Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 1
32SIÐUR OGLESBOK 151 tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Lítil von um friðarviðraeður Nikósíu, Ankara, Aþenu, Washington, Moskvu 17. ágúst — AP. • LlTIÐ var barizt á Kýpur á laugardagsmorgun eftir 60 klukkustunda samfellda sókn Tyrkja, sem fært hafði þeim þriðjung eyjarinnar. Vopnahléð, sem samkomulag náðist um f gær- kvöldi, var aðeins rofið af um fjögurra klukkustunda skothrfð f Nikósfu snemma f morgun með- fram vesturkanti „grænu Ifnunn- ar“ svokölluðu, sem greinir að grfsku og tyrknesku borgarhverf- in. Strax f morgun tóku svo grfsk- ir Kýpurbúar, sem flúið höfðu borgina f gær, að streyma aftur til hennar, útvarpsstöð þeirra hvatti helztu starfsmenn stjórnarinnar til að snúa aftur til vinnu og bakarf og matvöruverzlanir til að opna að nýju. Talsmenn Samein- uðu þjóðanna sögðu, að tveir danskir hermenn friðargæzlu- sveitanna hefðu farizt skömmu eftir að vopnahléð tók gildi og þrfr særzt, er þeir óku yfir jarð- sprengju. AIls hafa þá fimm her- menn S.Þ. farizt f átökunum sfð- ustu daga og 50 særzt. 0 Grikkir hafa lýst þvf yfir, að þeir sjái enga leið til þess að viðræður hefjist að nýju um framtfðarlausn á vandamálum Kýpur. Þetta sagði Denis Cara- yannis sendiherra Grikklands hjá Sameinuðu þjónunum f gær, er öryggisráðið samþykkti að skora á alia málsaðila að setjast að samningaborðinu f Genf að nýju. Konstantfn Karamaniis forsætis- ráðherra Grikkja sagði f Aþenu: „Það væri barnaiegt að halda, að Grikkland sé reiðubúið til þátt- töku f viðræðum undir þeim þrýstingi, sem núverandi staða skapar.“ Bæði Kissinger utanríkisráð- herra og Ford forseti Bandarfkj- anna hafa boðizt til að miðla mál- um og hefur því að sögn tais- manns bandarísku stjórnarinnar verið vel tekið af Ecevit forsætis- ráðherra Tyrklands og Klerides forseta Kýpur. Þessu hafa Grikkir hins vegar hafnað með öllu. Hafa and-bandarískar mótmælaaðgerð- ir verið um allt Grikkland síðan f gær og virðast Grikkir telja, að Bandarfkjamenn hefðu getað komið í veg fyrir hernaðaraðgerð- ir Tyrkja ef þeir hefðu viljað. Bandaríkin hafa mikilvægar her- stöðvar bæði f Grikklandi og á Tyrklandi. Tyrkneski forsætisráðherrann Bulent Ecevit sagði f Ankara, að hersveitir Tyrklands hefðu náð ætlunarverki sínu og lagt grund- völl að sambandsriki á Kýpur með tveimur sjálfstjórnarsvæðum, einu fyrir grfska Kýpurbúa, öðru fyrir tyrkneska. Er grfska þjóðar- brotið um 520.000 manns, en það tyrkneska 120.000 manns. Sagði Ecevit, að Grikkir yrðu áfram á tyrkneska svæðinu og Tyrkir á því gríska til að tryggja öryggi minnihlutans á hvoru svæði fyrir sig. Málgagn sovézka kommúnista- flokksins, Pravda, segir f dag, að úrsögn Grikklands úr hernaðar- samstarfi innan Atlantshafs- bandalagsins sanni, að aðildar- Iönd NATO séu að missa trú á bandalagið. „Um leið fær það við- horf æ meiri stuðning, að banda- lagið, sem er afkvæmi kalda strfðsins og aðsetur herskáustu afla hernaðarstefnu og aftur- halds, eigi enga framtfð fyrir sér,“ segir fréttaskýrandi Pravda, Yuli Yakhontov, í grein sinni. Enn fremur endurtekur hann þá fullyrðingu Sovétmanna, að átök- in á Kýpur hafi verið runnin und- an rifjum NATO. Fordí (>•>> • fjonnu Washington 17. ágúst — AP. ÞAÐ VAR f jör og dans f Hvfta húsinu f gærkvöldi, þegar Gerald Ford forseti hélt fyrstu veizlu sfna til heiðurs erlend- um þjóðhöfðingja, — Hussein Jórdanfukonungi og Alfu drottningu hans. Ford var hrókur alls fagnaðar og dansað var til miðnættis við undirleik popphljómsveitar. „Ég skemmti mér afskaplega vel“, sagði Ford. „Og við munum svo sannarlega hafa meira af slfku“. Hann lofaði þó að mæta til vinnu kl. 8 að morgni. Einn af gestunum 170 sagði um veizluna: „Þetta var eins og nýr og ferskur gustur f Hvfta húsinu“. Ford forseti ætlar að leyfa sér að slappa svolftið af yfir helgina, en hann hefur unnið 12 tfma á dag þessa vikuna. M.a. ætlar hann að leika golf eftir messu á sunnu- dag. Einnig er talið, að hann muni fhuga útnefningu vara- forseta. Borgari Nixon í bæjarstjórn? San Clemente, Kalifornfu, 17. ágúst. — AP. BÆJARSTJÓRNIN í strand- bænum San Clemente, þar sem borgari Richard M. Nixon dvelst nú ásamt fjölskyldu sinni, vill, að forsetinn fyrr- verandi taki virkan þátt f mál- um bæjarfélagsins. Er bæjar- stjórnin að ganga frá ályktun, þar sem Nixon er opinberlega boðinn velkominn til San Clemente, en hann hefur f hyggju að búa í húsi sfnu þar til frambúðar. A bæjar- stjórnarfundi nýiega kom 01 orðaskipta milli tveggja bæjarstjórnarfulltrúa um orðalag ályktunarinnar. Eftir nokkuð þóf sagði annar þeirra, Patrick Lane: „Ef okkur tekst einhvern tfma að fá hann (Nixon) til að þrauka út einn bæjarstjórnarfund, flyzt hann til Key Biscayne.“ Og það má auðvitað ekki gerast. Lánatregða í Bandaríkjunum Chicago 17. ágúst — AP. JOSEPH A. Lucas lfkar ekki að vera synjað um bankalán. Eftir að First National Bank of Chicago hafði neitað að verða við lánsumsókn hans árið 1972, skrifaði Lucas banka- stjóranum bréf, þar sem hann hótaði að ræna bankann. Alrfkislögreglumenn tóku forkunnarvel á móti honum, þegar hann ók f hlað með skammbyssu f hendi og ákærðu hann fyrir tilraun til bankaráns. Hann var dæmdur f tveggja ára fangelsisvist, en hélt áfram að skrifa bankan- um og biðja um lán. Lucas var látinn laus f júnf s.l. og lét það verða sitt fyrsta verk að krefj- ast 15.000 dollara láns hjá bankanum. Eftir að hafa feng- ið enn eina synjun greip Framhaid á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.