Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974
17
Leon Jaworski
Watergate-saksóknari
Jaworski ræðir við fréttamenn.
Það er hans
að ákveða,
hvort Nixon
verður sak-
sóttur eða
ekki
Jaworski fyrir utan Hæstaréttar-
bygginguna.
Þegar Richard Nixon, fyrrum
forseti Bandarikjanna, valdi Leon
Jaworski eftirmann Archibalds
Cox í embætti sérlegs Watergate-
saksóknara, eftir að Cox, Elliot
Richardson, dómsmálaráðherra,
og fleiri háttsettir embættismenn
höfðu látið af störfum vegna
ágreinings við forsetann í svoköll-
uðum „laugardagskvölds fjölda-
morðum", þá grunuðu margir for-
setann um græsku. Var þvi m.a.
haldið fram að eftir að hafa sett
Cox af fyrir að hafa gengið af fullri
hörku eftir tilhlýðilegum gögnum i
málinu hjá Hvita húsinu, hafi for-
setinn ætlað sér að kæfa áfram-
haldandi rannsókn saksóknara-
embættisins á Watergate með því
að skipa i embættið leiðitaman
stuðningsmann sinn Jaworski,
sem á sinum tima studdi Lyndon
Johnson og veitti endurkjöri Nix-
ons árið 1972 fylgi sitt. Hann
hafði verið valinkunnur lögmaður
í hinni íhaldssömu Houstonborg i
heimafylki sinu Texas, og hafði
200.000 dollara árstekjur. Óstað-
festar fregnir hermdu, að John
Connally, fyrrum rikisstjóri iTexas
og fjármálamaður Nixons, hefði
gengið frá útnefningu Jaworskis.
Þessar bollaleggingar reyndust
fljótlega vera út i bláinn.
Hávaðalaust og með markvissum
vinnubrögðum setti Jaworski skrið á
rannsóknina og einbeitti sér aðeins
að því að ná takmaki hennar, — að
réttlætinu yrði fullnægt. Og nú þeg-
ar Nixon hefur orðið að segja af sér
embætti, er ákvörðunin um, hvort
forsetinn fyrrverandi verði engu að
síður sóttur til saka fyrir aðild slna
að þessu mesta hneykslismáli
bandariskrar stjórnmálasögu I hönd-
um Jaworskis. Með dæmigerðri
stillingu og íhygli ætlar Jaworski
ekki að flana að neinu i þeim efnum,
heldur kanna málið.
„Haldið þið, að ég á mínum aldri
fari að taka þátt í einhverju, sem
kynni að eyðileggja það mannorð og
orðstír, sem ég hef reynt að byggja
upp gegnum árin" sagði hinn 68
ára gamli Texasbúi, er hann var
spurður um viðhorf sín.
Þegar í upphafi reri Jaworski öll-
um árum að því að tryggja sjálfstæði
sitt, — ekki sízt til að vinna traust
starfsfólks síns, sem mjög var orðið
tortryggið og vonsvikið vegna brott-
vikningar Cox. Sú tortryggni beind-
ist líka að Jaworski. Kvöldið, sem
Cox var sviptur embætti, tóku starfs-
menn saksóknarans niður allar per-
sónulegar veggskreytingar og
myndir á skrifstofunni, og þegar
Jaworski var skipaður I embættið,
létu þeir enn hjá llða að setja þær
upp aftur. En eftir að Jaworski hafði
gegnt embættinu í tvær vikur, voru
myndirnar komnar á veggina að
nýju. Það var talandi tákn þess, að
hinn nýi saksóknari hefði sýnt, að
hann hefði í hyggju að halda rann-
sókninni áfram af krafti og tekizt að
vinna traust starfsfólksins.
En einnig var Jaworski ákveðinn I
að sýna sjálfstæði sitt gagnvart
Hvita húsinu Hvað eftir annað hafn-
aði hann t.d. boðum Nixons um að
koma til fundar við sig persónulega
Flest samskipti hans og forsetaemb-
ættisins fóru fram gegnum Al-
exander Haig. skrifstofustjóra I
Hvita húsinu.
Það rann lika fljótlega upp fyrir
Hvíta húsinu, að Jaworski var engu
meðfærilegri en Archibald Cox.
Hann var jafnvel enn beinskeyttari
og óþolinmóðari, ef einhver reyndi
að gera honum erfitt fyrir i starfi
sinu. Gagnstætt Cox, sem lagði mik-
ið upp úr löngum vangaveltum og
viðræðum um lögfræðikenningar og
merkingu ákveðinna lagasetninga,
er Jaworski óformlegur, gengur
hreint og beint til verks og keyrir
hlutina áfram. Það hefur líka vakið
athygli, hversu Jaworski er ná-
kvæmur og gagnyrtur i tali Þá sjald-
an hann kemur fram i sjónvarpsvið-
tölum, slær hann öll met í hversu
mörgum spurningum honum tekst
að svara á hverri minútu útsending-
artimans.
