Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974. 7 Kvilszn.3rzid.iz* Eftir Bjöm Vtgni Sígurpálsson ALKUNNA er. hvernig bandarískur kvikmyndaiðnaður hefur um ára- bil sogað til sin ýmsa fremstu krafta kvikmyndalistarinnar frá öðrum þjóðlöndum. Margir helztu máttarstólpar Hollywood veldisins hafa veriS aSkomumenn — leik- stjórar, leikarar og tæknimenn, sem gengiS hafa á mála peninga- valdsins í Hollywood og uppskoriS rikulegri tækifæri en hefðu þeir heima setiS. Peckinpah Vtlegd Bandarikin hafa þó sjálf aliS marga prýðilega listamenn. er skapað hafa fullkomið mótvægi gegn þessum erlendu áhrifum og ásamt peningavaldinu (sem fyrst og fremst tekur mið af smekk heimamarkaðarins) séð til þess. aS bandariska kvikmyndin hefur frá öndverðu haldiS sérkennum sinum. Hitt verSur manni þó tölu- vert umhugsunarefni, að nú sið- ustu árin hafa bandarískir leik- stjórar leitaS i ríkara mæli út fyrir Kubrik landið í von um meira sjálfræSi í verkefnavali. Þannig hafa tveir sérstæðustu leikstjórar banda- riskrar kvikmyndagerSar nú flutzt af landi brott, þar sem þeir halda ótrauSir áfram kvikmyndagerS og annar þeirra a.m.k. meS eftir- tektarverSum árangri. Þetta eru þeir Stanley Kubrick og Sam Peckinpah. Þeir eru báSir aS vinna að nýjum myndum á erlendri grund þessa stundina og verSur vikiS aS þeim hér á eftir. Stanley Kubrick hefur siSustu árin aliS manninn i Englandi og þar gerði hann siSustu mynd sina — Clockwork Orange meS brezk- um leikurum og tækniliSi. Kubrick virSist hafa orSiS fyrir miklum áhrifum frá brezkum bókmennt- um, meiri en margir hinna brezku leikstjóra. er leitað hafa á náSir Hollywood og eru nú i óSa önn að gera kvikmyndir eftir bandarfsk- um skáldsögum. Eins og i Clock- work Orange sækir Kubrick efni nýjustu myndar sinnar i brezka skáldsögu, sem þó er af allt öSrum toga spunnin en saga Burgess. Hún var framtiðarsýn eins og reyndar myndir hans tvær þar á undan — uppfull af táknum og likingum. ( nýjustu myndinni hverfur Kubrick aftur á móti á vit fortiSarinnar. Enginn hefur enn sem komið er mikla vitneskju um, hvaS Kubrick hyggst fyrir i þessari mynd. þvi aS hann hefur aldrei veriS margmáll um verk sin meðan þau eru i smiðum. ÞaS eitt er vitað. að hann sækir efniS i 19. aldar skáldsögu, er gerist á öldinni þar á undan, svo að afturhvarf Kubricks. frá fyrri myndum er töluvert. Höfundur þessarar sögu er William Makepeace Thackeray, brautryðj- andi raunsæisstefnunar I brezkum bókmenntum, keppinautur Dickens um hylli brezkra lesenda um miSbik siSustu aldar, höfundur Vanity Fair með meiru. Hins vegar skilja fæstir, hvar i ósköpunum Kubrick hefur grafiS upp þessa sögu hans — The Luck og Barry Lyndon, sem ekki telst til meiri- háttar verka Thackerays og eigin- lega meS öllu horfin af brezkum bókamarkaSi. Eftir lýsingum á söguþræði bók- arinnar má þó ætla, að þar fái Kubrick úr nógu aS moða. Hún er „pfkaresk" I eðli sfnu, eins konar skúrkasaga og ósjálfrátt kemur manni i hug nútimaleg hliSstæSa i Flashman hans MacDonald- Fraser. Söguhetjan Barry Lyndon er irskur, uppfullur af hégómleg- um ættemisrembingi, hann verður skyndilega að fara að heiman og verSur fórnarlamb fjárplógsmanns f Dublin. ( vandræSum sínum læt- ur hann skrá sig i hersveitir ensku krúnunnar, verSur þátttakandi i sjö ára striðinu án þess að komast aS sjálfri viglfnunni, er blekktur til aS ganga i þjónustu Prússlands og verSur þar njósnari I þjónustu prússnesku leyniþjónustunnar. Þvi næst tekur við fjárhættu- spilaraferill. hann kvænist til fjár og tekst að sólunda fjármunum eiginkonunnar á stuttum tima. Þá biður hans aSeins skuldafangels- iS. ( sögunni birtist vel kimni og kaldhæSni Thackerays. Hann var auk þess afbragðs skopteiknari og Kubrick er vis með að sækja ein- hvern stuSning i teikningar hans til að skapa viðeigandi andrúm i myndinni. Annars er heillavænleg- ast aS hafa allan fyrirvara á slik- um ályktunum, þvi að Kubrick er þekktur fyrir allt annaS en aS einskorða sig viS upprunalega efn- ið. Útivist Sam Peckinpah hefur ekki staðiS eins lengi yfir. Hann hefur þar til nýlega unniS aS list sinni f Bandarikjunum, en með misjöfnum árangri. Hann krefst meira sjálfræSis en gengur og ger- ist um þarlenda leikstjóra og hefur þess vegna komizt upp á kant viS allt og alla og kvikmyndafélögin, er kosta myndir hans hafa iSu- lega tekið af honum völdin þegar myndir hans hafa veriS á lokastigi. Nú