Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974.
RABBAÐ VIÐ ÞRJÁR
Eftir Arna Johnsen
„Það þakka ég skaparanum Guði föður“, var
svarið sem við fengum hjá þremur af elztu konum
landsins, þegar við spurðum þær hverju þær
þökkuðu langlífi sitt, en þær eru allar fæddar 1874.
Elzti íbúi landsins er Halldóra Bjarnadóttir á
Blönduósi, en hún er 100 ára gömul og verður 101
árs 14. okt. í haust. Viðtal við hana birtist í Morgun-
blaðinu s.l. haust. Elztu fbúar lands vors á eftir
henni eru Guðbjörg Guðnadóttir í Reykjavík, Inga
Jóhannesdóttir í Grímsey og Þorbjörg Þórðardóttir
á Akureyri. Þær eiga allar 100 ára afmæli á þjóð-
hátíðarárinu 1974. í tilefni þess heimsóttum við
þessar þrjár konur, sem eru þær einu eftirlifandi
frá árinu 1874, og röbbuðum við þær um líf
þeirra og vettvang og hvernig það er að bera aldur
1/11 af aldri þjóðar vorrar. Fara viðtölin hér á
eftir:
Inga:
*•
„Eg reyni að
tala málið okkar
sem réttast”
FLUGVÉLIN var komin niðrur fyrir
heimsskautsbaug, Grímsey reis úr
hafinu. Þar dansaði hún hægum
dansi við slbreytilega liti himins
og sjávar og undirspilið léku sam-
an vindurinn og hafaldan. Þau
léku hljóðlátt lag þessa stundina.
Ég arkaði flugbrautina I átt að
byggðinni, og skömmu slðar var
ég sestur við rúmstokkinn hjá
Ingu Jóhannesdóttur I Grímsey.
Þessi finlega kona varð 100 ára
gömul 20. júll sl. en I 55 ár hefur
hún verið I Grlmsey.
Ég spurði hana fyrst hvort
eitthvað hefði verið talað um þjóð-
hátlðarárið 1874 á hennar ungl-
ingsárum. „Ekki var það neitt sér-
stakt", svaraði hún, „en mamma
og pabbi munu hafa farið riðandi
inn I Höfðahverfi á hátlðina þar.
en þá var ég þriggja vikna gömul.
Það var vist talsverð samkoma I
Grýtubakkahreppi við þinghúsið
þar utan og neðan við túnið".
„Áttir þú skemmtilega
bernsku"?
„Ég get nú helzt ekki minnst á
hana ógrátandi, þvi að ég ólst upp
hjá vandalausum frá 8 ára aldri.
Foreldrar mlnir bjuggu I Þorgeris-
firði lengst af, en nú er allur kjálk-
inn kominn I eyði frá Grenivlk og
út alla Látraströnd. 10 bæir I
Fjörðum og Keflavík, auk fimm
bæja á Flateyjardal. Þvllikt að sjá
þetta allt fara i eyði og nýbyggð
kirkja I Flatey, búið að jarða þar
eina manneskju þegar allt fór i
eyði. Kirkjan var áður uppi i
Flateyjardal og var kölluð
Brettingsstaðakirkja, en hún
skekktist i fárviðri og varð
ónothæf".
Það lágu prjónar og garn á borði
innan seilingar frá gömlu konunni
þar sem hún reri f ram i gráðið.
„Eg er búin að vera með leysta I
hálfan mánuð, en ég hef prjónað
mikið siðan ég varð blind og þau
eru nú orðin 13 árin sltk. Það er
lika orðið hálf lokað fyrir eyrun
min. sérstaklega það vinstra, og
ég heyri varla til sjálfrar min. Ég
hef verið að biðja Guð að taka
ekki af mér heyrnina."
„Hver var mesta ánægjan á
unglingsárunum"?
