Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1974 Hundraðasta platan: ÚRSLITIN! Þá er lokið fyrstu verðlaunasamkeppni Slagsfðunnar og fengizt hefur úr þvf skorið, hvaða plata ætti heima f 100. sæti listans yfir beztu stóru plöturnar frá upphafí poppaldar. Alls bárust Slagsfðunni 11 bréf með tillögum um plötur f þetta sæti. Sumum kann að finnast sú þátttaka léleg, en þegar tekið er tillit til þeirra skílyrða, sem sett voru, þ.e. að tillögunum fylgdi rökstuðningur ekki lengri en 200 orð um ágæti platnanna þá er skíljanlegt, að ekki skyldu hafa borizt mörg hundruð bréf. Fæstir hafa nokkru sinni spreytt sig á skríflegri plötugagnrýní og vex hún sjálfsagt mörgum f augum. Dómnefndin, sem skipuð var umsjónarmönnum Slagsfðunnar, lenti f hinum mestu vandræðum með að velja sigurvegarann, en að lokum varð hún þó að taka á sig rögg og kveða upp úrskurð sinn. — Það skal tekið fram, að val á sigurvegaranum byggðist á rökstuðningi hans, en ekki á skoðunum dómnefndarinnar á plötunum, sem tilnefndar voru. — Og niðurstaðan varð sú að dæma tvö bréf bezt og jöfn í fyrsta sætinu. Eru þvf tvær plötur f 100. sæti listans, en það er bara betra! Sigurvegararnir eru þeir Jón Atli Árnason, sem skrifar um Trilogy og Guðni Björgúlfsson, sem skrifar um „Their Satanic Majesties Request44. Eru þeir beðnir að hafa samband við umsjónarmenn Slagsfðurnnar vegna verðlaunanna, en báðir fá þeir stóra plötu að eigin vali. Hér birtast öll bréfín, sem bárust f keppnina, einnig eitt, sem er án rökstuðnings, en þar hlýtur að vera misskilningi um að kenna hjá viðkomandi bréfritara. „Their Satanic Majesties Request” — Rolling Stones „Rökstuðningur og nokkur gullkom um þá plötu, er hefir þann heíður að skipa 100. sætið á lista brezku „music“þorsk- hausanna. I upphafi poppskeiðs koma fram tvær hljómsveitir, ei sfðan verða leiðandi fyrir aðrar hljómsveitir f heilan áratug og vel það, The Rolling Stones og The Beatles. Á þessum tveimur hljómsveitum var reginmunur, þar sem önnur flutti meira af „civiliseraðri“ tónlist á meðan hin var oft á tfðum með harkalega tónlist. Það er augljóst, að „gamlir menn“ velja plötur á listann og því jafn augljóst, að sú plata, sem skipa á 100. sætið, verður að vera jafngömul Ifka. Sú listræna fullkomnun, er áðurnefndar hljómsveitir ná á poppskeiðinu, er slfk, að poppheimurinn f dag er á hengi- flugi. Raunar er skakkt að tala um poppheim, þvf að hann er ekki til sem slfkur lengur. — Þessi kreppa mun sennilega ekki leysast út hnútum sfnum fyrr en rétt um 1980 og þá með þeim hætti, að þær hljómsveitir, sem nú eru hvað atkvæðamestar, hverfa úr sögunni, en nýtt og óvænt afl kemur til sögunnar. — Eiturlyfja-plata The Rolling Stones á tvfmælalaust að skipa 100. sætið. „Their Satanic Majesties Request”. Hún markar þáttaskil f ferli hljómsveitarinnar. Fram að þeim tfma höfðu The Rolling Stones haldið sig sem mest og bezt við raunveruleikann, sem ekki var hægt að segja um hinar hljómsveitirnar. En hljómsveitin verður á þessu augnabliki fyrst allra til að skynja, hvað er á seyði í hjörtum ung- menna. Platan er afsprengi þessa og á það skilið vegna þess, sem við heyrum og sjáum f dag, að skipa 100. sætið. „2000 Light Years From Home“. Hversu margir eru það f dag? Guðni Björgúlfsson, Kirkjubraut 25, Akranesí.