Morgunblaðið - 04.08.1974, Síða 16

Morgunblaðið - 04.08.1974, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGUST 1974 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. AGUST 1974 17 fUtfiqpittMnfrtfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið MIKILVÆG ATVINNU GREIN Arlegur frídagur verzlunarmanna er á morgun. Um nokkurt skeið hefur þessi dagur miklu fremur verið tengdur ferðalögum og fjöldasam- komum en hlutverki verzl- unar í nútimaþjóðfélagi. Eigi að síður er ærin ástæða til þess að leiða af þessu tilefni hugann að gildi þessarar atvinnu- greinar. Verzlunin hefur að ýmsu leyti átt erfiðara uppdráttar en aðrar at- vinnugreinar hérlendis. Á það eflaust rætur að rekja til þess, að sósialistar hafa lengi beint spjótum sínum að verzluninni og alið á úlf- úð í hennar garð í því skyni að gera starfsemi hennar tortryggilega. Flestum er þó ljóst, að verzlun er undirstöðuat- vinnugrein í öllum þróuð- um þjóðfélögum. Það er engin tilviljun, að krafan um frjálsa verzlun var einn meginþátturinn I sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Rétt eins og innlend og frjáls verzlun var forsenda þess, að þjóðin endur- heimti sjálfstæði sitt er hún, einn mikilvægasti hlekkurinn f daglegu starfi við varðveizlu efnahags- legs og stjórnskipulegs sjálfstæðis. Framleiðslustarfsemi í nútímaþjóðfélagi verður stöðugt flóknari og marg- breyttari og gildi sam- skipta þjóða í milli fara vaxandi. Um leið eykst hlutverk verzlunarinnar. Án hennar kæmu framfar- ir í framleiðsluatvinnu- greinum að litlu haldi. Verzlunarþjónustan er í raun réttri bundin órofa tengslum við framleiðsl- una hvort sem er í fiskveið- um, iðnaði eða landbúnaði. Hún er því einn þátturinn í verðmætasköpun þjóðfé- lagsins. Við upphaf sjö- unda áratugarins var verzl- uninni komið í frjálslegra horf en áður var. Með því móti var lagður grundvöll- ur að því framfaraskeiði í sögu þjóðarinnar, sem fylgdi í kjölfarið. En verzlunin býr við þær aðstæður, að áhrifamikil stjórnmálaöfl neita að við- urkenna það hlutverk, sem hún gegnir við sköpun verðmæta og um leið að efla hagsæld fólksins í landinu. Þeim skoðunum er nú haldið fram, að sú ringulreið í efnahags- og fjármálum, sem fráfarandi vinstri stjórn hefur leitt yf- ir þjóðina, stafi ekki ein- vörðungu af ráðdeildar- leysi heldur hafi ákveðinn pólitískan tilgang. Þannig er á það bent, að sú óða- verðbólga, sem ríkisstjórn- in hefur staðið að, hefur nú þegar veikt mjög undir- stöður frjálsrar atvinnu- starfsemi f þjóðfélaginu. Þegar þannig er komið er krafan um þjóðnýtingu og ríkisforsjá sett fram. Með hliðsjón af þessu er ljóst, hversu brýnt það er Ljóst er, að stjórnmála- flokkunum fjórum, sem nú reyna að endur- reisa vinstri stjórnina, gengur mjög erfiðlega að jafna þann ágreining, er á milli þeirra er í varnarmál- unum. Svo sem kunnugt er setti Alþýðubandalagið fram þá lágmarkskröfu fyrir þátttöku sinni í nýrri ríkisstjórn, að undan- bragðalaust yrði staðið við það samkomulag fráfar- andi stjórnarflokka, sem að sögn talsmanna Alþýðu- bandalagsins miðar að því, að varnarliðið verði farið að spyrna nú við fótum og taka upp nýja stefnu í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar. Og um leið er mikilvægt, að menn geri sér grein fyrir því mikil- væga hlutverki, sem frjáls verzlunarstarfsemi gegnir í lýðfrjálsu landi. Á frídegi verzlunarmanna nú er sér- stök ástæða til þess að hvetja til árvekni í þessum efnum. innan tveggja ára. Nú hef- ur verið upplýst, að fulltrú- ar Alþýðubandalagsins í stjórnarmyndunarviðræð- unum hafa sett fram þá kröfu, að dagsetning end- anlegrar brottfarar varn- arliðsins