Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Vinstri flokkarnir svonefndu hafa deilt alla síðustu viku um ástæð- ur þess að viðræður flokk- anna fjögurra um myndun ríkisstjórnar fóru út um þúfur. Rifrildi af þessu tagi er að vísu ekki nýtt af nál- inni, en er þó athyglisvert eigi að síður fyrir margra hluta sakir. Óhætt er að segja, að þetta tilgangslitla karp lýsi einkar vel, hversu rækilega þetta stjórnmála- samstarf hafði gengið sér til húðar. Um leið er þetta verðugur endir á ferli vinstri stjórnarinnar og í fullu samræmi við það, sem á undan er gengið. Um nokkur undangengin ár hafa stjórnmálaumræð- ur hér, á landi mótazt all mikið af hugleiðingum um svokallaða sameiningu vinstri manna. Talsmenn vinstri flokkanna hafa far- ið mörgum fögrum orðum um þennan göfuga tilgang, og flokkar hafa verið stofn- aðir og klofnir til skiptis í því skyni, að koma þessum áformum í framkvæmd. En eftir því sem meir hefur verið um sameininguna rætt, hafa deilurnar magn- azt og sundurlyndið aukizt. Gífuryrði talsmanna vinstri flokkanna hver í annars garð síðustu daga eru eins konar lokauppgjör sameiningarhugsjónanna. Sérstaklega erþað athygl isvert, að flokkarnir fjórir, sem í þrjár vikur sátu á rökstólum um stjórnar- myndun, virðast ekki hafa haft raunverulegan áhuga á að endurlífga vinstri stjórnina. Lúðyík Jóseps- sonvar þannig víðsfjarri lengst af meðan á viðræð- unum stjóð. Og ritstjóri Alþýðublaðsins segir, að farið hafi fé betra en sú ríkisstjórn, sem mögulegt hefði verið að koma á fót við slíkar aðstæður. For- maður þingflokks fram- sóknarmanna hefur loks upplýst, að krafan um sam- ráð við aðila vinnumarkað- arins hafi fyrst og fremst verið átylla til þess að sprengja viðræðurnar, en Framsóknarflokkurinn neitaði með öllu að verða við tilmælum um þetta efni. Hins vegar voru við- ræðuflokkar hans þrír allir þeirrar skoðunar, að þetta samráð skyldi haft, þó að þeir legðu á það misjafna áherzlu. Þetta sýnir, að í raun réttri hafa þessir flokkar ekki haft áhuga á að koma á nýrri vinstri stjórn og ekki treyst slíkri stjórn til þess að takast á við þau viðfangsefni, sem nú bíða úrlausnar. Fólkið í landinu fagnar þessum úrslitum, enda hefði það ekki verið í samræmi við úrslit alþing- iskosninganna að mynda stjórn af þessu tagi. Um- talsverður sigur Sjálfstæð- isflokksins var reyndar krafa um ný vinnubrögð og heilsteypt stjórnarfar. Þess er að vænta, að tryggja megi framgang þessara sjónarmiða, ef til raunir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um myndun nýrrar ríkis stjórnar bera árangur. Ringulreiðin í efnahags- málunum er vægast sagt mjög ískyggileg. Næstu ríkisstjórnar bíða því mörg erfið og flókin verkefni, sem leysa verður af hendi í bráð. En jafnframt bíður það verkefni að móta far- sæla efnahags- og f jármála- stefnu til frambúðar. Eftir kosningar viðurkenndu all- ir stjórnmálaflokkar nauð- syn umfangsmikilla að- gerða í efnahagsmálum. Talsmenn Alþýðubanda- lagsins hafa síðustu viku margsinnis lýst yfir þvi, að mjög litið hafi borið á milli i samningaviðræðum flokk- anna fjögurra, sem fóru út um þúfur. Á það hefur ver- ið bent, að málefnaágrein- ingur hafi ekki ráðið úrslit- um um að slíka stjórn tókst ekki að mynda. Sérstaklega hafa leiðtogar