“ „Þeir félagar Keith Emerson, Greg Lake og Carl Palmer sýna svo sannarlega sfnar beztu hliðar f sameiningu á þessari plötu. Keith Emerson sannar frábæra snilli sfna f pfanó- og orgelleik og f meðferð synthesizers. Carl Palmer sýnir mikið hugmyndaflug og hæfni f trommuleik, sem alltaf ber þó sitt ákveðna sviðmót. Gftar- og bassaleikur Greg Lake er fjölbreyttur og skemmtilegur og söngur hans fellur vel inn f tónlistarstfl þeirra. „Trilogy” — Emerson, Lake og Palmer Efni plötunnar er háþróuð popptónlist með klassfsku fvafi. Fjölbreytni sú, er synthesizerinn gefur f hljómlistár- flutningi, er óspart notuð bæði f hröðum lögum (Hoedown) og rólegum (From the beginning). öll eru lögin frábærlega vel útsett. Margir telja að plata þessi sé fyrst og fremst tæknibrögð og upptökubrellur, sem er jú töluvert af, en þá er á það að Ifta hve vinsæl hljómsveit E.LP. er á hljómleikum, sem sýnir glöggt, hvað þeir geta utan upptökusalarins. Fyrst þegar ég heyrði þessa plötu spilaða fannst mér hún leiðinleg og sá eftir að hafa keypt hana, en þvf oftar sem ég spilaði hana, þvf betri fannst mér hún, en þetta er einkenni allrar þeirrar tónlistar, sem þarf að IILLSTA á til þess að geta skilið, hve góð hún er. Jón Atli Arnason, Birkimel 8b, Reykjavfk.“ „Quadrophenia” - Who „Eg hef nú ekki skrifað þér áður, svo það er kominn tfmi til, og þegar ég las sunnudagsmoggann ákvað ég að senda inn plötu númer hundrað. f hundraðasta sæti þá, þó að hún mættí vera ofar: Quadrophenía með The H'ho. Eg kýs þessa plötu af þvf að enginn, sem hefur heyrt hana og hlustar á hina svokölluðu þróuðu tónlist, getur efazt um ágæti hennar. Quadrophenia er rokkópera eftir Peter Townshend og fjallar um dreng (Jimmy), sem er aðdáandi hljómsveitar- innar The H’ho, en er einangraður frá umhverfinu vegna heimilisástæðna og eiturlyfja. Efni platnanna er f stórum dráttum, að drengurinn fór til Brighton — borgar drauma sínna. Brighton hressti hann upp, en sfðan brást hún honum. Foreldrar og vinir brugðust hon- um, vinnan var ekki tilgangsins virði, skólinn var ekki þess virði að nefna hann. Hann tók bát, fór á honum út á sjóinn og drukknaði þar úti. Tónlistar- lega finnst mér plöturnar frábærar. Þess vegna getið þið ekki annað en sett þær á listann. Þær þurfa ekki fleiri meðmæli. Vffill Sigurjónsson, Hafnarfirðí, 16ára.“ „Clockworking Cosmic Spirits” — Maggi Kjartans „Platan hans Magga Kjartans, Clock- working Cosmic Spirits, er tvfmælalaust sú plata, sem á heima í hundraðasta sæti á þessum vinsældalísta. Platan lýsir þvf vel, hvað fslenzkir popparar eru á mikilli uppleið f dag. Hver sem er, jafnt ungur sem gamail, nýtur þess að hlusta á þessa frábæru tónlist og textar laganna eru smekklegir og falla vel inn f búning laganna. PLATAN ER SEM SÉ STÖRKOSTLEG. Sigurlaug Halldórsdóttir, Reynimel 52, Reykjavík.