verði fastákveðin f nýjum stjórnarsáttmála. Hér hafa því verið settar fram mjög afdráttarlausar kröfur, sem eru í engu samræmi við úrslit alþing- iskosninganna, enda fengu stuðningsmenn landvarna meirihluta greiddra at- kvæða. Kröfur Alþýðubandalagsins LAUNAHÆKKANIRNAR halda upp eftir stiganum meðan verðbólgan þýtur upp ( lyftunni. Þannig komst Robert Boulin fyrrverandi ráðherra að orði f franska þinginu um daginn. Ekki hijómar þetta ókunnuglega f eyrum Islend- ings, sem suður f France situr og hlustar á fréttir. En ef þessar óskaplegu verðhækkanir f Frakklandi, sem Giscard d’Estaing og nýja stjórnin hans telja að ráðast verði gegn um- svifalaust, fara með lyftuhraða upp, þá hlýtur okkar verðbólga að æða upp f einhverjum spútnik. Franska verðbólgan, sem allir þar telja ógnvekjandi, er þó ekki nema 17% meðan okkar er vfst komin yfir 40%. Gegn þessari óðaverðbólgu og öðrum aðkallandi vanda ræðst forsetinn og nýju ráðherrarnir strax og þeir hafa fengið umboð þjóðarinnar til þess. Það eru engar vöflur á þeim. Engum dettur sýnilega f hug að sveifla megi töfrasprota og lækna verðbólguna með bók- haldstiifærslu. Forsetinn iagði land undir fót til Þýzkalands að fá stuðning Heimuds Schmidts kanslara til sam- ræmdra aðgerða til að draga á tvelmur árum um helming úr verðbólgunni. Koma henni niður f 8% hraða. Chirac for- sætisráðherra er fluttur f fbúð vfð skrifstofuna og gefur sér ekki einu sinni tfma til að fara heim til fjölskyldunnar nema stöku sinnum og sumarþing hefur staðið yfir með miklum gauragangi. Og eitthvað kannast maður nú við vopnin, sem talað er um að beita gegn verðbólguófreskjunni — hækkaða vexti til að fá fé inn f bankana, svo þeir geti lánað út — en lán til byggingarfram- kvæmda eru, nær stöðvuð f Frakklandi vegna fjárskorts þeirra og vantrúar fjáreig- enda; útflutningsfyrirtæki og orkuver gangi svo fyrir um lán, en innlend fjármögnun verði að bfða; endurbætur á f járhags- áætlun og dregið úr fjárveit- ingum rfkisins; aukin skatt- lagning á vissa liði. Jafnvægi skal nást f viðskiptum við útlönd, sem öfugur halli hefur verið á vegna hækkunar olfu- verðs. Og svo er bara spurn- ingin hvort verðbólguhnútur- inn er eins og sjómannahnútur, sem herðist, þegar tekið er f spottann eða eins og hnútur sjónhverfingamannsins, sem raknar f sundur og losnar við aðgerðir. Annað margumtalað mál lét hinn nýi forseti Frakka verða sitt fyrsta verk að lagfæra. Það er að losa rfkisafskiptin af sjón- varpi og útvarpi, sem eru ærin. Eitthvað könnumst við nú við slfkt, þótt f minna mæli sé. Ég hefi satt að segja aldrel getað Eftir Elínu Pálmadóttur skilið hvernig þjóð, sem er jafn vör um sig og viðkvæm fyrir hvers konar frelsisskerðingu, skuli hafa liðið svo lengi haustak ráðandi stjórna á rfkis- fjölmiðlunum. Eina skýringin hlýtur að vera sú, að átrúnaðar- goð þeirra á þeim tfma, de Gaulle, kom þvf á. Nú er áformað að leysa upp rfkissjón- varpið, gera sjónvarpslfnurnar þrjár og útvarpíð að sjálf- stæðum stofnunum sem samt hafa sfn stjórnskipuðu full- trúa og stjórnarformann, þó að þeir myndi minnihluta f stjórnum stofnananna. Þær skuldbinda sig f samningi um útsendingartfma og hlutfall frétta, fræðslu-, vfsinda- og menningarefnis. Stofnanirnar verða alls sex, þvf að auki koma framleiðslu- og útsendingafyr- irtæki. A þetta að verða til að dreifa valdinu á slfku áhrifa- tæki og draga úr afskiptum rfkjandi stjórnvalda á frétta-og upplýsingaefni. En ýmis Ijón voru þó á veginum. Vinstri flokkunum, sem hingað til hafa óspart fundið að afskiptum for- setanna af efni rfkisfjölmíðl- anna, finnst nú fjarstæða að draga valdíð frá einni rfkis- stjórn. Og