Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JtJLÍ 1974. Málverk Gunnlaugs Schevings Landnám, sem gert er eftir klippmyndinni. Listaverk um landnámið Klippmyndin Öndvegissúlunum kastaS, eftir Gunnlaug Scheving. Klippmyndin Landsýn, eftir Gunnlaug Scheving. Vegna þjóShátlSarinnar hefur Mbl. reynt aS afla upplýsinga um stór listaverk, sem gerS hafa veriS um landnámiS. í Ijós kom, aS tiltölulega fáir listamenn hafa gert stór verk um landnámiS. en blaSiS hefur látiS taka myndir af þeim verkum, sem I Ijós komu. Kann þó aS vera, aS einhver verk, sem blaSinu er ókunnugt um, hafi orSiS útundan. Eftir þvl, sem næst verður komizt, geröi Gunnlaugur Scheving listmálari þrjár klippmyndir um landnámið fyrir sögusýningu 1 tilefni lýðveldishátiðar- innar 1 944. Myndirnar heita Landsýn, Sigling og Öndvegissúlunum kastað. Siðar gerði Gunnlaugur málverk eftir tveim myndanna, Landsýn og Öndveg- issúlunum kastað og hangir annað þeirra — Landsýn, I Austurbæjarbiói, en hin er i eigu dr. Gunnlaugs Þórðar- sonar og hangir á heimili hans. Mynd dr. Gunnlaugs nefnist Landnám. Klipp- myndirnar þrjár eru nú á listasafni i Lundi, „Arkiv för dekorativ konst”, og mun listamaðurinn hafa látið þær af hendi nokkrum árum eftir sögusýning- una. Mynd er af Siglingu á öðrum stað i blaðinu. Jóhann Briem listmálari hefur gert tvær myndir um landnámið og hefur frú Vigdis Kristjánsdóttir ofið vegg- teppi eftir báðum. Önnur myndin nefn- ist Ingólfur tekur sér bólfestu og er í Húsmæðraskóla Reykjavikur við Sól- vallagötu, en teppið, sem ofið var eftir henni, prýðir fundarsal borgarstjórnar Reykjavikur I Skúlatúni. Var sú mynd Jóhanns gerð i tilefni 1 75 ára afmælis Reykjavíkur á árinu 1961. Hin mynd Jóhanns Briem, Öndvegissúlunum varpað, var gerð I tilefni 1 100 ára afmæli íslandsbyggðar i ár og vinnur frú Vigdls nú að því að vefa eftir myndinni. Einar Jónsson myndhöggvari gerði hið kunna llkneski af Ingólfi Arnarsyni, sem um árabil hefur verið borgarbúum augnayndi á Arnarhóli, en Einar gerði einnig aðra mynd, sem ekki er eins kunn og nefnist Papi, fyrsti landnemi íslands. Sú mynd var gerð i minningu fyrsta kristna landnemans á íslandi. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gerði á árinu 1930 veggplatta, sem heitir Landnámsmaðurinn og hangir i vinnustofu hans. Þessi platti hefur aldrei verið gefinn út, en Ásmundur gerði hann meðan hann dvaldi f Frakk- landi um svipað leyti og hann gerði Alþingishátíðarplatta fyrir Frakka í til- efni hátiðarinnar 1930. Þá gerði Ás- mundur á árinu 1972 verkið „Friðar- og landnámssól", sem nú er verið að stækka. Landsýn, málverk Gunnlaugs Scheving.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.