Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1974. J 0 Steinþór Gestsson alþm.: Maðurinn i félagi við landið í dag, þegar við Gnúpverjar komum saman til fagnaðar á þjóð- hátíðardegi, þegar lýðveldi á Islandi er 30 ára og á minningar- ári um 1100 ára búsetu í landinu, þá fer ekki hjá því, að hugurinn leiti til þeirra samskipta, sem maðurinn hefur átt við landið allan þennan tíma. Ég mun því í þeim orðum, sem hér verða sögð, dvelja við þessa tvo megin þætti, þ.e. manninn f félagi við landið sjálft og í mann- legu samfélagi. Um Island á landnámsöld vitum við nokkuð mikið af ritum okkar fornum, sem þó voru ekki skrifuð fyrr en tveimur til þremur öldum eftir landnámstíð. Þar er talið, að landið hafi verið vaxið viði eða vfði milli fjalls og fjöru, eins og segir f Islendingabók Ara fróða. Þetta kemur vel heim við rann- sóknir vísindamanna á okkar öld. I bók sinni „Líf og land“ segir dr. Sturla Friðriksson svo um þetta efni: „Af þessum og öðrum heimildum sést, að hæstu skógar- mörk hafa sennilega legið í 500 — 600 metra hæð sunnan jökla, en eitthvað lægra norðanlands. Á öllu hálendi fyrir ofan birkiskóga- mörk hefur verið vfðir, grasa- og hálfgrasagróður, nema þá helzt á Tungnaáröræfum ... Enda þótt breytingar á vistkerfi verði miklar um landnám vegna til- komu mannsins halda veðurfars- breytingar eigi að síður enn áfram að hafa mikil áhrif á gróðurfar og dýralíf landsins. Sá bati, sem varð í veðurfari fyrir 1300 árum, virðist aftur hafa snúið til verri vegar f lok 12. aldar og hélzt loftslag kalt fram til þess- arar aldar. Sfðari hluta 18. aldar virðist loftslag jafnvel verða enn kaldara og rakara en áður var. Þá versna að mun vaxtarskilyrði fyrir hálendisgróður vegna lægri sumarhita. Minjar eftir þetta kuldaskeið, sem lfklega náði há- marki sínu um 1890, má meðal annars finna í jöðrum Skriðufells við Hvftárvatn ... Á þessu kulda- skeiði, sem lýkur um síðustu alda- mót og stundum er kallað „litla ísöldin", verða miklar breytingar í vistkerfum landsins.“ Ekki er til þess tóm hér og nú að kynna frekar niðurstöður dr. Sturlu Friðrikssonar, en af þessum tilvitnuðu orðum verður ljóst, að megin ástæðan til gróður- eyðingar og jarðvegseyðingar í landinu eftir landnámsöld var kólnandi veðurfar. Eftir 1920 hlýnar verulega í veðri og breyt- ast þá skilyrði til vaxtar alls gróðurs til batnaðar. Þess sjáum við glögg merki hér í þessari sveit, við, sem munum eftir rofa- börðum og sandbyljum á þeim tíma og veitum nú athygli lokuð- um sárum og grænkandi svæðum, þar sem áður voru blásnir melar. Við þurfum ekki að vera í vafa um, hvert hefur stefnt á hlýviðris- skeiði síðustu áratuga. Nú bendir margt til þess, að veðurfar fari enn kólnandi og hefur svo verið um nokkurra ára skeið og má því af fyrri reynslu gera ráð fyrir stöðnun í út- breiðslu gróðurs af sjálfssáningu og jafnvel gróðureyðingu ef ekkert verður að gert. — Við vitum, að fólkið f landinu þarf að fylgjast vel með framvindu þess- ara mála, enda höfum við til þess alla möguleika að spyrna við fótum og hefja gagnsókn ef þörf krefur. Forfeður okkar áttu þar annan og tvísýnni leik, af tveimur ástæðum sérstaklega. I fyrsta lagi urðu þeir að búa að þeim gæðum einum, sem landið gaf, og voru því tilneyddir að ganga hart að því, þegar hart var í ári. I öðru lagi bjuggu þeir ekki við þá tækniþekkingu, sem nútfminn hefur yfir að ráða til þess að græða landið og verja það fyrir skemmdum vatns og vinda. Þeir höfðu ekki önnur ráð en að bera moðið frá gripunum og rofið af þökum húsa, sem voru í endur- byggingu, í blásna mela og rofa- börð, sem ógnuðu löndum manna og híbýlum. Þessi úrræði skildu ekki eftir sig umtalsverðar lag- færingar, en þau vitna um það, að mörgum bóndanum var ljós sá voði, sem að fór, og að vilji v„r til Ræða flutt á þjóð- hátíð r í X' Arnesi 17. júní sl. að bæta um og varðveita landið og hlúa að því. Nú er aðstaða manna öll önnur og á landnámshátíðarárinu 1974 eru uppi áform um stærri átök í landgræðslu og gróðurvernd en