Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 ritað er... Guð er oss hæli og styrkur” 1 Sálm. 46, 2—4 lesum við: „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp 1 nauðum. Fyrir þvf hræðumst vér eigi, þðtt jörðin haggist og f jöllin bif- ist... Drottinn er með oss, Jakobs Guð vort vfgi.“ Slfk er játning trúaðs manns, sem hefur fengið að fuilreyna trúíesti og misk- unnsemi Guðs. Þau tilvik eru mörg f lffi okkar, þegar við finnum vanmátt okkar til þess að ieysa aðsteðjandi vanda. Meðan allt leikur f lyndi, hugsum við ef til vill Iftið um slfkt. Þá finnst okkur oft, að við komumst af f eig- in krafti einum. En skyndilega getum við staðið frammi fyrir alvöru Iffsins, þar sem mannlegum möguleikum eru takmörk sett. Við getum ekki meira. Þá verður margur maðurinn ráðvilltur og missir kjark- inn og vonina. Gildir þá einu, hvort um er að ræða persónulega erfiðleika eða einhverjar náttúruham- farir, eldgos eða jarð- skjálfta. Þá reynir á trú okkar. Guðs orð flytur okkur boðin um, að við komumst aldrei af f eigin mætti einum saman. Við eigum allt okkar komið undir náð Guðs. Ein- mitt þess vegna vitjaði Guð okkar f eingetnum syni sfn- um, Jesú Kristi. I trúnni á hann eignumst við öryggi og fullvissu. Við vitum, að við erum aldrei ein. Guð skilur okkur ekki eftir munaðarlaus. Hann vakir yfir okkur og verndar, hvað sem okkur kann að mæta f Iffinu. Gott er að eiga þetta öryggi trúarinnar. Gott er að mega hvfla f Guði og fela honum allt á vald. Hann er hin örugga hjálp f nauðum, það hæli og styrkur, sem aldrei bregzt. Þetta má aldrei gleymast. Hvað sem framtfðin kann að bera f skauti sér okkur til handa, þurfum við aldrei að örvænta. Við erum falin vernd og varðveizlu Guðs. Þvf megum við treysta. Lær- um þvf að leggja lff okkar og framtfð alla f hans hönd. Jónas Gfslason. í klóm andans „Því að baráttan, sem vér eig- um í, er ekki við blóð og hold, heldur við tignirnar og völdin, við andaverur vonskunnar í himin- I geimnum." Þannig ritaði Páll postuli í bréfi sínu til Efesusmanna. Kristinn maður á f stöðugri baráttu gegn því, að hinn illi nái tökum á sér. Baráttan er ekki við hold og blóð, heldur við andaverur vonskunn- ar. Mörgum er illa við þá tilhugs un, að eiga í baráttu við anda, við eitthvað, sem er óáþreifanlegt og ekki hægt að festa hendur á. En hinn illi, sá sem við eigum í bar- áttunni við, er slægur og í þessari andlegu baráttu verðum við að beita andlegum vopnum. Postul- inn nefnir þessi vopn í bréfi sínu: „Fyrir því skuluð þér taka al- væpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi, og getið að öllu yfirunnu staðizt." Alvæpni Guðs. Það er búnaður- inn. Guð útbýr þjóna sína til að berjast trúarinnar góðu baráttu, og því geta þeir óhræddir gengið fram i baráttunni, þótt hörð sé. Baráttan milli hins góða og hins illa er oft ljós meðal heiðingja. í þorpinu Dibdibe í Suður- Eþíópfu á sér stað hin andlega barátta. Margir þar voru haldnir illum öndum og er það algengt meðal múhameðstrúarmanna á þvf svæði. Slíkt virðist ganga yfir í bylgjum og verða sumir svo hættulegir, að þá verður að binda. Godama, innfæddur predikari, þekkti vel Biblfuna. Hann vissi að Jesús væri sterkari en andaverur Satans. Hann bað fyrir þeim, sem voru haldnir. Og undrið gerðist: Þeir urðu þá þegar lausir við and- ana. Þetta vakti gífurlegar um- ræður — eitthvað nýtt var á ferð- inni. Illir andar voru reknir út af fólki í nafni Jesú. Og við slfka atburði styrkist fólkið í trúnni. En þessi barátta við illa anda er ekki aðeins til meðal heiðingja, Biblían svarar Nokkur svör Biblíunnar til þeirra er segja: Það kostar svo mikið að vera kristinn. „Því að hvað stoðar það manninn, að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?“ (Markúsarguðspjall 8:36.) „Sannlega segi ég yður, að enginn er sá, sem hefir yfirgef- ið heimili eða konu eða bræður eða foreldra eða börn vegna guðsríkisins, að hann fái það ekki margfalt aftur á þessum tíma og hinum komandi heimi eilíft líf.“ (Lúkasarguðspjall 18:29—30) „Segið því ekki áhyggjufull- ir: Hvað eigum vér að eta? eða: Hvað eigum vér að drekka? eða: Hverju eigum vér að klæð- ast? Því að eftir öllu þessu sækjast heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ (Matteusarguðspjall 6:31—33.) „Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á G uð og trúið á mig. 1 húsi föður mfns eru mörg híbýli; væri ekki svo, myndi ég þá hafa sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem ég er.