„Ég hafði afskaplega gaman af
söng, það var mín mesta ánngja
að hlusta á söng og syngja. Mitt
fólk, systkini min, pabbi og afi,
sungu svo afskaplega fallega.
Séra Matthias kenndi söng og ég
Isrði svolitið hjá honum bæði af
andlegum og veraldlegum lögum
fyrstu árin, sem við vorum á Bás-
um hér f Grimsey".
„Hlustar þú á útvarpið"?
„Ég fylgist með fréttum. mess-
um og ýmsu öðru efni, en ég
hlusta nú ekki á sinfóniurnar
þeirra, hef ekki vit á þeim, og
dettur það ekki i hug. Messu
sleppi éq aldrei og bænum prest-
anna á morgnana tek ég þegar
ég get"
Um 120 manns komu með póst-
bátnum i afmæli Ingu i júni sl. og
margir voru komnir áður. Þegar ég
spurði hana um það hvernig henni
fyndist að vera orðin 100 ára
svaraði hún: „Það er orðin löng
ævi, en ég hef verið vel hraust,
eiginlega aldrei legið nema þegar
ég átti blessuð börnin. Einnig
þegar ég fór suður og lét skera i
augun min, en daginn eftir
uppskurðinn mældist ekki komma
i mér. Ég hef aldrei dottið
svo að ég hafi slasast. en
nú siðustu árin hefur verið
einhver blóðtappi i mér stund-
um og þá líður mér illa. Mér
leið illa i morgun, en nú liður
mér miklu betur. Ég er þakklát
fyrir börnin min og barnabörnin,
hvað þau eru öll heilbrigð,
skemmtileg og vel gefin. Siðan ég
varð ósjálfbjarga hef ég verið hér f
elskulegustu höndum, sem
hugsast getur og börnin eru öll
svo elskuleg við mig".
„Þú átt margs að minnast"?
„Já, það er náttúrulega margs
að minnast, bæði gott og sárt. Eg
missti fyrri manninn minn i sjóinn
og bróður hans með. Það var sárt
að sitja þá með 4 börn á aldrinum
2—9 ára. Hugsa sér hvað slysin
eru orðin tið nú á landi og á
vötnunum, það er yfirgengilegt að
heyra það. Hætt er við að ekki sé
brúkuð nóg varúð. Miklu máli
Næstelzti Ibúi landsins er Guð-
björg Guðnadóttir nú til heimilis
að Hraunbæ 99. Hún er fædd 4.
mai 1874 að Arnarhóli f Austur-
Landeyjum i Rangárvallasýslu. Við
hittum hana að máli þar sem hún
dvelur nú um sinn hjá dótturdótt-
ur sinn og nöfnu, Guðbjörgu og
manni hennar Óla, að Háaleitis-
braut 49 i Reykjavik. Guðbjörg
heyrir vel, en sjónin er farin að
daprast. Hún var kát og hin hress-
asta þegar hún spjallaði við okkur
einn góðviðrismorguninn.
„Ég er alin upp á Arnarhóli,"
sagði hún, „og var þar þangað til
ég var 25 ára gömul. Þá fór ég
suður til Reykjavikur til þess að
búa og hef verið hér syðra siðan.
Ég hef litið ferðast um ævina. Ég
fór einu sinni út f Eyjar I skemmti-
ferð. einu sinni á Bakkann og einu
sinni hef ég komið til Þingvalla.
Annað hef ég ekki ferðast nema
ferðina að heiman og hingað til
Reykjavikur."
„Hvemig var búskap háttað hjá
ykkur?"
„Það var fremur gott bú og það
var alltaf nokkuð margt fólk hjá
okkur. oft gamalt fólk úrsveitinni,
sem fékk athvarf hjá okkur."
„Mikið unnið?"
„ Já. það var litill timi til þess að
skemmta sér, alltaf mikið að gera,
en við krakkarnir hlökkuðum allt-
af til þess að fara ( réttirnar á
haustin. Það var þó ekki alltaf
hægt ef heyvinnu var ekki lokið.