áður hafa þekkzt. Um það varð fullkomin sam- staða á Alþingi í vetur, að fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöll- um í sumar skyldi lögð fimm ára áætlun um stórt átak f gróður- vernd og að ákveðnu fjármagni skyldi varið til ýmissa þátta þessa mikla máls, eða upphæð, er neraur 1000 milljónum króna á þessu fimm ára bili. I fyrsta lagi er lagt til, að 700 milljónum króna verði varið til almennrar gróður- verndar og landgræðslu, sem Landgræðsla ríkisins mun sjá um framkvaemd á. 1 öðru lagi skal verja 170 milljónum króna til skógverndar og skógræktar á veg- um Skógræktar ríkisins. I þriðja lagi skulu ganga til rannsókna á sviði gróðurverndar, landgræðslu og gróðurnýtingar 80 milljónir króna. Ráðstöfun þessa fjár sé í höndum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landnáms rfkisins. Og í fjórða lagi skal verja 50 millj. króna til útivistarvega um afrétti og óbyggðir, til ráð- gjafar um landnýtingu og til Landverndar, samtaka áhuga- manna um landgræðslu og náttúruvernd. Þá hafa skógræktarfélögin í j landinu uppi áform um stórlega aukin umsvif í skógrækt og hafa þau leitað til hinna ýmsu sveitar- félaga um sérstakan fjárhags- legan stuðning af því tilefni. Einnig má minna á þaö hér, að sveitarsjóður Gnúpverjahrepps hefur varið til gróðurauka á Þjórsárdalssvæðinu 600 þúsund krónum hvort ár 1973 og 1974 og er það gert f samvinnu við Iand- græðslu rikisins. Allir íslendingar munu fagna þessum áformum og við skulum trúa því og treysta, að ekki verði hvarflað frá því að framkvæma þau. — 1 dag megum við einnig minnast þess, að eitt hundrað ár eru liðin sfðan Island fékk stjórnarskrá. Með stjórnar- skránni fengum við margs konar réttarbætur, en fátt mun hafa haft gagngerðari áhrif á lýðræðis- lega stöðu almennings en ákvæði hennar um sveitarstjórnir. Og þótt þau ákvæði væru í fyrstu framkvæmd með næsta fálm- kenndum hætti, þá hafa þau þró- azt til þess að vera íbúum þessa lands samhjálp og vettvangur til þess að hafa áhrif á mikilvægan þátt stjórnsýslunnar f landinu. — Frelsishetjan Jón Sigurðsson forseti fæddisP þennan dag fyrir 163 árum. Við minnumst manns- ins, sem markaði stefnuna í sjálf- stæðisbaráttunni og mótaði meir en nokkur annar Islendingur hug alls almennings í landinu til gæða þess og möguleikanna til þess að auka hagsæld fólksins. Hann vakti og trú landsmanna á það, að mögulegt væri og rétt að endur- heimta sjálfstæði landsins og að varðveizla þess væri okkur sjálf- sögð og eðlileg, ef við fengjum að ráða málum okkar sjálf. Kröfur okkar um sjálfstæði byggði hann á svo bjargföstum grunni sög- unnar, að réttur okkar varð ekki vefengdur. I krafti hans starfs og margra fleiri góðra Islands sona getum við í dag minnzt stofnunar lýð- veldisins. Minnzt þess lokasigurs, sem vannst í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar 17. júní 1944. Þann dag gengum við Islend- ingar fagnandi á móti árdeginu, þótt þá væri dimmt yfir heims- byggðinni. Frændur okkar og vin- ir, einarðir málsvarar frelsis til handa einstaklingum og þjóðum, háðu styrjöld við harðstjórnar- og einræðisöfl í hinum grálynda heimi. Okkar hlutur í þeim hildarleik var að sjálfsögðu smár á mælikvarða stórþjóða, en eigi að sfður mikilsverður fyrir hið frjálsa baráttulið. Sjómenn okkar og farmenn drógu hvergi af sér um þessar mundir þrátt fyrir ógn- ir og hættur á höfum úti. Þraut- seigja þeirra og áræði verður seint þakkað svo sem vert er og mannfórnir þessara ára ekki bættar með öðru en dugmiklu starfi og framlagi þeirra, sem lifa og erfa landið, til varðveizlu friðar og varðstöðu um frelsi og sjálfstæði hinnar fslenzku þjóðar. Þessa minnumst við f dag og áréttum heit okkar frá lýðveldis- deginum fyrir 30 árum. Við skulum láta minningar þessa dags glæða í hugum okkar þá trú á okkur sjálf, að ekkert afl, innlent né útlent, nái að slæva sjálfstæðiskennd okkar og vilja til þess að standa vörð um menningu okkar, tungu og sjálfsforræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.