er þolinmæSi Peckinpah á þrotum og hann hefur veriS aS gera nýjustu mynd sína i Mexikó meS þarlendum tæknimönnum eingöngu. Þetta tiltæki hans hefur farið illa I stéttarfélög kvikmynda- iðnaðarins í Hollywood og þau hótuSu sýningabanni á myndina i kvikmyndahúsum um gervöll Bandarikin. United Artists. sem kostar myndina. tókst þó aS miSla máium með fyrirheiti um. að allur lokafrágangur hennar færi fram norðan landamæranna. Málin eru þannig leyst i bili a.m.k., en enn er þungt hljóS í Hollywood-mönnum i garð Peckinpah, sem ekki hefur verið aS vanda þeim kveSjurnar. Sjálfur segist hann vera neyddur til aS flytjast búferlum til Mexikó. Mynd hans nefnist Bring me the head of Alfredo Garcia og með aSalhlutverkin fara Warren Oates. Gig Young, Isela Vega og Kris Kristofferson, dægulagasöngvari, sem Peckinpah hefur fengiS dá- læti á. Að vanda úthellir Peckinpah miklu blóði i þessari mynd. en efni hennar er sótt i nútimann og þemað er hefndar- hvötin. Hún leiSir til uppgjörs með miklum vopnagný og bakgrunnur þess atburSar er snæviþakin hetta Popocatepetl-fjalls. Þeir hjá Unit- ed Artist’s segja lika, að þetta at- riSi sé hiS hrikalegasta, sem Peckinpah hafi nokkru sinni látiS frá sér fara. Peckinpah hefur mjög veriS gagnrýndur fyrir ofbeldið. er birt- ist i myndum hans, ekki aðeins vegna þess, að drápsatriSin séu viSurstyggilega raunsönn heldur miklu fremur vegna þess, aS af myndum hans megi ráSa, aS of- beldið sé eSlilegasta úrræSi mannsins viS ákveSnar aðstæSur. Peckinpah svarar þvi til, aS maS- urinn fæSist til að þreyja lifið. til aS lifa af. Þetta hafi verið honum eðlislægt um aldir alda. Lifsbarátt- an sé ekki fyrirhafnarlaus, ofbeld- iS blundi með manninum og brjót- ist fram. þegar honum er ógnað. Hann hefur lika á reiSum hönd- um skýringu á því, hvers vegna fólk snýst iSulega svo kröftuglega gegn myndum hans. „Fólk vill helzt ganga út af þeim. en getur þaS ekki ÞaS getur ekki einu sinni snúið sér undan. Það horfir — og þess vegna sýður reiSin i því," segir Peckinpah. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta • verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27 sími 25891. Ungur reglusamur maður óskar eftir herbergi eða lit- illi ibúð á leigu. Upplýsingar i sima 73521 eftir kl. 19. Til sölu Scania 1972 (LS 110) 3. öxla. Mjög litið ekinn. Uppl. 1 sima 36724. Gott pianó óskast til kaups Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 10. ágúst merkt: ..1492 '. Útihandrið og önnur létt járnsmiði, fljót af- greiðsla. Stáltæki. simi 4271 7. Tannlækningastofa mín verður lokuð til 6. ágúst vegna sumarleyfa. Örn Bjartmars Pétursson, tannlæknir. Húsbyggjendur — Þorlákshöfn Húsnæði óskast til leigu, helst tvær ibúðir 3ja til 4ra herb. Önnur fljótlega. Uppl. i simum 7231 1 — 1 6301 Reykjavik. Til sölu Saab 99 2, OL, árg. ‘74. Dökk- grænn. Ekinn 7.500 km. Útvarp stereo. Selst gegn stað greiðslu. Tilboð óskast, sími 41337. Frystiskápur óskast til kaups. Leiga okt — des., kemur til greina. Sími 1 6260 á skrifstofutíma. Bændur Ný Heuma 5 hjóla múgavél til sölu að Vindási, Kjós. Trésmiðir óskast i mótauppslátt sem fyrst. Uppl. í síma 82579. Til leigu rúmgóð 2ja herb. ibúð frá 15. ágúst n.k. til 15. júnl '75. Fyrir- framgreiðsla æskileg. Tilboð ósk- ast send Mbl. merkt: „Góð um- gengni 3449" fyrir 2. ágúst. íslenzk stúlka óskast á létt heimili í Bandarikjun- um. Sér ibúð. Upplýsingar i sima 24765. Fiat 127, árg. ‘73 til sölu. Má borgast með 2ja til 3ja ára skuldabréfi, eða eftir sam- komulagi. Sími 16289 eftir kl. 5. Lokað vegna sumarleyfa Vélsmiðja Jens Árnasonar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 29. júlí—26. ágúst. RAFIÐJAN RAFTORi VESTURGÖTU 11 SÍMI 19294 V/AUSTURVÖLL SÍMI 2l Með þessari þvottavél býður Ignis það full komnasta a( þvottavélaframleiðslu sinni Þessi þvottavél hefur 16 þvottakerfi, hún er hlaðin ofan frá, veltipottur er úr ryðfríu stáli. algjor lega lokaður. með burðaráslegum bæði að framan og aftan, sem bæði auka endingu og gerir vélina stöðugri i vinnslu. Þvottavélin er færanleg á hjólum.með þrefoldu sápuhólfi. hægt er að minnka þvottavatnið fyrir 3 kg af taui. leggur í blevti. þvær ullarþvott. hægt er að tengja vélma við venjulega Ijósalógn 10 amper HVERS VIROI ER ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA FAGMANNA? VARAHLUTA OG VIOGEROAÞJONUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.