Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1974 29 BRÚÐURIN SEIVi HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 16 ég hef veitt því athygli, að flestir karlmenn vilja hafa frið og ró á heimili sínu.. .hvað sem það kostar. Oft hrósa ég happi yfir því, sagði Christer, að ég skuli aldrei hafa gift mig... En þá man ég, að ég bauð Dinu út á hótelið að borða í kvöld. — Dina er elskuleg stúlka, sagði hún. — Og auk þess getur hún kannski sagt þér eitthvað sem þér kæmi vel að vita. Þegar Christer og Dina komu til hótelsins uppgötvuðu þau, að þar voru fyrir fjölmargir brúkaups- gestanna, sem voru að bæta sér upp að hafa misst af veizlunni. Þjónninn vísaði þeim til borðs og þau fengu sér sæti við blómum prýtt borð. — Hér er arargrúi af fólki, sagði þjónninn. — Og þvl miður sýndu ekki allir sömu forsjálni og þér að panta borð. Nú er að fyllast I aðalsalnum og hliðarsalurinn orðinn þéttsetinn. Og hvað á ég svo að gera. Bera fram mat f hátiðasalnum. Er það ekki dálítið ósmekklegt... — Jú, ekki ljóst laust við það, samsinnti Dina. Hún var ljómandi aðlaðandi I hvítum kjól, ermalausum og sól- brúnkan á andiitinu varð enn meira áberandi. Hún virtist hafa endurheimt góða skapið, því að hún leit nú forvitnislega I kring- um sig I salnum. — Ja, hamingjan góða, allt það fólk! Og þarna situr Sebastian Petrén einn síns liðs með fullt borð af tómum glösum fyrir framan sig. Og þarna sitja Ander- sonshjónin, ég hélt þau væru svo nízk þau tímdu aldrei að fara út að skemmta sér. Þjónninn lækkaði enn róminn. — Þau voru I hópi brúðargest- anna og Jóakim Kruse gaf þau fyrirmæli, að allir ættu að borða og drekka á hans reikning, sem boðnir voru... og kannski það hafi frétzt og fleiri séu að taka út á það. — Hamingjan góða, sagði Dina og virtist hrifin, en gegn vilja sínum þó. — Sá er aldeilis rausnarlegur! En það er reyndar ágætt. Ég skal með mestu ánægju þiggja veitingar Jóakims. Þegar þjónninn var farinn, sagði Christer. — Jæja, nú er sannarlega kom- inn tími til að þú segir mér álit þitt á Jóakim Kruse. Ég get reyndar ekki fundið annað en þú hafir horn I síðu hans... vægast sagt. Dina þá eld hjá Christer og hugsaði sig um, áður en hún svar- aði: — Eg hef aldrei fyrr hitt neina manneskju, sagði hún hrein- skilnislega — sem hefur haft þau áhrif á mig, að mér hefur fundizt hann vera tveir menn, ef þú skil- ur hvað ég meina. Hann virðist vera svo elskulegur og þægilegur og allt það, og ég er viss um, að hann vill koma fólki þannig fyrir sjónir. En stundum er hann svo leiðinlegur og fúllyndur, að mig langar einna helzt til að klóra hann. Og samtímis hugsa ég ósjálfrátt, að hann geti víst ekki gert að því, hvernig hann er. — Og af hverju? — Æ, það hljómar heimsku- lega,... en ... en stundum hef ég einhvern veginn á tilfinningunni, að hann sé bilaður... Spurðu mig ekki, hvernig mér finnist sú bilun lýsa sér, því að ég get ekki skýrt þetta nánar og kannski er ég bara afbrýðissöm og illgjörn í mér. — Öneitanlega er hann sér- kennilegur, sagði Christer, — Það er verst hann skuli ekki vera fæddur hér, þá myndi ekki standa á