Annars fórum við oft I útreiðar-
túra, til skemmtunar á sunnudög-
um og okkur þótti gaman að fara á
hestbak. Það var lika farið á hest-
um til kirkju."
skiptir að gera hlutina rétt. Þú
varst að tala áðan um 100 árin
mfn. Það er mikið undir ævinni
komið að vera reglumanneskja,
drykkjuskapur og óregla eru
hræðilegir förunautar. Maður
heyrir svo mikið um slíkt að
sunnan. Það er mikið spursmál
fyrir alla, sem nokkra hugsun
hafa, að gæta sin é öllu svoleið-
is. Það er mikið lán t.d.
hér á þessu heimili að eng-
inn hefur reykt. Mikið Guðs lán
sem enginn getur metið eins
og vert er. Það er lika margt
af unga fólkinu duglegt og
kraftmikið. Það er ungt vanið hér
við vinnu, bæði sjósókn og land-
vinnu og svo stundar það sitt
nám. En alltaf sækir það heim
aftur. Það er svo skemmtilegt
þegar elskumar eru að reyna að
Inga Jóhannesdóttir Ljósm. Mbl.
„Þið krakkamir hafið sinnt
sauðfénu."
„Já. það var feikn mikið fé i
réttunum og voða gaman. Þegar
veður var gott var það alveg guð-
dómlegt.
Venjulega sátum við yfir ánum á
daginn, ég gerði það oft. og á
þessum tima var fært frá á vorin.
Lömbin voru þá rekin eitthvert
langt i burtu og höfð þar sumar-
langt, en ærnar voru mjólkaðar
kvölds og morgna. Oft komu fullar
fötur frá einni á, en mjólkin var
bæði notuð til drykkjar og einnig i
skyr."
„Hver er munurinn á mjólk úr
ám og kúm?"
„Kýrmjólkin er þykkari, þótt
stundum væri húnn þunn. Hún var
ósköp þunn úr einni kúnni hjá
okkur.
Oft vakti ég yfir ánum á næt-
urna og oft fór ég með hesta niður
á Landeyjasand til þess að taka á
móti sjómönnunum þegar þeir
komu að. Það var róið þarna á
einum teinæringi. Hann hét Frið-
ur. Þegar svo bar undir safnaði ég
saman hestunum á nóttinni og
lagði á þá, fór siðan með þá niður
é sand og þegar sjómennirnir 10
komu að tók hver sinn hest og fór
til sins heima.
Einu sinni fór ég með þessu
skipi út I Vestmannaeyjar. Það var
gaman að koma þangað, það var
alltaf svo blómlegt og fallegt þar.
Við sáum svo oft út i Eyjar heiman
að."
„Voru ekki skipsströnd þarna á
sandinum?"
koma heim um páskana og jólin
oft við mjög erfiðar aðstæður til
ferðalaga. Svona er þetta nú hér".
„Var ekki skemmtilegt á 100
ára afmælinu"?
„Jú, það er mikil saga. Börnin
min. bamaböm og systkinaböm
min gáfu mér vandað pfanó til
þess að gefa skólanum og þar er
það. Ég man eftir langspilinu. sem
pabbi átti, það var fallegt. Þá var
maður byrjaður að læra visur og
lög. Þegar ég var 6 ára komu til
okkar hjón framan úr Fnjóskadal
og fengu að vera í húsmennsku.
Hann hét Einar Guðnason, hún
Sólveig og dóttir þeirra 12 ára
gömul hét Hallfrfður. Einar kenndi
söng og þó nokkuð af fólki á
Fjarðabæjunum kom. Einar spilaði
á violín eins og þá var kallað. Ég
man þetta eii,s og það hefði gerzt
fyrir fáum dögum.
Við þrjú systkinin sungum þá
oft og þarna lærði ég svo mörg
veraldleg lög. Við vorum öll svo
sönghneigð systkinin, við lifðum
10 og þrjú lærðu að spila á orgel.
