Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULÍ 1974. 13 17. júnf sl. var þessi skjöldur festur á hús Sveinbjörns við London Street. Á honum stendur: Islenzki þjóðsöngurinn, Ó guð vors lands eftir tónskáidið Sveinbjörn Sveinbjörnsson og skáldið Matthfas Jochumsson var ortur og lagið samið f þessu húsi árið 1874. asar. Komst lagið heim ! tæka tfð fyrir þjóðhátiðina og var dreift prent- uðu. Þó að ekki verði drepið á önnur þjóðhátfðarljóð Matthíasar hér má geta þess, að Sveinbjörn samdi einn- ig lag við annað þjóðhátfðarljóð Matt hfasar, Minni Ingólfs. en eins og kunnugt er samdi Matthfas 15 Ijóð í tilefni þúsund ára afmælisins. Þessi tvö Ijóð. sem Sveinbjörn samdi lög við, munu vera einu þjóðhátfðarljóð- in. sem Matthfas orti óbeðinn. Þegar sá stóri dagur 2. ágúst rann upp var sólskin f Reykjavfk, en frem- ur svalt. og allt með miklum hátíðar- blæ. Skip lágu fánum prýdd á höfn- inni og koma konungs með stjórnar- skrá og annarra erlendra gesta setti mikinn virðuleikasvip yfir hátíðina. Meginhluti hátfðarhaldanna fór fram f Öskjuhlfð. Guðsþjónustan f Dómkirkjunni var þó mikilvægur lið- ur. Vildu margir vera viðstaddir hana, en færri komust að en vildu. Konungur ásamt fylgdarliði sfnu og öðrum innlendum og erlendum fyrir- mönnum var viðstaddur hámessuna sem sungin var klukkan hálf ellefu, en þrjár messur voru sungnar í Dóm- kirkjunni þennan dag. Við hámess- una fór frumflutningur Lofsöngsins fram. Herma flestar heimildir, að Pétur Guðjónsson hafi stjórnað söngnum. Fáar heimildir skýra frá þvf, hvaða viðtökur Ó, guð vors lands hlaut hjá islenzkum áheyrendum. Guðrún Borgfjörð segir þó í minningum sin- um m.a.: „Ég var svo heppin að komast inn og það segi ég satt, að aldrei hefur mér fundizt eins fallegt að heyra „Ó, guð vors lands", og þá. Það var guðdómlegt. Auðviað voru allir beztu söngkraftar bæjarins þar saman komnir." Lftið var hins vegar minnzt á Ijóðið f blöðum og aðrir höfðu fremur fá orð um það. Kannski þeir hafi ekki kunnað að koma orð- um að hrifningu sinni eins og Jón Þórarinsson bendir á f ævisögu Sveinbjörns. Ef til vill hafa hinir erlendu gestir haft betri tök á að túlka viðbrögð og tilfinningar hinna fslenzku áheyr- enda. Blaðamaðurinn og rithöfund- urinn bandarfski, Bayard Taylor, skrifaði f New York Tribune, að Lof- söngurinn hefði haft mikil áhrif á áheyrendur „svo að ég sá. að augu margra fylltust tárum. Viðkvæðið „íslands þúsund ár" hljómaði um kirkjuna með tónum, sem fremur lýstu hátíðleika en nokkru stórlæti, f samræmi við hinn alvarlega guð- ræknisanda þess fólks, er hér var samankomið ..." Beztu lýsingar á þeim móttökum, sem lag Sveinbjörns fékk. er einnig að finna ! erlendum blöðum. Dönsku blöðin. sem fylgdust vel með hátfð- inni. fóru um það fögrum orðum og ! Times ! London var það lofað. Ó. guð vors lands. var ekki samið sem þjóðsöngur, Eldgamla ísafold gegndi enn þvf hlutverki. Erfitt er að segja um, hvenær Ijóðið varð þjóð- söngur okkar. 