því að fólk gæti sagt eitthvað áþreifanlegt um hann. En hann er ekki aðeins aðkomumaður af er- lendu bergi brotinn, hann er dularfullur og grunsamlegur að- komumaður. — Þú átt sem sagt við, sagði Dina hugsandi, — að það sé til fólk hér, sem er jafneinkennilegt, en við tökum bara ekki eftir því, af því að við höfum lært að venj- ast þvi. Það fólk er heimafólk, hefur búið hér alla sina tíð og allir vita allt um það og ekkert hefur gerzt skyndilega, heldur á löngum tima. En allt i einu skýtur Jóakim upp kollinum hér með einglyrnið sitt og allar milljón- irnar, og maður veit ekkert um hann nema, að hann er uppalinn í Skotlandi og hann talar öðruvísi en við og hann hegðar sér öðru- visi... og maður er ekki öruggur i návist hans og skilur hann ekki... veit ekki hvað hann er að hugsa. Mér finnst stundum eins og hann hlæi innra með sér að þessu öllu, en þó... Hefurðu tekið eftir aug- unum í honum? Þau eru alls ekki hrokaleg. Christer kinkaði kolli. — Afsakaðu mig, ef ég er nær- göngull í spurningum minum. En mig langar, að þú segir mér, hvað Anneli hefur sagt þér um sam- skipti sin við unnusta sinn. Þau horfðust í augu. Það var eins og hún hugsaði sig um og velti fyrir sér, hvort óhætt væri að treysta honum, og svo tók hún ákvörðun um að réyna það. — Ja, ef satt skal segja, sagði hún, þá hefur Anneli verið mjög fámál um það. Það er laukrétt, að við höfum verið ákaflega góðar vinkonur frá því við vorum pinu- litlar. En Anneli hefur verið feim- in og litið vilja segja um sinar hugsanir og ég held, að aðallega hafi það verið ég, sem sagði henni allt um mig. Og ég hef svo sem látið hana heyra, en hún hefur ekki einu sinni haft áhuga á að verja hann né gera minnstu til- raun til að sannfæra mig um, að ég hefði rangt fyrir mér í dómum minum um hann. Hún hefur bara brosað, kannski roðnað eilítið og sagt: „Ég vil að minnsta kosti engan annan en hann“ og þá skammast ég mín auðvitað ofan í tær, eins og ég geri alltaf í návist Anneli, þegar ég hleyp á mig með fljótfærninni í mér. Og samt er ég svo kvikindisleg, að ég hugsa stundum með mér, hvernig Jóakim sé sem eiskhugi og hvort hann hafi einhvern tima fengið að njóta þessa sakleysisengils, þar sem Anneli er... Christer starði á hana. — Nei, heyrðu mig nú. Ég hélt, að vinkonur tryðu hvor annarri fyrir öllu svoleiðis. — Eins og þú heyrðir á Sjávar- bökkum í dag, virðist Jóakim vera sömu skoðunar. Kæri Christer, — Leiðin til íþöku Framhald af bls. 10 * Foreldrar þínir I eru orðnir foreldrar annarra og systkini þin nágrannar. Nágrannarnir eru orðnir nágrannar annarra og aðrir eru búsettir í öðrum borgum Frá öðrum borgum snúa þeir heim nákvæmlega eins og þú. Og það er jafn fráleitt að þeir hitti þig eins og þú hittir þá í Ijóðinu Baklava segist skáldið ekki kunna við sig i Aþenu, Istanbúl eða í Beirut, þar virðist fólk vita ýmislegt um skáldið, sem er ofvaxið skilningi þess. En niðurstaðan verð- ur i anda griska skáldsins Kavafis að mikilvægtséaðgleyma aldreiíþöku. Kavafis líkir iþöku við hinn eiginlega lífstilgang, þangað á maður ekki að hraða för sinni eða vænta þess að eyjan