Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1974. wm IIM Stiórnarskráin 1874: uni hin sjerstaklegu málefni Islands. „Dýrmæt frelsisveiting” gotfateiitgglott for 5. JANÚAR 1874 undirrit- aði Kristján 9. „af guðs náð Danmerkur konungur Vinda og Gauta, hertogi i Slésvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg" stjórnarskrá um hin sér- stöku málefni íslands. Til- kynnt var um útkomu stjórnarskráinnar sem sér- stakri konunglegri auglýs- ingu 14. febrúar og barst auglýsingin til íslands með póstskipinu um mánuði síðar. Er stjórnarskráin prentuð í fyrsta tölublaði Stjórnartíðinda, en gildi tók hún 1. ágúst sama ár á meðan Kristján konungur dvaldi hér á landi. í blöðum þessa tlma er nokkuð um stjórnarskrána skrifað. en ekki verður hér af sagnfræðilegri nákvæmni um þau fjallað. Vlkverji birtir 23. marz 1874 auglýsingu konungs og segir frá stjórnar- skránni. Segir þar: „Fyrsta tilfinn- ingin, sem vaknar hjá oss út af auglýsingunni, hlýtur að vera þakklæti. Vér verðum að þakka konungi vorum fyrir gjöf þá, sem hann af „Frjálsu fullveldi" hefir veitt oss." Slðar segir: „En vér verðum þar að auki allir og sér- hver að minnast þess, að með hluttekt I löggjafar- og fjárveit- ingavaldinu höfum vér llka fengið þátt I ábyrgðinni." „Meinlega við- brunnið uppkokk" Þjóðólfur, sem birtir stjórnar- skrána 25. marz, drepur á að I auglýsingu konungs stendur, að stjórnarskráin sé „að mestu leyti byggð á frumvarpi þvl til stjóm- skipunarlaga, sem lagt var fyr:r Alþingi 1871". Segir blaðið. að allir viti og þekki, að það frumvarp til stjórnskipunarlaga hafi ekki verið annað en „meinlega við- brunnið uppkokk" af stjórnlaga- frumvarpi þvl, er lagt var fyrir Alþingi 1869. Er að sjá sem blað- inu hafi fundizt allt of lltið hafa áunnizt með þessari stjórnarskrá og er um það fjallað með nokkurri hneykslun, að Víkverji skuli þakka fyrir „gjöf", sem konungur hafi „gefið af frjálsu fullveldi". Gripið niður í blöð frá 1874 Nokkru eftir að fréttin um út- komu stjórnarskrárinnar barst til landsins tóku allmargir þingmenn sig saman ásamt nokkrum borgur- um I Reykjavlk og nágrenni og sendu konungi eftirfarandi þakk- arávarp, sem birt er I Vfkverja 11 mal 1874: „Allramildasti konungur. Yðar Konunglega Hátign hefir af landsföðurlegri mildi látið að bænum alþingis og gefið oss ís- lendingum þá stjórnarbót, er veitir þessu þingi fullt löggjafarvald og fjárforræði, og finnum vér, sem hér ritum nöfn vor undir, sterka hvöt og innilega löngun hjá oss til að láta Yðar Konunglegu Hátign I Ijós þær lifandi þakklætistilfinn- ingar, sem þessi mikla og góða stjórnarathöfn hefir vakið I hjört- um vorum, og sem hún að vorri ætlun hlýtur að vekja I hjörtum allra landa vorra; þvl þótt Yðar Konunglegu Hátign hafi ekki þótt fært að löggilda frumvarp það til stjómarbótar. er hið seinasta al- þing samdi og sendi Yðar Konung- legu Hátign, þykir oss það eigi sfður þakklætisvert, að Yðar Kon- unglega Hátign hefir tekið þá varauppástungu þingsins. sem þar var samþykkt nálega I einu hljóði, I öllu verulegu til greina. Að vlsu er stjórnarskráin, eins og sagt er I hér að lútandi auglýsingu Yðar Konunglegu Hátignar til fslend- inga, að mestu leyti byggð á frum- varpi þvl til stjórnarskipunarlaga, sem lagt var fyrir alþingi 1871, en vér viðurkennum