starfsfólk sjónvarps- sins setti snarlega upp nefndir og mótmælaaðgerðir til að tryggja, að enginn missti nú spón úr askinum sfnum við að hætta að vera rfkisstarfsmaður. Þeir hafa lfka ávallt kvartað undan utanaðkomandi tilskip- unum, en skftt með frelsið, — að þvf er virðist — ef maður missir eitthvað við það. Nú er stjórnin búin að samþykkja drög að breytingunni og um hana rifizt ( þinginu. En nýtt sjónvarp verður komið á 1975. Þetta eru svo sem ekki einu vandamálin, sem nýja stjórnin f Frakklandi er að kippa f liðinn og sem við sjáum votta fyrir. Til umræðu eru breyt- ingar á stjórnarskrárákvæðum. 1 ljós kom við forsetakjörið óhagræði, sem af þvf getur orðið, að allir framagjarnir menn geta án nokkurs verulegs stuðnings boðið sig fram ef þeir óska þess sjálfur og fengið þar með aðgang að útvarpi og sjónvarpi á við þásem stuðning hafa meðal þjóðarinnar. Og strax að afloknum kosningum f f Frakklandi er rætt um að lag færa reglur um framboð þannig, að fleiri meðmælendur þurfi til framboðs og úr öllum landshlutum. Og að jafnvel skuli birta nöfn meðmælenda, sem gæti dregið úr óábyrgum undirskriftum. Annar vandi kom einnig f ljós við stjórnarskiptin f Frakk- landi. I þvf landi þykir nefni- lega ærið starf fyrir einn mann að vera ráðherra og þvf verður sá, sem gerist ráðherra, að hætta þingstörfum. Þar er vfst Ifka talið þó nokkurt starf að sinna þingstörfum og hags- munum umbjóðenda f kjör- dæmunum. En þegar svo þing- maðurinn fyrrverandi fellur úr ráðherrastóli, kannski eftir langan tfma, þá er kominn köttur f ból Bjarnar — vara- maðurinn hans, sem nú á um- svifalaust að vfkja fyrir honum og láta honum eftir bólið. Nú er rætt um það, hvort ráðherrann eigi að geta hrakið þingmann- inn úr sæti á næstu 6 mánuðum f óþökk hans eða hvort auka- kosningar þurfi f þvf kjördæmi til að velja á milli þeirra. Þennan vanda höfum við ekki enn, þvf að okkar ráðherrar eru þvflfkir vinnuþjarkar, að þeir geta bara setið á þingfundum á daginn og sinnt ráðherra- störfum á morgnana og kvöldin eða um helgar meðan þing stendur. En að sjálfsögðu getur tilhögun f þessu efni haft veruleg áhrif á hag þingmanns eða varaþingmanns, þegar launin og hlunnindin eru orðin á borð við það, sem þau eru nú hér hjá okkur. Það er stundum dálitið skondið að fylgjast svolftið með þvf, sem efst er á baugi og um er rætt með öðrum þjóðum og sjá, að þetta eru iðulega sömu vandamálin, þó að f misrfkum mæli sé, þau mislangt komin og misjafnlega á þeim tekið. I Frakklandi sýnist mér, að nýí forsetinn og stjórnin hans ætli ekki að sitja og ýta vandanum á undan sér f þeirri von, að hann hverfi ef maður bara viður- kennir hann ekki. En f öllum málum eru bless- aðir ráðamennirnir þar sem annars staðar iðulega milli steins og sleggju eða eins og þeir f Frakklandi segja, milli eldsins og steikarpönnunnar. En verði of heitt f eldhúsinu er ekkert annað að gera en hafa sig þaðan út. Raunar má vfst annars verða býsna heitt til þess, að það geri menn sjálf- viljugir. Eða sýnist ykkur það ekki? r Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<-.Laugardagur 3. ágúst> Fámenn þjóð í stóru landi Einn af fremstu mönnum þess- arar þjóðar hafði orð á því að kvöldi sl. sunnudags, þegar þjóð- hátíðarhaldi var lokið á Þing- völlum, að það væri umhugsunar- efni hve lítið hefði farið fyrir fjórðungi íslenzku þjóðarinnar á Þingvöllum þá um daginn og að þetta sýndi okkur enn betur en áður, hve landið væri stórt, en þjóðin fámenn. Og vissulega er það rétt, t.d. þegar skoðaðar eru loftmyndir, sem teknar voru af þjóðhátíðinni á Þingvöllum, að lítið verður úr þessum 50—60 þúsund íslendingum, sem saman