færi manni auð. Það eina, sem Iþaka gefur, eru dásemdir ferðarinn- ar, markmiðið að keppa að Hinn þroskaði maður skilur á leiðarenda mikilvægi þess að eiga sina íþöku, hið fyrirheitna land Ljóðrænn tærleiki einkennir Henrik Nordbrandt. Ljóð hans eru náttúrleg, ort af þeirri yfirvegun, sem fá skáld geta státað af. Henrik Nordbrandt er eitt þeirra ungu dönsku skálda, sem valda því að óhætt er að draga þá ályktun að dönsk Ijóðlist hafi sjaldan verið jafn þróttmikil og nú. Um leið er hann dæmi þess að góð skáld eru stund- um dálitið framandi i þvi umhverfi, sem þau eru sprottin úr 'amz. I isite | H 'VAJXHAU I_1 iKPfforol t_S_. S VELVAKANDI íarw 1 974 Chevrolet Nova. 1974 Chevrolet Blazer V8 sjálf- skiptur með vökvastýri. 1973 Volvo 1 44 de luxe. 1 973 Volkswagen 1 303. 1 973 Chevrolet Blazer. 1972 Vauxhall Viva station. 1 972 Toyota Crown 4 cyl. 1 972 Chevrolet Nova. 1972 Saab 96, 1971 Opel Rekord 4 dyra L. 1971 Volvo 1 44 de iuxe. 1971 Opel Caravan. 1971 Opel Ascona. 1971 Vauxhall Viva de luxe. 1971 Chevrolet Malibu. 1 970 Chevrolet Malibu. 1 967 Chevrolet Chevelle. i/*'*lvakandi svarar í síma 10-100 0 30 — 1 1.30. frá mánudegi tudags. 0 Ófagurri mynd af Svíþjóð brugðið upp í útvarpsþætti Helga Jónsdóttir hringdi. Hún sagðist hafa hlutað á þátt í útvarpinu sl. laugardagskvöld og fjallaði sá um Sviþjóð, — svo- kallað sænskt kvöld. Helga var ákaflega hissa á þessum þætti og sagðist aldrei hafa orðið vör við, að jafn villandi og neikvæðri mynd væri brugðið upp af nokkru landi í útvarpinu. Henni fórust svo orð m.a.: „Ég var búsett í Sviþjóð um þriggja ára skeið fyrir nokkru og tel mig því þekkja þetta land alveg af eigin raun. Það verður áreiðanlega ekki um mig sagt, að ég hafi orðið dáleidd af Svíþjóð eða svo hrifin, að ég gagnrýni landið ekki talsvert, en að ekki sé til á þvi ljós blettur eins og helzt var að skilja á máli þess, sem umsjón hafði með þættinum, er allendis úti- lokað — það þori ég að fullyróa. Ég hlustaði á þennan þátt ásamt manni minum og vorum við bæði jafn hneyksluð á þvi, sem þar var sagt. Ég verð nú bara að segja það, að mér finnst að þeir, sem ráða rikjum i útvarpinu, eigi að vanda betur valið á því fólki, sem fengið er til að flytja þætti sem þessa. Manni skildist, að sá, sem umsjón hafði með þættinum, hefði dvalizt eitthvað í Sviþjóð, en ekki var að heyra, að honum hefði líkað vistin öðruvisi en meinilla. Hefði ekki verið betra að fá einhvern, sem þekkti landið betur, til að flytja þennan þátt? Þá hefði útkoman áreiðanlega orðið á annan veg, því að kostir Sviþjóðar eru á margan hátt stórkostlegir, þótt vitaskuld megi ýmislegt betur fara þar eins og alls staðar annars staðar." Þetta sagði Helga og bætti því svo við að lokum, að óskemmtilegt hefði verið fyrir þá sænsku gesti, sem hér voru staddir vegna þjóð- hátíðarinnar, að fá svona dembu yfir sig daginn fyrir þjóðhátíðina, en vonandi væri, að þeir hefðu hvorki verið að hlusta á útvarpið né skilið íslenzkuna, þótt svo hefði verið. 