Það eru svo mörg falleg lög: „Sjá
hvert sólin hnlgur", „Sat við læk-
inn sveinninn ungi", „Við sjóinn
löngum ég undi", „Það var svo
margt fallegt sem lærðist hjá
foreldrunum, þeir sem fengu að
njóta þess.
Það var lika sungið I afmælinu
minu um daginn, en þá kom fólk
frá Ólafsvfk, Dalvfk, Hrisey, Ár-
skógsströnd, Akureyri. Grenivik,
Höfðahverfi, Reykjavik og fleiri
stöðum. Ég gat bara talað við fátt
af blessuðu fólkinu, gat ekki
nálægt þvf gert mér þetta allt
nægilegt á þessum stutta tíma,
sem það dvaldi. Það var sungið og
skemmt i skólahúsinu og tveir
með harmonikku úr landi. Mig
langaði svo til að senda fallegt
þakkarávarp til þeirra, en útvarpið
vildi ekki taka við þvi. það eru vist
einhverjar reglur".
„Við skulum taka fyrir þig til
birtingar hvað sem er ( Morgun-
blaðinu, Inga min", skaut ég inn (.
„Ætlarðu það, er það ekki voða-
lega dýrt", svaraði hún.
„Ekki krónu, segðu mér bara
hvernig þú vilt hafa kveðjuna"?
„Ég vil þakka mlnum elskulegu
börnum öllum og fósturdætrum,
barnabörnum, tengdabörnum og
systkinabörnum fyrir bæíi miklar
gjafir, heimsóknir og öll hlýleg-
heit, sem þetta blessaða elskulega
fólk hefur sýnt mér. Þeim heitt og
innilega Guðs friðar og Guðs laun
á himnum biður Inga Jóhannes-
dóttir I Guðs friði".
Það var komið inn með kaffi.
pönnukökur og ástarpunga og við
Inga röbbuðum áfram saman yfir
Framhald á bls. 24.
„Jú, það strönduðu oft skútur
þarna við Landeyjasand og þá var
farið til bjargar ef unnt var. Það
var oft gaman að sjá fransmenn-
ina sigla i svona hægu veðri eins
og er I dag. Þá sigldu þeir oft
grunnt þöndum seglum og það
voru heilu lestirnar af skútum.
Stundum komu þeir I land og
fengu sjóvettlinga hjá þeim sem
það höfðu á bæjunum. Þeir borg-
uðu þá fyrirsig með brauði og þeir
voru alltaf góðir við börnin, gáfu
þeim stundum brauðsnúða."
„Var söngvið fólkið þarna f
sveitinni?"
„Já, við lærðum mikið af visum
og drógum okkur þá saman og
vorum að syngja krakkamir. Litið
voru hljóðfæri þó notuð þá. Ein
harmonikka var þó til heima hjá
mér og spilaði einn maður á hana.
Það var gaman að kveðast á. Oft á
vetrum voru kveðnar rimur og
lesnar sögur. Á sunnudögum var
alltaf húslestur og á föstunni voru
passiusálmarnir sungnir á daginn.
Stundum las ég húslestur og
stundum las hann afi minn. Það
voru oft 8—10 manns á húslestr-
unum og þá var baðstofan alveg
fullaf fólki."
„Svo fórstu til Reykjavíkur?"
„Þar settumst við að á Vestur-
götu I Norska húsinu þar rétt vest-
ur undir slipp."
Guðbjörg er tvigift. Með fyrri
manni sinum átti hún tvö börn. en
þau dóu bæði i fæðingu á erfiðum
árum og með siðari mann sinum
átti hún tvö böm og þaðan á hún
siðan 6 barnabörn og 5 barna-
barnabörn.
Guðbjörg:
fÁ
„Mér
þukir
• • •
mjog
Guðbjörg Guðnadóttir.
inni