voru komnir á Þingvöllum, og bersýnilegt er, að jafnvel þótt allir Islendingar, rúmlega 200 þúsund talsins, hefðu verið þama, hefðu Þingvellir samt haft yfirhöndina. En þótt þessi dagur á Þing- völlum hafi enn einu sinni leitt í ljós smæð fólksins frammi fyrir stærð og mikilfenglegri náttúru þessa lands, mun hann áreiðan- lega verða minnisstæður öllum, sem þar voru og hans mun lengi verða minnzt í íslenzkri sögu. Alveg sérstaklega var hátíðlegt að fylgjast með þingfundinum á Lög- bergi. Raddir hafa komið fram um, að þar mætti halda þingfundi oftar en gert er, við sérstök til- efni, en það væri mikill misskiln- ingur, ef farið yrði út á þá braut. Þinghald á Lögbergi er svo sér- stakt, að það má aldrei verða hversdagslegur viðburður, og getur raunar aldrei orðið hvers- dagslegt, en það er mjög við hæfi, að Alþingi Islendinga komi saman á þessum helga stað á stærstu stundum í sögu þjóðar- innar tvisvar til þrisvar á hverri öld. Sitt sýnist hverjum um einstök dagskráratriði á þjóðhátfðinni á Þingvöllum eins og alltaf vill verða. Augljóst er, að henni var þröngur stakkur skorinn, þar sem hátfðahöldin stóðu aðeins f einn dag, en það sem fólki fannst helzt vanta, þ.e. dagskráratriði fyrir börn og unglinga, er nú bætt upp með þjóðhátíðarhaldinu í Reykja- vík, sem stendur um þessa helgi. Um leið og haldið er hátíðlegt 1100 ára afmæli Islandsbyggðar, er jafnframt fagnað 1100 ára afmæli byggðar í Reykjavík. Von- andi fer þjóðhátíðarhaldið í Reykjavík um þessa helgi fram með sama glæsibrag og sóma og hin einstæða þjóðhátíð á Þing- völlum fyrir viku. Erfiðleikar við stjórnarmyndun Þegar Geir Hallgrímsson hafði unnið að myndun ríkisstjórnar í 13 daga, og af þessum 13 dögum beðið f 8 daga eftir nauðsynlegum skýrslum um ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar, birti Tíminn, mál- gagn Framsóknarflokksins, harkalega árás á hann í forystu- grein, sem formaður þingflokks Framsóknarflokksins skrifaði, þar sem býsnazt var yfir því, hve langan tíma hann tæki til tilrauna sinna til stjórnarmyndunar. Um miðja næstu viku verður hálfur mánuður liðinn frá því, er forseti fól Ölafi Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins, að gera til- raun til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar, og öllum er kunnugt, að lítið sem ekkert hefur gengið f þeim viðræðum, sem fram hafa farið milli vinstri flokkanna og raunar virðist að þeim staðið með nokkrum sérstæðum hætti. Vmsir helztu forystumenn þeirra flokka, sem að viðræðunum standa, eru ýmist á flakki um landið við lax- veiðar eða önnur viðfangsefni en stjórnarmyndun. Þrátt fyrir þetta ber ekki enn á þvf, að óþolinmæði gæti hjá formanni þingflokks Framsóknarflokksins yfir því, hve langan tíma Ólafur Jóhannes- son tekur til þessara tilrauna, og ber þess þó að gæta, að þegar hann tók að sér tilraun til stjórnarmyndunar, lágu fyrir nauðsynleg gögn, sem formaður Sjálfstæðisflokksins varð að bíða eftir í átta daga. Morgunblaðið ætlar ekki að feta í fótspor Þórarins Þórarins- sonar og gagnrýna vinnubrögð Ólafs Jóhannessonar að þessu leyti, en á þetta er minnzt hér til þess að vekja athygli á, hve ástæðulaus hin ósmekklega árás Tfmans á Geir Hallgrímsson var hinn 18. júlí sl. og lítt til þess fallin að greiða fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sannleikur- inn er auðvitað sá, eins og öllum var Ijóst, þegar upp var staðið að kosningum loknum, að talsverður tími hlaut að líða, áður en lín- urnar færu að skýrast i fslenzkum stjórnmálum og grundvöllur að skapast fyrir myndun meirihluta- stjórnar á Alþingi. En jafnvel þótt margir erfiðleikar séu á veg- inum, er það