0 Er Lögbirtingar- blaðið eitthvert Kona skrifar eftirfarandi bréf. Hún biður um að nafns hennar sé ekki getið, en segist vera reiðubúin að standa við hvert orð, sem i bréfinu stendur, þannig að verði einhvert eftirmál ættu viðkomandi að hafa sam- band við Velvakanda, sem þá vísar á bréfritara: „Hvaða tilgangi þjónar Lögbirt- ingarblaðið? Að birta ný og breytt lög, skyldi maður ætla. Fyrir hverja eru lögin? Nú, fyrir fólkið og samin af fólkinu eða fulltrúum þess. Að minnsta kosti er það hug- sjón, sem sett er á oddinn í lýð- ræðisríkjum. Allur þorri fóks hefur ekki aðgang að Lögbitingarblaðinu. Það er hvergi á boðstólum í lausasölu og fæstir vita, hvar skrifstofa þess er til húsa. Það jafngildir ekki hernaðarupp- ljóstrun að láta fljóta með, að skrifstofa Lögbirtingarblaðsins er að Skólavörðustíg 12 hér í borg. Þá er loks komið að kjarna málsins. Vegna „ástkæra ylhýra málsins“ vildi ég verða mér úti um nýjar stafsetningarreglur, er birtar voru í Lögbirtingarblaðinu nýverið. Er ég hafði haft upp á áðurtéðri skrifstofu bar ég upp erindi mitt við skrifstofustúlkuna i fremra herberginu, sem veitti mér áheyrn hjá yfirvaldinu fyrir innan. Úr þvi að svona langt var komið þóttist ég standa með pálmann í höndunum og bauð góðan dag. En málið var ekki eins einfalt og ég hafði ætlað. Mér var tjáð, að umræddar rit- reglur hefðu að vísu birzt i blaðinu og það væri til, en við- mælandi minn taldi sig ekki mega missa stórt upplag. Ég benti honum á, að ég þyrfti ekki að fá nema eitt eintak. „Það gætu komið þúsund mann- eskjur eins og þú og beðrð um blað,“ var svarið. 0 Fyrir hverja? Ætti það ekki einmitt að vera velkomið öllum tvö hundruð þúsundunum að kaupa Lögbirt- ingarblaðið þó svo að ráðast þyrfti i endurprentun til að anna eftir- spurninni? Kostnaðurinn er þó alltént tekinn úr þeirra vasa. Ég verð að hverfa burt við svo búið. I menntamálaráðuneytinu fékk ég þær upplýsingar, að sér- prentun á ritreglum þessum yrði fáanleg þar innan tíðar og jafn- framt fékk ég þar kurteislega fyrirgreiðslu, sem betur fer tiðkast viðast hvar hjá opinberum jafnt sem óopinberum fyrir-' tækjum. Það kemur fyrir menn í opin- berum stöðum að gleyma þvi, að þeir eiga hvorki stólinn, sem þeir sitja á, né stofnunina alla. Sértu svo lögfróður að vita, hvort hver sem er eigi rétt á þvi að kaupa Lögbirtingarblaðið væri mér greiði gerður með að fá vitn- eskju um það, því að ekki eru allar greinar Lögbirtingar- blaðsins sérprentaðar né heldur birtast þær allar annars staðar.“ 0 Lögbirtingar- biaðið verði selt ílausasölu Hér lauk bréfinu og vita- skuld á hver einasti íslenzkur þegn rétt á þvi að geta keypt Lögbirtingarblaðið ef hann óskar þess, það á auðvitað að vera aðgengilegt hverjum sem er. Yfirvöldum ætti að vera þægð í þvi, að sem flestir lesi blaðið, en svo virðist ekki vera ef dæma má af frásögninni hér að ofan. Velvakandi minnist þess ekki að hafa orðið var við, að blaðið væri selt í lausasölu, en sé það rangt væri gott að fá að vita um ))að. Á þessu þarf að ráða skjóta bót, þannig að Lögbirtingarblaðið verði auðfengið hverjum þeim, sem hafa vill. i Jtlov£nnt)IaMti MARGFALDAR Jllovöunlilatiiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.