Alþýðu- bandalagsins og málgagn þess Þjóðviljinn, lagt þunga áherzlu á, að tylliá- stæður einar en ekki mál- efnaágreiningur hafi vald- ið þvi, að samkomulag náð- ist ekki. Þegar á þessar yfirlýs- ingar er litið verður ekki annað séð en flokkarnir fjórir hafi í meginatriðum verið sammála um þær að- gerðir, sem nú er óhjá- kvæmilegt að gera til þess að rétta við hallarekstur þjóðarbúsins. Ef Alþýðu- bandalagið lendir í stjórn- arandstöðu getur það því ekki snúizt gegn þeim efna- hagsráðstöfunum, sem gera verður á næstunni. Ljóst er, að hugsanleg sam- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins myndi í meginatriðum framkvæma þær hugmynd- ir og tillögur, sem flokk- arnir fjórir hafa rætt síð- ustu vikurnar um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum. Aðrar leiðir eru ekki færar eins og sakir standa. Al- þýðubandlagið hefur greint frá því, að ekki hafi verið teljandi ágreiningur um þessi efni; stjórnarsam- vinna vinstri flokkanna hefði ekki sprungið á þeim. Af þessu má ráða, að verulegar líkur eru á, að samstaða náist með stjórn- málaflokkunum öllum um efnahagsaðgerðirnar. Al- þýðubandalagið hlýtur vissulega að eiga erfitt um vik að snúast gegn tillög- um, sem talsmenn þess segja nú, að ekki sé ágrein- ingur um. Af athygli verð- ur því fylgzt með því, hvort Alþýðubandalagið og for- ystumenn þess kúvenda í þessum efnum. Þeir hafa að visu áður tekið slíkar kollsteypur. HVER VERÐUR AFSTAÐA ALÞÝÐUBANDALAGSINS? Rey kj aví kurbréf •Laugardagur 17. ágúst Stjórnarmyndun Eins og eðlilegt var fól forseti Islands Geir Hallgrímssyni for- manni Sjálfstæðisflokksins fyrstum að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði unnið mikinn sigur í kosningunum og var langstærsti stjórnmálaflokkur- inn. Eðlilegt er því, að hann gegni forustuhlutverki f Is- lenzkum stjórnmálum. Eins og alþjóð er kunnugt höfnuðu bæði Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur formlegum tilmælum formanns Sjálf- stæðisflokksins um stjórnar- myndunarviðræóur. Geir Hall- grímsson tilkynnti forseta ís- lands þá þegar í stað, að hann léti af stjörnarmyndunartil- raunum að svo stöddu. Ölafur Jóhannesson hófst þá handa um tilraunir sínar til myndunar nýrrar vinstri stjórnar og þegar það loks rann upp fyrir honum, að slík stjórn- armyndun væri vonlaus sneri hann sér til formanns Sjálf- stæðisflokksins og óskaði eftir því að reynt yrði á það, hvort þessir tveir flokkar gætu náð málefnalegri samstöðu. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti samdægurs að verða við þessum tilmælum og við- ræður flokkanna hófust þegar í stað. Þær viðræður eru nú að komast á lokastig og vonir standa til þess, að þjóðin fái búið við traust stjórnarfar á næstunni. Nokkuð hefur það verið gagn- rýnt, að Ólafur Jóhannesson skyldi ekki láta af stjórnar- myndunartilraunum, þegar hann gafst upp við myndun vinstri stjórnar og leggja til við forseta Islands, að formanni Sjálfstæðisflokksins yrði á ný falið að mynda ríkisstjórn. Það lá fyrir, að Sjálfstæðisflokkur- inn mundi leita til Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks og þess vegna hefði verið eðlilegast, að Geir Hallgrímsson stæði fyrir þeim viðræðum. Framsóknar- menn lögðu hins vegar áherzlu á, að Ólafur Jóhannesson gerði