“ (Jóhannesar- guðspjall 14:1—3) Eg er of upptekinn af jarð- neskum gæðum. „Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heimin- um eru. Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki til föðursins ekki í honum. Því að allt það sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heimurinn fyrir- ferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að ei- lffu.“ (I. Jóhannesar bréf 2:15—17)- „... þar sem vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýni- lega, því að hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega ei- líft.“ (II. Korintubréf 4:18) heldur og f hinum vestræna heimi. Séra Christoher Neil- Smith í Englandi hefur komizt í náin kynni við illa anda. Hann hefur margoft rekið þá út af fólki, og segir hann nokkuð frá því í Daily Express fyrir fáum vikum. Hann var eitt sinn kallaður í fang- elsi til að tala við tvo „Hell’s Angels" — vítisengla. Fangelsis- vörðurinn bað hann að koma og reka út af þeim illa anda. Þeir voru ákærðir fyrir morðtilraunir og ógnanir. Ástæðan fyrir því, að þeir báðu um viðtal var sú, að þeir höfðu verið viðriðnir black-magic og höfðu gefizt djöflinum á vald til að vinna öðrum tjón. Þeir voru nú hræddir um, að þeir hefðu ekki stjórn á sér, er þeim yrði hleypt úr fangelsinu og mundu e.t.v. myrða einhvern. Þegar presturinn hafði beðið með þeim varð mikil breyting á og þeir urðu eins og nýir menn. Kvikmyndin The Exorcist fjall- ar um það á ægilegan hátt, hvern- ig 12 ára stúlka er haldin illum anda. Aðvaranir hafa komið frá mörgum kirkjunnar mönnum. Billy Graham hefur sagt: „Sjáið hana ekki. Að vera haldinn illum anda er ekki heimatilbúið. Það er raunveruleiki.“ I En myndin hefur vakið mikla athygli. Fólk bíður klukkutímum saman eftir miðum, en flestir koma frá sýningunni með nei- kvæða dóma. Leigubílstjóri f Vancouver segisthafaekiðfólki sem virtist andlega bilað eftir að hafa séð hluta myndarinnar. Fólki verður flökurt og margir falla í yfirlið. 1 Chicago staðhæfa sálfræðingar, að menn hafi verið settir á geðveikrahæli. Þeir segja, að engin leið sé að komast hjá að verða fyrir alvarlega skaðlegum áhrifum. Vel menntað fólk I upphafi þessarar aldar hélt fram að andar, sem herjuðu á fólk, væri aðeins hjátrú eða geðveila. Marg- ir trúa þvf heldur ekki í dag, að til sé neitt, sem heitir illir andar, fólk brosir að þeim, sem heldur sliku fram. En hvernig ætli það fólk útskýri ráðþrot geðlækna, þegar þeir meðhöndla haldið fólk. Sr. Christopher Neil-Smith hefur tekið við fólki, sem geðlæknar hafa ekki getað læknað, og hann hefur séð strax, að um illa anda væri að ræða. Hann rekur þá út af fólkinu f nafni Jesús Krists. Eitt af fyrstu verkum Jesú var að reka út illa anda af manni í Kapernaum. Nýja testamentið gerir skýran greinarmun á geð- veiki, lfkamlegum veikindum og illum öndum f fólki. Jesús sagði líka, að lærisveinar sínir myndu reka út illa anda í sínu nafni og það hafa þeir lfka gert. Baráttan við andaverur vonzkunnar stend- ur enn yfir, hvað sem líður skýr- ingum ýmissa sérfræðinga. Það er því undarlegt, að á þessari upp- lýstu öld tækninnnar séu menn að leika sér að hættu. Margir gera sér reyndar ekki grein fyrir því, en vara verður við hvers konar kukli, spádómum og öðru, sem miðar að þvf að ná valdi yfir fólki. Nauðsynlegt er að þekkja óvin okkar, en: snúum okkur til Krists og gerumst þjónar hans, sem lagði lff sitt í sölurnar til lausnargjalds fyrir marga. Daily Express Decision Magazine Húsbyggjendur — Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið með stutt- um fyrirvara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆMT VERÐ, GREIÐSLUSKILMÁLAR. Borgarplast HF, Borgarnesi. Sími 93-7370. f/Skjótum skyttunni í skil" Sýning Félags íslenzkra opin daglega kl. 14—22 í Hafnarstræti 3. vefnaðarkennara er iítcai A lÍTQJII h UluflLfl Kven-, karlmanna- og UlðALA Alls konar skór. Og barnaskór. Þér gerið enn er það öruggt að örugglega góð kaup. þér gerið góð kaup. Skóv. Pélups Andréssonar. Laugavegi17. Skóv. Framnesvegi 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.