“ „Sweet Freedom” — Lriah Heep „ÉG kýs plötuna „Sweet Freedom“ með Uriah Heepsem 100. plötuna. Gróa Bryndfs Ingvadóttir, Laugalæk 28, Reykjavfk.“ „Holland” — Beach Boys „ÉG ætla að setja plötu hljómsveitarinn- ar The Beach Boys, „Holland“, f 100. sæti, þvf að hún á það svo fyllilega skilið og hefði jafnvel mátt vera mun framar. Get ég nefnt upptoku plötunnar, sem er sérstaklega góð, enda eru upptökutæki, sem notuð voru við gerð hennar, ekki af verri endanum (á bakhlið plötualbúms- ins stendur hvaða tæki voru notuð við upptökuna). Gæði laga og texta er það bezta, sem hefur komið frá þessum snill- ingum (enda hefur Brian Wilson, sem er reyndar hættur að koma fram með þeim á hljómleikum, en stjórnar upptökum, semur og útsetur lög fyrir þá, verið nefndur „tónlitarlegt sjenf“). Einnig er hljóðfæraleikur og söngur alveg f sér- flokki hvað vandvirkni og næmni snertir, þó sérstaklega söngurinn, enda eru þeir allir mjög góðir söngvarar. Og bakrödd- un, t.d. f lögunum The Trader og California Saga: The Beaks of Eagles, er alvegsérstaklega fágúð. Yndislega Ijúf plata og þeir, sem unna virkilega vandaðri tónlist, mega ekki láta þessa piötu vanta f safnið. Haukur Tryggvason, Asvegi 25, Akureyri.44 „Caravanserai” — Santana „PLATAN, sem ég vél f hundraðasta sætið, er Caravanserai með Santana, og skal það val nú rökstutt f sem stytztu máli. Ég Ift þannig á tónlist, að hæpið sé að dæma hana og flokka f góða og lélega. Ég held, að það sé persónubundið og skýr- ingin sé sú, að bezta tónlistin fyrir hvern og einn sé sú, sem tjáir tilfinningar hans bezt. Allar listir eru tjáningarmáti og tónlist Ifka. Einstaklingurinn er að leita að tjáningarmáta og fær útrás f þeim, sem passar honum bezt. Sumir f Osmonds, aðrir f Slade og enn aðrir í Yes. Ég fæ útrás f þvf að hlusta á Santana og af plötum þeirra kann ég bezt við Caravanserai. Hún lýsír tilfinningum mfnum bezt. öðru máli gegnir með flutning tón- listarinnar. Hann má gagnrýna að mfnu mati. Ég gagnrýní flutning platna Iftið sjálfur, enda Iftt hæfur til þess, þar sem ég kann ekki á neitt hljóðfæri og hef fremur Iftið hlustað á tónlist. Þó sé ég ekkert athugavert við flutning Santana á Caravanserai og þvf vel ég hana. 100. Santana: „Caravanserai“. ólafur Guðmundsson, Grenimei 49, Reykjavfk.“ „Starless and Bible Black” — King Crimson „SÍÐAN King Crimson byrjuðu hafa þeir gefið út 7 plötur og hafa þær alltaf boðað framför. Tónlist þeirra hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá nútfmatónlist og þróast æ meir f þá átt og ná þeir betri og betri tökum á henni. Sfðasta plata þeirra (Starless and Bible Black) er þeirra bezta plata, sem enn hefur komið út. Mjög eðlilegt er, að Starless and Bible Black fái að skipa lista þennan, enda eru 5 ár sfðan In the Court of the Crimson King kom út, en sú plata lenti f 37. sæti listans. Það væri þvf skynsamlegt af ykk- ur að velja „Starless and Bible Black“. Bergur Bjarnason, Barónsstfg 27. Reykjavfk." „Quadrophenia” - Who „MÉR hefur verið gefínn kostur á að velja plötu nr. 100 á listann yfir 100 beztu frá upphafi og ætla ég að notfæra mér það. Ég tel það fram, að ég á 25 plötur af þessum lista og er mikill aðdá- andi the Beatles og á allt þeirra safn. En eina plötu á ég, sem ekki komst á þennan lista. Það er platan, sem ég ætla að velja nr. 100, þótt ég gjarnan vildi setja hana nr. 1 Quadrophenia með hljómsveitinni Who er tvfmælalaust langbezta plata, sem ég á. Hún er fullkomin!!! öll lögin eru stórkostleg, hljóðfæraleikur sömu- leiðis, söngur frábær, upptaka fullkom- in, textar mjög vel unnir. Já, Pete Townshend er snillingur! 