skylda stjórnmála- leiðtoganna að sjá svo til, að þing- ræðisleg rfkisstjórn verði mynduð á tslandi til þess að takast á við þau alvarlegu vandamál, er við blasa í efnahags- og atvinnumál Miklar tjaldbúðir voru á þjóðhátíð á Þingvöllum. um þjóðarinnar. Við og við skjóta upp kollinum raddir um, að emb- ættismannastjórn ætti að taka við til þess að leysa aðsteðjandi vanda. Slíkt væri að sjálf sögðu algjör uppgjöf Alþingis og kjör- inna fulltrúa þjóðarinnar og kem- ur auðvitað ekki til mála. Afstaða Alþýðuflokksins Sú stefna, sem Alþýðuflokkur- inn hefur markað að kosningum loknum, hefur að vonum vakið furðu margra. Fyrst eftir kosn- ingarnar var því lýst yfir af ýms- um helztu forystumönnum Alþýðuflokksins, að heppilegast væri, að flokkurinn stæði utan ríkisstjórnar. Sfðan gerist það, að Alþýðuflokknum berst ákveðið tilboð frá formanni Sjálfstæðis- flokksins um þátttöku í viðræðum um myndun þriggja flokka stjórnar, þ.e. Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Því tilboði hafnaði Alþýðuflokkurinn á þeirri forsendu, að slík rfkisstjórn mundi ekki fullnægja þeim mark- miðum Alþýðuflokksins, að náið samráð yrði haft við verkalýðs- hreyfinguna um ráðstafanir í efnahagsmálum. Eins og áður hefur verið bent á hér í Morgunblaðinu, hlýtur þessi forsenda Alþýðuflokksins að hafa átt við Framsóknarflokkinn og hugsanlega aðild hans að slíkum þriggja flokka viðræðum, f fyrsta lagi vegna þess, að í fyrstu yfirlýs- ingu sinni að kosningum Ioknum tók Geir Hallgrímsson sérstaklega fram, að nauðsynlegt yrði að hafa náið samráð við aðila vinnu- markaðarins, verkalýðssamtök og vinnuveitendur, um ráðstafanir f efnahagsmálum, og í öðru lagi sýnir fengin reynsla af stjórnar- aðild Sjálfstæðisflokksins á við- reisnarárunum, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lagt og mun leggja mjög ríka áherzlu á samráð við hin voldugu almannasamtök, þegar erfiðleikar steðja að og raunar jafnan við stjórn efna- hagsmála. En nokkrum dögum eftir að Alþýðuflokkurinn hafn- aði á þessari forsendu aðild að þriggja flokka viðræðum undir forystu Geirs Hallgrímssonar, hóf hann þegjandi og hljóðalaust þátttöku í viðræðum um myndun ríkisstjórnar undir forystu Fram- sóknarflokksins, en það var ein- mitt afstaða Framsóknarflokksins til samráðs við verkalýðshreyfing- una, sem leiddi til þess, að nú- verandi varaþingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjavík, Björn Jóns- son, forseti Alþýðusambands Is- lands, sagði af sér ráðherraemb- ætti sl. vor. En látum þetta vera. Hitt hefur kannski vakið meiri furðu, að það skuli vera skoðun manna f Alþýðuflokknum, að lífsvon hans sé fólgin í aðild að vinstri stjórn. -Vinstri flokkarnir hafa óspart haldið uppi þeim áróðri gegn Alþýðuflokknum, að hann væri „hækja“ Sjálfstæðisflokksins og að þau áföll, sem Alþýðuflokkur- inn varð fyrir i tvennum síðustu þingkosningum, væru afleiðing af samstarfi hans við Sjálfstæðis- flokkinn í viðreisnarstjórn. Þetta eru auðvitað algjör öfugmæli. Á viðreisnarárunum var einmitt höfð uppi innan Sjálfstæðis- flokksins mjög hörð gagnrýni á samstarfið við Alþýðuflokkinn á þeirri forsendu, að svo lítill flokkur hefði alltof mikil áhrif á stjórnarstefnuna og hefði sveigt Sjálfstæðisflokkinn mjög frá grundvallarstefnu hans. Þá er og augljóst, að samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn á viðreisnar- árunum varð Alþýðuflokknum mjög til framdráttar í kosningum. Þannig bætti Alþýðuflokkurinn verulega við sig fylgi í haustkosn- ingunum 1959, eftir að minni- hlutastjórn Emils Jónssonar hafði setið að völdum með stuðningi Sjálfstæðisflokksins í u.