Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1974. 17 LandnófnsmaBurinn. eftir Ásmund Sveinsson. FriBar- og landnámssól eftir Aamund Sveinsson. Papi. Fyrsti landnemi fslands. eftir Einar Jónsson Öndvegissúlunum varpaB. eftir Jóhann Briem Séra Skarp- héðinn Pétursson - Kveðja F. 11. október 1918 D. 5.júlf 1974. .Dáinn, horfinn!" — Harma- fregn! Hvernig gat þetta skeð? — Glaður, gamansamur, heilbrigður, ljúfur að vanda fór séra Skarp- héðinn Pétursson að heiman frá sér þann 5. júlí síðastliðinn; þurfti að skreppa á bílnum sínum út á Höfn, og litla sonardóttirin fékk að fara með. — Engan grun- aði, að hann væri að leggja upp í sína hinztu för. — En stundin var komin — enginn má sköpum renna. Hann ók f flýti sínu fari heim „i höfn á friðaríandi.“ — Og litla stúlkan, afabarnið, sem hann unni og dekraði við, lá meidd og hrædd f beigluðum bílnum, er að var komið, hún er nú úr allri hættu í sjúkrahúsi, þar sem allt, sem í mannlegu valdi stendur, er fyrir hana gert. Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að bæta við það, sem þegar hefur verið skrifað um séra Skarphéðinn látinn, en mig langar þó að senda honum fáein kveðjuorð nú að leiðarlokum. Séra Skarphéðinn var eins og kunnugt er sonur Péturs Zophaní- assonar ættfræðings og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Voru þau hjón alþekkt að gáfum og mann- kostum. Svo var um fleiri ætt- menn hans. Mér er í barnsminni, hve hlýjan hug faðir minn bar til séra Zophaníasar i Viðvík í Skaga- firði, afa Skarphéðins, og taldi hann sérstakan mannkostamann. Ljóð á ég f fórum mínum, er faðir minn orti um séra Zophanías lát- inn. Séra Skarphéðinn náði kosn- ingu í Stafafells-, Bjarnaness- og Hafnar-sóknum árið 1959, nýút- skrifaður guðfræðingur, og vígð- ist þangað þá um haustið. Hér var hann sfðan starfandi prestur til dauðadags. öllum mátti það ljóst vera, að ekki hefði hann farið út í guðfræðinám og prestsskap um fertugt, nema djúpstæð trúarþörf og trúaröryggi stæði að baki. Kirkjulegar athafnir hans urðu og mótaðar af öruggu trausti á Guðs Orði og fullkominni vissu um mikilvægi kristinna lífsvið- horfa og trú á Kristi: Séra Skarphéðinn var mikilúð- ugur persónuleiki, stór og mynd- arlegur maður, sem sómdi sér vel f prestsskrúða fyrir altari og í stól. Hann hafði góða rödd og var ræðumaður góður. Sfðasta þjón- usta hans í Stafafellskirkju var ferming, skírn og aitarisganga, — hátíðleg stund og ógleymanleg öll- um viðstöddum. Næsta kirkjuat- höfn séra Skarphéðins var í Hafn- arkirkju þann 17. júní síðastlið- inn, er þeir prestarnir í Austur- Skaftafellssýslu, séra Fjalar á Kálfafellsstað og hann, héldu þar hátíðarmessu í upphafi og tilefni af landnámshátfð sýslubúa. Fjöl- Framhald á bls. 39 Ingólfur tekur sér bóltastu, eftir Jóhann Briem. Ingólfur Amarson. eftir Einar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.