það og forseti Islands hefur vafalaust metið aðstæður svo, að líklegra væri, að framsókn- armenn gengju til heilshugar samstarfs, ef hann fæli Ólafi Jóhannessyni stjórnar- myndunartilraunir áfram. Má vera að það mat hafi verið rétt. Málefnin ráði Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins lét það að sjálfsögðu ekki ráða afstöðu sinni, hver boðaði til viðræðufunda. For- maður flokksins lýsti því þegar I stað yfir, að það væri málefna- samstaðan, sem úrslitum réði og hann óttaðist ekki, að flokkarnir gæru komið sér saman um skiptingu ráðuneyta, ef samstaóa næðist um mál- efnagrundvöll. Sjálfstæðis- flokkurinn er og hefur ætíð verið sú kjölfesta I íslenzku þjóðfélagi, sem tryggt hefur lýðræðisstjórnarfar. Forustu- menn hans gera sér grein fyrir þeim skyldum, sem á herðum þeim hvíla, og flokkurinn skýt- ur sér ekki undan vandanum vegna einhverra persónulegra sjónarmiða. Þegar þetta er ritað hefur enn ekki á það reynt, hvor þeirra Geirs Hallgrímssonar eða Ólafs Jóhannessonar mynd- ar ríkisstjórn, ef af stjórnar- myndun verður. Auðvitað er eðlilegt, að formaður Sjálf- stæðisflokksins fari með for- ustu I slíkri ríkisstjórn, en flokkurinn setur þó ekkert slíkt skilyrði, þegar þjóðarhagsmun- ir eru I veði og nú er vissulega mikil vá fyrir dyrum. Þess vegna er ekki um annað að ræða en að leitast við að mynda sterka ríkisstjórn, sem tekizt geti á við vandann. Efnahags- öngþveitið Svo mikið hefur á undanförn- um mánuðum verið ritað og rætt um það efnahagsöngþveiti, sem stjórnleysi vinstri manna hefur komið þjóðinni I, að ástæðulaust er að hafa um það miklu fleiri orð. Forsætisráð- herra vinstri stjórnarinnar málaði myndina skýrum drátt- um, er hann var að undirbúa þingrofið í vor, þótt reynt væri að breiða yfir vandann, er nær kosningum dró. 1 viðræðum vinstri flokkanna, sem nú er lokið, viðurkenndu allir þau miklu vandamál, sem framundan væru og meira og minna sam- komulag hafði náðst um víð- tækar og róttækar aðgerðir I efnahagsmálum. Margt af þeim tillögum var skynsamlegt og óhjákvæmilegt og ýmsar þeirra verða vafalaust framkvæmdar, ef stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks tekst. Hagfræðin býr ekki yfir neinum töfraráðum. Þegar meiru hefur verið eytt en aflað hefur verið um alllangt skeió, óðaverðbólga geisar og allir atvinnuvegir eru komnir í þrot, er óhjákvæmilegt að spyrna við fótum, og allir verða að axla byrðarnar. Raunar er þetta ekki i fyrsta skipti, sem Islendingar hafa horfzt I augu við veruleg efna- hagsvandamál. Staðreyndin er sú, að I kjölfar vinstri stjórnar fylgja alltaf erfiðleikar. Þannig var það við lok 6. áratugarins og þannig er það enn. Verð- bólga hefur að vísu aldrei verið jafn geigvænleg og nú og því gætu menn vænzt þess, að enn harkalegri aðgerða væri þörf en nokkru sinni áður. Á móti því vegur einstakt góðæri, sem hér hefur verið að undanförnu. Að vísu hefur verðlag út- flutningsafurða lækkað tals- vert, en engu að síður er það enn hagstætt miðað við það, sem áður var. Þess vegna er líka fyllsta ástæða til að ætla, að þær efnahagsaðgerðir, sem nú eru framundan, muni ekki verða mjög tilfinnanlegar og erfiðleikarnir munu skjótt líða hjá, þegar atvinnulífið styrkist á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.