þ.b. tíu mánuði. Og i þingkosningunum 1967, er Viðreisnarstjórnin hafði setið að völdum í 2 kjörtímabil, jók Alþýðuflokkurinn fylgi sitt verulega og hlaut 15,7% gildra atkvæða, sem var hæsta hlutfall, sem flokkurinn hafði fengið í þingkosningum í tvo áratugi, eða frá 1949. Þannig hafði samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn bæði stuðlað að verulegum áhrifum Alþýðuflokksins umfram það, sem flokkurinn gat vænzt miðað við þingstyrk og kjósendafylgi, og enn fremur leitt til mikillar fylgisaukningar f kosningum. Afhroð það, sem Alþýðu- flokkurinn beið f þingkosn- ingunum 1971 og aftur á þessu ári, stafar að sjálfsögðu af því, að í fyrri kosningunum bauð nýr flokkur fram til þings, sem kenndi sig við jafnaðarstefnu og var undir forystu fyrrverandi for- manns Alþýðuflokksins, og Alþýðuflokknum hafði ekki tekizt í þingkosningunum nú að rétta við eftir þau áföll, sem hann varð þá fyrir. Þegar á allt þetta er litið, vekur vissulega furðu það sjónar- mið sumra Alþýðuflokksmanna, að lífsbjörg hans sé f því fólgin að eiga aðild að vinstri stjórn. Flestir eru þvert á móti þeirrar skoð- unar, að það gæti orðið banabiti hans. öllum er ljóst, að markmið Alþýðubandalagsins er að hrekja Alþýðuflokkinn út af þingi og ein- mitt þess vegna hafa forystumenn Alþýðubandalagsins lagt á það megináherzlu frá kosningum að fá Alþýðuflokkinn inn í nýja vinstri stjórn. Þeir gera ráð fyrir, að Alþýðuflokkurinn mundi kremjast á milli Alþýðubandalags og Framsóknarflokks í nýrri vinstri stjórn og deyja í næstu þingkosningum, sem fram fara. Þá væri að dómi Alþýðubanda- lagsins komin upp þriggja flokka staða, sem gæti tryggt varanlega stjórn þess með Framsóknar- flokknum. Þá er og öllum ljóst, að verulegt lausafylgi sveiflast milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, en þar eru á ferðinni kjósendur, sem kjósa ekki Alþýðuflokkinn til þess að stuðla að nýrri vinstri stjórn, og Alþýðu- flokkurinn mundi bersýnilega missa þessa kjósendur endanlega yfir til Sjálfstæðisflokksins, ef hann léti verða af því að gerast aðili að nýrri vinstri stjórn. Sterk og ábyrg ríkisstjórn Væntanlega kemur í ljós næstu daga, hvort vinstri flokkunum tekst að bræða sig saman, en slík vinstri stjórn mundi engan veg- inn hafa þann styrkleika, sem þarf til þess að takast á við þau viðfangsefni, sem bíða úrlausnar. Islendingar þurfa nú á þvi að halda fremur en nokkru sinni fyrr, að sterk og ábyrg rfkisstjórn verði mynduð f landinu, sem geti annars vegar framfylgt þeim ayg- ljósa þjóðarvilja, að öryggi lands- ins verði tryggt og hins vegar gert þær ráðstafanir í efnahags- og atvinnumálum, sem nauðsynlegar eru, til þess að jafnvægi skapist á ný í efnahagslífinu og atvinnu- vegirnir fái viðunandi rekstrar- grundvöll. Því fyrr sem alvar- legar viðræður hefjast milli flokka um myndun slíkrar ríkis- stjórnar, því betra. Menn verða að gera sér grein fyrir, að nú er komið fram í ágústmánuð og hinn 1. september n.k. hlýtur kaup- gjaldsvísitalan að hækka um 25%, verði ekkert að gert. En komi slík hækkun fram, hlýtur það að leiða til algerrar stöðvunar atvinnuveganna. Þess vegna er nú tími til kominn, að þeim byrj- unarleikjum, sem leiknir hafa verið á taflborði stjórnmálanna frá kosningum, verði lokið og alvarlegar viðræður hefjist milli þeirra flokka, sem virðast hafa líkasta málefnalega afstöðu. Við myndun nýrrar ríkisstjórnar verður sem fyrr segir að leggja megináherzlu á að tryggja öryggi Iandsins, koma á jafnvægi í efna- hagsmálum þjóðarinnar og stuðla að áframhaldandi vexti lands- byggðarinnar með markvissri og raunhæfri byggðastefnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.