Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 1H Hvernig úlfaldinn fékk kryppuna Þetta er næsta morgunstundarsaga og í henni er frá þvi sagt, hvernig úlfaldinn fékk kryppuna. Fyrir ævalöngu, þegar heimurinn var ungur og allt það og dýrin voru rétt nýbyrjuð að starfa fyrir mannihn, var til úlfaldi, sem bjó i miðri eyðimörk- inni, því að hann nennti ekki aö vinna. Hann borðaði greinar og þyrna og gras og arfa og var alltaf jafnlatur. Hann sagði bara „úmmp“ og ekkert annað en ,,úmmp“, ef einhver yrti á hann. Morgun nokkurn kom hestur til hans. Það var söðull á baki hestsins ogÞeizli í munninum og hann sagði: „Úlfaldi, úlfaldi, komdu að brokka eins og við hinir.“ „Krypp!“ sagði úlfaldinn og hesturinn fór á brott og sagði manninum allt af létta. Hundurinn kom til hans með prik í munninum og sagði, „Úlfaldi, úlfaldi, komdu að sækja hluti og bera þá eins og við hinir.“ „Krypp!“ sagði úlfaldinn og hundurinn fór og sagði manninum allt af létta. Uxinn kom til hans með klafa um hálsinn og sagði, „Úlfaldi, úlfaldi, komdu aó plægja eins og við hinir.“ „Krypp!“ sagði úlfaldinn og uxinn fór og sagði manninum allt af létta. Um kvöldið kallaði maðurinn á hestinn, hundinn og uxann og sagði, „Þrír, þið þrír, ég vorkenni ykkur, því að heimurinn er svo ungur. En úlfaldinn í eyðimörkinni getur ekki unnið, annars væri hann hingað kominn og því verðið þið að leggja helmingi meira að ykkur.“ Þeir þrír urðu mjög reiðir, því að heimurinn var svo ungur og þeir skutu á ráðstefnu og ráðguðust við í útjaðri eyðimerkurinnar. Úlfaldinn kom þar að tyggjandi arfa og hann hló að þeim. Svo sagði hann „úmmp“ og fór. Seinna kom Andi Allra Eyðimarka í rykmekki, en þannig ferðast andar einatt, því að það eru töfrar og hann fór að ræða við þá þrjá. „Má nokkur vera latur meðan heimurinn cr svo ungur?“ spurði hestinn Anda Allra Eyðimarka. „Auðvitað ekki,“ svaraði Andinn. „Nú,“ sagði hesturinn. „í miðri eyðimörkinni þinni er vera með langan háls og langa fætur og hún hefur ekki gert handtak síðan á mánudagsmorgun. Hún neitar að brokka." „Fíjú,“ flautaði andinn. „Það veit allt gull Arabíu, að það er úlfaldinn minn! Hvað segir hann við þessu?“ DRATTHAGI BLYANTURINN t t ' Ul 2 ANNA FRA STÓRUBORG SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta — Og ég ætla bara að biðja þig um að búa ekki til bollur úr honum öll- um, eins og síðast... væri að leita að einhverju fémætu i fjallinu. En á einni af þessum snuðurferðum fann hann helli upp í berginu.“ „Helli —?“ mælti Anna. „Já, einn af þessum óteljandi skútum, sem hér eru til og frá undir Eyjafjöllum, en þó þann skútann, sem ber af þeim öllum. Hann sagði mér undireins frá þessum merkilega fundi, því að ef Steinn segir nokkrum manni nokkuð af leyndarmál- xnn sínum, þá hygg ég, að ég sitji þar fyrir öllum. Hann sýndi mér hellinn í tómi, og ég réð honum til að halda fund- inum leyndum, því að vel gæti farið svo, að þessi hellir yrði honum engu minna virði en öll jörðin, ef þagnarinnar væri nógu vandlega gætt. Og ég hefi ekki orðið var við, að hann hafi sagt fleirum frá þessu.“ „En að hverju leyti er þá þessi hellir svo dýrmætur?“ spurði Anna og var enn nokkuð áhyggjufull. „Að því leyti fyrst og fremst, að mjög lítið ber á honum neðan af jafnsléttu. Engan mann getur grtmað, að þar sé neitt óvanalegt. 1 öðru lagi af þvi, að þar er vígi svo gott, að vaskur maður getur varizt þar hundrað manns, eða svo mörgum, sem verkast vill, og aldrei orðið unninn. Og í þriðja lagi er þetta rétt við bæinn, auðvelt að búast þar um og auðvelt að hafa þaðan samgöngur við-aðra menn;“ Anna þagði og hugsaði sig um. Væri þetta allt saman satt, sem hún raunar efaðist ekki um, þá var þessi hellir eins og skapaður handa Hjalta, svo framarlega sem til þess kæmi, að hann þyrfti til slíkra ráða að grípa. Þegar þau komu heim á Fit, var Steinn bóndi tekinn á einmæli. Steinn var bróðir Halls grámunks, þótt lítið ræktu þeir frændsemi sína. Enda voru þeir nokkuð ólíkir. Ekki var Hallur fagur ásýndum, en þó var Steinn hálfu ljótari. Hann var lítið meira en dvergur að vexti, og gekk höfuðið ofan á milli axlanna. Skrefstuttur var harm og innskeifur, en þó manna skjótastur á fæti. Munnstór var hann, engu síður en Hallur, en af líkamslýtum hans voru höfuðbeinin nokkuð úr lagi gengin, svo að augun lágu skáhöll og kinnbeinin voru gengin út. Tanngarðurinn lá nokkuð hátt. Skeggið var hýj- ungur einn, en andhtið þó loðið upp undir augu. Allt gaf þetta andlitinu eitthvert hálfgert rándýrsútlit. „Viltu taka að þér sakamann?“ spurði Sigvaldi hálfglettnis- lega. Steinn glápti á hann. „Sakamann —!“ át hann eftir. „Hvað ætti ég að gera við sakamarm?1-- ---------------- ------Á-----^— - .k. — Þeir geta ekki komið sér saman um hvað á að grafa stríðsöxina... i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.