þó þakklátlega, að hún veitir meira frelsi en það, einkum að þvl leyti sem hún af- nemur hina föstu fjárhagsáætlun, er frumvarpið gjörði ráð fyrir og sem hlaut að hafa takmarkandi áhrif á fjárhagsráð þingsins. Vér viðurkennum með þakklæti, að með stjórnarskránni er fslending- um veitt svo mikið frelsi og þjóð- leg réttindi, að skilyrðunum fyrir öflugum og heillarlkum framförum landsins, bæði I andlegum og Ifkamlegum efnum, sé með þvl svo fullnægt, að vér ölum þá öruggu von I brjósti voru, að stjórnarbót þessi muni bera bless- unarrlka ávexti fyrir aldna og óborna. með þvl að vér treystum þvl. að stjórnin. þjóðin og þingið muni eftirleiðis leggjast á eitt til að vinna að þvl I eindrægni, sem Yðar Konunglega Hátign hafið sjálfir svo mildilega sagt að sé sam eiginlegt mark og mið lýSsins og stjórnarinnar. það er að skilja. framfarir og hagsæld landsins. og vér treystum þvl staðfastloga. að þó eitthvað I fyrstunni, meðan menn eru að læra að neyta frelsis þess, sem þeim nú er veitt, kunni hér eins og vfðar að takast ófim- lega og miður en skyldi, muni þó sáðkorn það. sem falið er I stjórnarbótinni, spretta og blómg- ast. þegar stjórn og lýður vinna saman I einum anda og verða samtaka I að burtrýma öllu þvl. sem tlmi og reynsla kunna að sýna, að sé vexti og viðgangi þess til fyrirstöðu. Allramildasti konungur. Eins og vér erum gagnteknir af lifandi þakklætistilfinningum fyrir hina dýrmætu frelsisveitingu, eins erum vér það eigi síður fyrir það, að Konungleg mildi Yðar hefir framkvæmt þessa miklu gjörð ein- mitt á þvl ári, er þess verður minnst. að þúsund ár eru liðin sfðan island fyrst byggðist, með þessu hefir Yðar Konunglega Hatign snortið hina innstu og við- kvæmustu strengi hjartna vorra og sýnt Yðar landsfjöðurlega mildi I hinu fegursta Ijósi. í Konunglegri auglýsingu til fs- lendinga, hefir Yðar Konunglegu Hátign allramildilegast þóknast að minnast þess, að fyrir þúsund árum hafi hér byrjað þjóðarlff, sem einkum með því að halda við máli forfeðranna og færa I sögur afreksverk þeirra hefir verið svo mikilsvert fyrir öll Norðurlönd. Fyrir frelsisveitingu Yðar Konung- legu Hátignar mun þjóðarlff þetta eftirleiðis enn meir þróast og glæðast, og það gefur vissu fyrir þvl, að mál vort og feðra vorra muni enn viðhaldast um ókomnar aldir, en maðan það lifir mun geyma ógleymanlega minningu Yðar Konunglegu Hátignar, og þegar niðjar vorir færa enn I sögur afreksverk forfeðranna, munu þeir jafnan telja frelsisveitingu Yðar Konunglegu Hátignar sem hið 36lanb« fccrliflc Slnltggeuber. Atnnltettliorg, iictt 5" Jamrnr 1874. £j0f>rn(tat>tt 5Trt)tt lio« % $. ©imílí. Fyrsta síða stjórnarskrár- innar. minnisverðast og heillarlkasta af- reksverk. Vér biðjum guð almáttugan að halda vemdarhendi sinni yfir Yðar Konunglegu Hátign og yfir Yðar Konunglegu skyldmennum og að gefa Yðar Konunglegu Hátign langa og farsæla rikisstjórn. Allraþegnsamlegast." „Svo eru lög sem hafa tog" Daginn sem stjórnarskráin tók gildi birtí Víkverji hugleiðingu um hana og segir þar m.a.: „Hver þjóð sem nokkuð hefir miðað áfram, hefir orðið sjálf að vinna fyrir framfarir sfnar, og nú getum vér unnið fyrir land vort án þess að óttast það, að stjórnin aftri oss eður eyði hinum litlu efnum vorum. Hinsvegar verðum vér að muna það, að um engin lög á málshátturinn „Svo eru lög sem hafa tog" sér betri stað en um stjórnarlög." 