Morgunblaðið - 04.08.1974, Síða 6

Morgunblaðið - 04.08.1974, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. AGUST 1974 DMCBÖK 1 dag er sunnudagurinn 4. ágúst, 216. dagur ársins 1974. 8. sunnudagur eftir trfnitatis. Árdegisf lóð er f Reykjavfk ki. 07.12, stórstreymi kl. 19.28. 1 Reykjavfk er sólarupprás kl. 04.42, sðlarlag kl. 22.23. Sólarupprás á Akureyri er kl. 04.11, sólarlag kl. 22.23. Misgjörðir hans fanga hann, hinn óguðlega, og hann verður veiddur f snörur synda sinna. Hann mun deyja vegna skorts á aga og kollsteypast vegna sinnar miklu heimsku. (5. sálmur Davfðs, 22—23.). 1 BRIPGE | Hér fer á eftir spil frá leik milli Kanada og Venezuela í Olympiu- móti fyrir nokkrum árum. Norður S. Á-8-6 ÁRINIAO HEILLA Sextugur er á morgun, 5. ágúst, Garðar Bendiktsson brunavörður. Hann verður staddur að heimili dóttur sinnar að Blómvangi 2, Hafnarfirði, um kvöldið. Sextugur verður þriðjudaginn 6. ágúst Guðmundur Eyjólfsson sjómaður, Vesturbergi 142, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í Síðumúla 35 (Fíat- umboðinu). Sjötugur verður þriðjudaginn 6. ágúst Þórarinn Vilhjálmsson, lllfðargerði 16, Rcykjavfk. Hann tekur á móti gestum að heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Sunnuflöt 22, Garðahreppi, eftir kl. 7 e.h. Sextugur er á morgun, 5. ágúst, Ölafur A. Þorsteinsson fram- kva'mdastjóri, Túngötu 19, Kefla- vfk. 6. júní gaf séra Jón Olafsson saman'f hjónaband Sjöfn Sölva- dóttur og Ölaf Tryggvason. Heim- ili þeirra verður að Ennisbraut 6, Olafsvik. (Ljósm. Leó, Isafirði). Vikuna 2.—8. ágúst verður kvöld-, hel§ar- og næturþjónusta apóteka í Reykjavík í Ingólfs- apoteki, en auk þess verður Laugarnesapótek opið utan venjulegs af- greiðslutíma til kl. 22 alla daga vaktvikurnar nema sunnudag. | KROSSGÁTA ~| Lárétt: 1. gæfa 5. klukku 7. hása 9. samstæðir 10. kögrinu 12. grúi 13. tryggur 14. bratt fjall 15. greftra Lóðrétt: 1. negri 2. vesæla 3. afl 4. spil 6. steypa 8. fugl 9. breyt 11. skessa 14. samhljóðar. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 glers 6. áar 7. skúr 9. ÓA 10. kaffinu 12. il 13. alir 14. ani 15. aular Lóðrétt: 1. gauf 2. larfana 3. FR 5. óskina 8. kál 9. óni 11. ílir 14. ál. Pennavinir Elfa Helgadóttir, Skálabrekku 2, Húsavfk, er að verða 10 ára og vill komast í bréfasamband við krakka á aldrinum 9—10 ára. Hún hefur áhuga á öllu mögu- legu. tsland. Tvær tólf árá stelpur vilja skrif- ast á við stúlkur á aldrinum, 11— 14 ára. Þær eru: Brynja Sverrisdóttir, Búrfelli, Hálsasveit, Borgarfirði og Guðveig Guðmundsdóttir, Búrfelli, Hálsasveit, Borgarfirði Anna Gunnarsdóttir, Eskihlíð, Reyðarfirði. Hún er 10 ára og vill skrifast á við krakka á aldrinum 10—12 ára. Hún er mjög áhugasöm um íþrótt- ir. 24 ára gamall fangi á Litla- rauni vill komast f bréfasam- band við kvenfólk á öllum aldri og kveðst hafa áhuga á þvf sem næst öllum hliðum mannlífsins. Bréf sendist að Litla-Hrauni merkt „Refsifangi 8019“. Oddfrfður Helgadóttir, Skála- brekku 2, Húsavík, er 9 ára og vill skrifast á við krakka á aldrinum 8—9 ára. Hún hefur áhuga á öllu mögulegu. Vegaþjón- usta FÍB um helgina Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borizt frá FlB: 3. og 5. ágúst 1974 verður vega- þjónusta FlB eins og hér segir: Vegaþjónustubifreið FlB 1 Kolla- f jörður — Hvalf jörður. Vegaþjónustubifreið FtB 5 Borg- arf jörður. Vegaþjónustubifreið FlB 8 Mos- fellsheiði — Laugarvatn. Vegaþjónustubifreið FÍB 12 Eyjaf jörður vestan Vegaþjónustubifreið FlB 20 Húnavatnssýsla. Auk þess er til taks FlB 6 (kranabfll) á Selfossi. Ef