1 þættinum mættuð þið gjarnan skrifa eitthvað um Who. Haraldur Haraldsson, Samtúni 34, Reykjavfk." „Holland” — Beach Boys „Tillaga um 100. plötuna: Holland — Beach Boys. Ég man ekki, hvort átti að senda meðmæli, en ef svo er þá: Platan er frábærlega hljóðútsett og góð upp- taka, gott undirspíl, ágætur söngur og skemmtileg lög. (Þið skiljið mig kannski ef þið hlustíð á hana.) En ég er ekki nema 12 ára, svo þið skuluð ekki halda að ég sé góður hljómlistargagnrýnandi. Atli Ingólfsson, Borgarvegi 28, Ytri-Njarðvík.“ „Tubular Bells” - Mike Oldfield „Jæja, hér kemur ritgerð mfn um lOOstu plötuna á listanum. En ég vel plötuna Tubular Bells — Mike Oldfield. Mér finnst Ifftill vandi að færa góð rök fyrir máli mfnu. 1. Mike spilar á um 20 hljóðfærí, sem ég tel sýna frábæra kunnáttu. 2. Efnið á plötunni er gott og góð hugsun á bak við það, þótt hljóðfæra- leikur sé stundum ekki flókinn. 3. Upptakan er mjög góð, en gerðar voru alls eitthvað um 2500 upptökur. Sem sagt, upptökuvinna frábær. 4. Platan er vel skorin, en það tekur 48,50 mfnútur að spila hana báðum megin. 5. Og að lokum. Platan hefur verið grunsamlega lengi söluhæsta platan f Bretlandi samkvæmt útreikningum Mel- ody Maker. Fyrir utan þetta allt stjórnar Mike kór, sem raddar á plötunni. A plötunni eru 4 aðstoðarhljóðfæraleikarar. Platan er gefin út af Birgin Records 1973. Halldór Þórhallsson, Fornastekk 10, Reykjavfk.“ VIKIVAKI UM þessar mundir er stödd hér á landi sænsk-fslenzka hljómsveitin Vikivaki. Hljómsveit þessi á rætur sfnar að rekja til Kungálv f Svfþjóð, þar sem hún hefur starfað undanfarin þrjú ár. Þeir félagar hafa að mestu haldið sig við Gautaborgar- svæðið, en einnig ferðazt vftt um Svfþjóð og leikið nokkrum sinnum á hinum fræga klúbbi Revolution í Kaupmannahöfn. Þeir hafa gefið út eina hljómplötu og komið fram í útvarpi, en um þessar mundir vinna þeir að gerð breiðskffu, sem væntanleg er á markað með haustinu. Þrír hljómsveitarmanna eru fslenzkrar ættar, þeir Hans og Jón Magnússynir og Steinar Oddsson, en einn er sænskur, gftarleikarínn Christer Modin. Slagsíðan heyrði óminn af tónlist þeirra félaga á einu veitingahúsi borgarinnar ekki alls fyrir löngu en þar sem hlustað var við fremur ófullkomnar aðstæður, verður hér ekki lagður dómur á leik hljómsveitarinnar. Við fyrstu áheyrn virtist Salgsfðunni hljómsveitin þó standa vel í meðallagi a isienzkan mælikvarða, söngurínn ef til vill veíkasta hliðin, sem þó er bætt upp með skemmtilegu lagavali. Áætlað er, að hljómsveitin leiki hér víða um land, en utan halda þeir aftur f þessari viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.