1878 talar Sveinbjörn þó um það sem þjóðsöng ! bréfi til Sigrfðar Magnússon konu Eirfks Magnússonar f Camebridge. Jón Þórarinsson telur hins vegar ólíklegt, að Lofsöngurinn hafi þá verið búinn að vinna sér hefð sem þjóðsöngur, heldur hafi hugmyndin verið runnin undan rifjum Eirfks, sem var mikill fullhugi ! stjórnmálum (slendinga og stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar. Söngurinn vann sér þó smám sam- an hefð og segir Árni Thorsteinsson ! minningum sfnum, að „á árunum kringum 1880 var það orðinn fastur liður f sunnudagshaldi bæjarbúa. að þeir löbbuðu niður að Austurvelli og hlýddu þar á hornamúsfk . . . Var þá jafnan leikið sem sfðasta lag Eld- gamla ísafold." Lofsöngurinn var þv! enn ekki búinn að vinna sér þá hefð að geta talizt þjóðsöngur. Sfðar segir Árni aftur á móti, að ýmis „sportfé- lög hafi tekið Ó, guð vors lands upp á arma sfna og sungu það á samkom- um sínum og mótum og innleiddu það sem þjóðsöng." „ Það var venja," segir Árni, „að allir tóku ofan meðan Lofsöngurinn var sung- inn eða leikinn og varð þetta brátt almenn venja — allir voru farnir að taka ofan og söngurinn var þar með orðinn sannnefndur þjóðsöngur." Söngurinn eignaðist æ sterkari itök f vitund þjóðarinnar og fyrir alþingishátfðina 1930 kom upp sterk hreyfing með þvf, að Islending- ar keyptu réttindi af laginu af hinu danska forlagi. sem hafði keypt þau af tónskáldinu árið 1910. Forlagið reyndist hins vegar ekki fáanlegt til að selja þar til árið 1948. að réttindi að laginu komust f eigu fslenzka rfkisins. í þessari grein hefur einkum verið stuðzt við ævisögu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar eftir Jón Þórarins- son og ritgerð Njarðar P. Njarðvfk um þjóðhátfðarljóð Matthfasar Joch- umssonar, sem birtist f Skfrni 1962. — pje. KOMA Á SKÚTU Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Svíarnir Arne, Tor, Guss og Lennart. Fólk kemur eftir ýmsum leiðum á þjóðhátfðina. 1 fyrra- kvöld komu t.d. til Reykjavíkur tvær seglskútur, önnur frá Gautaborg, en hin frá Ham- borg, og sögðu skipverjar á þeim báðum, að þeir hefðu komið aðallega til að fara á þjóðhátfðina á Þingvöllum. Þegar blm. Mbl. leit niður á Ægisgarð, þar sem skúturnar •iggja, voru Þjóðverjarnir að hamast við að birgja sig upp með vatni, en Svfarnir sátu yfir kaffi og buðu þegar um borð. Sögðust þeir hafa verið á ferðinni sfðan 5. júlf, en komið við f Stavangri, Hjaltlandi, Færeyjum og Vestmanna- eyjum. Sögðust þeir hafa stopp- að f 4 daga f Færeyjum og varla getað siitið sig þaðan, „því að eyjarnar voru svo fallegar“. Þeir félagarnir voru fjórir saman á aldrinum frá tvftugu til fimmtugs og komu allir frá Gautaborg nema einn, sem var sænskur amerfkani. Hét sá Guss Ericsen og sagðist hann hafa kennt skógrækt við há- skóla f Bandarfkjunum og haft þar fslenzkan nemanda, sem hann vildi komast f samband við. Sá, sem hafði orð fyrir þeim félögum, Tor Liljedal, sagði, að fyrst hefðu þeir stigið á land f Heimaey og að þeir hefðu orðið mjög hrifnir. „Við fórum upp á eldfjallið og það var stórkostlegt að sjá ofan f rjúkandi gfginn og að finna hitann undir fótunum. Við gátum meira að segja soðið egg f sandinum. Ef Vestmanna- eyjar væru aðeins minna úr leið, yrðu þær fyrsta flokks ferðamannastaður,“ sagði Tor. Þeir félagar sögðust hafa fengið gott veður á leiðinni, þar til á milli tslands og Færeyja, þá hefði vindur farið að blása á móti og þeir átt f strfði við háar öldur. Þjóðverjarnir, sem lágu við hliðina á Svfunum, voru fimm saman, allir á aldrinum milli tvftugs og þrftugs. Þeir sögðust hafa verið rúmlega hálfan mán- uð á leiðinni, en að vfsu með viðkomu f Skotlandi, þar sem þeir höfðu skoðað sig um. Þeir sögðust ekki ætla að láta sér nægja að skoða Reykjavfk og Þingvelli, heldur ætluðu þeir að sigla norður fyrir land á leið sinni heim. Hamborgararnir og skúta þeirra. Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag. 1 dómkirkiiitni 2. ágúst 1874.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.