Áður en Leon Jáworski var kallað-
ur til starfa sem Watergatesaksókn-
ari i Washington, var lífsmetnaði
hans að mestu fullnægt Hann var
algerlega sáttur við að halda áfram
lögmannsstarfi sinu og eyða fritím-
anum á stórum búgarði sinum við
jarðyrkju og hrossarækt
Jaworski er sonur lútersks prests,
sem fluttist til Bandaríkjanna frá Pól-
landi, en hann fæddist i Waco í
Texas. Þrátt fyrir að fjölskyldan væri
fátæk, tókst Leon, ásamt tveimur
bræðrum sinum og systur, að basl-
ast i gegnum Baylor-háskólann og
þaðan tók hann lögfræðipróf árið
1 925. Fljótlega ávann hann sér svo
mikinn orðstir sem leikinn málflutn-
ingsmaður, að þekktasta lögfræði-
fyrirtækið i Houston-Fulbright.
Crooker, Freeman & Bates réð hann
i þjónustu sína, og árið 1951 varð
hann einn af aðaleigendum þess
fyrirtækis. Þegar Jaworski var skip-
aður Watergate-saksóknari, var að-
eins eitt lögfræðifyrirtæki i Texas
talið Fulbright, Crooker & Jaworski
framar, en það var fyrirtæki John
Connally, Vinson, Elkins, Searls,
Connally & Smith. Árið 1971 naut
Jaworski þess heiðurs að verða val-
inn forseti bandaríska lögmanna-
sambandsins.
Á leiðinni upp á toppinn rakst
Jaworski óhjákvæmilega á annan
upprennandi Texasbúa, Lyndon
Johnson, síðar forseta Bandarikj-
anna. Tvívegis kom Jaworski John-
son til hjálpar Fyrst, þegar hann
hjálpaði til við vörn Johnsons, er
hann var sakaður um svindl i for-
kosningum til öldungadeildarinnar
árið 1 948. Þar bar Johnson sigur úr
býtum. Og i annan stað var Jaw-
orski lögfræðingur Johnsons vegna
málshöfðana, þegar reynt var að
koma i veg fyrir, að hann gæti boðið
sig fram til varaforseta og öldunga-
deildarinnar samtimis árið 1 960.
Þegar Lyndon Johnson varð for-
seti, vildi hann fá Jaworski i emb-
ætti dómsmálaráðherra, en þar eð
hann vildi ekki eiga á hættu að vera
Framhald á bls. 31
Samstaðan
í varnarmálum
Sérstök ástæða er til að fagna
því, að íslenzku lýðræðis-
flokkarnir hafa á ný náð sam-
stöðu 1 varnarmálum. Þegar
viðræður vinstri flokkanna um
stjórnarmyndun stóðu yfir var
full samstaða með Alþýðu-
flokki og Framsóknarflokki í
varnarmálunum, enda hefur
málgagn Framsóknarflokksins
lýst því yfir, að ekki sé meiri-
hluti á þingi fyrir tillögum
þeim, sem Einar Agústsson
flutti Bandaríkjastjórn á sínum
tíma. Sjónarmið Sjálfstæðis-
flokksins eru í meginefnum hin
sömu og nú hafa orðið ofan á 1
Framsóknarflokki og Alþýðu-
flokki, þ.e.a.s. að ekki sé tíma-
bært að gera landið varnarlaust
heldur beri okkur að halda
áfram varnarsamstarfi við
Bandaríkin og Atlantshafs-
bandalagsþjóðirnar.
Allt frá styrjaldarlokum hafa
lýðræðisflokkarnir leitazt við
að halda samstöðu sinni í utan-
ríkismálum, þótt hart hafi verið
deilt um innanlandsmál og ýms-
ir flokkar starfað saman á
hverjum tíma eins og verða vill.
Þetta samstarf rofnaði við
myndun vinstri stjórnar 1956
og síðan aftur við myndun
þeirrar yinstri stjórnar, sem nú
er að láta af völdum, en ætíð
ella hefur samstarf lýðræðis-
flokkanna um mikilvægustu
utanríkismál verið náið eins og
líka skylt er.
Þegar undirskriftir „Varins
lands“ fóru fram á sl. vetri varð
þegar I stað ljóst, að mikill
meirihluti þjóðarinnar óskaði
þess, að vörnum landsins yrði
við haldið. Varnarmálin áttu
áreiðanlega drjúgan þátt í hin-
um stórglæsilega sigri, sem
Sjálfstæðisflokkurinn vann í
sveitarstjórnakosningunum.
1 þingkosningunum var
einnig kosið um varnarmálin
gagnstætt því, sem var í kosn-
ingunum 1971, þegar þau
naumast voru nefnd. Þó er lík-
legt, að varnarmálin hafi ekki
jafn mikil áhrif og þau höfðu
f sveitarstjórnakosningunum.
Eftir undirskriftir „Varins
lands“ og hinn mikla sigur
í borgarstjórnarkosningunum
létti mörgum og þeir töldu sýnt,
að ekki væri til það afl í ís-
lenzku þjóðlifi, sem megnaði að
gera landið varnarlaust og þess
vegna hafa þeir ekki talið sömu
þörf á því og ella að greiða
Sjálfstæðisflokknum atkvæði í
þingkosningunum. Engu að
sfður var um þessi mál kosið og
nú er úr því skorið, að þjóðin
vill, að hér verði varnir enn um
sinn, en að sjálfsögðu er eðli-
legt að endurskoða framkvæmd
þeirra mála á hverjum tíma og
ýmsar umbætur má þar gera,
svo sem eins og aðskilnað far-
þegaflugs og annarrar starf-
rækslu á vellinum.
