Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULI 1974.
Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þjóðhátíðargesti
llll Þjóðhátíð á
Þingvöllum 1974
UMFERÐIN
Varðandi umferðina
beinir lögreglan eftirfar-
andi tilmælum til fólks:
1. Jafn ökuhraði, þannig
að komizt verði hjá tíðum
framúrakstri.
2. Farið ekki á lélegum
ökutækjum.
3. Ef óhapp hendir á leið-
inni eru menn beðnir að
koma bifreiðum sínum vel
út á vegarkantinn eða út
fyrir veg og biðja síðan fyr-
ir skilaboð til næstu lög-
regluvarðstöðvar.
3. Farið ekki á vörubif-
reiðum til Þingvalla. Bif-
reiðastæðin eru ekki gerð
fyrir slík ökutæki.
4. Óheimilt er að ferðast
með hjólhýsi á aðalleiðum
til Þingvalla á sunnudag-
inn.
5. Öll almenn bifreiða-
umferð verður óheimil um
þjóðgarðinn milli Þing-
vallavatns og nýja Gjá-
bakkavegarins.
Varðstöðvar lögreglunnar
verða á eftirtöldum stöð-
um:
1. A mótum Þingvalla-
vegar og Vesturlandsveg-
ar.
2. Á Mosfellsheiði, á mót-
um Þingvallavegar og
Kjósarskarðsvegar.
3^ Á Þingvallaleið, á mót-
um Grafningsvegar.
4. Á Þingvallavegi, móts
við Kárastaðastíg (þar sem
ekið var niður Almanna-
gjá).
5. Á Þingvöllum, nánar
tiltekið á Leirunum.
6. Á mótum Gjábakka-
vegar og Sogsvegar.
7.1 Skógarhólum.
8. Á Uxahryggjaleið, við
gatnamót Kaldadalsvegar
og Uxahryggjavegar.
Stjórnstöð löggæzlunnar
verður á Þingvöllum í
tjaldi við Efrivelli. Verður
stjórnstöðin í fjarskipta-
sambandi við lögregluvarð-
stöðvar, lögreglubifreiðar
og björgunar- og hjálpar-
sveitir. í hverri lögreglu-
varðstöð verður varðstjóri
ásamt tveimur lögreglu-
mönnum, bifhjól og lög-
reglubifreið mönnuð lög-
reglumönnum, auk tveggja
aðstoðarmanna frá hjálpar-
sveitum.
Lögreglumenn á bifreið-
um og bifhjólum annast
eftirlit á vegunum og vega-
þjónusta F.Í.B. verður á
aðalleiðum á Þingvöllum.
BIFREIÐASTÆÐI
VERÐA
Á EFTIRTÖLDUM
STÖÐUM:
1. Við Kárastaði. Stæði
þetta er einkum ætlað
þeim, sem koma akandi yf-
ir Mosfellsheiðina. Frá bif-
reiðastæðinu verða fastar
ferðir strætisvagna að
barmi Almannagjár.
2. Við Kárastaðastíg fyr-
ir ofan Almannagjá. Þeir,
sem leggja á þessu stæði og
á Kárastaðatúni, ganga nið-
ur Almannagjá.
3. Við þjóðgarðshlið að
vestanverðu. Stæðið er ætl-
að þeim, sem vilja hafa bif-
reiðir sínar sem næst tjald-
stæði. Strætisvagnaferðir
verða einnig frá þessu
tjaldstæði.
4. Á leirunum beggja
megin Gjábakkavegar.
Stæðið er einkum ætlað
þeim ökumönnum, sem
koma um Sogsveg og nýja
Gjábakkaveginn, og einnig
þeim, sem koma akandi yf-
ir Kaldadal og Uxahryggi.
Ef fyrrgreind bifreiða-
stæði þrjóta er bent á næg
bifreiðastæði á svæði við
Skógarhóla, en þaðan
verða tiðar stærtisvagna-
ferðir að hátíðarsvæðinu.
UTVARPIÐ
U pplýsingarstarf semi
fyrir vegfarendur verður á
eftirtöldum tímum:
1. Frá klukkan 7.00 að
morgni sunnudags til kl.
10.45.
2. í hádeginu (ef ástæða
þykir).
3. Frá kl. 17.10—18.30.
4. Frá kl. 19.30—20.30.
Fólk er hvatt til að hafa
með sér ferðaútvarp eða
nota bflútvarp og hlusta á
þessum tímum þannig að
það geti hagnýtt sér þær
upplýsingar, sem þar koma
fram.
STRÆTISVAGNAFERÐIR
1. Frá Reykjavík og
Kópavogi á sunnudags-
morguninn kl. 6.30, en á
þeim tíma leggja vagnarnir
af stað frá endastöðvum
sínum eftir að hafa farið
sínar venjulegu leiðir. Far
miða verður að kaupa áður
en stigið er upp í vagnana,
en þeir eru seldir í
Umferðarmiðstöðinni og
gilda fram og til baka.
2. Langferðabflar munu
halda uppi ferðum til Þing-
valla frá Umferðarmiðstöð-
inni frá kl. 7.00 um morg-
uninn og fram eftir degi.
3. Strætisvagnaferðir frá
bifreiða- og tjaldstæðum að
sjálfu hátíðarsvæðinu
verður haldið uppi allan
daginn og eru ferðir ókeyp-
is.
ALMENNAR
UPPLÝSINGAR
1. Þyrlur Landhelgis-
gæslunnar og S.V.F.Í.
verða til taks við eftirlits-
og björgunarstörf.
2. Slysavarnafélag Is-
lands, Flugbjörgunarsveit-
in og Hjálparsveit skáta
munu vinna að hjálpar-
störfum og aðstoða lögregl-
una við eftirlit, t.d. á
hættulegum stöðum í
nágrenni samkomustaðar,
röðun bifreiða á stæði og
slysahjálp.
3. Almenn þjónusta er
fyrir hendi, s.s. veitingar,
snyrting, salerni og póstur.
4. Fjölmenn sveit tjald-
búðamanna frá skátunum
verður á tjaldsvæðunum.
5. Áfengisneyzla er
stranglega bönnuð og þeir,
sem sjást með vín, verða
tafarlaust fjarlægðir af
svæðinu.