4 mikilvrcgu gjörftnr pamkvænu ósk nl|)ingiti hefir getnð átt sjer stað cinmitt á |»vf ári, er þcst verður minnzt, að 1000 ár eru liðin aíöan íalaml fyrst byggðiat, og að þá hafi byrjað þjóðarlíf, sem einkum með því að haltla við máli forfeðranna og færa í sögur afrek8vcrk þcirra, hefir verið svo mikilsvcrt fyrir öll norðurlöml. Um leið og Vjer í tilefni nf hátíð þcirri, aem í hön«l fer, scnduin öllum Vorum trúu og kæru þegnum á íalantli kveðju Vora og Vornr beztu heilla- og hamingjuóskir landinu til handa um ókotninn tíma, uaineinuin Vjer því voriina uin, nð sá tími muni koina, að umekipti þau á ntjórnarhögum (slnnds, «em ntí standn til, verði einnig tnlin i eögunni setn ntkvæðamikill og happnsæll viðburður fyrir ísland. Gefið n Amaliuborg, 14. day fcbrvarmánaðnr 1874. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli Christian fí. C. S. Klein Niðurlag konunglegu auglýsingarinnar. Koiiiingieg Auglýsiiijr til Islcndinga um þnð, að út sje komin stjórnarskrn um hin sjerstaklegu málefni Islands. Mcteejcftc &unb(|j0tcl(c til 3otœnbcmc angaacnbe Ubjlebclícn af cn gorfatnino«lo» for 3«lanb« focrltge Slnliggcnbcr. Tltnnlirnborg, bcn 14bc Jciirnnr 1874. Itjubenþnttn. trijft lioí 3. $. ödin,‘'. Titilsíða konunglegrar auglýsingar um, að út sé komin stjórnarskrá. af guðs náð Dnnnierkur konungur Vinda og Gauta, hertogi í Sljcsvík, líoltsetalandi, Stórmæri, þjettmerski, Láenhorg og Aldinhorg, Gjörum kunnugt: Eptir að frurnvörp til fyrirkomulags á stjórnnrmálefnum Islands fleirum sinnum höfðu verið Jögð fyrir hið íslenzka alþingi án þess, að þingið hafði viljað aðhyllast þau, hefir alþingi, sem haldið var á árinu, seni leið, sumpart í þegnlegri bænar- skrá, sumpart i þegnlegu ávarpi, er laut að hinu sama, látið í ljósi þá ósk, að Vjer vildum gefa íslandi stjórnarbót að Jiví leyti, er snertir hin sjerstaklegu málefni þcss, ejcr í lagi á þá leið, að liún gæti öðlazt gildi á þessu ári, sein minnisvert er fyrir ífiland. Með því Vjer höfum fundið ástæðu til, að verða við beiðni þeirri, sem þannig er frarn kotnin frá Voru kæra og trúa alþingi, höfurn Vjer allramildilegast ályktað með því að leggja til grundvallar frumvörp þau til stjórnarskipunarlaga, sem áður hafa verið lögð fyrir alþingi, og einkanlcga taka tillit til atriða þeirra, er tckin voru fram í fyr nefndri bænarskrá þingsins, að gefa eptirfylgjandi Stjórnarskrú tim liin sjerslaklegii málefni íslands. I. 1. grein. í öllum þeim málefnum, sem Suinkvæint lögum um hina stjómarlegu stöðu íslands í ríkinu, 2. janúnr 1871, '6. gr. varða lsland sjerstaklego, hefir landið lðggjöf sína og stjórn útaf fyrir sig, á þann hátt, að löggjafarvaldið er lijá konungi og alþingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá konungi, og dómsvaldið hjá dómendunum. Sanikvæmt 2. gr. í tjeðum lögiun tekur ísland aptur á móti cngan þátt í löggjafarvaldinu að því leyti, er sncrtir Jiiu alinennu málefni líkisins, á innðan þnð ekki hefir fulltrúa á rikisþinginu, cn á hinti hóginn verður þess hcldur ekki krafizt á ineðan, að Island lcggi neitt til hinun almcnnu jiarfa ríkisins. Forsfða sérprentunar stjórnarskrárinnar frá 1974. Frelsi og þjóðleg réttindi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.