Þótt svo kunni að fara, að
Alþýðuflokkurinn verði utan
stjórnar, en Sjálfstæðisflokkur
og Framsóknarflokkur í ríkis-
stjórn, er sjálfsagt að hafa náið
samstarf við Alþýðuflokkinn
um varnarmálin og utanríkis-
mál almennt og mun Sjálf-
stæðisflokkurinn leggja sig
fram um það.
Samstaða um
landhelgismál
En alveg á sama hátt og
lýðræðisflokkarnir eiga að
starfa saman að varnarmálun-
um eigá þeir að hafa nána sam-
stöðu um framkvæmd land-
helgismálsins og á þvf eiga
heldur ekki að vera nein vand-
kvæði. Nú hyllir undir það, að
við vinnum lokasigur í land-
helgismálum. 200 mílna efna-
hagslögsaga er á næsta leiti og
ekki eftir neinu að bíða að
hrinda því máli fram. Ljóst er,
að mikill meirihluti þjóðanna
aðhyllist 200 mílna efnahags-
lögsögu. Enn eru að vísu nokkr-
ar deilur um framkvæmd slíkr-
ar lögsögu, en engu að síður er
unnt að lýsa yfir 200 mflna fisk-
veiðilandhelgi. Að sjálfsögðu
mundum við virða samning
þann, sem vinstri stjórnin gerði
við Breta og leita eftir samn-
ingum við Vestur-Þjóðverja og
aðra þá, sem hagsmuna hafa að
gæta, þannig að rúmt ár mundi
lfða þar til 200 mílurnar tækju
gildi að fullu.
Við yrðum lika að lýsa yfir,
að við værum reiðubúnir til að
ræða samkomulag um göngu-
eða flökkufiskstofna, enda eru
það okkar hagsmunir ekki siður
en nágranna okkar, að skyn-
samlegar reglur verði settar um
hagnýtingu slfkra stofna.
Auðvitað hugsum við ís-
lendingar okkur ekki að hindra
frjálsar siglingar, enda höfum
við engra sérstakra hagsmuna
að gæta af stórri landhelgi
heldur eingöngu efnahagslög-
sögunni. Við getum líka út-
gjaldalaust lýst því yfir, að
eftirlitsreglur okkar með skipa-
ferðum og mengunarreglur
verði til endurskoðunar og
þurfum ekki að brjóta að baki
okkur neinar brýr í því efni og
þá er þess loks að gæta, að
Islendingar hafa engan áhuga á
þvi að hindra visindalegar
rannsóknir á fiskstofnum,
straumum o.s.frv. og mundu að
sjálfsögðu heimila öðrum
þjóðum allar skynsamlegar
\aðgerðir f því efni eða beinlínrs
lýsa því yfir að við mundum
engin afskipti hafa af slfkum
vísindarannsóknum.
Ef þessara atriða er gætt við
útfærslu fiskveiðitakmarkanna
í 200 mílur eru engar líkur til
þess, að vandkvæði mundu af
hljótast. Bretar hafa þegar við
okkur samkomulag. Við erum
reiðubúnir til samninga við
Vestur-Þjóðverja og aðra um
fiskveiðar í rúmt ár, en að þeim
tíma liðnum er fullvíst, að þessi
mál hafa skýrzt svo á alþjóða-
vettvangi að enginn getur
véfengt fullan og óskoraðan
rétt okkar til 200 mflna efna-
hagslögsögu.
Hafréttar-
ráðstefnan
Að vísu veit enginn með
fullri vissu í dag, hvort hafrétt-
arráðstefnunni muni ljúka með
alþjóðlegri samþykkt um 200
mílur fyrir næsta haust, en
verði svo ekki er alveg ljóst, að
fjöldi strandríkja um heim
allan mun helga sér 200
milurnar. Þess vegna verða 200
sjómílna fiskveiðitakmörk
alþjóðleg regla, hvort sem hún
verður formlega staðfest á haf-
réttarráðstefnu eða verður það
í framkvæmdinni hjá þorra
þjóða.
Stefna sú, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur markað í
þessu efni, að færa skjótt út
fiskveiðitakmörkin í 200 mílur,
er hin eina rétta og vonandi
bera allir lýðræðisflokkarnir
gæfu til að standa sameinaðir
um þá aðgerð. Kommúnistar
reyna að þvælast fyrir því máli,
því að 50 mflurnar eru trúar-
atriði hjá þeim. Að vísu kveður
nú nokkuð við annan tón eftir
að Rússar lýstu yfir stuðningi
við 200 mílna efnahagslögsögu
og kannski fer meira að segja
svo, að kommúnistar styðja út-
færsluna í 200 mílur og er
auðvitað ekki nema gott eitt um
það að segja.