Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1974 19 þeim er litu hana um og fyrir 1930. Margir nágrannabændur Guðmundar nutu greiðasemi hans og góðra ráða og félagi reyndist hann þeim góður, þótt sjálfstæður sé í skoðunum og sýnist ei ætíð hið sama og viðmælendum. Gott og notadrjúgt bú hefur hann nú fyrir skömmu látið i hendur sonarsyni sínum og nafna. Guðmundur er tvikvæntur. Fyrri kona hans var Arnbjörg Sveinsdóttir systir Jóns bæjar- stjóra á Akureyri, en hana missti Guðmundur frá þrem ungum son- um þeirra, en þeir eru: Sveinn póstur og síldarsaltandi á Seyðis- firði, Jón Víkingur bóndi á Grundarhóli á Fjöllum, en nú á Grænhóli, grannjörð Mýrarlóns, — og Vignir blaðamaður. Síðari kona Guðmundar er Anna Jónsdóttir, ættuð úr Skaga- firði. Tóku þau til fósturs og ólu upp Svanhildi Sigurrós Leósdóttur. Er heimili þeirra hjóna mjög rómað fyrir gestrisni og er mælt, að þar fari enginn um garð án þess að vera leiddur til stofu og veittur beini. Heilsa Guðmundar er nú nokk- uð tekin að slakna, þó að enn haldi hann litt skertri sjón og heyrn. Hann mun á þessum tfma- mótum dvelja meðal ættingja og vina á Austurlandi. Þangað mun fylgja honum hlýr hugur gamalla samstarfsmanna og vina úr Kræklingahlíð og af Akureyri. \ J.Ó.P. Guðmundur Jónsson, Mýrarlóni — 75 ára Fyrir þremur aldarf jórðungum, eða nánar tiltekið 1. ágúst 1899, fæddist á Fossvöllum í Jökulsár- hlfð eystra sveinn sá, er við Akur- eyringar köllum í dag Guðmund á Mýrarlóni. Foreldrar hans, þá bú- andi á Fossvöllum, voru Jón Jóns- son Hnefill og Guðrún Björnsdótt- ir frá Ekkjufelli í Fellum. Um það leyti, er Guðmundur fæddist féll faðir hans frá, en móðirin hélt áfram búskap unz Guðmundur var kominn um eða yfir fermingu, en þá fór hann að heiman og vann fyrir sér á ýmsum stöðum austan- lands. Réðst hann innan tvftugs- aldurs til náms við Búnaðarskól- ann á Eiðum, sem þá naut for- stöðu Metúsalems Stefánssonar. Lauk Guðmundur þar búfræði- námi, er hann telur hafa komið sér að miklum notum f nær hálfr- ar aldar búskap. Fám árum síðar en því námi lauk hóf hann búskap að Skeggja- stöðum á Jökuldal um þriggja ára skeið, en fluttist þá norður í Eyja- fjörð og gerðist bóndi að Mýrar- lóni í Glæsibæjarhreppi, en er Akureyrarbær hirti sneið af hreppnum löngu síðar lenti Mýr- arlón innan norðurmarka bæjar- Sveitungum Guðmundar þótti fengur að komu þessa fram- kvæmdasama Eiða-manns í hreppinn og kusu hann fljótt til trúnaðarstarfa. Sat hann árum saman í hreppsnefnd og skatta- nefnd, í stjórn Nautgriparæktar- félags hreppsins og Ræktunar- sambands Glæsibæjar-, Öxnadals- og Skriðuhreppa, þar sem hann var um nokkur ár formaður. Sá félagsskapur hefur breytt svip Kræklingahlíðar mjög, svo að andlit hennar er nú óþekkjanlegt ins. Á fyrstu búskaparárum eystra rak Guðmundur Sauðfjárbúskap svo sem aðrir bændur á Jökuldal, en er hann settist að á Mýrarlóni sýndist honum annað búskapar- form betur henta. Tók hann þá að koma sér upp kúastofni og kyn- bæta hann með tilliti til mjólkur- framleiðslu. Átti hann bænda lengst þarfanaut af ættum nyt- samra kúa til eigin nota, þótt grannar nytu góðs af og tókst hon- um að koma sér upp góðum stofni arðsamra mjólkurkúa í þann mund, er eyfirzkir bændur bund- ust félagssamtökum um slíkar kynbætur. Þúfnakarganum f kringum Mýrarlónsbæ breytti hann skjótt í sléttan töðuvöll og braut móa og nýrar í heima- landinu til ræktunar af mikilli elju og ástundun. PHILIPS FJOEIR , .. FERÐAFE LAGAR KASSETTUTÆKI FRÁ PHIUPS * 1. EL 3302 — rafhlöðu kassettu segulbandstæki, 2. N 2202 — ,,DE LUXE" rafhlöðu kassettu segulbandstæki 3. N 2204 —- rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki, 4. N 2205 — ,.ÐE LUXE" rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki. Auðvitað 4 gerðir, svo þér getið valið rétta ferða- félagann til að hafa með, hvert sem yður hentar. Lrtið við hjá næsta umboðsmanni og veljið yður Philips kassettutæki. Það mun henta yður. HEIMILISTÆKI HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 L Sala minnispenings Þjóðhá- tíðarnefndar 1974 er hafin. Söluna annast bankar og helstu mynt- salar. Fornar vættir og landnáms- eldur prýða peninginn, sem hann- aður er af Kristínu Þorkelsdóttur teiknara. Peningurinn er 7 cm i þvermál, hátt upphleýptur og þykk- ur. Slegnar voru tvó þúsund samstæður af silfur- og bronspen- ingi, sem kosta kr. 18.000,00, og ellefu þúsund eintök af stökum bronspeningum á kr. 1.900,00. Hver peningur er númeraður. Pen- ingarnir eru seldir í öskjum, og fylgir hverri þeirra smárit, sem gerir grein fyrjr landvættum ís- lands og útgáfu peningsins. r, • / v / . ' '\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.