þörf krefur verður þjónustan aukín t.d. á sunnudag og mun Gufunes- radfó þá geta gefið nánari upplýs- ingar. Einnig verða veittar upp- lýsingar f sfma 83600, Arnþór. Aðstoðarbeiðnum er hægt að koma á framfæri f gegnum Gufu- nes-radfó s. 22384, Brúarradio s. 95-1112, Akureyrar-radio s. 96- 11004. Ennfremur er hægt að koma aðstoðarbeiðnum á fram- færi f gegnum hinar fjölmörgu talstöðvarbifreiðar, sem eru á vegum úti. Vegaþjónusta FlB vill benda ökumönnum á að hfa með sér viftureimar af réttri stærð, vara- hjólbarða og helztu varahluti f kveikjukerfi. Félagsmenn FlB njóta for- gangs um þjónustu og fá auk þess verulegan afslátt á allri þjónustu hvort sem um viðgerð á bilunar- stað er að ræða eða drátt á bifreið að verkstæði. Vegaþjónustumenn FlB geta þvf miður ekki tekið við nýjum félagsmönnum né heldur van- goldnum félagsgjöldum, en þeim, sem áhuga hafa á að gerast félag- ar f Félagi fsl. bifreiðaeigenda, gefst kostur á að útfylla inntöku- beiðni hjá vegaþjónustumönnum, sem þeir sfðan senda aðalskrif- stofunni, Ármúla 27, Rvk. Þjónustutfmi er frá kl. 14—21 laugardaginn 3. ágúst og mánu- daginn 5. ágúst kl. 14—23. Sfmsvari FlB er tengdur við sfma 33614 eftir skrifstofutfma. Sl. föstudagskvöld efndi Þjóð- dansafélag Reykjavíkur til sýn- ingar f Þjóðleikhúsinu og f kvöld sýnir félagið listir sfnar á kvöld- skemmtuninni við Arnarhól. Þessar myndir voru teknar á æfingu hjá félaginu nýlega. Suður S. K-D-G-9-5-2 H. G-6-4 T. D-G-6 L. 2 Lokasögnin var sú sama við bæði borð, þ.e. 4 spaðar. Við ann- að borðið sátu kanadfsku spilar- arnir N-S og þar lét vestur út hjarta ás og þarð með var spilið unnið. Við hitt borðið lét vestur út laufa 9. Sagnhafi lét án umhugs- unar lauf 3 í úr borði, austur lét laufa 4 og vestur átti slaginn. Vestur skildi vel, hvað félagi hans var að gefa til kynna, þvf að næst lét hann tígul. Austur trompaði, lét hjarta, vestur drap með ási, lét aftur tígul og enn trompaði aust- ur. Þar með varð spilið einn nið- ur. — Spilið vinnst alltaf, ef sagn- hafi drepur laufa 9 með gosanum í byrjun. | SÁ MÆSTBESTI ~ Leikstjórinn var að reyna að koma framleið- andanum á þá skoðun, að kvikmyndin yrði ein bezta stríðsmynd, sem nokkru sinni hefði sézt ef hann fengi aðeins að hafa frjáls- ar hendur um gerð hennar. — Við verðum með stór- kostlegustu bardagaatriði, sem sézt hafa á hvíta tjald- inu, og við ætlum að hafa alvöruhermenn. I öðrum hernum verða 9000 manns, en í hinum 12000. — Ertu orðinn bandvit- laus, hvernig heldurðu að við getUm borgað 21000 „statistum“. — Það verður sko ekkert vandamál. Við notum líka alvöru kúlur. Stjörnubíó hefur nú tekið upp þá nýbreytni til reynslu að breyta sýningartímum sínum og eru sýningar nú kl. 6, 8 og 10 í stað hins hefðbundna tíma 5, 7 og 9. Telja forsvarsmenn hússins, að vert sé að athuga, hvort þessir tímar henti fólki betur en hinir gömlu sýningartímar. Og fyrsta myndin, sem er sýnd á þessum tímum, er fræg mynd, sem hlotið hefur góða dóma ,,X Y og Zee“. Þetta er litmynd um hinn eilífa „þríhyrning“ — einn mann og tvær konur. Aðalhlutverk leika Elizabeth Taylor, Michael Caine og Susanne York. Þykir Liz fara á kostum í þessu hlutverki sínu og myndin er í senn bæði fyndin og hrottaleg. Myndin er af Liz og Michael Caine í hlutverkum þeirra. Ættarstofn Frá Islandsyngstu dögum reis ættargöfgur stofn, hann kaus að Iúta lögum og lögþing voru sett. í verki, söng og sögum má sjá vorn þjóðarhag. I lýðs og lands vora högum vér lifum frjáls í dag. Lárus Salómonsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.